Morgunblaðið - 21.04.2021, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
stendur Reykjavíkurborg straum af
þeim. Gengið var til samninga við
Gleipni verktaka ehf. um að vinna
verkið fyrir 65 milljónir króna.
Framkvæmdirnar felast m.a. í gerð
aðkomuvegar að nýjum mælireit,
jarðvegsskiptum innan reits, und-
irstöðum fyrir mælitæki og möstur,
girðingum og umhverfisfrágangi.
Nýi reiturinn er á lóð vestan Veð-
urstofunnar sem kölluð er „Litla
Öskjuhlíð“.
Óðinn Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Veðurstofunni,
hefur yfirumsjón með verkinu af
hennar hálfu. Eiginlegar fram-
kvæmdir hófust við reitinn um miðj-
an ágúst 2020.
Upphaflega átti framkvæmdum
að ljúka fyrir 1. okt. 2020 og sam-
anburðartímabilið að hefjast þá.
„Þegar ljóst var að það tækist
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Unnið hefur verið að því að koma
fyrir tækjum á nýjum mælireit hjá
Veðurstofunni við Bústaðaveg.
Gamli reiturinn þarf að víkja vegna
nýrrar íbúðabyggðar, sem rísa mun
þarna í fyllingu tímans. Vel þarf að
vanda til verka svo hægt verði að
tryggja samanburð við fyrri mæl-
ingar, sem ná allt aftur til ársins
1820, eða meira en 200 ár.
Borgarstjóri og fjármálaráðherra
undirrituðu hinn 2. júní 2017 sam-
komulag um að vinna sameiginlega
að þróun og skipulagningu á lóðum í
Reykjavík sem eru ýmist í eigu eða
umráðum ríkisins. Færsla veður-
mælireitsins við Veðurstofuna var
forsenda þess að taka megi svæðið,
sem markast af Bústaðavegi og
Kringlumýrarbraut, austan við nú-
verandi húsnæði Veðurstofu Ís-
lands, nefnt Veðurstofuhæðin, til
deiliskipulags og uppbyggingar
íbúðarhúsnæðis. Áætlað er að á
reitnum geti risið allt að 150 íbúðir,
ætlaðar námsmönnum, tekjulágum
og ungu fólki til fyrstu kaupa.
Veðurstöðvakerfi byggt upp
Það var svo í mars 2018 að
Reykjavíkurborg og Veðurstofan
undirrituðu samkomulag um nýja
mælireitinn. Til að hraða mætti
vinnunni og stytta samanburð-
artíma sem nauðsynlegur er til að
ná samfellu í veðurmælingum í
Reykjavík, fól samningurinn einnig í
sér uppbyggingu veðurstöðvakerfis,
tíu stöðva í borginni og nær-
umhverfi hennar. Framkvæmdir
voru boðnar út í fyrrahaust og
ekki var frágangi frestað fram yfir
harðasta vetur, en ég á von að þeim
ljúki nú í byrjun sumars,“ segir Óð-
inn. Einungis er búið að koma fyrir
tækjum til grunnmælinga á vindi
hita og raka (óformlegar mælingar).
Tekur við í sumarbyrjun 2023
Samanburðartímabilið þarf að
vera samfellt í sem næst tvö ár, eða
frá byrjun október til loka maí. Því
sé nú miðað við að öll tæki verði
komin upp 1. okt. 2021. Nú er gert
ráð fyrir að nýr reitur taki við í sum-
arbyrjun 2023 og sá gamli leggist af
frá sama tíma. Á meðan engar fram-
kvæmdir verða hafnar á Veður-
stofuhæðinni megi þó gera ráð fyrir
að lengt verði í samanburðar-
tímabilinu, svo lengi sem færi gefst
til. „Samanburðarmælingarnar ná
til þeirra þátta sem við köllum hefð-
bundnar mælingar, vindur lofthiti,
raki, úrkoma, snjódýpt, hiti við jörð
og í jarðvegi. Veðurþættir sem ekki
hafa verið mældir sjálfvirkt áður
eru t.d. skyggni og skýjahæð,“ segir
Óðinn.
Veðurstofan Íslands tók til starfa
fyrir rúmlega einni öld eða 1. janúar
1920. Hún var til húsa að Skóla-
vörðustíg 3 allt til 1931, er hún flutti
í Landssímahúsið við Austurvöll.
Veðurstofan flutti í hús Sjómanna-
skólans við Háteigsveg í árslok
1945. Í ársbyrjun 1950 fluttist öll
starfsemi stofnunarinnar, er laut að
daglegri veðurþjónustu, í gamla
flugturninn á Reykjavíkurflugvelli
og tólf árum seinna í þann nýja, en
önnur starfsemi varð um kyrrt í Sjó-
mannaskólahúsinu. Árið 1973 flutt-
ist öll starfsemi Veðurstofunnar að
Bústaðavegi 9.
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Nýr mælireitur Hann er staðsettur á „Litlu Öskjuhlíð“ vestan megin við húsnæði Veðurstofunnar við Bústaðaveg. Reiturinn er af svipaðri stærð og núverandi mælireitur eða um 1.000 fermetrar.
Nýr mælireitur senn tilbúinn
- Til að tryggja samanburð við fyrri mælingar verður veðrið mælt á báðum reitum næstu tvö árin
Vegagerðin er byrjuð að leita að nýrri
ferju til áætlunarsiglinga á Breiða-
firði. „Vegagerðin er að líta í kringum
sig varðandi nýjan Baldur. Við höfum
skoðað skip í nágrannalöndunum sem
henta á þessu hafsvæði en það eru
ekki mörg skip eða ferjur sem það
gera og engin er á söluskrá,“ segir G.
Pétur Matthíasson, upplýsinga-
fulltrúi Vegagerðarinnar.
Hann segir að hjá Vegagerðinni sé í
gangi þarfagreining um framtíð sigl-
inga á Breiðafirði. „Baldur er að sigla
og uppfyllir öll skilyrði og leyfi til þess
þannig að það er enginn bráðavandi
til staðar.“
Núverandi ferja er komin til ára
sinna, smíðuð í Molde í Noregi árið
1979. Hún er 1.677 brúttótonn og tek-
ur 280 farþega og 55 fólksbíla. Sæ-
ferðir ehf. gera Baldur út með samn-
ingi við Vegagerðina.
Sem kunnugt er varð alvarleg bilun
í aðalvél Baldurs í síðasta mánuði og
var skipið dregið inn til Stykkishólms.
Um borð voru 20 farþegar og átta
manna áhöfn.
„Framtíðin er ný ferja, sem þjónar
betur þörfum atvinnustarfseminnar
fyrir vestan og svæðinu í heild,“ sagði
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu-
ráðherra, þegar Morgunblaðið leitaði
eftir viðbrögðum hans vegna bilunar-
innar í Baldri. Stjórnvöld hafi verið
með áform um að fara í orkuskipti í
ferjum þegar komi að endurnýjun
þeirra. Það hafi verið gert með nýjum
Herjólfi og einnig hafi verið horft til
Baldurs og Hríseyjarferjunnar.
sisi@mbl.is
Ljósmynd/Viktor Björnsson
Bilunin Baldur var dreginn til Stykkishólms í síðasta mánuði, vélarvana.
Vegagerðin hefur
leit að nýjum Baldri
Góður ferðafélagi!
AirMini kæfisvefnsvélin
Sú allra minnsta og hljóðlátasta
á markaðnum í dag.
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
Auðvelt að taka með í:
Bústaðinn • Veiðina • Golfferðina • Fríið