Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 24
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656. „Það samræmist ekki nútímanum að það sé verið að slá inn sömu upplýsingar inn í bókhaldskerfi hjá kaupanda og seljanda, nánast á sama degi, eða að minnsta kosti í sömu vikunni, þegar tæknin býður okkur upp á að lesa þessar upp- lýsingar á milli kerfa og staðfesta eða hafna eftir atvikum,“ segir Einar Geir Jónsson, framkvæmda- stjóri Unimaze. „Rannsóknir sýna að með- höndlun pappírsreikninga eða pdf- reikninga getur tekið allt upp í fimmtán daga á meðan rafrænir reikningar flæða í gegnum ferlið á þremur dögum. Það þýðir að ein manneskja getur gengið frá 6.000 gamaldags reikningum á ári en ræður aftur á móti við 90.000 rafræna reikninga,“ útskýrir Einar. „Hér gefur auga leið að ef bók- haldsdeild með fimmtán manns er að meðhöndla 90.000 reikninga sem ekki eru rafrænir, þá gæti ein og sama manneskjan meðhöndlað þessa reikninga ef allir væru raf- rænir. Þjónustan okkar hefur því ýmsa eftirsóknarverða kosti fyrir við- skiptavini. Aukin sjálfvirkni býður upp á tíma- og orkusparnað og þar af leiðandi hagræðingu og það er engin hætta á villum eða að það verði þörf á leiðréttingum eftir á,“ segir Einar. „Það er líka hægt að fylgjast vel með stöðunni á öllum skjölum sem eru send í kerfinu okkar og það er þægilegt að taka á móti reikningum.“ Alltaf ódýrara og fljótlegra „Fyrirtækið Unimaze var stofnað árið 2003 og við sinnum því sem í daglegu tali er kallað skeyta- miðlun, en það gengur út á að dreifa ýmiss konar rafrænum viðskiptaskjölum á milli bókhalds- kerfa,“ segir Einar. „Allir kannast við rafræna reikninga, en við dreifum líka pöntunum, greiðslu- tilkynningum og öðrum stöðl- uðum skjölum fyrir fyrirtæki. Það er alltaf ódýrara og fljótlegra að nota rafrænar útgáfur en að senda útprentuð skjöl. Þetta hefur verið kjarninn í okkar starfsemi í áratug, en þjón- ustan okkar varð til út frá íslensku hugviti og er byggð á evrópskum reglum og stöðlum og íslenskum lögum,“ segir Einar. „Í tíu ár var bara einn starfsmaður hjá fyrir- tækinu, en þetta hefur sprungið hratt út síðustu misseri og í dag erum við fjórtán og þjónustum yfir fjögur þúsund fyrirtæki í fimmtán löndum um allan heim.“ Bylting í reikningagerð „Það er ýmislegt sem gefur okkur sérstöðu. Í fyrsta lagi er það hvað við erum öguð í vinnubrögðum, en við leggjum mikla áherslu á að fylgja öllum stöðlum og reglum og það býður upp á mikla hag- ræðingu fyrir viðskiptavini okkar. Í öðru lagi erum við eina íslenska skeytamiðlunin sem styður bæði sendingu og móttöku á nýjustu samevrópsku rafrænu reikningun- um, en í nýjustu útgáfunni er búið að gera þá mikilvægu breytingu að það er búið að skilgreina reiti fyrir alls kyns nauðsynlegar aukaupp- lýsingar, en ekki bara staðlaðar upplýsingar,“ útskýrir Einar. „Það þýðir að bókhaldskerfi geta lesið þessar upplýsingar og bókað ýmiss konar reikninga alveg sjálfvirkt. Þetta er algjör bylting og þýðir að þeir sem nota þjónustuna frá okkur geta afgreitt meira af reikningum í gegnum sjálfvirkt kerfi en aðrir, sem getur sparað gríðarlegan tíma og um leið kostnað,“ segir Einar. „Þar sem við erum mjög öguð í vinnubrögðum er öll skráning upp- lýsinga líka í tryggum farvegi og því njóta viðskiptavinir ávinningsins af þessari breytingu, ásamt því að losna við hættuna á villum.“ Ýmis auka þjónusta í boði „Í þriðja lagi bjóðum við líka upp á ýmiss konar auka þjónustu sem auðveldar viðskiptavinum okkar lífið. Við getum til dæmis breytt pdf-reikningi í rafrænan án neinnar handavinnu, en það er forsenda fyrir því að hann verði löglegur að hann sé annað hvort útprentaður eða rafrænn,“ segir Einar. „Við bjóðum líka upp á alls konar skýrslugerðir sem ég hef ekki séð aðra bjóða upp á, svo sem kostnaðargreiningar og kolefnis- fótsporsskýrslur, sem eru unnar upp úr þeim gögnum sem við erum að miðla. Við erum fremstir meðal jafningja þegar kemur að þessum auka þjónustum. Við bjóðum líka upp á nokkurs konar ígildi símaskrár, þannig að ef þú sendir til dæmis út 100 reikn- inga á mánuði flettum við upp hverjir taka við rafrænum skjölum og sendum þá pdf-reikning á hina, þannig að viðskiptavinir okkar þurfi ekki að hugsa um það,“ segir Einar. Samþykktarkerfi í skýinu „Við erum líka með samþykktar- kerfi í skýinu sem fólk sækist í. Það er tvennt gott við það. Í fyrsta lagi er mjög þægilegt að hafa þetta í skýinu því það þýðir að þú hefur aðgang að kerfinu hvar og hvenær sem er í gegnum snjallsíma,“ segir Einar. „Svo gefur samþykktar- kerfið okkar þér líka færi á að samþykkja eða hafna reikningi áður en hann er bókaður. Kerfið fer yfir reikninginn og passar að allt stemmi, annars fer hann ekki í gegnum kerfið. Yfirleitt flýgur 90% af reikning- um í gegn án nokkurra vandræða, en þessi 10% sem eru ófullkomin vegna þess að það vantar einhver smáatriði, skapa alla vinnuna,“ segir Einar. „Þessa reikninga þarf að laga og það er betra að gera það áður en reikningur er bókaður, því þá þarf ekki að fara fram leiðréttingarvinna í bókhaldinu, heldur er einfaldlega beðið eftir réttum reikningi og svo gengið frá honum.“ Engin þörf á bókara „Til að kerfið okkar virki er algjört lykilatriði að það sé bókhaldskerfi á báðum endum viðskiptanna. Við erum alltaf að dreifa skjölum úr einu bókhaldskerfi í annað, þannig að við erum eingöngu að þjónusta fyrirtæki,“ segir Einar. „Það eru mörg stór fyrirtæki að nýta þessa þjónustu, en sumir minni atvinnu- rekendur eru hikandi. Það munar samt að sjálfsögðu ekki síður um tíma og launakostnað hjá þeim og þetta gerir það að verkum að það þarf ekki að vera með bókara í vinnu, þannig að þessi hópur ætti að sjálfsögðu að nýta sér fram- farirnar sem hafa orðið á þessu sviði.“ ■ Einar Geir Jónsson, framkvæmdastjóri Unimaze, segir að meðhöndlun pappírsreikninga eða pdf-reikninga geti tekið allt upp í fimmtán daga, á meðan rafrænir reikningar flæða í gegnum ferlið á þremur dögum, þannig að afköst aukast verulega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONBRINK Það er alltaf ódýrara og fljótlegra að nota rafræna reikninga en reikninga á pappír. MYND/AÐSEND Þeir sem nota þjónustuna frá okkur geta afgreitt meira af reikningum í gegnum sjálfvirkt kerfi en aðrir, sem getur sparað gríðar- legan tíma og um leið kostnað. Einar Geir Jónsson 2 kynningarblað 23. september 2021 FIMMTUDAGURUPPLÝSINGATÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.