Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 30
OZIO sérhæfir sig í hug- búnaðarlausnum fyrir fyrirtæki í Microsoft 365 viðskiptaumhverfi og hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkferlum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Lausnirnar geta sparað fyrirtækjum mikið fé. „Við sérhæfum okkur í hugbúnað- arlausnum fyrir fyrirtæki í Micro- soft 365 viðskiptaumhverfi og leggjum megináherslu á stafræna ferla og hagræðingu með lausnum sem fyrirtækin eiga nú þegar, en nánast öll fyrirtæki eru í þessu umhverfi Microsoft 365 en átta sig kannski ekki alltaf á því hvernig er hægt að nýta það,“ útskýrir Sigurjón Hákonarson, fram- kvæmdastjóri OZIO. „Í sumum tilvikum eru þau jafnvel að kaupa lausnir frá öðrum sem er að finna þarna inni. Við viljum hjálpa fyrirtækjum að finna hvernig má nýta umhverfið betur og þar með ná fram töluverðri hagræðingu með upplýsingatækni.“ Mjög oft svipaðar áskoranir „Við búum yfir áralangri reynslu og þekkingu á verkferlum fyrir- tækja, óháð stærð og eðli starf- semi þeirra,“ segir Sigurjón. „Við erum búnir að leysa alls konar vandamál og í raun eru alltaf sömu verkferlar hjá fyrir- tækjum, hvort sem fyrirtækin eru 15-20 manna eða 2-300 manna. Fyrirtæki eru mikið að glíma við svipaðar áskoranirnar, umfangið er bara mismikið. Samningakerfið sem við bjóðum upp á er ágætis dæmi um kosti þjónustunnar okkar. Við erum með samningakerfi sem er innbyggt í Microsoft 365 umhverfið og getur haldið utan um samninga, allt frá samninga- gerð til undirritunar,“ segir Sigur- jón. „Kerfið inniheldur tengingu við undirritunarþjónustu, þannig að það er hægt að vinna samning- inn, senda hann til undirritunar og fá undirritað skjal til baka, allt innan kerfisins, svo það þarf ekki að fara neinar krókaleiðir.“ Getur sparað mikið fé „Margir telja að upplýsingatækni sé dýr, en tilgangurinn með því að fjárfesta í henni er að spara og hagræða,“ segir Sigurjón. „Það kostar mögulega tvær milljónir að fá heildstæða lausn, en mikilvægt er að átta sig á hvað slík lausn getur sparað á móti. Þegar kemur að því að skoða fjárfestingar í upplýsingatækni þarf því að huga að því hvaða kostnaður fer út, sem er ekki bara fjármagn heldur líka tími. Umræðan er oft villandi og segir að það að eyða í upplýsinga- tækni snúist um að fækka starfs- fólki, en þetta snýst ekki um það, heldur hagræðingu í fjármagni og/eða tíma,“ segir Sigurjón. „Það getur samt hins vegar þýtt að fólk færist til í starfi eða geti eytt tímanum í skemmtilegri verkefni, því við viljum bjóða lausnir sem gera óþarft að hafa fullt af fólki að vinna handavinnu.“ ■ Hjálpa fyrirtækjum að nýta Microsoft 365 Sigurjón Hákonarson, framkvæmdastjóri OZIO. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Nánast öll fyrir- tæki eru í þessu umhverfi Microsoft 365 en átta sig kannski ekki alltaf á því hvernig er hægt að nýta það. Sigurjón Hákonarson 8 kynningarblað 23. september 2021 FIMMTUDAGURUPPLÝSINGATÆKNI arionbanki.is *Skv. MMR 2021 Ef þú ert ekki með Arion appið getur þú sótt það í App Store eða Google Play. Í appinu tekur enga stund að: Ert þú með besta bankaappið? • Dreifa greiðslum • Stýra yfirdrætti • Sækja um Núlán • Finna PIN númer • Kaupa og selja hlutabréf og í sjóðum • Stofna viðbótarlífeyrissparnað • Byrja grænan sparnað • Borga reikninga • Frysta kort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.