Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 26
Vírusar eru til ýmiss ama í raunheimum sem og tölvu- heimum. Á meðan sumir tölvuvírusar eru lítið meira en hrekkur, geta aðrir haft hrikalega eyðileggjandi afleiðingar. Tölvuvírusar eru flestir hannaðir af hrekkjalómum eða óprúttnum aðilum til þess að í besta falli hrekkja og dreifa amapósti og í versta falli að stela lykilorðum eða upplýsingum, spilla skjölum, senda sýkta tölvupósta á tengiliði og jafnvel taka yfir stjórn tölva. Vírusar dreifa sér með því að tengjast skjölum eða forritum í tölvum. Þannig geta vírusar ferðast með þeim frá einni tölvu til annarra með hjálp netkerfa, geymsludiska, skjaladeilileiða, sýktra viðhengja í tölvupósti eða annars. Sumir vírusar nota meira að segja mismunandi leiðir til að dyljast í tölvukerfum, sem gerir það erfitt fyrir vírusvarnaforrit að finna þá. Kvikindiskerfi Fyrsti tölvuvírusinn er af mörgum talinn vera hinn svokallaði Creeper system. Vírusinn, sem fjölgaði sér sjálfur, var gerður í tilraunaskyni og prófaður árið 1971. Vírusinn var búinn til af Bob Thomas hjá fyrirtækinu BBN Technologies í Bandaríkunum. Upphaflega var hann búinn til sem öryggispróf til að sjá hvort hægt væri að búa til sjálffjölgandi tölvuforrit. Creeper system-vírusinn virkaði þannig að hann fyllti upp í plássið á harða drifi tölvunnar uns hún hætti að starfa. Creeper system fjarlægði sjálfan sig úr hverju tæki með hverri nýrri tölvu sem hann sýkti. Enginn illur ásetningur var falinn í vírusnum og sýndi hann aðeins einföld skilaboð: „Ég er kvikindi. Reyndu bara að ná mér.“ Eitruð ástarjátning ILOVEYOU er einn skæðasti og mest smitandi tölvuvírus sem hefur nokkurn tíma verið skrif- aður og kom fram á sjónarsviðið í maí árið 2000. Um var að ræða tölvuorm sem fór eins og eldur í sinu um tölvur heimsins og olli skemmdum sem kostuðu því sem nemur um 1.300 milljörðum íslenskra króna. Um var að ræða forrit sem var sent sem viðhengi í tölvupósti með titlinum ILOVEYOU. Við- hengið hét LOVE-LETTER-FOR- YOU.TXT.vbs sem var VBScript- forrit. Viðtakendur tölvupóstsins héldu að viðhengið í ILOVEYOU væri einföld textaskrá, þar sem .vbs-halinn var falinn í Win- dows-tækjum. Ormurinn veldur skemmdum á tölvunni sem hann sýkir og skrifar yfir handahófs- kenndar skrár, allt í senn Office- skjöl, myndir eða hljóðskrár. Þegar vírusinn skrifaði yfir MP3- skrár faldi hann skrána. Þegar skráin var opnuð komst vírusinn í Outlook-tengiliði fórnarlambsins og endursendi sýkta tölvupóstinn til allra tölvupóstfanganna þar. En þessi leið var mjög áhrifarík enda nýtti vírusinn sér þá staðreynd að viðtakandi þekkti sendandann og hikaði því síður við að ýta á innihaldið. Falinn Grikki í tölvuleik Fyrsti trójuhesturinn nefndist Animal og var skrifaður árið 1975 af John Walker. Þó eru skiptar skoðanir um hvort sá vírus hafi verið eiginlegur trójuhestur. Á þessum tíma voru dýraforrit vinsæl sem virkuðu þannig að notandinn fékk 20 spurningar og í lokin giskaði forritið á hvaða dýr notandinn var að hugsa um. Útgáfan af leiknum sem Walker skrifaði var vinsæl. Til þess að tryggja að hans útgáfa dreifðist sem víðast skrifaði Walker annað forrit sem kallaðist Prevade sem hann faldi í Animal-forritinu. Á meðan notendur spiluðu Ani- mal skoðaði Prevade skráasöfn tölvunnar og fjölfaldaði Animal þar sem það var ekki nú þegar. Þannig faldi Prevade sig í Animal líkt og Grikki í trójuhesti. Tölvuvírusar hafa verið hluti af tölvuheiminum í yfir 60 ár og það sem áður var aðallega skemmdar- verk hefur þróast yfir í tölvuglæpi. Tölvuvírusar, ormar og tróju- hestar þróast í sífellu. Það virðist ekkert vera visst í þessum heimi, nema breytingin sem knýr áfram bæði varnar- og sóknarliða. n Ást og skepnur í tölvuheimum Tölvuvírusar gera tölvur viðkvæmar fyrir árásum óprúttinna aðila. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Á vefsíðunni tækninám. is er í boði fjöldinn allur af gagnlegum námskeiðum á myndbandaformi. Áskrift veitir aðgang að öllum nám- skeiðum og uppfærslum, svo auðvelt er að horfa aftur og rifja upp efnið. Hermann Jónsson, fræðslustjóri hjá Tækninámi, segir að þótt námskeiðin séu flest sniðin að þörfum fyrirtækja hafi fjöldi ein- staklinga einnig keypt sér áskrift, enda nýtist það sem er kennt vel á vinnumarkaðnum og getur styrkt stöðu fólks í atvinnuleit. „Þetta eru námskeið á netinu í myndbandaformi fyrir einstakl- inga og fyrirtæki. Öll námskeiðin eru tekin upp í stuttum brotum svo þú þarft ekki að horfa á allt námskeiðið í einu. Með þessu móti er líka auðvelt að finna efnið ef það er eitthvað sem þú þarft að rifja upp,“ segir hann. „Upphaflega vorum við að einbeita okkur að því að kenna á Microsoft Office 365 forritin en við höfum verið að útvíkka það og fjöldi myndbanda er í vinnslu núna og einhver eru nú þegar komin inn þar sem farið er út fyrir þann pakka.“ Hægt er að kaupa stök nám- skeið eða áskrift að öllum nám- skeiðunum á síðunni. Í boði er að kaupa mánaðar- eða ársáskrift og áskriftinni fylgja allar uppfærslur og allt nýtt efni sem bætist við. „Það margborgar sig að kaupa áskrift. Ársáskrift að öllum nám- skeiðum með uppfærslum kostar ekki nema 29.900 krónur. Ef þú ætlar bara að kaupa eitt námskeið, til dæmis ef þú vilt bara læra á Teams, þá kostar það námskeið 19.900. Þá áttu það námskeið alltaf en uppfærslur fylgja ekki,“ útskýrir Hermann. „Við erum alltaf að þróa og bæta námskeiðin. Við tökum upp nám- skeið í nokkrum myndbrotum en þegar það koma nýjungar þá bætum við fleiri myndbrotum við það. Sem dæmi var eitt námskeið í Teams upphaflega 18 myndbrot en er komið upp í 55 í dag. Þetta er í stöðugri þróun.“ Bjóða líka staðkennslu Tækninám býður upp á að mæta í fyrirtæki og vera með staðkennslu. Hermann segir að það geti verið gott að blanda staðkennslu og áskrift að myndböndunum saman. „Þá getur fólk horft á mynd- böndin áður en við komum. Svo þegar við erum kenna þá getum við nýtt tímann til að svara þeim spurningum sem fólk hefur, eftir áhorfið. En við getum líka komið og kennt fyrst og ef fyrirtækið hefur aðgang að efninu þá er hægt að horfa á myndböndin til að rifja upp. Þá eru myndböndin ákveðin eftirfylgni,“ segir Hermann. „Ein ástæða þess að við gerum þetta á þennan hátt er að reynslan hefur sýnt að þegar fólk fer á nám- skeið þá situr oft lítið eftir. Þegar fólk fer svo að nota forritið þá man það kannski ekki nema svona 20 prósent af því sem var farið yfir. Þess vegna er gott að hafa mynd- böndin til að rifja upp. Þá byggir þú ofan á vitneskjuna og færð þannig langmest út úr námskeiðinu.“ Hermann segir að á dagskrá sé að bæta inn fleiri námskeiðum sem miðuð eru að einstaklingum. „Vinnumálastofnun segir að þegar fólk er í atvinnuleit sé gott að læra hvað skýið er og læra á Office 365 og fleiri forrit sem fyrirtækin eru að nota. Það er hægt að læra þetta allt hjá okkur,“ segir hann. „Við höfum fengið gríðarlega mikið hrós fyrir netnámskeiðin. Fólk hefur verið mjög ánægt með þau. Við erum búin að selja þau út um allt og margir sem hafa komið í áskrift hafa sent okkur pósta. Ég fékk til dæmis nýlega póst frá manni sem sagðist vera rosalega ánægður með framsetninguna á náminu. Hann hafði reynt mörg námskeið áður og var mjög ánægður með okkar námskeið. Hann sagði að hann vildi að fleiri vissu af þessu heildarprógrammi okkar.“ n Fjölbreytt fjarnám fyrir alla Hermann kennir fjölda námskeiða hjá tækninám.is FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við erum alltaf að þróa og bæta nám- skeiðin. Við tökum upp námskeið í nokkrum myndbrotum en þegar það koma nýjungar bætum við fleiri mynd- brotum við það. Hermann Jónsson Vírusinn hafði engan illan ásetn- ing og sýndi aðeins einföld skilaboð: „Ég er kvikindi. Reyndu bara að ná mér.“ 4 kynningarblað 23. september 2021 FIMMTUDAGURUPPLÝSINGATÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.