Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Street Tray Verð: 19.995.- Stærðir: 36 - 41 Street Tray Verð: 19.995.- Stærðir: 36 - 41 Soft 7 Verð: 19.995.- Stærðir: 40 - 47 Soft 7 Verð: 19.995.- Stærðir: 40 - 47 ECCO GÖTUSKÓR Vandaðir og góðir sumarskór KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS SMÁRALIND – DUKA.IS Componibili 3ja hæða hirslur úr endurunnu plasti NÝIR LITIR 29.900,- stk. Kartell Michael Raymond er búsettur á Íslandi og er ótrúlega hæfi- leikaríkur ljósmyndari, heillaður af samspili ljóss og skugga. Nýlega lauk hann við myndaseríu sína Speglun úr laugunum sem hann stefnir á að setja upp sem sýningu síðar í vor. Myndaserían samanstendur af fjögurra mánaða ferðalagi hans um landið þar sem hann heimsótti yfir 40 sundlaugar um allt Ísland, synti í þeim og myndaði þær svo á ótrú- lega skemmtilegan hátt. Ég spjall- aði aðeins við Michael um þetta fallega og áhugaverða verkefni. Hann segir hugmyndina hafa kviknað út frá því að hann byrjaði að taka þátt í sundlaugamenningu Íslendinga. Í fyrstu var hann örlít- ið hikandi en fór fljótt að skilja hvað heillaði við laugarnar. Hann fór því að heimsækja fleiri og fleiri laugar og því oftar sem hann fór því heillaðri varð hann af ólíkri lögun, mynstrum og línum laug- anna og hvernig þær blandast saman í mjúkum litum. Ljósmyndaverkefnið gaf honum mikið og segir hann sundlaugarnar hafa verið leiðarljós úr skugga hjartans, einmanaleika og missi. Þær gáfu honum spegil til að líta í, þær gáfu honum tilgang og þær gáfu honum líf. Hann segist hafa áttað sig í kjöl- farið á að sundlaugarnar og menn- ingin í kringum þær eigi skilið að vera fagnað. Landslagið tekur oft yfir athygli fólks, af augljósum ástæðum, en hann komst að því að sundlaugarnar bjóða einnig upp á jafn mikið rými fyrir innri og ytri endurspeglun og hugarró. Svo ekki sé minnst á að fallega birtan og ljósið sem færir líf í íslenska lands- lagið skín jafn skært í sundlaugar landsins. Á heimasíðu Michaels stendur meðal annars: „Vatn og líf tengjast órjúfan- legum böndum. Vatn gefur líf og endurspeglar ljósi. Það er því eng- in furða að laugar Íslands séu full- kominn staður til að velta lífinu fyrir sér. Staður þar sem við get- um horft á speglað yfirborð meðan við látum hugann reika í ró og meðal fólks. Hér getum við upp- lifað dansinn á milli ljóss og myrk- urs, bæði á yfirborði vatnsins og innra með okkur.“ Ótrúlega fallegt verkefni og dásamlegar myndir af því undri sem sundlaugar eru. Ég hlakka mikið til að geta skellt mér á ljós- myndasýninguna með hækkandi sól og ég mæli með því að hafa augun opin fyrir listinni sem um- kringir okkur, án þess að við verð- um alltaf vör við hana. Linkur: https://www.speglun.is/ Sundlaugar Íslands hinn fullkomni staður til að velta lífinu fyrir sér Michael Raymond synti í og myndaði yfir 40 sundlaugar um allt Ísland og nýlega lauk hann við myndaseríuna Speglun úr laugunum. Hugmyndin að myndaseríunni kvikn- aði eftir að Michael byrjaði að taka þátt í sundlaugarmenningu Íslendinga. Ljósmynd/Michael Raymond/Speglu Sundlaug Myndir Michael sýna íslenskar sundlaugar í nýju ljósi. Skjáskot/Speglun.is Michael Raymond Hér getum við upplifað dansinn á milli ljóss og myrkurs, bæði á yfirborði vatnsins og innra með okkur. Ljósmynd/Michael Raymond/Speglu Regnbogalitir Litir regnbogans endurspeglast í sundlaugarvatninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.