Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 + + + = 19.990 kr. A L LT ÓTA K M A R K A Ð Fjölskyldupakkinn: Andrés Magnússon andres@mbl.is Ný fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir 2022-26, sem var uppfærð miðað við vænlegri þjóðhagsspá, felur ekki í sér stefnubreytingu svo nú stefnir í mikinn og viðvarandi hallarekstur ríkisins og töluvert hærra atvinnu- leysisstig. Þetta segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulíf- ins, í viðtali í nýjum þætti af Þjóð- málunum, sem opinn er áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is. Í þættinum er einnig rætt við Bergþór Ólason, þingmann Mið- flokksins, sem tekur í sama streng og telur raunar að það liggi á að stjórnvöld slái nýjan tón í ríkisfjár- málum, ekki síst hvað skattalækkan- ir varði. Atvinnulífið þurfi á þeim að halda til þess að geta tekið til óspilltra málanna við verðmæta- sköpun eftir kórónukreppuna. Anna og Bergþór telja að sértæk- ar aðgerðir til þess að lina kreppuna og verja verðmæti í atvinnulífi hafi um margt gengið vel hjá stjórnvöld- um. Nú þurfi hins vegar að fara að hugsa um næstu og almennari skref. „Þar má nefna innviðafjárfest- ingu, aukinn sveigjanleika á milli at- vinnugreina til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið.“ Bergþór er sama sinnis. „Við þurf- um að skipta um takt í þessu og setja fókusinn á að nú taki atvinnulífið við að skapa ný störf.“ Við blasi ýmis arðsöm innviðaverkefni og það verði að gera greinarmun á skuldsetningu hins opinbera til fjárfestinga annars vegar og rekstrar hins vegar.“ Anna Hrefna minnir á að störfin sem hafi glatast í kórónukreppunni hafi ekki verið hjá hinu opinbera, þau eigi ekki að reyna að endur- heimta með nýsköpun í ríkisrekstri. Það lagi a.m.k. ekki fjárlagahallann. Meiri þörf sé á breyttu hugarfari um verkahring hins opinbera og hag- ræðingu í rekstri þess. Þarf nýja hugsun í ríkisfjármálum - Kórónukreppan kallar á breytta fjármálastefnu - Vantar nýtt hugarfar um verkahring hins opinbera Þjóðmálin Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og Anna Hrefna Ingi- mundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, ræða við Andrés Magnússon. Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Þegar haustar að í Vestmanna- eyjum má sjá krakka á öllum aldri fara um á kvöldin og fram á nótt með vasaljós í leit að lundapysjum. Koma þær úr fjöllum í kringum bæ- inn. Hafa tekið flugið út í lífið en ekki náð út á sjó. Þá koma krakk- arnir til bjargar, fanga pysjurnar og sleppa daginn eftir. Fastur liður í bæjarlífinu í ágúst og september. Það er því nýlunda að þeim sé sleppt á sjóinn þegar langt er liðið á apríl. Það var reyndin í gær þeg- ar milli 30 og 40 pysjum var sleppt í Stórhöfða. Hafa þær verið í með- ferð í vetur vegna olíubleytu en í allt var komið með yfir 250 olíu- blautar pysjur í haust. Sea Life Trust-safnið í Vest- mannaeyjum, sem er heimkynni mjaldranna, Litlu-Hvítar og Litlu- Grár, kom að krafti inn í Pysjueftirlitið sem frá árinu 2003 hefur mælt, vigtað og haldið skrá yfir fjölda pysja sem finnast í bæn- um. Síðasta haust fór að bera á olíu í höfninni og var komið með olíu- blauta fugla á safnið sem varð bæði sjúkrahús og endurhæfingarstöð fyrir lundapysjurnar. Í allt voru það yfir 250 fuglar og þurftu um 39 þeirra meðferð í vetur. Sumar mjög illa farnar „Þegar pysjurnar komu til okkar í september voru sumar mjög illa farnar, olíublautar og útataðar í fitu og ljóst að þær þyrftu mikla umönnun til þess að halda þeim á lífi. Ástand sumra var það slæmt að ekki var hægt að sleppa þeim strax. Höfðu fjaðrirnar tapað algjörlega eiginleikanum til að hrinda frá sér vatni. Þær áttu ekki möguleika í Þetta er endurtekið þar til að fuglinn er vatnsheldur sem getur tekið vikur og jafnvel mánuði. Þeg- ar fuglinn hefur endurnýjað flug- fjaðrirnar er loks hægt að huga að því að sleppa þeim. „Í þetta fara allt að 420 klukkutímar á hvern fugl þannig að mikið verk hefur verið unnið í meðferðarstöðinni í vetur.“ Þegar pysjurnar hressast voru þær fluttar á svæði þar sem þær gátu synt, kafað og athafnað sig eðlilega. „Þær hafa verið duglegar að éta og dafnað vel hjá okkur. Það hafa allir lagt sig fram um að gera þetta mögulegt og nú sjáum við ár- angurinn. Það verður þó engin pysja neydd til að yfirgefa okkur. Þær ákveða það sjálfar þegar á hólminn verður komið.“ Olían í höfninni var bæði lýsi úr fiskimjölsverksmiðju og olía sem ekki er vitað hvernig komst í höfn- ina. Audrey segir að komist hafi verið fyrir lekann úr verksmiðj- unni. „Hvaðan olían kemur vitum við ekki en vonandi lendum við ekki í þessu aftur. Það ánægjulega er hvað margar heilbrigðar pysjur við fengum á síðasta ári. Það verð- ur svo að sjá til þess að skapa lundapysjum og öðrum fuglum öruggt umhverfi hér í Vest- mannaeyjum.“ Þau hafa notið aðstoðar sjálf- boðaliða við umönnun pysjanna og fyrir það er Audrey þakklát. „Ég hef lært heilmikið af þessu verkefni og á þeim tveimur árum sem ég hef verið hér í Eyjum. Margrét Lilja Magnúsdóttir, sem sér um lundana fyrir okkur hefur reynst ómetan- leg. Eitt það stórkostlegasta sem ég hef upplifað var að sjá krakkana með pysjurnar á leið minni til vinnu. Ótrúlegt að sjá þau veiða pysjurnar, láta vigta þær og mæla og svo sleppa þeim. Að vera hluti af þessu, uppgötva hvað fuglar eru klárir og hvað við getum gert til að hjálpa þeim er bara einstakt,“ sagði Audrey að lokum. Stofninn á uppleið Pysjueftirtitið hefur starfað í sautján ár í Vestmannaeyjum og þar eru pysjurnar mældar, vigt- aðar og fjöldi þeirra skráður. Góðu tíðindin eru að eftir mögur ár á tí- unda áratug síðustu aldar og fram á þessa virðist lundastofninn í Vest- mannaeyjum vera á uppleið. Það kemur fram í talningu Pysjueftir- litsins frá frá 2003 til 2020. Til árs- ins 2014 eru flest árin mjög slök, mest árin 2007 og 2012 tæplega 2.000 pysjur og niður í ekki eina einustu pysju. Það er svo árið 2015 að kippur er upp á við en þá voru taldar tæplega 4.000 pysjur. Met var sett árið 2019 þegar 7.706 pysj- ur fundust. Í fyrra voru þær 7.651. Hugað er að lausnum til bjargar pysjunni með áherslu á að koma í veg fyrir olíusöfnun innan hafnar með markvissum aðgerðum. „Pysjan flýgur í átti að ljósunum í bænum og við höfnina þar sem margar enda. Ein hugmyndin er að minnka ljósin við höfnina yfir pysjutímabilið og mögulega auka ljósmagnið ofar í bænum til þess þá að reyna að lokka pysjuna til að fljúga ofar í bæinn og fá þá vonandi færri pysjur í höfnina,“ segir Hörð- ur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sem hýsir Sea Life. Ljósmynd/Sea Life Trust Fóstur Urtelinda Ramos er ein þeirra sem önnuðust pysjurnar. Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Stórhöfði Farið var með pysjurnar út í Stórhöfða í hundabúri og gengu þær þaðan flestar út, könnuðu aðstæður áður en þær tóku flugið út á sjó. Pysjum sleppt eftir sjúkrahúsvist - Olíublautum pysjum bjargað úr höfninni í Eyjum í vetur - Var sleppt í gær eftir endurhæfingu sínu náttúrulega umhverfi á úthaf- inu og urðum við því að gera okkar allra besta til að reyna að skapa þeim aðstæður sem tók mið af ástandi þeirra,“ segir Audrey Pad- gett, framkvæmdastjóri Sea Life Tust, griðarstað mjaldra í Vest- mannaeyjum. Allt að 450 klukkutímar á fugl Voru nokkrar útskrifaðar í gær og sleppt í Stórhöfða. Voru þær frelsinu fegnar. Audrey segir erfitt að ímynda sér þá miklu vinnu sem fer í að hreinsa olíublauta pysju og koma henni aftur út í náttúruna. „Fyrst er fuglinn þveginn með volgu vatni og léttri sápublöndu til að ná olíunni úr og síðan þarf að þurrka fjaðrirnar eftir kúnst- arinnar reglum,“ segir Audrey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.