Morgunblaðið - 19.04.2021, Qupperneq 32
stuðning við íslenska tónlist í út-
varpi.
Vegna kórónuveirufaraldursins
hefur tónleikunum „Út við himin-
bláu sundin“ verið frestað þrisvar
en nú er stefnt að því að þeir verði
í Salnum í Kópavogi 15. maí næst-
komandi. Þar rifja Svanhildur,
Helena Eyjólfs og Mjöll Hólm
ásamt yngri söngkonunum Hug-
rúnu Sif Hallgrímsdóttur, Hrein-
dísi Ylvu Garðarsdóttur Holm og
Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur
upp nokkur af vinsælustu dægur-
lögum fyrri ára.
Goslokahátíðin í Vestmanna-
eyjum verður 1. júlí og þangað hef-
ur Svanhildur verið ráðin til að
skemmta gestum. Hún er líka í
hópi söngvara sem valdir voru til
að flytja sjómannalög í Salnum, en
tónleikunum hefur verið frestað
þar til í október vegna veirufarald-
ursins.
Svanhildur áréttar að frá því að
hún byrjaði að syngja hafi það allt-
af verið jafn gaman. Hún hafi verið
svo heppin að hafa verið í ágætu
formi alla tíð og það hafi ekki síst
haldið sér við efnið. „Heilsan hefur
allt að segja, en ég geri ekkert
sérstakt til þess að halda henni við
nema að fara út að ganga með
hundinn.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Margir íslenskir söngvarar hafa
skemmt þjóðinni í áratugi og þar á
meðal er Svanhildur Jakobsdóttir.
„Ég hef sungið opinberlega með
mislöngum hléum síðan ég byrjaði
19 ára gömul með Leiktríóinu í
Þjóðleikhúskjallaranum,“ segir
söngkonan, sem kemur væntanlega
næst fram á sviði um miðjan maí.
Svanhildur er með mörg járn í
eldinum. Hún hefur verið með tón-
listarþætti í Ríkisútvarpinu síðan
1987 og er núna með „Óska-
stundina“ á föstudagsmorgnum.
Hún sló í gegn í þættinum „Það er
komin Helgi“ í Sjónvarpi Símans
ekki alls fyrir löngu. „Það tínist
alltaf eitthvað til og þetta er alltaf
jafn gaman,“ segir hún.
Ýmislegt á döfinni
Svanhildur vann í Bókabúð Lár-
usar Blöndal í Vesturveri, sem var
í Morgunblaðshöllinni í Aðalstræti.
Þá fékk Ólafur Gaukur, sem síðar
varð eiginmaður hennar, hana til
að syngja með Leiktríóinu, sem
hann, Hrafn Pálsson og Kristinn
Vilhelmsson höfðu stofnað nýlega.
„Vesturver var fyrsta verslunar-
miðstöð landsins, bókabúðin var
fremst og stelpuna sem þar af-
greiddi höfðu þeir félagar séð í
söngleiknum Rjúkandi ráð eftir
Jón Múla og Jónas Árnasyni,“ seg-
ir hún um upphafið. „Söngleik-
urinn gekk vel en sýningum var
lokið, söngkonu vantaði í tríóið,
þremenningarnir buðu stúlkunni
mér starfið og í kjölfarið byrjaði
ballið sem enn stendur,“ upplýsir
Svanhildur.
Ólafur Gaukur var einn af braut-
ryðjendum dægurtónlistar hér-
lendis, samdi lög og texta og út-
setti jafnt fyrir stórhljómsveitir
sem djassbönd og allt þar á milli.
Var afar áberandi í tónlistarlífinu
hérlendis, en andaðist 2011. Svan-
hildur söng með Sextett Ólafs
Gauks á böllum, í sjónvarpsþáttum
og inn á plötur, og hefur oftar en
ekki tekið lagið eftir að þeim kafla
lauk. „Segðu ekki nei“ var fyrsta
lagið sem hún söng inn á plötu og
kom út 1967, en 2016 fékk hún sér-
staka viðurkenningu á Degi ís-
lenskrar tónlistar fyrir góðan
Gaman á sviðinu
- Svanhildur Jakobsdóttir söngkona í framlínunni í áratugi
Ljósmynd/Mummi Lú
Það er komin Helgi Svanhildur Jakobsdóttir fór á kostum með Helga
Björns og Reiðmönnum vindanna í beinni útsendingu fyrir skömmu.
Í tilefni af 25 ára samstarfi Gallerís Foldar og lista-
mannsins Harrys Bilsons hefur verið opnuð einkasýn-
ing á verkum hans í Fold. Í tilkynningu segir að á sýn-
ingunni megi sjá bæði ný verk eftir listamanninn og
einnig úrval verka hans frá fyrri árum.
Harry Bilson fæddist í Reykjavík árið 1948 en fluttist
til Bretlands á unga aldri. Hann er að mestu sjálf-
menntaður í listinni og er heimshornaflakkari sem
dvalist hefur víða um heim við listsköpun sína, en hefur
kallað Ísland heimili sitt síðustu tvo áratugina.
25 ára samstarfi með Harry Bilson
fagnað á sýningu í Gallerí Fold
MÁNUDAGUR 19. APRÍL 109. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk 14:24-skell
gegn Slóveníu ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni HM
á laugardag. Eins og lokatölurnar gefa til kynna átti ís-
lenska liðið erfitt með feikisterka vörn slóvenska liðs-
ins. Vörn og markvarsla Íslands var í fínu lagi í leiknum
en betur má ef duga skal í sóknarleiknum. Lovísa
Thompson var markahæst íslenska liðsins með fimm
mörk en markverðirnir Elín Jóna Þorsteinsdóttir og
Saga Sif Gísladóttir voru bestu leikmenn Íslands. Liðin
mætast í seinni leiknum á Ásvöllum á miðvikudag. »26
Íslenska kvennalandsliðið
fékk tíu marka skell í Slóveníu
ÍÞRÓTTIR MENNING