Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 28
Lengi hefur tíðkast að geyma tölvur sem keyra ýmiss konar hugbúnað í tölvuskápum. Með nýjum og breyttum tímum færist nú í aukana að hýsa hug- búnað í skýi og hefur skýið sótt gríðarlega í sig veðrið á síðustu árum. Rue de Net hefur því verið á þeirri veg- ferð að flytja hugbúnað við- skiptavina sinna af tölvum í tölvuskápum og upp í skýið, svo þaðan er frasinn kominn. Karl Einarsson er fæddur og uppalinn í Breiðholtinu og verður þrítugur í lok október. Hann útskrifaðist úr tölvunarfræði árið 2017 og hóf störf með skólanum hjá Rue de Net árinu áður. „Ég vissi að vísu ekkert um Rue de Net þegar ég sótti um starf hjá félaginu, en á þeim tíma var ég farinn að velta fyrir mér hvað tæki við eftir skólann,“ segir Karl, sem er þjónustustjóri hjá Rue de Net Reykjavík. „Ég sat í heita pottinum í Sport- húsinu á spjalli við vinkonu mína og sem þá þegar var hjá Rue de Net. Hún hvatti mig til að sækja um, sem ég og gerði og hér erum við,“ segir Karl, ánægður með sitt hlutskipti. Hann byrjaði sem forritari en varð síðar hópstjóri og fór að stýra stærri og stærri verkefnum og inn- leiðingum. „Þegar Rue de Net stækkaði enn frekar varð ég sviðsstjóri viðskiptakerfa og nú síðast tók ég við hlutverki þjónustustjóra, sem er klárlega mjög spennandi áskorun. Það sem ég geri í starfi mínu hjá Rue de Net er að aðstoða og þjálfa starfsmenn sem heyra undir viðskiptakerfissvið. Einnig áætla ég tíma og kostnað sem felast í innleiðingum og uppfærslum á Business Central, og hanna útfærslur og samþættingar við hin ýmsu kerfi hjá viðskiptavinum okkar,“ útskýrir Karl, sem hefur fengið mörg tækifæri til að vaxa í starfi og fengið stigvaxandi ábyrgð í gegnum árin. „Ég hef alltaf sóst eftir stærri áskorunum og hef gaman af því að takast á við krefjandi verkefni. Það væri lygi ef ég segði að starfið hefði alltaf verið auðvelt, enda stundum mikill hraði, viðskiptavinir hinum megin við borðið og lítið sem má út af bregða. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að fá þessi tækifæri og ég er mjög ánægður með vegferðina eins og hún hefur verið hingað til. Það má heldur ekki gleyma við- skiptavinum okkar, þeir eru stór hluti af þessu öllu. Ég hef fengið að fara inn í sum af stærstu fyrir- tækjum landsins, tekið mikinn þátt í þeirra vegferð, og eignast marga góða kunningja hér og þar um bæinn, sem mér þykir mjög vænt um.“ Þjónusta Rue de Net Rue de Net var stofnað á eyjunni Jersey í Ermarsundi árið 2003. Stofnendur voru tveir; Alfred B. Þórðarson og Aðalsteinn Valdi- marsson. Félagið stofnað utan um samþættingarlausn, nánar tiltekið samþættingu milli vefs og Navi- sion. „Nafnið Rue de Net stendur fyrir akkúrat það sem verið var að gera; að brúa bilið á milli vefs og Navis ion. Götuheiti í Jersey byrja sum á „Rue de“ og því varð til Rue de Net, eða Netstrætið,“ útskýrir Karl um vel til fundna nafngift fyrirtækisins. Þeir Alfred og Aðalsteinn seldu vöruna um allan heim í nokkur ár, en þegar þeir komu til Íslands kölluðu íslenskir viðskiptavinir eftir þjónustu þeirra, og úr varð Rue de Net Reykjavík sem sinnti og sinnir enn allri ráðgjöf og þjónustu við Business Central, (sem áður hét Dynamics NAV og Navision) og LS Central (sem hét LS Nav frá LS Retail). „Rue de Net hefur stækkað jafnt og þétt í gegnum árin, en við höfum nánast alltaf verið litli aðil- inn á markaðnum. Við viljum líka gera hlutina öðruvísi, persónuleg nálgun hefur ávallt verið okkar sérsvið, og við leitumst mjög eftir því að kynnast viðskiptavinum okkar vel og þekkja þarfir þeirra, til að ráðgjöfin verði sem best. Til að mynda fær hver viðskiptavinur úthlutað viðskiptastjóra sem öll hans samskipti fara í gegnum. Viðskiptastjórinn lærir fljótt mjög vel inn á viðskiptavininn og getur því veitt heiðarlega og góða ráðgjöf um hvað hentar viðskiptavininum best,“ greinir Karl frá. Viðskiptakerfi í skýinu Fyrir tæpum þremur árum hóf Microsoft að bjóða upp á Dyna- mics 365 Business Central sem SaaS-lausn, en það útleggst sem Software as a Service. Á íslensku þýðir þetta hugbúnaður sem þjónusta. Það þýðir að Microsoft annast hýsingu á kerfinu, ásamt öllum uppfærslum, viðhaldi og afritatöku. „Við hjá Rue de Net urðum strax mjög hrifin af þessari nálgun Microsoft, enda mikið hagræði og þægindi falin í henni. Við- skiptakerfið er nú aðgengilegt hvar og hvenær sem er, og áður þekkt vandamál eins og tengingar, rekstur kerfisins og annað slíkt heyrir sögunni til,“ upplýsir Karl. Hann segir einn af helstu kostum þessarar tilhögunar vera þann að viðskiptavinir séu nú alltaf í nýjustu útgáfu. „Microsoft uppfærir kerfið í hverjum mánuði, og tvisvar á ári er um stærri uppfærslur að ræða. Í gamla fyrirkomulaginu var alkunna að uppfærslur voru tíma- frekar, erfiðar og kostnaðarsamar. Öll vinna við Microsoft-uppfærslur er innifalin í mánaðargjöldum, svo enginn óvæntur kostnaður kemur til vegna þess,“ segir Karl. Áður þurfti líka að leggja í töluverða vinnu til að fá inn nýja staðlaða virkni. „Viðskiptavinir áttu alltaf rétt á þessari nýju virkni en þurftu sjálfir að leggja út kostnað til að fá Taktu viðskiptakerfið þitt úr skápnum í skýið Karl Einarsson er þjónustu- stjóri hjá Rue de Net Reykjavík. Fyrirtækið hlaut nafngift sína þegar það var stofnað á Jersey-eyju á Ermarsundi, þar sem margar götur byrja á Rue de. FRÉTTA- BLAÐIÐ/EYÞÓR Hér má sjá hluta starfsfólks Rue de Net en fyrirtækið telur í dag yfir 30 manns. Starfsfólk Rue de Net hvetur fyrirtæki til að vera framsækin og hugsa til framtíðar. Það er líka alltaf til í spjall um bestu lausnirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 6 kynningarblað 23. september 2021 FIMMTUDAGURUPPLÝSINGATÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.