Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 8

Morgunblaðið - 19.04.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is NÚ FÁST BOSCH BÍLAVARAHLUTIR HJÁ KEMI TUNGUHÁLSI 10 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, mótmælir harðlega þeim áformum meirihluta borgar- stjórnar Reykjavíkur að lækka há- markshraða á öllum götum í umsjá borgarinnar. Skipulags- og sam- gönguráð Reykjavíkurborgar sam- þykkti á miðvikudag nýja áætlun um hámarkshraða á götum borgarinnar. Með henni verða nær allar götur með 40 kílómetra hámarkshraða eða lægri. Í yfirlýsingu Varðar segir að reynslan hafi sýnt að þegar þrengt sé að umferð á tengibrautum og stofn- leiðum leiti umferð frekar inn í íbúða- hverfin og það verði til þess að um- ferðaröryggi allra vegfarenda sé ógnað. Tekið er dæmi um þrengingu Hofsvallagötu árið 2014 en þá fjölgaði ökutækjum um 1.000 á sólarhring í nærliggjandi íbúðagötum. Vörður skorar á borgaryfirvöld að hverfa frá áformunum og leita annarra leiða til að minnka svifryk í borginni. Breyt- ingarnar séu gerðar undir því yfir- skini að lækka eigi umferðarhraða til að draga úr svifryksmengun. Þrif á götum borgarinnar hafi ekki verið nægileg og þrífa þurfi götur Reykja- víkur oftar en einu til tvisvar á ári. Nær væri, að mati Varðar, að leggja áherslu á þrif á stofnbrautum og betri snjómokstur sem muni frekar draga úr notkun nagladekkja. Mótmæla lækkun hámarkshraða - Segja reynsluna sýna að þrenging gatna ógni öryggi allra vegfarenda Morgunblaðið/Rósa Braga Breytingar á götum Hofsvallagata í Reykjavík var þrengd árið 2014. Kolbeinn Ó. Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist ætla að svara því á allra næstu dögum hvort hann gefi kost á sér í forvali Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs í Reykjavík. Hóp- ur flokkssystkina hans hefur skor- að á hann að gefa kost á sér í höfuðborginni. „Ég tek ákvörðun á næstu dögum,“ segir Kolbeinn í samtali við mbl.is, en framboðs- frestur fyrir forvalið í Reykjavík rennur út næstkomandi sunnudag. Áskorunin kom fram eftir að Kol- beinn reyndi fyrir sér í forvali flokksins í Suðurkjördæmi og hlaut þar sæti, sem skilar honum nær örugglega ekki þingsæti. „Ég er hrærður og upp með mér yfir þessum stuðningi, sem felst í áskoruninni,“ segir Kolbeinn. „Þarna eru á blaði nöfn sem hafa verið lífið og sálin í Reykjavíkur- félaginu um langa hríð og ég tek mark á því þegar þau segjast telja þetta best fyrir Vg.“ Kolbeinn kvaðst auk áskorunar- innar einnig hafa hlotið fjölda skila- boða og símtala með hvatningu til sín um framboð. Hann segir að sér þyki mjög vænt um það allt, en hann vilji hugsa málið. Ekki sjálfgefin ákvörðun en hún kemur „Það er ekkert sjálfgefið að fara úr einu forvali í annað, hafi maður ekki náð tilsettum árangri, fyrir nú utan hitt að það er töluvert fyrir- tæki að taka þátt í forvali. Ég hef legið undir feldi um mín mál síðustu daga, en ég kem undan honum og helginni með ákvörðun,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé hefur setið á þingi fyrir Reykjavík suður síðan 2016, en ákvað að reyna fyrir sér í forvali flokksins í Suður- kjördæmi á dögunum, þar sem hann sóttist eftir fyrsta sæti listans, en varð að gera sér 4. sætið að góðu. Við svo búið mátti heita ljóst að hann hyrfi af þingi og því birtu 20 atkvæðamenn flokksins í Reykjavík áskorun til Kolbeins á Facebook- síðu Álfheiðar Ingadóttur, fv. þing- manns og ráðherra, um að hann gæfi áfram kost á sér í borginni. Kolbeinn íhugar að fara fram í Reykjavík - Bregst við áskorunum á næstu dögum Kolbeinn Ó. Proppé Athygli vekur að fulltrúi Við-reisnar í borgarstjórn skuli heilshugar verja þau áform borg- arstjóra Samfylkingar og Píratans sem stýrir skipulagsmálum borg- arinnar, að eyða vel á annan milljarð króna á næstu ár- um í að þrengja götur til að ná nið- ur hámarkshraða. Þetta kom fram í Morgunblaðinu um helgina og er enn eitt dæmi þess að ekkert skilur á milli Viðreisnar og hinna ESB- flokkanna. Jafnvel í umferðar- málum telur flokkurinn sig verða að hengja sig aftan í Samfylkingu og Pírata. - - - Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðis-félaganna í Reykjavík, sendi í gær frá sér ályktun um þetta mál sem var öllu uppbyggilegri. Þar er þessum áformum harðlega mót- mælt enda muni þau „að öllu óbreyttu ýta umferðinni frekar inn í íbúðahverfi borgarinnar, sem verður til þess að ógna umferðar- öryggi allra vegfarenda“. - - - Í ályktuninni segir ennfremur:„Reynslan hefur sýnt, að þegar þrengt er að umferð á tengibraut- um og stofnleiðum, leitar umferð frekar inn í íbúðahverfin. Skýrt dæmi um þetta er frá árinu 2014, þegar borgaryfirvöld þrengdu að umferð á Hofsvallagötu. Þetta varð til þess, að ökutækjum fjölg- aði um 1.000 á sólarhring í nær- liggjandi íbúðargötum og er það samkvæmt talningu borgar- yfirvalda sjálfra.“ - - - Borgaryfirvöld neita að þrífagötur reglulega enda væri þá minna um svifryk og erfiðara að rökstyðja árásirnar á fjölskyldubíl- inn. En telja þau að fólk verði ánægt með að bílum sé enn frekar ýtt inn í íbúðahverfin? STAKSTEINAR Pawel Bartoszek Viðreisn er líka á móti einkabílnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.