Fréttablaðið - 23.09.2021, Side 36

Fréttablaðið - 23.09.2021, Side 36
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Frumlegur fatnaður ein- kennir meðlimi hljóm- sveitarinnar Skoffín, sem nú vinnur að þriðju plötu sinni. Tveir meðlimir sveitarinnar sýna lesendum úrval úr fataskápum sínum, þar sem notuð föt gegna stóru hlut- verki. Hljómsveitin Skoffín byrjaði sem hugarfóstur söngvarans, lagasmiðsins og gítarleikarans Jóhannesar Bjarka, sem gaf út plötuna Skoffín bjargar heiminum árið 2019. Fljótlega eftir útgáfu hennar má segja að verkefnið hafi breyst í hljómsveit og við bættust þeir Auðunn Orri, Sævar Andri og Bjarni Daníel. Á síðasta ári gaf sveitin út Skoffín hentar íslenskum aðstæðum, en segja má að tónlist hennar sé nokk- urs konar blanda af post-pönki og indírokki. Meðlimir Skoffíns leggja mikið upp úr líflegri sviðsfram- komu og ekki síður frumlegum fatnaði, sem Jóhannes segir þá ein- mitt nota til að miðla tónlist þeirra og framkomu betur. „Það sem er helst fram undan hjá okkur næstu mánuði er áframhaldandi vinna við gerð nýrrar plötu með Árna Hjörvari Árnasyni, bassaleikara The Vaccines, en hann tók einmitt upp síðustu plötu okkar.“ Jóhannes og Bjarni sýna hér les- endum inn í fataskápa sína og svara nokkrum spurningum. Hvernig hefur tískuáhugi þinn þróast undanfarin ár? Jóhannes: Ég hef lengi haft áhuga á tísku en síðustu ár hef ég nýtt til þess að þróa með mér persónu- legan stíl. Ég er farinn að hafa meiri áhuga á betri nýtingu fatnaðar og sjálfbærri framleiðslu í klæðnaði. Að sama skapi hef ég reynt að láta fötin kalla á mig, en ekki öfugt. Mér finnst mikilvægt að finna flík sem ég er tilbúinn til að eiga lengi og er þess virði að viðhalda. Bjarni: Ég er kannski ekki beint með brennandi áhuga á tísku en hef almennt reynt að velja föt sem hafa tímalaust útlit, þar sem ég vinn mikið með grunnliti og jarðtóna. Yfirleitt reyni ég að hafa þægilegheitin í fyrirrúmi en það eru 2-3 ár síðan ég áttaði mig á því hvað það skiptir miklu máli upp á að líða vel dagsdaglega að vera í þægilegum fötum. Síðan hef ég ekki látið mér detta í hug að kaupa einu sinni smá óþægilega flík. Vilja láta fötin kalla á sig Jóhannes (t.v.) í Levi’s-gallabuxum. Levi’s-gallajakkinn kemur frá bróður hans og er myndskreyttur af Karan Kandhari. Skyrtan er úr kjallara Jörmundar gamla. Bjarni er í bol og Lee-gallabuxum úr Rauða krossinum. Blái jakkinn er eign kærustunnar og Vans-skórnir eru mikið notaðir enda sturlað þægilegir. Jóhannes (t.v.) er hér í uppáhalds fínu fötunum sínum. Flauelsbuxur og rúllukragabolur eru úr Kormáki og Skildi. Jakkinn kemur af nytjamarkaði. Bjarni klæðist buxum og bol úr Rauða kross- inum. Vínrauðu Doc Martens-skórnir voru keyptir á flóamarkaði í Dublin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Jóhannes (t.v.) klæðist Levi’s-gallabuxum og Wrangler-peysu. Úlpan er eldgömul ÍTR-úlpa sem hann fann í geymslu. Coca-Cola-trefill og Aldrei fór ég suður húfa. Bjarni er í Sketchers-skóm sem voru keyptir í Verslanahöllinni við Laugaveg. Peysa og Levi’s-buxur voru keypt í Rauða krossinum. Hvar kaupir þú helst fötin þín? Jóhannes: Ég kaupi fötin mín helst notuð. Helstu verslanir sem ég sæki í eru Rauðakrossbúð- irnar, Hertex, Fatamarkaðurinn á Hlemmi og svo kjallarinn hans Jörmundar. Bjarni: Ég kaupi bara notuð föt og versla mest í Rauðakrossbúð- unum. Annars er ég líka duglegur að hirða föt af vinum og fjölskyldu- meðlimum þegar þeir eru að losa sig við dót. Það er náttúrulega bæði ódýrasta og umhverfisvænasta leiðin til að eignast föt. Hvaða litir eru í uppáhaldi? Jóhannes: Rauður er uppáhalds- liturinn minn, en undanfarið hef ég frekar klæðst jarðlitum. Svo er fátt sem jafnast á við bláar gallabuxur. Bjarni: Allir litir eru bestir! En ég er búinn að vera að vinna mikið með bláan og brúnan upp á síð- kastið. Áttu minningar um gömul tísku- slys? Jóhannes: Ég man eftir að hafa spilað tónleika í R6013 þar sem við klæddumst allir svörtum rusla- pokum. Það var drasl. Bjarni: Í nokkur ár gekk ég í þröngum gallabuxum nánast á hverjum degi. Eftir á að hyggja var það hálfgert tískuslys, því það var ekki mjög þægilegt og gengur eiginlega gegn einu tískureglunni minni í dag, sem er að ganga bara í þægilegum fötum. Hvaða þekktir einstaklingar eru svalir þegar kemur að tísku? Jóhannes: Ég ætla að segja Bríet. Mér finnst stíllinn hennar mjög metnaðarfullur og flottur. Svo er það Born in the USA Bruce Springs- teen. Einfaldur. Geggjaður. Bjarni: Ágúst Elí vinur minn er mjög flottur! Mikill töffari og „fel- low“ Rauðakrossmaður. Svo finnst mér stelpurnar í Gróu líka vera með mjög „iconic“ stíl. Hvaða flíkur hefur þú átt lengst og notar enn? Jóhannes: Það er líklegast svört dressskyrta sem ég erfði frá afa mínum heitnum. Bjarni: Ég og systir mín deila forræði yfir brúnni ullarkápu sem pabbi okkar átti þegar hann var í háskólanum í níunni. Hún er allt of stór en mjög hlý og notaleg. Ég hef klæðst henni reglulega í nokkur ár. Áttu eina uppáhaldsflík? Jóhannes: Flauelsbuxurnar mínar sem ég fékk í jólagjöf frá systur minni hreppa heiðurinn. Bjarni: Ég á eina risastóra svarta hettupeysu sem mér áskotnaðist einhvern tímann. Nota hana nánast daglega sem aukalag yfir veturinn. Svo eru Vans-striga- skórnir mínir líka búnir að vera ákveðinn fasti í nokkur ár. Bestu og verstu fatakaupin? Jóhannes: Grænn síðfrakki frá Jörmundi eru bestu fatakaupin. Stór og sovéskur jakki sem er full- kominn á veturna. Verstu fata- kaupin er allt of stór gallaskyrta með skallaörnum á öxlunum. Hún er samt smá geggjuð. Eyðir þú miklum peningum í föt miðað við jafnaldra þína? Jóhannes: Ég er nískupúki og þarf helst að vera búinn að ákveða með miklum fyrirvara hvað mig vantar. Svo er auðvitað miklu hag- kvæmara að kaupa notað. Bjarni: Ég eyði alls ekki miklum pening í föt og kaupi bara notuð föt, sem er auðvitað miklu ódýrara en að kaupa ný föt. n Annars er ég líka duglegur að hirða föt af vinum og fjöl- skyldumeðlimum þegar þeir eru að losa sig við dót. Bjarni Daníel Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI +D3 FYRIR HEILSUNA Arctic Star sæbjúgnahylki+D3 innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húð- próteins og insúlíns • Stuðla að eðlilegri upptöku kalsíums og fosfórs • Stuðla að viðhaldi beina, tanna og vöðva • Stuðla að bættri starfsemi ónæmis- kerfisins • D-vítamín hefur hlutverki að gegna við frumuskiptingu. ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fast á www.arcticstar.is Arctic Star Sæbjúgnahylki +D3 Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, og Fjarðakaup. 6 kynningarblað A L LT 23. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.