Fréttablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 6
Það hafa orðið til ný
málefni svo sem
umverfismál og ýmsar
nýjar hugmyndir um
framkvæmd lýðræðis.
Málefnasviðið er því
flóknara núna, sem
opnar rými fyrir nýja
flokka.
Eva H. Önnu-
dóttir, prófessor
í stjórnmála-
fæðideild HÍ
50%
40%
30%
20%
10%
19
19
19
23
19
27
19
31
19
33
19
34
19
37
19
42
19
44
19
46
19
49
19
53
19
56
19
59
19
61
19
63
19
67
19
71
19
74
19
78
19
79
19
83
19
87
19
91
19
95
19
99
20
03
20
07
20
09
20
13
20
16
20
17
n Sjálfstæðisflokkurinn
n Framsóknarflokkurinn
Þróun fylgis Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá upphafi framboðanna til kosninga 2017:
Myndin sýnir
fylgisniður-
sveiflu seinni
ára í saman-
burði við
gullaldartíma
Sjálfstæðis-
flokks og
Framsóknar-
flokks. Þrjár
breytingar hafa
orðið á kjör-
dæmaskipan á
þessum tíma.
Heimild:
https://kosn-
ingasaga.wor-
dpress.com)
K Y N N U M N ÝJ A N J E E P®
A L V Ö R U J E P P I – A L V Ö R U FJ Ó R H J Ó L A D R I F
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
*VERÐ EFTIR ÁRAMÓT VEGNA HÆKKUNAR Á VSK:
7.179.000 KR. • STÆRRI VÉL 240 HÖ
• 360° MYNDAVÉL
• LÁGT DRIF
• RAFDRIFIN LEÐURSÆTI OG MÆLABORÐ
VERÐ HLAÐINN AUKABÚNAÐI
6.699.000 KR.**
* * S V A R T U R L I M I T E D. A Ð R I R L I T I R 6 . 8 6 2 . 0 0 0
ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ ÁDRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID
TRYGGÐU ÞÉR B ÍL FYRIR
VERÐHÆKKUN UM ÁRAMÓT*
• SNERTILAUS OPNUN AFTURHLERA
• FJARLÆGÐARSTILLTUR HRAÐASTILLIR
• 10,1” SNERTISKJÁR MEÐ LEIÐSÖGUKERFI
• BLINDHORNS OG AKREINAVARI
kristinnhaukur@frettabladid.is
MOSFELLSBÆR Gullleitarfyrirtækið
Iceland Resources hefur lagt fram
gögn til Mosfellsbæjar um rann-
sóknarboranir í Þormóðsdal. Arnar
Jónsson, forstöðumaður þjónustu-
og samskiptadeildar bæjarins, segir
að nú verði kannað hvort fram-
kvæmdin teljist meiriháttar og kalli
á framkvæmdaleyfi.
Mosfellsbær hefur lagst gegn gull-
leit á svæðinu og í aðalskipulagi
er ekki gert ráð fyrir byggingum,
vegum eða öðrum mannvirkjum í
tengslum við námavinnslu. Bærinn
synjaði Iceland Resources um fram-
kvæmdaleyfi árið 2017 og var það
mál tekið fyrir hjá Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála.
Fleiri mál hafa ratað inn á borð
nefndarinnar vegna verkefna félags-
ins en landeigendur í Vopnafirði
og á Tröllaskaga hafa einnig kært
útgefin leyfi Orkustofnunar. Gull-
leit fylgir oft jarðrask og hætta á
að vatnsból spillist, en samkvæmt
lögum geta rannsóknarleyfishafar
farið inn á landareignir fólks, enda
á ríkið það sem finnst í jörðu.
Samskipti félagsins við Mos-
fellsbæ hafa gengið brösuglega, en
í fundargerð gerir skipulagsnefnd
bæjarins alvarlegar athugasemdir
við framgöngu og röksemdafærslu
Iceland Resources ehf. í samskiptum
sínum við sveitarfélagið.“ Arnar
segir bæinn ítrekað hafa óskað eftir
frekari gögnum frá félaginu. Eigandi
þess er Vilhjálmur Þór Vilhjálms-
son, sem á langa sögu gjaldþrota
félaga á ýmsum kennitölum. n
Erfið samskipti Mosfellsbæjar og gullleitarfyrirtækis
Tengslarof losaði um kjarna-
fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Flóknari málefni en áður
opna leið fyrir ný framboð.
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Tveir af fyrrum burðar-
bitum fjórflokksins á Íslandi standa
enn, Sjálfstæðisf lokkur og Fram-
sóknarf lokkur. Ef fylgi þeirra er
borið saman við gullaldarár þeirra
verður að segja að vinsældirnar séu
aðeins svipur hjá sjón.
Áður fyrr áttu f lestar pólitískar
skoðanir landsmanna heimili í
þeirri fjórskiptu byggð sem saman-
stóð af Alþýðubandalagi, Alþýðu-
flokki, Framsóknarflokki og Sjálf-
stæðisf lokki. Alþýðubandalag og
Alþýðuflokkur runnu saman í Sam-
fylkinguna og heyra því sögunni til
hvað fjórflokkakerfið varðar. Fylgi
Samfylkingarinnar náði mest 30
prósentum, en f lokksmenn urðu
að sætta sig við rúm 12 prósent í
síðustu þingkosningum. Efnahags-
hrunið og klofningsframboð eru
meðal skýringa sem nefndar hafa
verið á veikingu fjórflokksins. Ný
öfl leysa gömul af hólmi og veikja
þau sem eftir standa.
Sjálfstæðisf lokkurinn, í þeirri
mynd sem við þekkjum hann í dag,
var stofnaður 1929 við samruna
Íhaldsf lokksins og Frjálslynda
flokksins. Hann hefur verið ríkjandi
í ríkisstjórnum. Flokkurinn fékk
35-46 prósenta fylgi á landsvísu í
þingkosningum nánast frá upp-
hafi stofnunar og fram á þessa öld.
Síðustu 12 ár hafa Sjálfstæðismenn
mátt sætta sig við innan við 30%. Í
kosningum 2009, eftir hrunið, varð
niðurstaða alþingiskosninganna sú
að Sjálfstæðisflokkur fékk 23,7 pró-
sent, sem er versta útkoma flokksins
til þessa. Hann fór í 29 prósent árið
2016 en sumar kannanir mæla nú
Fjórflokkurinn aðeins svipur hjá sjón
fylgið undir því sem hann hefur
minnst fengið áður.
Framsóknarflokkurinn var stofn-
aður árið 1916 og er því aldurshöfð-
ingi. Flokkurinn var oft áhrifamikill
og einkar ríkjandi í stjórnmálasögu
1971-1991. Framsóknarflokkurinn
fékk 35,9 prósenta landsfylgi árið
1931. Fylgið rokkaði í kosningum
næstu áratugi en var oftast á bilinu
20 til 27 prósent, fram á þessa öld.
Árið 2007 varð kröpp dýfa þegar
fylgið fór niður í 11,7 prósent.
Flokkurinn stökk upp í heil 24,7 pró-
sent árið 2013 en seig niður í 10 til
12 prósent í síðustu tvennum þing-
kosningum. Wintris-málið og Mið-
flokkurinn koma þar mjög við sögu.
Eva H. Önnudóttir, prófessor í
stjórnmálafræði, segir að í kosning-
unum 2009, eftir hrunið, hafi komið
skarpt los á tengingu kjósenda við
fjórflokkinn. Sá sem tapaði mestu
á því sem mætti kalla tengslarof,
hafi verið Sjálfstæðisf lokkur sem
átti langmesta kjarnafylgið. Afleið-
ingar þessa hafi svo birst enn frekar
í kosningunum 2013.
Innt eftir skýringum á fyrrum
vinsældum fjórflokksins svarar Eva
að stundum sé talað um að flokka-
kerfið hafi frosið upp úr 1930. Eftir
það hafi um langa hríð orðið litlar
breytingar á pólitísku landslagi. Um
1990 hafi nýtt stöðugleikatímabil
hafist sem hafi ekki skapað mikið
rými fyrir nýja f lokka. Fjölgun
stjórnmálaflokka hin síðari ár sé í
takti við þróun sem hafi orðið áður í
nágrannalöndunum. Málefnasviðið
sé orðið miklu flóknara. Áður hafi
íslensk stjórnmál snúist mikið um
félagshyggju og markaðshyggju.
Minni áhersla hafi verið á alþjóða-
hyggju en nú. „Það hafa orðið til ný
málefni svo sem umhverfismál og
nýjar hugmyndir um framkvæmd
lýðræðis. Málefnasviðið er því
flóknara núna, sem opnar rými fyrir
nýja flokka,“ segir Eva. n
arib@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Borgarstjórn hefur
vísað frá tillögu Sjálfstæðisflokksins
um að borgin taki upp sveigjanleg
starfslok í stað starfsloka við 70 ára
aldur. Nú þegar sé verið að vinna að
slíkri innleiðingaráætlun.
„Við teljum aldurstengdar við-
miðanir brjóta í bága við jafnræðis-
reglu stjórnarskrárinnar. Þetta er
fullkomlega tilviljanakennt, þetta
er ekki inni í neinum í lögum. Það
skiptir mjög miklu máli að þessu
verði breytt,“ segir Helgi Pétursson,
formaður Landssambands eldri
borgara.
Aldursviðmiðin
of tilviljanakennd
Helgi Péturs-
son, formaður
Landssambands
eldri borgara.
birnadrofn@frettabladid.is
HAFNARFJÖRÐUR Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála hefur
fellt úr gildi ákvörðun bygginga-
fulltrúa Hafnarfjarðar um heimild
fyrir byggingu fjölbýlishúsaklasa
með tuttugu og þremur íbúðum og
einu atvinnurými við Lækjargötu 2.
Samkvæmt úrskurðinum brýtur
byggingar leyfið í bága við gildandi
skipulag hvað landnotkun varðar.
Því verði að fella ákvörðunina úr
gildi. n
Ekkert verður af
byggingu blokkar
Gullleitaráform
í Þormóðsdal og
víðar hafa verið
umdeild.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VILHELM
4 Fréttir 23. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ