Morgunblaðið - 19.04.2021, Side 27

Morgunblaðið - 19.04.2021, Side 27
kom frá norska fé- laginu Lilleström í byrjun árs, mun missa af fyrstu umferðum Ís- landsmótsins. _ Enska knatt- spyrnufélagið Wolves hefur mik- inn áhuga á að kaupa Skagamanninn unga Ísak Bergmann Jóhannesson af sænska félaginu Norrköping. Tele- graph greinir frá því að enska félagið hafi fylgst með Ísak að undanförnu og vilji fá hann í sínar raðir. Á sama tíma hafa Úlfarnir hins vegar áhyggjur af að Ísak fái ekki atvinnuleyfi á Englandi eftir útgöngu Breta úr Evrópu- sambandinu. Samkvæmt Telegraph er Ísak metinn á fimm milljónir punda og er honum líkt við Gylfa Þór Sigurðs- son. Ísak hefur spilað tvo landsleiki og verið í stóru hlutverki hjá Norrköping, þrátt fyrir ungan aldur. _ Knattspyrnumaðurinn Óttar Magn- ús Karlsson mun ekki spila meira með Venezia á yfirstandandi leiktímabili eftir að hafa brotið bein í fæti. Frá þessu var greint á Fótbolta.net. Þar segir að Óttar verði frá kepnni næstu átta vikurnar, sem þýðir að hann nær ekki síðustu fjórum leikjum ítölsku B- deildarinnar né líklegum umspils- leikjum Venezia, en liðið er sem stend- ur í 5. sæti deildarinnar og fara sæti 3-8 í umspil um laust sæti í A-deildinni. _ Knattspyrnudeild HK hefur tilkynnt að tveir lykilmanna liðsins hafi fram- lengt samninga sína. Þetta eru mark- vörðurinn Arnar Freyr Ólafsson og miðjumaðurinn Arnþór Ari Atlason. Báðir gera þeir samning út keppnis- tímabilið 2023. Arnar Freyr gekk til liðs við HK fyrir tímabilið 2016 og á að baki 116 leiki í efstu fjórum deildunum hér á landi, þar af 35 í efstu deild. Arnþór Ari gekk til liðs við HK vorið 2019 og hefur spilað 194 leiki í efstu tveimur deild- unum hér á landi, þar af 135 í efstu deild. _ Hallbera Guðný Gísladóttir, lands- liðskona í fótbolta, er strax komin í mik- ilvægt hlutverk hjá sænska liðinu AIK en hún var fyrirliði liðsins í 1:1-jafnteflinu gegn Växjö á laug- ardag í 1. umferð sænsku úrvals- deildarinnar. Leik- urinn var sá fyrsti hjá Hallberu í nýju liði og lék hún allan leikinn. _ Sveindís Jane Jónsdóttir var einnig snögg að láta að sér kveða í sænska boltanum því hún skoraði eftir aðeins tólf mínútur í sín- um fyrsta deildarleik með Kristians- tad, sem Elísabet Gunnarsdóttir þjálf- ar. Liðið gerði jafntefli við Eskilstuna á útivelli, 1:1. Sveindís er að láni hjá Kristianstad frá þýska stórliðinu Wolfsburg. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. APRÍL 2021 HANDBOLTI Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Handknattleikslið Álaborgar hefur unnið danska meistaratitilinn und- anfarin tvö tímabil og stefnir að því að verja hann á yfirstandandi tíma- bili. Félagið virðist þó ekki ætla að láta sér nægja að vera besta lið Danmerkur. Liðstyrkurinn sem von er á í sumar og sumarið þar á eftir gefur það sterklega til kynna að stefnan sé tekin á að festa sig í sessi sem eitt af stórveldum Evrópu. Nú þegar hefur verið tilkynnt um komu þriggja sterkra leikmanna, sem allir koma úr þýsku 1. deildinni og ganga til liðs við Álaborg í sum- ar. Sænski línumaðurinn Jesper Nielsen kemur til liðsins frá Rhein- Neckar Löwen, norski hægri horna- maðurinn Kristian Björnsen frá Wetzlar og danska hægri skyttan Martin Larsen frá Leipzig. Um helgina greindi danska sjón- varpsstöðin TV2 svo frá stærstu fé- lagaskiptum sumarsins; Arons Pálmarssonar frá Barcelona til Ála- borgar. Aron er sagður munu ganga til liðs við Danmerkurmeistarana eftir núverandi tímabil og skrifa undir þriggja ára samning. Félögin eiga þó eftir að staðfesta tíðindin. Auk þessa gífurlega liðstyrks nú í sumar mun Mikkel Hansen ganga til liðs við félagið sumarið 2022 frá Frakklandsmeisturum París Saint- Germain. Þá er uppi hávær orðróm- ur um að Mads Mensah Larsen muni yfirgefa þýska 1. deildar liðið Flensburg til að ganga í raðir Ála- borgar sumarið 2022. Hvaðan koma peningarnir? Ef Aron og Mensah Larsen bæt- ast í hóp fjórmenninganna sem þeg- ar er búið að staðfesta er ljóst að byrjunarliðið sem Álaborg getur stillt upp, sérstaklega frá og með sumrinu 2022, verður ógnvænlega sterkt. En hvernig hefur félagið efni á að fá til liðs við sig heimsklassa leik- menn á við Hansen og mögulega Ar- on og Mensah Larsen? „Laun launa- hæstu leikmanna og annan kostnað í viðskiptum í tengslum við þá verður að fjármagna eingöngu með dag- legum rekstri félagsins,“ sagði Jan Larsen, framkvæmdastjóri og með- eigandi Álaborgar, við danska við- skiptablaðið Finans í febrúar sl. „Peningarnir koma í gegnum sölu aukaársmiða, kostun, sölu í sölubás- um og treyjusölu. Allt sem mögulegt er hvað varðar viðskipti. Við vorum settir í heiminn til að vinna titla, ekki til að setja peninga í bankann,“ sagði Larsen einnig og útskýrði nánar: „Við þurfum að eiga peninga í bankanum en við setjum peningana sem við fáum inn í aðstöðu fyrir styrktaraðila til að gera það meira aðlaðandi að vera bakhjarl, ársmiða- hafi og aðdáandi, á meðan við fjár- festum í leikmönnunum.“ Komnir langt í Meistaradeild Álaborg er nú þegar með afar sterkt lið enda ekki hlaupið að því að vinna danska meistaratitilinn tvö ár í röð. Á þessu tímabili hefur verið lagður grunnur að því sem vænta má frá liðinu á næstu árum þar sem það er búið að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þar mun liðið mæta Flensburg heima og að heiman í næsta mánuði. Þó að það sé ólíklegt þetta tímabilið er ekki loku fyrir það skotið að Ála- borg verði fyrsta danska handknatt- leiksliðið í sögunni til þess að vinna Meistaradeildina, en það mun tím- inn þó einn leiða í ljós. Nýtt Evrópu- stórveldi í uppbyggingu? - Aron Pálmarsson líklega til Álaborgar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ný áskorun Aron Pálmarsson mun styrkja lið Álaborgar verulega. Spánn Zaragoza – Gipuzkoa.......................... 99:71 - Tryggvi Snær Hlinason skoraði 13 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 1 frákast á 16 mínútum með Zaragoza. B-deild: Ourense – Girona ................................ 73:71 - Kári Jónsson skoraði 12 stig, tók 2 frá- köst og gaf 1 stoðsendingu á 21 mínútu með Girona. Litháen CBet – Siaulai ...................................... 90:89 - Elvar Már Friðriksson skoraði 15 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 3 fráköst á 30 mínútum með Siaulai. NBA-deildin LA Lakers – Utah ....................(frl.) 127:115 Washington – Detroit....................... 121:100 Chicago – Cleveland........................... 106:96 Boston – Golden State...................... 119:114 Milwaukee – Memphis ..................... 115:128 Phoenix – San Antonio....................... 85:111 Atlanta – Indiana.............................. 129:117 New York – New Orleans .........(frl) 122:112 Miami – Brooklyn............................. 109:107 4"5'*2)0-# Þýskaland RN Löwen – Hannover-Burgdorf ..... 33:28 - Ýmir Örn Gíslason skoraði 3 mörk fyrir Löwen. Flensburg – Bergischer...................... 29:22 - Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Flensburg. - Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Bergischer. Magdeburg – Melsungen.................... 31:27 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 5 mörk fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Krist- jánsson er frá vegna meiðsla. - Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr- ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds- son er þjálfari liðsins. Göppingen – Nordhorn....................... 26:26 - Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr- ir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá vegna meiðsla. Coburg – Lemgo.............................. Frestað - Bjarki Már Elísson er leikmaður Lemgo. Balingen – Kiel .................................... 22:33 - Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir Balingen. B-deild: Bietigheim – Fürstenfeldbruck......... 31:25 - Aron Rafn Eðvarðsson varði 5 skot í marki Bietigheim. Sachsen Zwickau – Nurtingen .......... 19:16 Díana Dögg Magnúsdóttir er með landslið- inu og lék ekki með Zwickau. Danmörk Úrslitakeppnin, 1. riðill: GOG – SönderjyskE ............................ 36:27 - Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í marki GOG. - Sveinn Jóhannsson skoraði 1 mark fyrir SönderjyskE. _ GOG 6 stig, Bjerringbro/Silkeborg 3, SönderjyskE 2, Kolding 0. Úrslitakeppnin, 2. riðill: Tvis Holstebro – Skanderborg .......... 34:29 - Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 4 mörk fyrir Tvis Holstebro. Aalborg – Skjern ................................. 41:32 - Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. - Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Skjern. _ Tvis Holstebro 5 stig, Aalborg 4, Skan- derborg 2, Skjern 0. Fallkeppnin: Mors – Ribe-Esbjerg ........................... 21:27 - Rúnar Kárason skoraði 7 mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Daníel Þór Ingason ekk- ert. _ Ribe-Esbjerg 5, Mors 3, Fredericia 3, Lemvig 2, Aarhus 1. Frakkland Aix – Créteil..................................... Frestað - Kristján Örn Kristjánsson er leikmaður Aix. Svíþjóð Undanúrslit, annar leikur: Kristianstad – Skövde......................... 27:33 - Teitur Einarsson skoraði 4 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Guðmundsson 3. - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði ekki fyrir Skövde. _ Staðan er 2:0 fyrir Skövde. Sviss Kriens – Kadetten ............................... 37:26 - Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten. Undankeppni HM kvenna Umspil, fyrri leikir: Úkraína – Svíþjóð................................. 14:28 Rúmenía – Norður-Makedónía ........... 33:22 Slóvenía – Ísland .................................. 24:14 Slóvakía – Serbía .................................. 19:26 Tékkland – Sviss................................... 27:27 Portúgal – Þýskaland........................... 27:32 Umspil, seinni leikur: Ítalía – Ungverjaland........................... 12:41 _ Ungverjaland á HM, 87:31 samanlagt. Vináttulandsleikir kvenna Danmörk – Spánn................................. 27:23 %$.62)0-# Lyon er úr leik í Meistaradeild Evr- ópu í fótbolta eftir að hafa tapað 1:2 á heimavelli gegn löndum sínum í París Saint-Germain í síðari leik lið- anna í átta liða úrslitum í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir lék ekki með Lyon vegna meiðsla. Lyon vann fyrri leikinn 1:0 en PSG fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Lyon er ríkjandi Evrópumeistari síðustu fimm ára og það byrjaði vel fyrir liðsfélaga Söru Bjarkar því Catarina Macario kom Lyon yfir á 4. mínútu. Grace Geyoro jafnaði hins vegar á 24. mínútu og Wendie Ren- ard skoraði sjálfsmark eftir rúmlega klukkutíma leik og þar við sat. PSG mætir Barcelona í undan- úrslitum og Bayern München og Chelsea eigast við í hinum undan- úrslitaleiknum. Ljóst er að nýtt nafn fer á Evrópubikarinn því ekkert af liðunum fjórum sem eftir eru í keppninni hefur áður orðið Evr- ópumeistari. Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir leikur með Bayern. AFP Fögnuður Leikmenn París SG fagna sigurmarkinu í Lyon í gær. Nýtt nafn á Evrópu- meistarabikarinn Leicester mætir Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu hinn 15. maí á Wembley í London, en þetta varð ljóst um ný- liðna helgi. Hakim Ziyech skoraði sigurmark Chelsea á 55. mínútu þegar liðið mætti Englandsmeistaraefnunum í Manchester City í undanúrslitum á Wembley á laugardaginn en leikn- um lauk með 1:0-sigri Chelsea. Í gær mættust svo Leicester og Southampton í hinu undanúrslita- einvíginu á Wembley, þar sem loka- tölur urðu 1:0 en þar var það Ke- lechi Iheanacho sem skoraði sigurmark leiksins, nánar tiltekið á 55. mínútu. Arsenal er það lið sem hefur oft- ast unnið ensku bikarkeppnina eða fjórtán sinnum og Manchester Unit- ed kemur þar á eftir með tólf bikar- meistaratitla. Chelsea er í þriðja sætinu með átta bikarsigra en Leicester, sem hefur fjórum sinnum leikið til úr- slita, hefur aldrei unnið keppnina en liðið lék síðast til úrslita árið 1969 þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Manchester City. Chelsea hefur hins vegar fimm- tán sinnum leikið til úrslita, síðast í fyrra, þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Arsenal. Þá féll Sheffield United úr ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið tapaði 1:0 fyrir Wolves í Wolv- erhampton þar sem Willian Jose skoraði sigurmark Úlfanna á 60. mínútu. Chelsea leikur til úr- slita í sextánda sinn AFP Sigurmark Hakim Ziyech fagnar marki á Wembley á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.