Morgunblaðið - 19.04.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 19.04.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 Erum með þúsundir vörunúmera inn á vefverslun okkar brynja.is Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is Vandaðir þýskir póstkassar, hengi- lásar, hjólalásar og lyklabox. MIKIÐ ÚRVAL Opið virk a dag a frá 9-18 lau f rá 1 0-16 Bergur Þorri Benjamínsson, for- maður Sjálfsbjargar, landssam- bands hreyfihamlaðra, deildi í gær mynd á Facebook-síðu sinni þar sem búið var að koma fyrir bæði gulri steypublokk og blómakeri í bílastæði fyrir fatlaða við Hafnarhúsið í miðbæ Reykjavíkur. „Þarna eru einhverjar fram- kvæmdir og ég læt það vera að gula steypublokkin hafi verið í öðru stæð- inu, en hingað til veit ég ekki til þess að menn hafi afmarkað fram- kvæmdasvæði með blómakeri,“ seg- ir Bergur og bætir við að ef ekki hefði verið fyrir blómakerið hefði hann kannski látið þetta fram hjá sér fara. Bergur segir þá mikinn vafa leika á því að þörf hafi verið fyrir að koma blómakerinu fyrir á þessum stað. Bergur bendir þar að auki á að það sé „ekkert alltof mikið af stæðum fyrir fatlaða í miðborginni,“ og að þessi stæði séu þar að auki með betri stæðum miðborgarinnar, þau séu ekki í halla, alveg slétt og nægt pláss í kringum þau. „Lögin eru alveg skýr að það sem eigi að vera í stæði fyrir fatlaða, það er bíll sem er merktur fötluðum ein- staklingi og ekkert annað. Menn mættu alveg fara yfir reglurnar vegna þess að þær eru eins og ég segi að mínu mati alveg skýrar,“ seg- ir Bergur og bætir við að ef nota þarf bílastæði fyrir fatlaða vegna fram- kvæmda verði að vera skýrt að svo sé. Að lokum bendir Bergur á að hann hafi sent borgarstjóra og fleiri að- ilum innan borgarkerfisins skilaboð. Þeir aðilar eru að kanna málið til að fá fullnægjandi skýringar. gunnhildursif@mbl.is Ljósmynd/Aðsend Stæði Við Hafnarhúsið í Reykjavík er búið að koma fyrir bæði steypuklumpi og blómakeri á bílastæði fyrir fatlaða. Blómaker í bílastæði - Segir mikinn vafa leika á því að þörf hafi verið fyrir kerið Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is „Við verðum að fá þetta sumar inn og síðan vonandi tekur haustið betur við sér, eða verður heldur betra en við áttum von á fyrir einhverjum mánuðum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar. Hann segir að Bandaríkjamark- aðurinn sé farinn að taka við sér en að hreyfingar á Evrópumarkaði séu hægari. Bólusetningar eru komnar vel á veg bæði í Bandaríkjunum og Bret- landi sem og í Ísrael. Jóhannes segir að einhver áhugi hafi heyrst frá Ísr- ael en að fyrirtæki séu ekki að herja á þann markað með beinum hætti þó að bólusetningar gangi vel þar í landi. „Íraelsmenn eru tiltölulega lítill hluti af flórunni sem kemur til landsins,“ segir Jóhannes. Bólusetningar hér á landi skipta líka sköpum fyrir ferðaþjónustuna og gangi bólusetningaráætlanir eftir segir Jóhannes að fyrirtæki í ferða- þjónustu geti leyft sér að horfa fram á bjartari tíma. Áhyggjurnar eru mestar af þeim fyrirtækjum sem sækja helst tekjur sínar til ferðamanna frá Evrópu þar sem þau þurfi að öllum líkindum að bíða lengur eftir að markaðurinn taki við sér samanborið við þann bandaríska. „Fyrirtækin eru náttúrlega í mjög erfiðri stöðu fyrir, mörg þeirra hafa safnað upp skuldum til að lifa í gegnum þessa stöðu. Þau hafa mörg hver verið tekjulaus í eitt og hálft ár. Þetta er mjög flókin og erfið staða til að vinna sig út úr,“ segir Jóhannes. Aukið flugframboð Hann segir að það sé mikilvægt að ef sumarið fari hægt af stað taki haustið við og bæti upp fyrir þær tekjur sem ekki skiluðu sér á sumar- mánuðum. Árstíðasveiflan sé það mikil hér á landi að það sé mikilvægt að ástandið batni sem fyrst. Í könn- un Maskínu sem framkvæmd var í febrúar á helstu markaðssvæðum ís- lenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu kom fram að ferðamenn væru opnir fyrir því að ferðast utan hefðbund- ins sumarleyfistíma. Aukið flugframboð til landsins hefur líka haft jákvæð áhrif á bók- anir og áhuga að sögn Jóhannesar. Í maí hefur Delta Air Lines flug til Ís- lands frá þremur borgum í Banda- ríkjunum, Boston, New York og Minneapolis. Flugfélagið Icelandair hefur bætt nýjum áfangastöðum við leiðakerfi sitt og í sumar verður flogið til 11 áfangastaða í Norður- Ameríku og 23 áfangastaða í Evrópu. Bandaríkin taka fyrr við sér - Bólusetningar skipta sköpum Jóhannes Þór Skúlason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.