Fréttablaðið - 23.09.2021, Page 54
frettabladid.is 550 5000RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf.DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is
Stefáns Ingvars
Vigfússonar
n Bakþankar
ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI
Á 1.690 KR. EF ÞÚ SÆKIR
Ég á oftar erindi út á kvöldin
en ég kæri mig um. Ég er
í þannig vinnu að það er
alltaf eitthvert vesen á mér.
Ég veit sjaldnast hvers vegna
það er, en ég þarf yfirleitt að
vera annars staðar en heima
hjá mér á milli níu og tíu á
kvöldin.
Þegar ég geng heim horfi
ég á glugga nágranna minna.
Í gamla Vesturbænum eru
gömul hús, gömul hús með
stórum gluggum. Gömul
hús með stórum gluggum og
hlýjum ljósum. Gömul hús
með íbúum sem fá tilkynn-
ingu í símann sinn eða heilsu-
úrið um að nú sé kominn tími
til þess að róa sig niður fyrir
svefninn, slökkva á sjónvarp-
inu, leggja frá sér ipad-inn og
stilla snjallperurnar á minnst
2200 kelvin.
Þau hafa lesið greinar um
áhrif ljóss á melatónínfram-
leiðslu. Þau hafa sent maka
sínum þessar greinar og spurt
hvort þau eigi ekki að prófa
þessar snjallperur, það muni
örugglega hjálpa. Messenger-
samskipti þessa fólks snúast
eingöngu um tæknilegar
lausnir við hversdagslegum
vandamálum, hvernig bæta
megi mataræði og hvers
konar líkamsrækt þau eigi að
leggja fyrir sig næst.
Þetta eru nágrannar mínir.
Sem sofa vel, borða heima hjá
sér og hreyfa sig rösklega í
minnst þrjátíu mínútur á dag.
Einn daginn hættir þessi
vesenisgangur á mér og ég
geng í þeirra raðir. n
Stórir gluggar,
hlý birta
Segðu bless við allt draslið í einum hvelli
og drífðu þig inn í framtíðina.
Er þitt fyrirtæki á Hraðleið?
Halló
Hraðleið!
Adios óþarfi.
23. SEPTEMBER - 6. OKTÓBER 25%
AFSLÁTTUR
AF HEILSU- OG
LÍFSSTÍLSVÖRU
M
ALLT AÐ
HEILSUDAGAR Í NETTÓ