Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 39
Þeir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir og Víðir Reynis- son yfirlögregluþjónn segjast treysta fólki til að gleyma ekki sóttvarnareglum í gleðinni um helgina. Annaðhvort Víkingar eða Breiðablik munu hampa Íslandsmeistaratitl- inum. fanndisbirna@frettabladid.is FÓTBOLTI Víkingur á möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn um helgina, þegar liðið mætir Leiknismönnum á Víkingsvellin- um á laugardag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segjast treysta fólki til að gleyma ekki sóttvarna- reglum í gleðinni. Aðspurður um hvort það sé hætta á því að fólk gleymi sér ef Víkingar vinna sinn fyrsta Íslandsmeistara- titil í þrjátíu ár, segir Víðir í samtali við Fréttablaðið að það geti gerst. „Það er hætta á því að menn láti gleðina bera skynsemina ofurliði en ég held nú, út frá því sem maður hefur heyrt frá þeim, að þeir séu alveg meðvitaðir um þetta og með sín plön um hvernig þeir ætli að gera þetta eins skynsamlega og hægt er. Þeir undirbúa sig fyrir að fagna gríðarlega,“ segir Víðir. Þórólfur bætir við að  hann treysti  á  að  fólk fari eftir þeim reglum sem eru í gangi og passi sig. „Það væri ánægjulegt ef menn geta glaðst yfir einhverjum titli, það er náttúrulega ekki útséð um það kannski enn þá, en ég vona bara að þau fari eftir reglunum,“ segir Þór- ólfur enn fremur. Víðir bendir á að Víkingar hafi gefið út að þeir muni krefja gesti um hraðpróf fyrir leikinn, en þegar hraðprófum er beitt mega 1.500 manns koma saman í hverju hólfi í stað 500. Vísar hann til þess að Víkingur hafi í fyrri leikjum verið með tvö aðskilin hólf og því geti þau tekið við allt að þrjú þúsund manns. „Svo geta þeir hugsanlega bætt við hólfum ef þeir eiga von á fleirum, en þeir hafa greinilega hugsað það að fara þessa leið og hafa þá heimild til svona viðburða,“ segir Víðir. „Það verður ekkert eftirlit með þessu meira en bara öðru sem við erum að gera, við höfum verið að skoða íþróttaviðburði undanfarið og komið með ábendingar um það ef okkur hefur sýnst eitthvað vera ekki í lagi,“ segir Víðir. n Sóttvarnafögnuður um helgina Öll vötn falla í Fossvog um helgina þar sem Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen munu væntanlega lyfta Íslandsmeist- arabikarnum fyrir framan fjölmarga Víkinga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 44% íbúa höfuðborgar- svæðisins á aldrinum 18-80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* 68% íbúa höfuðborgar- svæðisins á aldrinum 55-80 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* 49% íbúa höfuðborgar- svæðisins á aldrinum 35-65 ára lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali* *Samkvæmt prentmælingum Gallup 20ÁRA— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * — NÁÐU TIL FJÖLDANS! Fréttablaðið er mest lesna dagblað landsins.* Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem Fréttablaðinu er dreift í heimahús, eru yfirburðirnir ótvíræðir. Hafðu samband og leyfðu okkur að hjálpa þér og þínu fyrirtæki að ná til fjöldans. Sími: 550 5050 – soludeild@frettabladid.is kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI  Enska deildakeppnin ákvað í gær að draga tólf stig af Derby sem er því komið með stiga- töluna í mínus í næstefstu deild enska boltans. Var ákvörðunin tekin eftir að stjórn félagsins óskaði eftir gjaldþrotaskiptum fyrir helgi. Derby er sögufrægt félag sem vann tvo meistaratitla á sínum tíma, en fjárhagsvandræði hafa einkennt rekstur félagsins undir stjórn Morris, sem hefur að eigin sögn reynt að selja félagið undan- farin ár. Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, stýrir Derby þessa dagana, í frumraun sinni sem knattspyrnustjóri. Undir stjórn Rooney var Derby að sigla lygnan sjó um miðja deild með tíu stig eftir átta umferðir, þrátt fyrir að fá úr litlu að moða í leikmannaglugganum í sumar. Tuttugu ár eru liðin síðan Þórður Guðjónsson lék með Derby seinni hluta tímabilsins og skoraði eitt mark fyrir Hrútana. n Missa tólf stig vegna gjaldþrots Rooney hefur verk að vinna í vetur. FIMMTUDAGUR 23. september 2021 Íþróttir 17FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.