Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 2

Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Körfuboltaspjöld og standar SAN Jose 59.900 SAN Diego 75.500 Seattle 24.500 Atlanta 8.550 Boston 18.100 Denver 6.990 Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) 108 Reykjavík - S. 568 3920 - Opið 11.00-18.00 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Andrés Magnússon andres@mbl.is Íslensk erfðagreining gengst í dag fyrir fræðslufundi um nýjustu rannsóknir sínar á Covid-19. Nokkurrar eftir- væntingar gætir vegna niður- staðna þessara rannsókna, sem e.t.v. má sjá á því að á fundin- um verða for- ystumenn ríkis- stjórnarinnar auk heilbrigðis- ráðherra sér- stakir gestir. Vonast er til þess að niðurstöð- urnar varpi betra ljósi á sjúkdóm- inn, eftirköst hans og hvernig megi verjast honum. „Við erum með stóra stúdíu á langtímaafleiðingum sjúkdómsins, við erum með stóra stúdíu á ónæmi og stóra stúdíu um það hvernig veiran berst á milli í samfélaginu,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, í samtali við Morgunblaðið. „En eftirvænt- ingin veltur sjálfsagt á væntingum hvers og eins!“ Á fundinum munu Hilma Hólm hjartalæknir og Erna Ívarsdóttir tölfræðingur kynna helstu niður- stöður nýrrar rannsóknar sinnar á langtímaáhrifum SARS-CoV-2- sýkingar, en svo munu þau Daníel Fannar Guðbjartsson stærðfræð- ingur og Þórunn Á. Ólafsdóttir ónæmisfræðingur kynna rannsókn sína á því hvernig líkaminn losar sig við veiruna og verst endurtekn- um sýkingum. Sérhvert SARS-CoV-2-tilfelli á Íslandi er raðgreint af Íslenskri erfðagreiningu í rauntíma og eru þau gögn notuð til að aðstoða við rakningu smita. Páll Melsted, pró- fessor í tölvunarfræði, Kristján Eldjárn Hjörleifsson doktorsnemi og Sölvi Rögnvaldsson stærðfræð- ingur fjalla um hvernig raðgrein- ingar á veirunni nýtast í barátt- unni við Covid-19 og kynna nýtt líkan af þriðju bylgju faraldursins. Sú bylgja samanstóð nær eingöngu af smitum sem rekja má til eins einstaklings sem slapp í gegnum eftirlit á landamærunum. Með því að styðjast við líkanið má reikna út smitstuðul einstakra hópa og ald- ursflokka og bera saman smitstuð- ul innan og utan sóttkvíar. Beint streymi á mbl.is Fundurinn hefst klukkan 14 og verður streymt beint, en streymið má nálgast á mbl.is. Kári Stefáns- son, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, stýrir fundinum og dregur saman í lokin hvaða lær- dóma megi draga af þessum rann- sóknum í viðureigninni við fjórðu bylgju heimsfaraldursins á Íslandi. Sérstakir gestir á fundinum verða Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra, Svandís Svavars- dóttir heilbrigðisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra. Kynna rannsóknir á Covid-19 í dag - Fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar í beinu streymi - Rannsóknarniðurstöður á langtímaáhrif- um af völdum kórónuveirunnar - Niðurstöður um ónæmisþætti - Rannsókn á smitdreifingu kynnt Kári Stefánsson Morgunblaðið/Júlíus Fræðslufundur Íslensk erfðagreining efnir til fræðslufundar í dag, þar sem kynntar verða margvíslegar niðurstöður rannsókna sem tengjast Covid-19. Alexander Gunnar Kristjánsson alexander@mbl.is Áhyggjuefni er hve langur tími leið frá sóttkvíarbroti manns sem kom til landsins þar til hópsmitið sem rakið er til þess kom upp. Þetta seg- ir Víðir Reynisson, yfirlög- regluþjónn hjá almannavörnum. Það gefi tilefni til að óttast að veiran hafi fengið að grassera um hríð með til- heyrandi samfélagssmiti, eins og hann orðar það. „Rakningin er erfið því það er lið- inn svo langur tími og fólk er búið að vera á ferðinni,“ segir Víðir. Sjald- gæft sé að rakningarteymið sé að rekja saman samskipti svo langt aft- ur, en það hefur þó gengið ágæt- lega. Búið er að tengja smit sem greindust á leik- skólanum Jörfa og önnur smit laugardagsins við veitingahús í borginni. 13 kór- ónuveirusmit greindust innan- lands í gær, þar af voru átta utan sóttkvíar. Umræddur sóttkvíarbrjótur kom til landsins frá Póllandi í lok mars. Það var stuttu áður en reglur um skyldudvöl á sóttkvíarhótelum, sem síðar voru dæmdar ólöglegar, tóku gildi og átti viðkomandi því að halda sóttkví heima hjá sér. Á öðrum degi sóttkvíar, þegar hringt var í hann, kom í ljós að hann var ekki þar sem hann sagðist myndu halda sig. Smitrakningu vegna þess var lok- ið þegar skyndilega tóku að greinast smit tengd leikskólanum Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík og hafa þau síðar verið rakin til sóttkvíarbrots- ins. Maðurinn er ekki starfsmaður á leikskólanum, en virðist hafa ein- hver tengsl við hann, segir Víðir, án þess að vilja fara nánar út í það. Flestir þeirra sem hafa smitast á leikskólanum eru starfsmenn, en þó hefur eitt barn hið minnsta smitast. Langur tími á milli sótt- kvíarbrots og hópsmits - Mögulega hafi kórónuveiran fengið að grassera um hríð Víðir Reynisson Um helgina fóru fram tökur á tón- listarmyndbandi fyrir lagið „Húsa- vík – My Home Town“, úr kvik- myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, en lagið er tilnefnt til Óskarsverðlaunanna í ár. Kvikmyndafyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og verður það sýnt á verðlaunaafhendingunni 25. apríl. Sænska söngkonan Molly Sandén kom til Íslands fyrir tök- urnar og heillaði hún stúlknakórinn sem söng með henni í tónlistar- myndbandinu. „Molly er alveg heill- uð af Húsavík og segist vilja flytja hingað,“ segir Örlygur Hnefill Ör- lygsson sem aðstoðaði við tökurnar um helgina. Tökurnar voru skipu- lagðar með litlum fyrirvara en myndbandið átti að vera tekið upp í Bandaríkjunum. Vegna heimsfar- aldursins komst Sandén ekki til Bandaríkjanna og því var ákveðið að taka myndbandið upp á Húsavík. Tökum lauk í gærkvöldi með glæsi- brag þegar flugeldum var skotið á loft af höfninni. Tökur fyrir Óskarsverðlaunin á Húsavík Sandén heilluð af Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.