Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 12
10 Fréttir 16. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐFÓKUS Á HJARTA LANDSINS Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari Tómas Guðbjartsson hjartaskurð­ læknir og náttúru­ unnandi Þótt Eyjafjallajökull sé sjötti stærsti jökull landsins og næstum 80 ferkílómetrar að stærð, þá renna aðeins frá honum tveir skriðjöklar, Gígjökull og Steinsholtsjökull. Undir jökulhettunni er eldkeila sem gosið hefur fjórum sinnum frá landnámi, 920, 1612, 1821 og síðast 14. apríl 2010 í frægu gosi sem næstum eyddi Gígjökli. Steins- holtsjökull, sem er næsti nágranni Gígjökuls, má einnig muna sinn fífil fegurri vegna loftslagshlýnunar. Hann felur sig á bak við voldugan jökulgarð og sést því ekki frá veginum inn í Þórsmörk, en þegar nær jöklinum er komið sést hversu stórbrotinn hann er. Steinsholtsjökull tengist einu mesta berghruni sem orðið hefur á Íslandi frá landnámi, en aðeins það í Öskju sumarið 2014 var stærra. Um hádegisbil 15. janúar 1967 losnaði rúmlega 900 metra löng bergspilda úr fjallinu Innstahaus (720 m), en bændur höfðu um nokkurt skeið tekið eftir stækkandi sprungu í bergstálinu. Eftir miklar rigningar opnaðist sprungan og 40 milljónir tonna af bergi steyptust mörg hundruð metra niður á skriðjökulinn. Um leið köstuðust feikna- stór björg og jökulís yfir lón við jökulsporðinn, sem kom af stað gríðarlegri flóðbylgju. Barst hún með látum eftir endilöngum Steinsholtsdal að aurum Krossár og þaðan áfram 40 kílómetra leið að ósum Markarfljóts. Þegar ekið er inn í Þórsmörk yfir vaðið á Steinsholtsá sést hversu stór björgin voru, en mörg eru nokkrar mannshæðir og allt að 200 tonn að þyngd. Sem betur fer voru engir á ferð í Þórs- mörk þennan vetrardag, en bændur sáu þó til flóðsins auk þess sem hamfaranna varð víða vart á jarðskjálfta- mælum. Ganga inn að Steinsholtsjökli er frábær skemmtun og tekur tæpa klukkustund hvora leið. Bílum er lagt við Fagraskóg, handan vaðsins á Steinsholtsá, en það getur verið varasamt í rigningu. Gróður í dalnum er afar gróskumikill og birki og mosi áberandi. Mikilvægt er að fylgja göngustígum og þræða gamla árfarvegi til að hlífa viðkvæmum mosanum. Innar í dalnum er þyrping risa- stórra sandhóla sem bárust með bergskriðunni og eru flestir þeirra grónir frá toppi til táar. Einnig má sjá jökul- ker sem mynduðust þegar jökulís úr flóðinu bráðnaði og skildi eftir stórar dældir í sandinum. Athyglinni stelur þó snarbrattur Steinsholtsjökull en frá 1967 hefur hann hörf- að um rúman kílómetra. Því má segja að hann hafi lent á milli steina berghruns og sleggju hamfarahlýnunar. ■ Milli steins og sleggju Steinsholtsjökull hefur hörfað mikið á sl. áratugum og jökullónið við sporð hans stækkað. Fyrir miðri mynd er Innstihaus, en úr honum brotnaði 900 m bergspilda veturinn 1967. MYND/TG Steinsholtsdalur er afar gróinn og skartar dulúð- legu landslagi. MYND/ KÁRI HEIÐDAL Risabjarg neðst í Steinsholtsdal sem barst með flóðbylgjunni 1967. MYND/ TG 23. september 2021 FIMMTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.