Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 12

Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Inga María Ottósdóttir Löggiltur fasteignasali og Mbl viðskiptalögfræðingur Sími 620 4040 inga@logheimili.is Ásgeir þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur Sími 772 0102 asgeir@logheimili.is Guðmundur Ólafs Kristjánsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 847 0306 gudmundur@logheimili.is Unnur Alexandra Nemi til löggildingar fasteignasala og viðskiptalögfræðingur Sími 788 8438 unnur@logheimili.is Sólrún Aspar Hefur lokið námi til fasteignasala. Sími 862 2531 solrun@logheimili.is Jónas H. Jónasson Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 842 1520 jonas@logheimili.is Egill Ragnar Sigurðsson Viðskiptafræðingur Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 835 0860 egill@logheimili.is Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu- hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta hefur verið nokkuð langur biðtími á milli mynda hjá mér, ég gerði síðast bíómynd fyrir tólf árum,“ segir Hilmar Oddsson kvik- myndagerðarmaður sem hlakkar til að setjast aftur í leikstjórastólinn eftir þetta langa hlé, en í sumar fer hann af stað með tökur fyrir næstu kvikmynd sína sem heitir Á ferð með mömmu. „Þetta er vegamynd og hug- myndina að henni fékk ég fyrir tutt- ugu og sjö árum. Ég hef oft verið að vinna með hugmyndir í langan tíma og leyft þeim að malla. Hugmyndin að kvikmynd minni Kaldaljósi var til dæmis með mér í fimmtán ár áður en ég gat komist í tökur á henni, og eins var myndin mín Tár úr steini, lengi í vinnslu og framkvæmd. Þetta er því ekki alveg nýtt fyrir mér, en ég lít líka á þetta sem kost, því ef hugmynd lifir af langan tíma, þá er eitthvað í hana spunnið, að mínu mati,“ segir Hilmar og bætir við að það hafi einmitt verið í biðtíma í tök- um á kvikmyndinni Tár úr steini, sem hugmyndin að nýju myndinni upphaflega kviknaði. „Þröstur Leó fór með aðalhlut- verkið í þeirri mynd og ég var stadd- ur í heimsókn hjá honum á Bíldudal þegar hann fór að segja mér sögur af fólkinu þarna á svæðinu. Þetta voru sögur af kynlegum kvistum, bæði körlum og konum við Arnar- fjörð og mér fannst þetta svo skemmtilegt og forvitnilegt fólk að það fæddist strax hugmynd hjá mér að kvikmynd. Daginn eftir kom ég með tilbúna beinagrind að handriti sem við Þröstur ákváðum að hrinda í framkvæmd við fyrsta tækifæri,“ segir Hilmar og hlær í ljósi þess að síðan séu tuttugu og sjö ár. „Ég er búinn að gera þrjár bíó- myndir í fullri lengd síðan þetta var, líka allskonar þætti, og ég hef verið skólastjóri hjá Kvikmynda- skólanum í sjö ár og sinnt tónlist- inni. Rétt á meðan ég var að melta þetta og bíða eftir rétta tímanum.“ Hann segir merkilega lítið hafa breyst frá upprunalegu grunn- hugmyndinni. „Hún hefur orðið þéttari og ég er búinn að forma söguna betur.“ Myndin gerist árið 1980 og fjallar um mæðgin sem hafa búið saman í áratugi á afkekktum bæ við Arnarfjörð. Þröstur Leó fer með hlutverk sonarins en Kristbjörg Kjeld verður í hlutverki móðurinnar. „Þegar móðirin deyr stendur sonurinn frammi fyrir því að þurfa að efna loforð sem hann gaf henni um að leggja hana til hinsu hvílu í heimabæ hennar, sem er hinum megin á landinu, á Eyrarbakka. Í stað þess að smíða utan um hana kistu þá klæðir hann móður sína í sitt fínasta púss frá þeim tíma sem hún var ung dama á Eyrarbakka. Hann farðar hana, setur á hana hatt og slör og kemur henni fyrir í aftur- sætinu, sitjandi með bílbelti. Hund- urinn Brésneff situr í framsætinu og þessi þrenning heldur af stað í þessa óvenjulegu ferð. Ferðin liggur þvert yfir landið, hann fer suður Kjöl, en hann hefur lítið ferðast og ekur mjög hægt, svo honum er ráðlagt að halda sig sem mest á malarvegum, til að valda ekki hættu þar sem umferð er hröð. Ferðalag sonarins með sína látnu móður gengur ekki snurðu- laust, en það sem gerist er að þessi vegferð verður að uppgjöri milli þeirra mæðgina. Hann kemst að því að lífi hans hefur að mörgu leyti ver- ið stýrt af móður hans og hann er ekki allskostar sáttur við allt þar, og þá er spurning hvernig hann bregst við því. Ég kalla þetta svarta kóme- díu og þetta er sannarlega slík mynd, það er mikið lagt upp úr húm- ornum. Þetta eru óvenjulegar að- stæður og óvenjulegt ferðalag, um- görðin öll er óvenjuleg og kómísk. En hún er líka sorgleg, eins og öll góð kómík. Endirinn er á mjög sér- stakan hátt jákvæður,“ segir Hilmar sem vill eðlilega ekki upplýsa um of um hvernig þetta allt saman fer. Kristbjörg ein kom til greina Vissulega kom sér vel að svo langur tími leið sem raun ber vitni frá því hugmyndin kviknaði, því nú eru Þröstur Leó og Kristbjörg á réttum aldri fyrir hlutverkin. „Þetta er í þriðja skipti sem við Þröstur vinnum saman, hann lék í minni fyrstu kvikmynd, Eins og skepnan deyr, og þá var hann nýút- skrifaður úr leiklistarskóla. Hann lék næst hjá mér aðalhlutverkið í Tár úr steini, og núna erum við að loka einhverskonar samstarfs- þrennu með þessari nýju mynd. Þessi hlutverk Þrastar eru öll eins ólík og hugsast getur, en það skiptir líka máli að við þekkjumst vel og höfum unnið mikið saman áður. Ég hefði aldrei gert þessa mynd án Þrastar, hlutverkið er skrifað fyrir hann, honum til heiðurs. Eins kom engin önnur en Kristbjörg til greina í hinu hlutverkinu, hún er okkar stóra dama leikhússins. Ég nefndi þetta við hana fyrir nokkrum árum, sagði henni frá hugmyndinni og að ég vildi gjarnan hafa hana í þessu hlutverki. Hún ætlar að taka þetta að sér, ég er sérlega ánægður með það.“ Mikið af sjálfum mér í þessu „Það sem ég er að gera í þessu verki er mjög ólíkt öllu sem ég hef gert áður. Tár úr steini, Kaldaljós, Eins og skepnan deyr og Desember, eru til dæmis allt öðruvísi myndir en þessi mun verða. Núna er ég með einhverjum hætti að vinka í allar átt- ir, þá á ég til dæmis við að faðir minn var leikritaskáld og hann samdi verk í anda absúrdleikhússins, í takt við Beckett, Ionesco og slíka höfunda og ég er svolítið að vinka þeirri arfleifð í þessari nýju mynd. Uppsetningin ein og sér er óvenjuleg, að maður ferðist með lík móður sinnar uppá- klætt í aftursæti bifreiðar sinnar. Fyrir vikið verður til allskonar kostulegur misskilningur, því fólk heldur að hún sé lifandi. Ég er líka að vinka leikhópnum Svart og sykurlaust sem var starfandi götu- leikhús á níunda áratugnum, en ég vann með þeim í bíómynd sem gerð var um þau. Þetta er mikið vinafólk mitt. Ég er einnig á minn hátt að vinka kvikmyndum sem hafa haft áhrif á mig. Mér finnst þetta því mjög persónulegt, þó þetta sé ekki mynd um mitt líf, af því mér finnst mikið af sjálfum mér í þessu,“ segir Hilmar og bætir við að tökur hefjist í byrjun ágúst. „Við erum bundin af því að stór hluti tökustaða er á vegum sem eru aðeins opnir þrjá mánuði á ári. Við byrjum tökur á vegslóða milli Arnar- fjarðar og Dýrafjarðar, þetta er ein- breiður vegur utan í brattri fjallshlíð og hafið beint fyrir neðan, alveg mögnuð leið,“ segir Hilmar sem von- ast til að geta frumsýnt myndina Á ferð með mömmu árið 2022. „Ef allt fer á besta veg ætti það að takast, en við verðum líka að sjá hver staðan verður á Covid. Eina sem getur stoppað okkur er veiran.“ Yfir Kjöl með látna móður aftur í Hilmar Oddsson sest nú aftur í stól kvikmyndaleik- stjórans eftir langt hlé. Tökur á myndinni Á ferð með mömmu fara af stað í sumar, en hugmyndin að henni kviknaði fyrir næstum þrjátíu árum þegar Hilmar og Þröstur Leó sátu að spjalli í Bolungarvík og sögur fóru á flug um áhugavert fólk. „Ég hefði aldrei gert þessa mynd án Þrastar, hlutverkið er skrifað fyrir hann, honum til heiðurs,“ segir Hilmar. Morgunblaðið/Eggert Hilmar Oddsson „Það sem ég er að gera í þessu verki er mjög ólíkt öllu sem ég hef gert áður.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristbjörg Kjeld Hún fer með ann- að aðalhlutverkið í myndinni. Morgunblaðið/Eggert Þröstur Hann leikur soninn sem leggur upp í ferð með móður sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.