Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 45
BÆKUR Stóra bókin um sjálfsvorkunn Ingólfur Eiríksson Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 284 Þorvaldur S. Helgason Stóra bókin um sjálfsvorkunn er fyrsta skáldsaga Ingólfs Eiríkssonar sem hefur látið til sín taka á ritvell- inum undanfarið. Fyrr á árinu sendi hann frá sér ljóðverkið Klón: Eftir- myndasaga, ásamt hönnuðinum Elínu Eddu, en hann er auk þess einn höfunda verksins Þægindaramma- gerðin, sem kom út í sumar. Stóra bókin um sjálfsvorkunn er vel skrifað verk og ljóst að höfundur hefur gott vald á tungumálinu og efnistökunum. Skáldsagan segir frá unga leiklistarnemanum Hallgrími, sem f lyst til breskrar stórborgar ásamt menntaskólakærustunni sinni, Aðalheiði. Þegar komið er út byrjar andlegri heilsu Hallgríms að hraka til muna, hann missir smám saman bæði tökin á náminu og sínu persónulega lífi og neyðist að lokum til að snúa aftur heim og leggjast inn á geðdeild. Allt þetta kemur fram á fyrstu blaðsíðum bókarinnar, en einn áhugaverðasti eiginleiki verksins er hvernig höfundi tekst að segja söguna með því að stokka upp í línulegri framvindu frásagnarinnar með því að láta hvern og einn kafla gerast á ólíkum tímaskeiðum. Það gæti tekið lesendur nokkra kafla að komast inn í taktinn í verkinu, en bókin flæðir þó einstaklega vel og meðvitað samhengisleysið passar fullkomlega við hugarheim hins andlega veika Hallgríms. Það mætti hálfpartinn segja að bókin væri of vel skrifuð, svo fínlega ofin er hún að þar er hvorki að finna orð né staf á röngum stað. Þá hljóm- ar hún á köflum eins og tékklisti fyrir menningarheim forréttinda- hipstera aldamótakynslóðarinnar, en vísanir í James Blake-tónleika á Sónar, Barbour-jakka úr Herrafata- verzlun Kormáks og Skjaldar og leiksýninguna Sleep No More í New York, kjarna fullkomlega tíðaranda þeirrar kynslóðar um miðjan síðasta áratug. Harmur kynslóða Tvö helstu leiðarstef bókarinnar eru minningar og áföll sem erfast á milli kynslóða. Bókin fjallar að miklu leyti um samband Hallgríms við móðursystkini sín, rithöfundinn Grímu og útvarpsmanninn Gísla, en Hallgrímur virðist hafa erft sitt- hvað af þeirra eiginleikum og erfið- leikum. Andlegt ferðalag Hallgríms speglar líf Grímu sem bjó og lést í sömu borginni tuttugu árum áður og glímdi sjálf við andlega erfið- leika. Leiklistarneminn ungi verður svo upptekinn af því að púsla saman síðustu ævidögum frænku sinnar að það jaðrar við þráhyggju. Þá hefur Hallgrímur erft þörf Gísla til að skrásetja allt sem á daga hans drífur niður í dagbók og verða færslurnar sífellt ítarlegri og áráttu- kenndari eftir því sem andlegri heilsu hans hrakar. Hinn dimmi skógur Eitt sterkasta tákn bókarinnar er hinn dularfulli Tómas sem birtist Hallgrími á ögurstundum, sem eins konar birtingarmynd undirmeðvit- undarinnar. Tómas dúkkar upp af og til í líki sálfræðings, dularfulls vinar eða sem staðgengill sænska Nóbels- skáldsins Tomas Tran strömer. Ljóðabók þess síðastnefnda, Sorgar- gondóll, spilar stórt hlutverk í ferða- lagi Hallgríms um andleg undirdjúp hans. Á einum stað í bókinni, þegar óráð Að erfa dimman skóg Hallgríms rís sem hæst, sér hann frænku sína fyrir sér gangandi um götur borgarinnar klædda í birki- skóg. Þar er án efa á ferðinni tilvísun í ljóðið Madrigal eftir Tranströmer, upphafslína hvers er ein þekktasta ljóðlína norræns nútímaskáldskap- ar: „Ég erfði dimman skóg þangað sem ég fer sjaldan.“ Það mætti segja að Madrigal, fremur en Sorgar- gondóll, endurspegli andlegt ferða- lag Hallgríms, ferðalagið um hinn dimma skóg sem hann hlaut í arf. En líkt og segir annars staðar í ljóðinu þá er einnig „einhvers staðar í lífi okkar mikill óupplýstur kærleikur“ og undir lok bókarinnar finnur Hallgrímur þennan kærleika á stað sem hann hefði ef til vill átt að leita á mun fyrr. Endir bókarinnar er nokkuð fyrirsjáanlegur og uppgjör Hall- gríms við djöfla sína mun senni- lega ekki koma mörgum lesendum á óvart. Það kemur þó ekki að sök enda passar hann vel við það sem að framan gengur og sagan er vel til lykta leidd í fallegan frásagnarboga. Gaman hefði þó verið að sjá höfund taka örlítið meiri áhættu og leika sér meira með súrrealismann sem einkennir kaflana er lýsa andlegum veikindum Hallgríms, því þeir eru án efa áhugaverðasti partur bókar- innar. n NIÐURSTAÐA: Ljóðræn og vel skrifuð frumraun frá höfundi sem er mikils að vænta af. BÓNUS NETTÓ KRÓNAN FLY OVER ICELAND LÖÐUR OPIÐ ALLA DAGA kl. 10–19 Á FISKISLÓÐ 39 MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS | GJÖF F YRIR ALL A SEM KOMA 1.290 kr. 990 kr. 690 kr. 990 kr. 690 kr. 1.490 kr.490 kr. 990 kr. 690 kr. 2.990 kr. HÁTT Í 5.000 TITLAR ÓTRÚLEGT ÚRVAL NÆG BÍLA- STÆÐI FIMMTUDAGUR 23. september 2021 Menning 23FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.