Fréttablaðið - 23.09.2021, Page 8
AðAlfundur
Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins
Aðalfundur Hollvinasamtaka v.s. Óðins verður haldinn miðvikudaginn
6. október næstkomandi. Fundurinn verður um borð í Óðni sem nú liggur
við Síldarbryggjuna, Grandagarði (næst togarabryggju Brims) og hefst
klukkan 16:00.
Fundarefni:
• Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar.
Hollvinir varðskipsins Óðins hafa með samstilltu átaki bjargað þessu
merkilega skipi, gert það að lifandi safni um baráttu okkar í þorska-
stríðunum og helsta djásni Sjóminjasafnsins.
Hollvinir, fjölmennið á fundinn.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórn Hollvinasamtaka Óðins
Viðurkenningu geta hlotið ein-
staklingar, fyrirtæki, stofnanir,
sveitarfélög, hópar eða félaga-
samtök, sem á einn eða annan
hátt hafa skarað fram úr eða
markað spor á sviði kynjajafn-
réttismála.
Skipuð hefur verið sérstök val-
nefnd í samræmi við 2. málsl.
4. mgr. 24. gr. laga nr. 150/2020,
um jafna stöðu og jafnan rétt
kynjanna, sem velur úr innsendum
tilnefningum.
Tilnefningum skal skila rafrænt
eigi síðar en 10. október 2021 til
forsætisráðuneytisins á netfangið
for@for.is. Rökstuðningur vegna
tilnefningar skal fylgja með.
Forsætisráðuneytið óskar eftir
tilnefningum til jafnréttis-
viðurkenningar fyrir árið 2021.
Tímapantanir á opticalstudio.is
og í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Brautarholt
Heimili Angjelin Sterkaj
þar sem hin ákærðu
hittust meðal annars.
Rauðarárstígur
Reykjavík Downtown
Apartments þar sem
Armando heimsótti
reglulega vini sína.
Rauðagerði
Heimili Armando
Beqirai þar sem
morðið var framið. MIKLABRAUT
2
3
SÆBRAUT
KR
IN
GL
UM
ÝR
AR
BR
AU
T
Vettvangur atburða nóttina sem morðið var framið
1
1
2 3
Atburðarásin í Rauðagerði
23.44 Bíllinn sem Angjelin og
Shpetim voru á sést á
Sogavegi.
23.45 Armando fer frá Rauðar
árstíg og Claudia sendir
Angjelin skilaboð.
23.51 Armando sést í mynda
vélum koma að heimili
sínu og keyra inn í
bílskúr þar sem hreyfi
skynjaraljós kviknar.
23.55 Bíll Angjelin og Shpetim
sést við hús Armando.
23.56 Ljós við bílskúrinn
kviknar aftur og var
Armando þar líklega
á leiðinni út úr bíl
skúrnum áður en hann
var skotinn.
23.57 Bíll Angjelin og Shpetim
sést á Sogavegi.
Fjögur eru ákærð í tengslum
við Rauðagerðismálið svo-
kallaða, en farið var um víðan
völl við skýrslutökur í síðustu
viku, meðal annars hvar allir
voru daginn örlagaríka. Einn
hefur játað sök og segist hafa
verið einn að verki, en þrjú eru
ákærð fyrir samverknað.
fanndis@frettabladid.is
DÓMSMÁL Málflutningur í Rauða-
gerðismálinu svokallaða fer fram í
dag en skýrslutökum í málinu lauk í
síðustu viku, þar sem skýrslur voru
teknar af 40 manns á fjórum dögum.
Fjögur eru ákærð í málinu og
hefur eitt þeirra, Angjelin Sterkaj,
játað að hafa skotið Armando Beq-
irai til bana fyrir utan heimili hins
síðarnefnda í Rauðagerði skömmu
fyrir miðnætti laugardagskvöldið
13. febrúar.
Claudia Sofia Coelho Carvahlo,
Murat Selivrada, og Shpetim Qerimi
eru síðan ákærð fyrir samverknað,
en þau hafa neitað sök. Farið var um
víðan völl við skýrslutökur í síðustu
viku en þar kom fram frá ýmsum
sjónarhornum hvað gerðist daginn
sem Armando var myrtur.
Angjelin kom til Reykjavíkur á
laugardeginum úr sumarbústað,
en dagana þar áður höfðu hótanir
gengið á víxl milli hans og Armando.
Um kvöldið hitti Angjelin bæði
Shpetim og Murat, þar sem Claudia
sá að mestu leyti um að skutla á
milli, en þeir voru meðal annars
að ræða um byggingarverkefni í
Borgargerði, sem Shpetim og Murat
fóru að skoða.
Þar á eftir fór Angjelin ásamt Clau-
diu aftur heim til sín. Bæði sögðust
þau hafa séð grunsamlega einstakl-
inga fyrir utan og fyrir dómi sögðu
þau líklega hafa verið um að ræða
vini Armando, en vinir sem gáfu
skýrslu neituðu því alfarið.
Angjelin sagðist í kjölfarið hafa
ákveðið að fara einn að hitta Arm-
ando í von um að ná sáttum, þar sem
hann óttaðist að hann yrði drepinn
ef vinir Armando væru með í för.
Claudia fékk þau fyrirmæli frá
Angjelin að fylgjast með bíl í eigu
Armando við Rauðarárstíg, þar
sem Armando var oft, og átti hún
að senda fyrir fram ákveðin skila-
boð þegar einhver hreyfing yrði á
bílnum. Murat er sagður hafa sýnt
Claudiu bílinn, en sjálfur neitar
hann því alfarið.
Eftir nokkurn tíma bað Angjelin
Claudiu um að fylgjast með öðrum
bíl í eigu Armando en Claudia sagð-
ist ekki hafa spurt hvers vegna hún
ætti að fylgjast með bílunum.
Fyrir og eftir vinnu um kvöldið
hafði Armando komið við á Rauð-
arárstíg. Um korter í tólf um kvöldið
lagði Armando af stað heim og sendi
Claudia þá skilaboðin.
Angjelin hafði þá beðið Shpetim
um að koma með sér í sumarbústað
en fyrst stoppuðu þeir í Rauðagerði.
Armando kom heim skömmu fyrir
miðnætti en Angjelin beið þá við
heimili hans og skaut hann til bana.
Shpetim fór síðan með Angj-
elin af vettvangi, en að hans sögn
vissi hann ekki hvað hafði gerst. Á
leiðinni í bústaðinn stoppuðu þeir
í Kollafirði þar sem Angjelin fleygði
skotvopninu í sjóinn.
Líkt og áður segir er Angjelin sá
eini sem hefur játað í málinu og
hefur hann þvertekið fyrir það að
hin meðákærðu hafi vitað af morð-
inu. Öll eru þau hvert með sinn verj-
andann og því má gera ráð fyrir að
málflutningur muni taka nokkurn
tíma. n
Sönnunargögn og frásagnir
fjörutíu vitna dregin saman
thorgrimur@frettabladid.is
ÞÝSKALAND „Þetta er of beldisverk
sem gerir mann orðlausan,“ sagði
Angela Merkel Þýskalandskanslari
í gær, um morð á bensínstöð í Rínar-
landi-Pfalz um helgina.
Um var að ræða morð á tvítugum
afgreiðslumanni bensínstöðvar í
bænum Idar-Oberstein. Hann var
myrtur á laugardaginn eftir rifrildi
við viðskiptavin, sem neitaði að fara
eftir grímuskyldu sem var viðhöfð
inni á stöðinni. Morðinginn, Þjóð-
verji á fimmtugsaldri, gaf sig fram
daginn eftir og játaði á sig sök.
„Þýska ríkisstjórnin fordæmir
morðið af öllu af li,“ sagði Ulrike
Demmer, talskona kanslarans. „Við
hörmum dauða þessa unga manns
sem var skotinn til bana á hrotta-
legan hátt.“
Morðið er talið hið fyrsta í Þýska-
landi sem rakið er til andstöðu við
sóttvarnaaðgerðir yfirvalda. Quer-
denken-mótmælahreyfingin hefur
beitt sér gegn sóttvarnaaðgerðun-
um frá því í fyrra en þýska innanrík-
isráðuneytið telur ekki að morðið
tengist stærri hreyfingu. Þó taldi
talsmaður ráðuneytisins morðið
merki um auknar öfgar í viðspyrnu
gegn sóttvarnaaðgerðunum. n
Merkel fordæmir sóttvarnamorð
Angela Merkel
Þýskalands
kanslari
6 Fréttir 23. september 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ