Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 10

Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég kom vegna nýja eldgossins og held að ég hafi náð einu myndinni þar sem norðurljósin virðast stíga upp úr eldfjallinu,“ sagði Max Milli- gan, ljósmyndari frá Bretlandi. Hann á að baki sex ferðir í Geldinga- dali til að taka myndir af eldgosinu. Þar af gekk hann fimm sinnum og fór einu sinni með þyrlu Norður- flugs. Þá ætlar hann líka að fljúga yfir gosstöðvarnar með Circle Air. Max gengur með 11 kíló af ljós- myndabúnaði á bakinu og segir að hnén og fæturnir séu farin að kvarta. Í eitt skiptið var hann að vinna með björgunarsveit og fékk að vera lengur en til miðnættis. „Ég var við að leggja af stað en sneri mér við og þá voru norður- ljósin komin. Klukkuna vantaði eina mínútu í þrjú um nóttina. Myndavél- in var opin í 20 sekúndur. Ég hef séð myndir af eldlituðum gosmekkinum og norðurljósum, en ekki eldjallinu sjálfu og norðurljósum,“ sagði Max. Litlu munaði að hann næði að taka myndir af Holuhraunsgosinu 2015. „Ég ætlaði í þyrlu en það var of hvasst í bæði skiptin. Ég fór aftur til Englands í þrjár vikur og kom svo til að taka myndir af gosinu. En það hætti að gjósa tveimur dögum áður en ég kom til baka. Ég er bókstaf- lega búinn að bíða í sex ár eftir eld- gosi og í sex vikur eftir norður- ljósum,“ sagði Milligan. Hann hefur tekið myndir af fimm gjósandi eldfjöllum víða um heim síðustu tuttugu árin. Þeirra á meðal eru Etna, Vesuvius og Stromboli á Ítalíu og Bromo í Indónesíu. „Eldgosið í Geldingadölum er besta eldgos sem ég hef nokkru sinni séð. Það slær öllum hinum við. Ástæðan er hvað það er marg- breytilegt. Sprungurnar og gígarnir eru svo fjölbreytt. Maður kemst líka svo nálægt eldgosinu. Hraunflæðið er mjög sérstakt og stórkostlegt, sérstaklega þegar dimmir,“ sagði Milligan. Hann nefndi að gossvæðið í Geldingadölum taki sífelldum og örum breytingum. „Maður kemur þangað aftur eftir tvo daga og það er allt gjörbreytt! Stromparnir rísa og brotna og hraunflæðið breytir um stefnu. Meira að segja sprungurnar eru alltaf að breytast. Ég hef aldrei áður kynnst eldfjalli sem er jafn ótrúlegt og stórkostlegt að heim- sækja.“ Max Milligan þekkir Ísland betur en margir heimamenn. Hann ferðað- ist um landið þvert og endilangt í þrjú ár. Til að kynnast landinu sem best fór hann á togara og í göngur á hestbaki. Hann tók myndir af Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, og eins af Megasi. Afrakst- urinn af því má sjá í ljósmyndabók hans Ísland – Allt sem er (Iceland – As it is) sem Nýhöfn gaf út 2018. Nú langar hann að safna myndum í ann- að bindi og ef til vill einnig sérstaka bók um Geldingadalagosið. „Ég hef gert mikið til að kynna Ís- land á Englandi, haldið fyrirlestra, áritað bækur og haldið sýningar. Ég hef ferðast um heiminn og tekið ljós- myndir í 35 ár. Ég hef gefið út sjö ljósmyndabækur sem sumar hafa ratað á metsölulista. Það var allt lokað á Englandi en ég var svo heppinn að fá boðsbréf frá Íslandsstofu. Það að vera innilok- aður í 15 mánuði var ótrúleg reynsla. Ísland bókstaflega bjargaði sálarlífi mínu,“ sagði Milligan. Ljósmynd/Instagram: Maxmilliganphoto Geldingadalir Síbreytilegt eldgosið í Fagradalsfjalli slær við öllum öðrum gosum sem Max Milligan hefur séð. „Besta eldgosið sem ég hef nokkru sinni séð“ - Max Milligan hefur farið sex sinnum að mynda gosið Íslandsvinur Max Milligan. Sigurður Pétursson, lögreglumaður og at- vinnukylfingur, lést 19. apríl sl. í golfferð á La Gomera á Spáni. Sig- urður fæddist 29. júní 1960 í Reykjavík og var því sextugur þegar hann lést. Sigurður var flestum kunnugur í golfheiminum og sner- ist líf hans um golf allt frá því hann rölti ungur að aldri úr Árbæjar- hverfinu, þar sem hann ólst upp, yfir á Grafar- holtsvöll. Aðeins 16 ára gamall var hann fyrst valinn í landslið Íslands í golfi. Sigurður varð þrívegis Íslandsmeist- ari í höggleik en hann sigraði árin 1982, 1984 og 1985. Sigurður á fjöl- marga aðra titla í golfíþróttinni og var kosinn Íþróttamaður Reykjavík- ur 1985. Það ár varð hann í 3. sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins. Sigurður hóf að kenna golf í Hvammsvík árið 1990 og starfaði sem golfkennari Golfklúbbs Reykja- víkur frá 1991 til ’97 og rak golf- verslun í Grafarholti á þeim árum. Samhliða sótti hann nám í PGA-golfkennaraskólanum í Svíþjóð og útskrifaðist úr honum 1994. Sig- urður var brautryðjandi þegar kom að golfæfingum á veturna og rak æf- ingaaðstöðu á þremur mismuandi stöðum í Reykjavík Sigurður starfaði um tíma með landsliðum Íslands í golfi, bæði sem golf- kennari og liðsstjóri og einnig sem liðs- stjóri með keppnis- liðum Golfklúbbs Reykjavíkur. Hann starfaði reglulega sem fararstjóri í golf- ferðum og vann sem slíkur fyrir ferðaskrif- stofuna Aventura síð- ustu ár. Hann eign- aðist sinn fyrsta hest 2010 og var mikill hestamaður frá þeim tíma. Sigurður útskrifaðist úr Verzl- unarskóla Íslands 1978. Hann hóf störf fyrir lögregluna í Reykjavík 1986, útskrifaðist úr Lögregluskól- anum 1988 og starfaði sem lög- reglumaður til dánardags með hléi frá 1991 til ’97. Sigurður lærði húsa- smíði sem ungur maður og starfaði um tíma við húsasmíði á samningi hjá Olís. Foreldrar Sigurðar voru Pétur J. Pétursson og Ragnheiður Guð- mundsdóttir og systkini hans eru Guðmundur, Anna Bára og Ingi- björg. Eiginkona Sigurðar er Guðrún Ólafsdóttir og kynntust þau á Graf- arholtsvelli 1978. Sigurður lætur eft- ir sig fimm börn, þau Pétur Óskar, Hannes Frey, Hönnu Lilju, Ragnar og Önnu Margréti. Guðrún átti fyrir Ólaf, sem búsettur er í Svíþjóð. Sigurður Pétursson Guðmundur Stein- grímsson, trommari og frumkvöðull íslenskrar jazztónlistar, lést 16. apríl sl., 91 árs að aldri. Guðmundur, oft nefndur Papa Jazz, fæddist 19. október 1929 í Hafnarfirði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru hjónin Stein- grímur Steingrímsson verkamaður og Hall- gerður Lára Andrés- dóttir verkakona. Guðmundur spilaði undir á mörgum af frægustu dægurlagaperlum sjötta og sjöunda áratugarins og var einn helsti jazztónlistarmaður landsins. Guðmundur var einna frægastur fyrir spilamennsku sína í KK- sextettinum, sem spilaði undir á feikimörgum plötum og urðu mörg laganna á plötunum geysivinsæl. Einnig var Guðmundur í Tríói Guðmundar Ingólfs- sonar, sem lék m.a. með Björk Guðmunds- dóttur á plötunni Gling gló sem er söluhæsta jazzplatan sem gefin hefur verið út hér á landi. Guðmundur tók þátt í að móta tónlistarlíf Íslendinga á ofan- verðri síðustu öld og ruddi veginn fyrir marga stærstu jazz- tónlistarmenn Íslands. Ævisaga Guðmundar, Papa Jazz, kom út árið 2009, sem Árni Matthíasson blaða- maður skrásetti. Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Helga D. Benediktsdóttir. Fyrri eiginkona var Sesselja Unnur Guð- mundsdóttir, d. 2018. Guðmundur og Unnur eignuðust fjögur börn; Kjart- an, Guðrúnu, Láru, Steingrím og Helgu. Guðmundur Steingríms- son, Papa Jazz Andlát

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.