Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
Þín útivist - þín ánægja
HELLA Sundpoki
Kr. 2.590.-
STEINAR
Coolmax göngusokkar
Kr. 1.490.-
GOLA Barna regnjakki
Kr. 5.990.-
GOLA Barna regnbuxur
Kr. 4.990.-
FJÖRÐUR
Hanskar með gripi
Kr. 2.990.-
DÖGG Regnkápa
Kr. 11.990.-
BRIM Regnkápa
Kr. 8.990.-
VALUR hettupeysa
Kr. 9.990.-
ARIEL
Angora ullarsokkar
Kr. 1.298.-
SALEWA
MS Dropline GTX
Kr. 29.990.-
VIÐAR Ullarhúfa
Kr. 3.990.-
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Ég hlakka mikið til, en er enn að
koma mér inn í hlutina og er með
starfsfólkinu að greina stöðuna. Það
er fyrsta skrefið að átta sig á hvar við
erum áður en við förum skrefin
áfram, en þetta er gríðarlega spenn-
andi verkefni,“ svarar Þorsteinn Sig-
urðsson, sem skipaður var forstjóri
Hafrannsóknastofnunar frá og með 1.
apríl, er blaðamaður spyr hvernig
honum líki nýja starfið.
Þorsteinn hefur ávallt tengst haf-
inu á einn eða annan hátt enda alinn
upp á Norðfirði og hóf sinn starfsferil
þar, bæði í frystihúsi og saltfisk-
vinnslu. Mörgum sumrum eyddi hann
á sjó á meðan hann var unglingur og í
námi auk þess sem Þorsteinn var tvö
ár á fiskiskipum, bæði uppsjávarskipi
og togara. „Það má segja að áhuginn
hafi vaknað þarna, sem síðar leiddi
mig í líffræði í Háskóla Íslands og
þaðan í framhaldsnám til Noregs í
fiskifræðum,“ segir Þorsteinn sem er
fiskifræðingur með BS-gráðu í líf-
fræði frá Háskóla Íslands og cand.
scient-gráðu frá Háskólanum í Berg-
en.
Hann hefur starfað um árabil hjá
Hafrannsóknastofnun og hefur
stundað rannsóknir á karfa og upp-
sjávarfiskum. Þá leiddi Þorsteinn í
10 ár nytjastofnasvið gömlu Haf-
rannsóknastofnunar og uppsjávar-
svið stofnunarinnar frá 2016 til 2019.
Hann segir þekkinguna frá fyrri
störfum fyrir stofnunina hjálpa sér
mikið, en kveðst alls ekki þekkja allt
og því mikilvægt að koma sér inn í
málefni sem hann þekkti minna þeg-
ar hann tók til starfa sem forstjóri.
„Eins og málefni fiskeldisins, sem er
gríðarlega mikilvægt málefni fyrir
okkur öll, og málefni ferskvatns-
fiska.“
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar
virðist alltaf fá misjafnar viðtökur
enda miklir hagsmunir í húfi. Spurð-
ur hvort slíkt sé óhjákvæmilegt svar-
ar Þorsteinn:
„Það er auðvitað þannig með ráð-
gjöf sem byggir á rannsóknum á
ástandi stofna að það verða ávallt
skiptar skoðanir á þeirri ráðgjöf. Ég
er þeirrar skoðunar að við kynningu á
ráðgjöf megi auka kynninguna þann-
ig að þeir sem gagnrýna ráðgjöfina
sjái enn betur hvað liggi þar að baki
og hvaða aðferðafræði er beitt við
ráðgjöf auðlinda hafsins.
Vilja meira en fjármagn leyfir
Það er auðvitað þannig að þau gögn
sem stofnunin er með til að undir-
byggja ráðgjöf eru það umfangsmikil
að þau gefa miklu betri heildarmynd
af ástandinu heldur en einstaka menn
sem gagnrýna ráðgjöfina hafa. Þann-
ig að það er stundum erfitt að tækla
alla gagnrýnina en við munum í fram-
tíðinni, eins og gert hefur verið, leit-
ast við að eiga virkt samtal.“
Hafrannsóknastofnun býr yfir
tveimur rannsóknaskipum og er Árni
Friðriksson það yngra og var skipið
smíðað árið 2000 í Síle, en Bjarni Sæ-
mundsson er töluvert eldra skip og
var smíðað 1970 í Bremerhaven í
Þýskalandi. „Það er sem betur fer
verið að endurnýja gamla Bjarna Sæ-
mundsson sem er kominn á sextugs-
aldurinn. Það er gaman að segja frá
því að það sé búið að senda út í gegn-
um Ríkiskaup beiðni um forvalsútboð
sem verður opnað í næsta mánuði og
út frá því verður haldið útboð með
þeim sem teljast hæfir í forvalinu.
[…] Mikilli vinnu er lokið vegna hönn-
unar skipsins en það verður spenn-
andi verkefni að taka við keflinu og
fylgja því eftir. Við vonumst til að
skipið verði klárt 2023,“ segir Þor-
steinn um skipakost stofnunarinnar.
Þá segir hann fleiri áskoranir á
sjóndeildarhringnum. „Við erum,
eins og aðrar ríkisstofnanir, að glíma
við það að menn vilja gera miklu
meira en fjármagn leyfir og þess
vegna eru fyrstu skrefin að greina
stöðuna svo við getum fylgt þeim
ramma sem fjárlögin setja okkur. Á
sama tíma þurfi að efla eins og kostur
er samstarf við systurstofnanir og há-
skóla auk þess sem sækja þarf áfram í
samkeppnissjóði til að efla rannsókn-
ir.
Það má ekki gleyma því að það eru
gríðarlegar áskoranir sem við stönd-
um frammi fyrir sem þjóð í tengslum
við loftslagsbreytingar sem eru að
eiga sér stað. Það er stórt verkefni og
mikill vilji starfsmanna hér að takast
á við. Við gerum það með grunnrann-
sóknum og vöktun.“ Bendir Þor-
steinn á að þegar hafa orðið breyt-
ingar í hafinu sem hafa haft áhrif á
Vill mæta gagnrýni með samtali
- Þorsteinn Sigurðsson er nýr forstjóri Hafró - Segir þjóðina standa frammi fyrir gríðarlegum
áskorunum vegna loftslagsbreytinga - Telur að ávallt verði skiptar skoðanir um veiðiráðgjöfina
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Forstjóri Þorsteinn Sigurðsson mun leiða Hafrannsóknastofnun næstu fimm árin samkvæmt skipun ráðherra.
land og þjóð og vísar til þess hvernig
útbreiðsla loðnunnar hefur breyst
auk annarra tegunda. Stofnunin vinn-
ur nú að samantekt um umhverfis- og
vistkerfisbreytingar í hafinu um-
hverfis Ísland og mögulegar sviðs-
myndir eða afleiðingar áhrifa lofts-
lagsbreytinga.
Vill skapa traust
„Ágreiningur innan stofnunarinn-
ar var áberandi undir lok árs 2019.
Það er mín von og mín trú að þau mál
séu leyst og að ekki þurfi að glíma við
slík mál inn í framtíðina,“ svarar Þor-
steinn spurður um stöðu mannauðs-
mála. Þá sé það ósk hans að hægt
verði að stuðla að enn meiri starfs-
ánægju þar sem traust og virðing séu
höfð í hávegum. „Ég fékk mjög góðar
viðtökur þegar ég mætti til starfa eft-
ir páska og horfi björtum augum til
framtíðarinnar og starfseminnar,
hvort sem er í rannsóknum á fersk-
vatni, eldi eða hafinu umhverfis land-
ið. Verkefnin eru næg og við finnum
til ábyrgðar að sinna þeim sem best.
Þetta er þvílíkur mannauður sem á
stofnuninni starfar og ég hlakka til að
takast á við verkefnin með þeim öll-
um.“
Forstjóraskipti
» Þorsteinn tók við embætti
forstjóra Hafrannsóknastofn-
unar af Sigurði Guðjónssyni
sem lét af störfum 1. apríl.
» Sigurður var fyrsti forstjóri
hinnar nýju stofnunar sem
varð til með sameiningu Veiði-
málastofnunar og Hafrann-
sóknastofnunar árið 2016. Áð-
ur hafði Sigurður starfað sem
forstjóri Veiðimálastofnunar
frá árinu 1997.
Icefresh GmbH, dótturfélag Samherja
í Þýskalandi, hefur fest kaup á 40%
hlut í norska útgerðarfélaginu Eskøy
AS, að því er fram kemur í tilkynningu
á vef Icefresh. Eskøy er starfrækt í
Honningsvåg í Norður-Noregi og ger-
ir út tvö fiskiskip, MS Trygve B og MS
Valdimar H, auk nokkurra smærri
báta.
Norska félagið var stofnað af ís-
lensku bræðrunum Hrafni og Helga
Sigvaldasonum og hefur um árabil
verið í samstarfi við Icefresh sem rek-
ur vinnslu í Gross-Gerau sem er rétt
suður af Frankfurt am Main í Þýska-
landi.
Haft er eftir Hrafni að stefnt sé að
frekari stækkun Eskøy og mun að-
koma Icefresh styðja þau áform.
Reglugerðir í Noregi gera ráð fyrir að
erlent eignarhald í útgerðum megi
ekki vera umfram 40% en bræðurnir
hafa til þessa farið með 60% eignarhlut
í félaginu og Eskøy farið með 40% af
eigin hlutum, sem nú verða í eigu Sam-
herja í gegnum þýska dótturfélagið.
Rekstrartekjur Eskøy námu 106,2
milljónum norskra króna, jafnvirði
1,6 milljarða íslenskra króna, á árinu
2019.
Samherji hefur áður, í gegnum
dótturfélög, fjárfest í Noregi og
keypti fyrir um sjö árum 20% hlut í
útgerðarfélaginu Nergård sem er
meðal stærstu útgerða Noregs.
Samherji
festi kaup á
hlut í Eskøy