Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
✝
Einar Sigurður
Björnsson
fæddist á Siglunesi
við Siglufjörð 29.
september 1932.
Hann lést 9. apríl
2021 á Hrafnistu,
Kópavogi.
Foreldrar hans
voru Björn Jóns-
son, útvegsbóndi á
Siglunesi, f. á
Ytri-Á í Ólafsfirði
8. nóvember 1885, d. 1949, og
kona hans Sigrún Ásgríms-
dóttir, f. á Dalabæ 27. júní 1893,
d. 1973. Systkini Einars voru Ás-
geir f. 12.11. 1917, d. 4.12. 1995,
Guðný, f. 8.5. 1919, d. 30.11.
1995, Anna, f. 17.2. 1921, d. 8.8.
2014, og Jón, f. 15.8. 1922, d.
18.11. 2006.
Einar giftist Jóhönnu Ragn-
10.7. 1984, og Einar Ingi, f. 4.7.
1989.
Einar og Jóhanna eiga saman
níu barnabarnabörn.
Einar bjó ásamt foreldrum
sínum og systkinum á Siglunesi
við Siglufjörð fram til ársins
1949. Fór síðan að heiman til
náms á Siglufirði og lauk þar
námi við Iðnskóla Siglufjarðar í
húsasmíði. Einar öðlaðist
sveinsbréfið árið 1960 og meist-
araréttindi árið 1963.
Flutti síðan til Reykjavíkur
og starfaði þar sem smiður á
ýmsum stöðum.
Einar stundaði nám við
Myndlistaskólann í Reykjavík
og lærði þar listmálun árið 1993.
Einar og Jóhanna fluttu í
Boðaþing í Kópavogi árið 2014.
Í ágúst 2020 flutti Einar á
Hrafnistu Boðaþingi.
Útför Einars fer fram frá
Lindakirkju í Kópavogi í dag,
21. apríl 2021, klukkan 13. At-
höfninni verður streymt frá:
https://www.lindakirkja.is/utfarir
Streymishlekk má nálgast á:
http://www.mbl.is/andlat
arsdóttur, f. 13.7.
1941, frá Vest-
mannaeyjum, upp-
alin á Húsavík. For-
eldrar hennar voru
Ragnheiður Helga-
dóttir, f. 31.5. 1917,
d. 22.6. 1974, og
Ragnar Jónsson, f.
21.6. 1917, d. 5.11.
1996.
Börn Einars og
Jóhönnu voru: 1)
Ragnar Heiðar, f. 13.7. 1959, d.
1.12. 1986. Eiginkona hans var
Erla Margeirsdóttir, þau skildu.
Börn þeirra eru Rut, f. 7.6. 1978,
og Rakel, f. 1.2. 1985. 2) Sigrún
Björg, f. 17.10. 1963, d. 27.9.
2020. Eiginmaður hennar var
Kristinn Jónsson, f. 14.7. 1959.
Börn þeirra eru Gígja Sæbjörg,
f. 29.1. 1983, Hanna Bára, f.
Nú kveð ég þig í hinsta sinn
með þakklæti fyrir árin sem við
áttum saman.
Börnin okkar taka á móti þér
elsku vinur.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hvíl í friði.
Kveðja frá eiginkonu,
Jóhanna
Ragnarsdóttir.
Elsku afi. Það er svo margt
sem ég vil segja en orð ná ekki yf-
ir það hversu mikið ég mun sakna
þín. Á einhvern hátt leið mér allt-
af eins og ég væri einstakur í ná-
vist þinni.
Ég hafði svo gaman af því á
yngri árum þegar ég kom í heim-
sókn þar sem við eyddum öllum
stundum í bílskúrnum, því mikla
ævintýralandi. Í bílskúrnum
eyddum við mörgum gæðastund-
um saman og ég mun alltaf meta
það hversu góður þú varst við
mig. Á meðan þú varst eitthvað að
smíða í skúrnum varstu með mig,
lítinn pjakk, að stússa eitthvað í
kringum þig. Ég man vel eftir því
þegar þú gafst mér fyrstu verk-
færin mín þegar ég var sex ára,
það voru engin plastverkfæri
heldur var það lítill hamar, lítil
sög og tommustokkur. Ég smíð-
aði kannski aldrei neitt merkilegt
á þessum tíma með þér en þessu
mun ég aldrei gleyma. Þú settir
svo upp píluspjald hjá þér, þótt í
seinni tíð viti ég ekki hversu gáfu-
legt það var. Þar sem píluspjaldið
var fest á dekkjavegginn og ég
kastaði pílum óteljandi sinnum í
hjólbarða, fljótlega seinna leyfð-
irðu mér að búa mér til mitt eigið
spjald á bílskúrshurðinni til að
bjarga dekkjunum.
Það var alltaf svo mikil ró yfir
þér og hún geislaði frá þér. Ég hef
hreinlega ekki tölu yfir það
hversu oft ég sofnaði í fanginu á
þér yfir sjónvarpinu þegar ég var
í pössun hjá ykkur, í hornsófanum
góða.
Ég mun aldrei gleyma hlátrin-
um þínum og prakkaraskap, það
sem ég elskaði mest var hversu
vel þú hlóst að þínum eigin brönd-
urum. Þú varst svo skemmtilega
grobbinn og fram til ársins 2002
hélstu því fram að þú hefðir aldrei
dottið en sumarið 2002 fórum við
saman í bústaðarferð á Illugastaði
þar sem þú flaugst svo skemmti-
lega á hausinn í blautri gras-
brekkunni, ég man þetta eins og
þetta hefði gerst í gær og stríddi
þér reglulega vegna þess. Þetta
gefur samt auga leið að því hversu
pottþéttur þú varst og að eina
skiptið sem ég man eftir einhvers
konar misförum hjá þér er þetta
eina skipti.
Mér er svo minnisstæður tím-
inn sem við eyddum saman að
byggja bústaðinn og hvernig þú
varst alltaf tilbúinn að hjálpa mér
í einu og öllu. Þegar við byggðum
saman skjólvegginn heima til að
koma fyrir grillinu, önnur eins
vandvirkni og harka hefur líklega
aldrei sést frá manni á níræðis-
aldri.
Síðast en ekki síst mun ég allt-
af muna eftir þér sem mesta og
besta sælkera sem fyrirfinnst á
Íslandi og þótt lengra væri leitað.
Það var alltaf til ís hjá þér og eftir
hvern einasta kvöldmat þá feng-
um við okkur hvor sína skálina
saman, það er svo skrítið en það
var alltaf til pláss fyrir smá ís og
súkkulaði.
Það er svo margt sem ég sé í
mér sem kemur frá þér og við átt-
um svo vel saman, ég mun sakna
þín til æviloka en ég veit að þú ert
kominn á góðan stað núna skelli-
hlæjandi og að prakkarast með
börnunum þínum. Ég get ekki
verið stoltari en ég er að hafa ver-
ið nefndur eftir þér afi. Þú munt
alltaf eiga hug minn og hjarta. Ég
mun aldrei gleyma þér.
Þinn vinur og nafni,
Einar Ingi.
Elsku best afi minn, ég kveð
þið með miklum söknuði en með
hjartað fullt af þakklæti fyrir að
hafa átt þig að allan þennan tíma.
Þú hefur alltaf verið stór hluti
af mínu lífi og á ég svo margar
frábærar minningar af þér elsku
afi. Þú varst alveg einstakur mað-
ur, mikil fyrirmynd, hjartahlýr,
fyndinn og góður vinur. Nú hafið
þið mamma sameinast á ný og ég
veit þið munið vaka yfir okkur. Ég
ætla að hugsa vel um ömmu fyrir
þig.
Afi
Á afa engan bilbug fann,
að kvarta gerð’ann aldrei.
Byggja hús eða mála mynd,
það var nú enginn vandi.
Handlaginn með eindæmum,
pensill, sög eða hamar.
Allt voru þetta listaverk
eftir snillinginn hann afa.
Brúnn og sætur afi var,
sterkastur allra manna.
Hann lét þig alveg vita það,
mikilmenni var hann.
Upp í skáp og út í bíl
hann laumaðist í súkkulaði.
Sætindi og rjómaís
var hans gúmmelaði.
Siglunes var staðurinn
þar ólst hann uppúr grasi.
Margar voru sögurnar
af Einari á Nesi.
Hann ömmu Hönnu var góður við,
allt fyrir hana gerði.
Þó leiðir þeirra skilji nú
hann yfir henni vakir.
Af húmor hann afi hafði nóg,
brandara sagði hann marga.
En best þótti honum líklega
að hlæja að eigin fyndni.
Mikið sem við elskum hann,
fyrirmynd okkar allra.
Einar afa við grátum sárt
í minningar munum halda.
(Hanna Bára Kristinsdóttir)
Ég á eftir að sakna þín mikið
elsku afi. Hjartans þakkir fyrir
allt.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Hvíldu í friði.
Þín
Hanna Bára.
Elsku afi minn. Þetta er svo
skrýtið. Alveg frá því ég man eftir
mér fyrst með ykkur ömmu í
Langatanga og til síðasta dags
þíns með okkur þá fannst mér þú
aldrei eldast. Þú varst alltaf svo
hress og kátur, alltaf hlæjandi og í
góðu skapi. Það er því skrýtið að
sitja og skrifa minningargreinina
þína.
Þú varst svo mikil fyrirmynd
fyrir mig og ég tek mikið af þínum
kostum með mér áfram inn í lífið.
Lundarfar þitt var svo ein-
stakt, mikið jafnaðargeð og þol-
inmæði gagnvart öllu. Þú varst
góður við alla og allir voru jafnir
fyrir þér enda varstu elskaður af
mörgum.
Það var alltaf svo gott að vera í
kringum þig, þú hafðir svo góða
nærveru og við áttum yndislegar
stundir saman ég og þú. Eins og
þegar amma veiktist og var á spít-
alanum þá áttum við svo yndisleg-
an tíma tvö saman síðustu vikurn-
ar þegar ég gekk með Söru og ég
fékk að vera hjá ykkur ömmu í
Heiðarselinu.
Þá fékk ég að hafa þig svo til út
af fyrir mig og við áttum ekki í
vandræðum með að láta fara vel
um okkur, fórum vanalega til
Dóra í Mjóddinni og fengum okk-
ur heimilismat til að fara með
heim eftir sundferð, horfðum á
sjónvarpið hvort í sínum hæg-
indastólnum og sofnuðum yfir
tíufréttunum áður en við laumuð-
umst hvort í sinn suðusúkkulaði-
molann fyrir háttinn.
Minningarnar eru ótal margar;
útilegur, utanlandsferðir og jóla-
boðin ykkar ömmu á annan í jól-
um sem ég var alltaf svo spennt
fyrir. Það var alltaf svo einstök
stemning enda var heimilið ykkar
ömmu staður sem ég elskaði að fá
að vera á, svo hlýlegt, rólegt og
notalegt.
Litlu ættarmótin okkar voru
líka stundir sem ég mátti alls ekki
missa af; þegar þið leigðuð bú-
staðinn sem Trésmiðafélagið átti
á Stóra-Hofi þá komu allir saman.
Þar eignaðist ég margar yndisleg-
ar minningar með ykkur og sá
staður er mér alltaf svo kær.
Mér fannst alltaf svo gaman að
fá að hitta ykkur, föðurfjölskyld-
una mína, þar sem pabbi kvaddi
okkur allt of snemma. Þið gerðuð
flókna hluti einfalda og stóðuð svo
vel að hlutunum varðandi okkur
systurnar.
Ég fékk að verja svo miklum
tíma með ykkur eftir fráfall hans
og fyrir það er ég svo þakklát.
Þú varst alltaf svo hjálpsamur
og þegar við krakkarnir fluttum
okkur um set fyrir nokkrum árum
þá varst þú fyrstur á staðinn,
kominn með borvélina og hillur í
geymsluna til að ég gæti nú haft
allt upp á tíu. Þú boraðir og
breyttir eldhúsinnréttingunni eft-
ir mínu höfði, allt með hallamáli
og útreikningum svo að allt væri
nú vandað og vel frá gengið.
Þú varst mikill fjölskyldumað-
ur, sögumaður og húmoristi. Þér
þótti svo gaman að fá gesti og
taka upp albúmin og skoða mynd-
ir. Þú áttir óteljandi sögur af Sigló
og uppvaxtarárunum þínum á
Siglunesi og það var gaman að
hlusta á þig segja frá.
Elsku afi minn, ég kveð þig í
bili og tek allar minningarnar og
sögurnar með mér inn í framtíð-
ina til að segja mínum afkomend-
um frá því hversu mikil fyrirmynd
og dugnaðarforkur afi Einar var.
Ég var dugleg að segjast elska
þig, því ég gerði það.
Ég elska þig afi minn.
Þín
Rakel.
Einar afi var einstakur maður
og mörgum kostum gæddur.
Hann var mikil fyrirmynd. Hann
hafði æðislega notalega nærveru.
Hann var ávallt jákvæður, bros-
mildur og stutt í sprellið. Hann
var með svo smitandi og skemmti-
legan hlátur. Það voru aldrei
vandamál hjá afa, bara verkefni.
Hann var með einstakt lundarfar
og mikið jafnaðargeð og duglegur
að slá á létta strengi. Einar afi var
afar laghentur, skemmtilegur,
stríðinn, skipulagður, heiðarleg-
ur, duglegur og listrænn. Ófá
málverkin gerði hann í gegnum
árin.
Fjölskyldan var honum dýr-
mætara en allt, geislandi gleðin
skein af honum þegar hann tók á
móti fólkinu sínu. Ég á margar
góðar minningar um Einar afa,
þar má nefna allar stundirnar á
Siglunesi og Siglufirði. Þar eydd-
um við saman mörgum sumar-
dögum, þar sem við fórum út á bát
að veiða og fórum í langa og
skemmtilega göngutúra í fallegri
náttúrunni. Hann hafði gaman af
því að rifja upp stundirnar frá
Siglunesi og sagði manni margar
sögurnar.
Alltaf mætti afi með myndaal-
búmið þegar við komum í heim-
sókn, til að rifja upp skemmtileg-
ar minningar. Það var einhvern
veginn alltaf létt og skemmtilegt
andrúmsloft í kringum afa og
mikið hlegið. Afi var alltaf heilsu-
hraustur og vann langt fram eftir
aldri og löngu eftir að hann fór á
eftirlaun. Hann hafði alltaf eitt-
hvað fyrir stafni, stundaði líkams-
rækt og sund þar til hann fékk
heilablóðfall fyrir örfáum árum.
Þrátt fyrir að hafa fengið heila-
blóðfall lék hann oft á als oddi
með bröndurum og skemmtileg-
um umræðum, okkur öllum til
undrunar.
Einars afa er sárt saknað en
minningarnar lifa í hjörtum okkar
áfram.
Rut Ragnarsdóttir.
Einar Sigurður
Björnsson
- Fleiri minningargreinar
um Einar Sigurð Björns-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KRISTINN REINHOLT
ALEXANDERSSON,
hljómlistarmaður og listmálari,
lést á heimili sínu föstudaginn 26. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 21. apríl
klukkan 15. Einnig verður henni streymt frá
https://beint.is/streymi/kristinnalexandersson
Sigríður Jónsdóttir
Heiðar Kristinsson Pálína Ósk Hjaltadóttir
Marta Kristinsdóttir
Guðrún Jóna Sæmundsd. Grétar Jónsson
Kristinn Þór Steingrímsson Hulda Hjartardóttir
Jón Ómar, Alexander, Guðjón Ingi, Ágúst Hrafn,
Óliver Máni og Sigurbjörn Snær
Þessi dásamlega kona,
RAGNHEIÐUR AÐALGUNNUR
KRISTINSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri,
sem var móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma
og svo ótalmargt fleira fyrir okkur öll,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 15. apríl.
Reynir Heiðar Antonsson
Jóna Kristín Antonsdóttir Þorsteinn Rútsson
Ragnheiður Antonsdóttir
Arndís Antonsdóttir Ólafur Ragnar Hilmarsson
Börkur Antonsson Janne Antonsson
barnabörn og allir aðrir afkomendur
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
L. EMIL ÓLAFSSON,
Laugarnesvegi 62,
er látinn.
Útförin verður auglýst síðar.
Anna J. Hallgrímsdóttir Jóhannes B. Helgason
Ólafur Emilsson Sigrún Ragna Jónsdóttir
Hrefna Björk, Hallgrímur, Líney og Hildur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
BENEDIKT JÓNASSON
frá Þuríðarstöðum,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 14.
apríl. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
mánudaginn 26. apríl klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis nánustu ættingjar
viðstaddir. Streymt verður frá útförinni á vefsíðunni
egilsstadakirkja.is.
Kristrún Jónsdóttir
Jón Óli Benediktsson Aðalheiður Bergfoss
Snorri Jökull Benediktsson Þórey Ólafsdóttir
Kjartan Benediktsson
barnabörn og barnabarnabarn
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ERLA GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Bubba,
Hverfisgötu 23c,
Hafnarfirði,
lést laugardaginn 17. apríl.
Haraldur Sigfús Magnússon
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn