Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 42

Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. ✝ Aðalsteinn Dal- mann Októsson fæddist 26. febrúar 1930 á Akranesi. Hann lést á Land- spítalanum í Reykjavík 18. mars 2021. Foreldrar hans voru Októ Guðmundur Guð- mundsson og Ást- rós Þorsteinsdóttir. Systur hans sam- mæðra voru Þorbjörg Ingólfs- dóttir og Ingibjörg Ingólfsdóttir. Albróðir hans var Guðmundur Kristján. Aðalsteinn kvæntist 6. októ- ber 1951 Gyðu Erlingsdóttur, f. 25. nóvember 1929, d. 16. nóv- ember 2005. Foreldrar hennar voru Erling Ólafsson og Hulda Gestsdóttir. Fósturforeldrar Gyðu voru Hjörtur Elíasson yf- irverkstjóri og kona hans Guð- rún Kristjánsdóttir. Börn Að- alsteins og Gyðu eru: 1) Hjörtur Októ, dómstjóri, f. 27. febrúar 1952, maki I: Hafdís Sigur- björnsdóttir, börn þeirra eru a) Guðrún Svava, maki Haukur Ófeigsson, börn þeirra eru Ey- þór Daði, Atli Fannar, og Hafdís 1960, maki I: Jóhanna Ásmunds- dóttir, börn þeirra eru a) Gyða, maki Kári Valsson, dóttir þeirra er Saga, og b) Ásbjörn. Dóttir Jó- hönnu er Valgerður Jónsdóttir. Maki II: Sigríður Sigurlína Páls- dóttir, þau skildu, dóttir hennar er Agatha Ýr Gunnarsdóttir. 5) Gylfi Dalmann, dósent við HÍ, f. 6. maí 1964, maki Magnea Dav- íðsdóttir, börn þeirra eru a) Ar- on Eyrbekk, maki Írena Eva Guðmundsdóttir, sonur þeirra er Almar Orri, b) Sigurlaug Sara, maki Baldvin Benediktsson, dóttir þeirra er Eva, c) Að- alsteinn Dalmann. Barnsmóðir: Gunnhildur Gunnarsdóttir, son- ur þeirra er d) Gunnar, maki Berglind Ólafsdóttir, dóttir þeirra er Viktoría Lind. Eftirlifandi sambýliskona Að- alsteins frá árinu 2007 er Að- alheiður Bergsteinsdóttir, f. 31. ágúst 1929. Börn hennar eru Hjördís, Hörður, Bergrós, Heiða, Jónína Hanna, Sólbjört, Jón Hilmar og Anna. Aðalsteinn Dalmann, eða Dalli eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp á Akranesi en flutti átta ára að aldri til Reykjavíkur með móður sinni og bróður. Dalli vann heðfbundin verka- mannastörf, var á Eyrinni og sjó- maður á síldarbátum. Ungur að árum ákvað Dalli að verða flug- maður og hóf hann flugnám við flugskólann Cumulus en fljót- lega þurfti hann að hætta flug- námi vegna meðfædds sjóngalla. Árið 1948 hóf Dalli störf hjá Essó við afgreiðslu og akstur olíubíla. Árið 1958 hóf Dalli störf í hlað- deild Flugfélags Íslands, síðar Flugleiða og starfaði hann sem verkstjóri í innanlandsfluginu frá 1960 til 2000. Dalli var gall- harður KR-ingur og fyrir stuðn- ing sinn við félagið var hann sæmdur gullmerki þess. Hann var virkur þátttakandi í starfi Verkstjórafélags Reykjavíkur sem nú heitir Brú, félag stjórn- enda. Hann gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir það, var í ritnefnd Stjórnandans og skrif- aði margar greinar í blaðið. Dalli var gerður að heiðursfélaga á 80 ára afmæli félagsins 1999. Dalli og Gyða eiginkona hans fluttu árið 2002 í Grafarholtið og tók Dalli virkan þátt í uppbyggingu nýs safnaðar í Grafarholti, hann var meðhjálpari í Guðríðar- kirkju og átti sæti í sóknarnefnd safnaðarins. Árið 2007 kynntist Dalli eftirlifandi sambýliskonu sinni, Aðalheiði Bergsteins- dóttur, og bjuggu þau síðustu ár í Seljahlíð. Útförin fer fram frá Guðríð- arkirkju 21. apríl 2021 kl. 13. Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd. Stytt slóð á streymi: https://tinyurl.com/5km6f8b8 Streymishlekk má líka nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Anna b) Hjördís Anna maki Richard Thompson; maki II: Hildur Jónsdóttir, sonur þeirra er c) Jörundur Snær. Börn Hildar eru Ragna Bjarnadóttir og Erlingur Atli Pálmarsson, 2) Eygló, sjúkraliði, f. 28. október 1953, maki Flosi S. Valgarðsson, börn þeirra eru a) Gyða Rós, maki Snorri Magn- ússon, synir þeirra eru Viktor Andri og Arnór Sigurvin, b) Sig- urður Garðar, maki Ása Margrét Sigurjónsdóttir, börn þeirra eru Markús Flosi Blöndal, Eygló Perla Blöndal og Óliver Sigurjón Blöndal. Barnsmóðir Sigurðar Garðars er Ingibjörg Björns- dóttir, sonur þeirra er Björn Halldór. 3) Guðrún, matartækn- ir, f. 31. júlí 1955, maki I: Gísli Líndal Agnarsson, sonur þeirra er Aðalsteinn Líndal, maki Mar- grét Reynisdóttir, maki II: Jón Guðmundur Guðmundsson, sam- býlismaður: Camillus Birgir Rafnsson. 4) Erling Ólafur, kennari og ljósmyndari, f. 7. maí Elsku Dalli, sambýlismaður minn og besti vinur, sofnaði svefn- inum langa fimmtudaginn 18. mars sl. Þú varst traust mitt og hald þessi ár sem við bjuggum saman. Ég sakna þín, elsku vinur minn, og bið Guð að geyma sálu þína. Ég sendi elsku börnum Dalla og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og einnig mínum börnum og fjölskyldum, en þeim þótti öllum afar vænt um Dalla. Hans verður sárt saknað, en minningin um góðan mann mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Vináttan er vegleg gjöf sem venst með ýmsum hætti. Hún svífur yfir heimsins höf með hjartans vængjaslætti. Og vináttan er vönduð gjöf sem virkjar hjartans strengi. Hún opnast kannski eftir töf en endist vel og lengi. Og vináttan er voldug gjöf með værð svo yndislega. Hún kveikir ljós við kalda gröf og kveður vin með trega. (KH) Aðalheiður Bergsteinsdóttir. Maður velur sér maka en ekki tengdaforeldra, en ég vann í lífsins lottói með hvort tveggja. Ég kveð í dag höfðingjann, ljúflinginn og einn af mínum uppáhalds, Aðal- stein Dalmann Októsson, tengda- föður minn til 32 ára. Ég kveð með söknuði þar sem ánægjustundir með honum verða ekki fleiri, með stolti fyrir að vera hluti af fjöl- skyldu hans og með þakklæti fyrir að Dalli hafi verið afi barna minna, það hlutverk hefur hann leyst með kærleik, hlýju og áhuga á öllu því sem þau taka sér fyrir hendur, svo stoltur af afkomendum sínum sem öll standa sig vel á lífsins leið. Að alast upp með afa Dalla hefur verið barnanna lán til þessa. Að komast á tíræðisaldur er nú bara ágætt, að halda minninu, húmornum og vera ern er annað. Hann var einlægur, hógvær, skemmtilegur og þar sem fleiri en þrír komu saman hélt Dalli ræður. Við hvert tilefni sló hann í glas og talaði fallega og af einlægni til þess sem átti við og óskaði þeim guðs blessunar, algjörlega fastur punktur í tilverunni, þess verður saknað. Hann setti sér endalaus ný markmið, að lifa fram að fermingu barnanna, stúdentsútskrift þeirra, sjá Aron okkar verða að flug- manni, fæðingu langafabarna og hann dreymdi um að lifa fram að útskrift nafna síns úr læknanám- inu, af því verður því miður ekki. Við áttum gott spjall ekki alls fyrir löngu og ég spurði hann hvort hann væri orðin lúinn, hann hélt nú ekki en svaraði því til að það væri ekki laust við að hann fyndi fyrir því að hann væri farinn að reskjast og bætti svo við að hann lifði fyrir að fylgjast með fólkinu sínu, honum var umhugað um fólkið sitt og ræktarsamur og mannvinur mikill. Frumburður okkar Gylfa, Aron, og afi Dalli áttu sérstakt samband, heyrðust daglega, áttu stundir á laugardagsmorgnum í mörg ár í KR-heimilinu við getraunir og svo átti flugið hug þeirra beggja. Afi fylgdist með Aroni í háloftum þó drengurinn væri að fljúga vestur um höf í allt að 7-8 tíma, þá sat sá gamli með spjaldtölvuna í fanginu og fylgdist með honum á flugradar alla leið og gat hringt í okkur og bölvað ef hann fékk ekki lending- arleyfi strax og þurfti að hringsóla nokkra hringi yfir heimsborgum fyrir lendingu. Af þessu hafði hann mjög gaman. Árið hefur verið okkur sem og öðrum erfitt, heimsóknir ekki eins tíðar en við heyrðum í honum dag- lega og á stundum oft á dag. Hann undi sér vel í Seljahlíð með Öllu sér við hlið sem saknar nú. Það var okkur Gylfa dýrmætt að vera við hlið hans uns yfir lauk og ég veit að hann var þakklátur fyrir börn og tengdabörn. Hann þakkaði mér ítrekað fyrir barna- börnin líkt og þau væru eingetin. Við áttum einlægt, traust og kær- leiksríkt samband og bárum mikla virðingu hvort fyrir öðru í rúma þrjá áratugi. Hann verður nú lagð- ur við hlið elsku Gyðu sinnar sem kvaddi of snemma. Blessuð sé minning míns elsku- lega og þeirra beggja, hafið þökk fyrir allt og allt. Vertu að eilífu Guði falinn. Magnea Davíðsdóttir. Elsku Dalli er látinn. Ég kynnt- ist Dalla árið 1971 þegar leiðir okk- ar Hjartar elsta sonar Dalla og Gyðu eiginkonu hans lágu saman. Hann var mikill öðlingur og hvers mans hugljúfi, hans helsta áhuga- mál var flugið og ef efni hefðu leyft hefði hann lært flug, hann vann mestan sinn stafsferil hjá Flug- félagi Íslands. Ekki má gleyma áhuga hans á fótbolta og hjá Dalla sló eitt stærsta KR-hjarta lands- ins. Hann var alltaf boðinn og bú- inn að koma að fjáröflun hjá KR, t.d. með sölu á getraunaseðlum, og ekki lét Dalli sig vanta á leikina hjá KR til styðja sitt lið. Dalli var mjög elskur að barnabörnum sínum og fylgdist vel með þeim, ég man þeg- ar hann bauð börnum og barna- börnum með sér í sumarbústað í Skorradal, þar var borðaður góður matur og farið í bátsferð um vatn- ið. Þegar við bjuggum í London kom Dalli ófáar ferðir til okkar og alltaf kom hann með það sem okk- ur vanhagaði um og við gátum ekki keypt, t.d. Cocoa puffs og lindubuff, að ógleymdri íslensku ullinni. Minnisstætt er mér sumarið ’90 þegar við fjölskyldan fórum með Dalla og Gyðu og keyrðum um Þýskaland. Við gistum á ýmsum stöðum en upp úr stóð einn gisti- staður sem mér líkaði ekki þegar komið var á staðinn en Dalli gerði gott úr þessu og ákváðum við að gista á staðnum. Hann fór og spjallaði við „Gastgeber“ og okkur var boðið að taka þátt í 50 ára af- mælisveislu í fallega garðinum þeirra sem skreyttur var yndisleg- um ljósum, þannig var Dalli. Þegar barnabörnin og barna- barnabörnin uxu úr grasi og fóru að útskrifast úr hinum ýmsu fræð- um var Dalli hrókur alls fagnaðar í veislunum og alltaf stóð það eins og stafur á bók að hann hélt ræðu og óskaði velfarnaðar og góðrar gæfu. Barnabarnið mitt sagði við mig um daginn að þegar hann bauð til veislu þá voru vinir hans strax orðnir spenntir að hlusta á ræðuna hjá langafa. Dalli sagði alltaf við mig þegar við hittumst að ég væri uppáhalds- tengdatóttir hans (ég er viss um að hann hefur sagt þetta við allar tengdadæturnar). En mér þótti vænt um það. Elsku Dalli, ég kveð þig með virðingu og söknuð í hjarta, við eigum eftir að hittast seinna. Ég og Kristján sendum sam- býliskonu Dalla, börnum hans og þeirra fjölskyldum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Hafdís Sigurbjörnsdóttir. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Dalli afi hefur kvatt okk- ur og söknuðurinn er mikill en í sorginni kemur upp þakklæti fyrir allar góðu minningarnar, samræð- urnar, gleðina, hláturinn og þá sér- staklega vináttuna. Dalli afi sýndi mér, eiginkonu minni og börnum mínum ávallt mikla umhyggju og ást. Hann var mikilvæg mann- eskja í okkar lífi og verður sárt saknað. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum sam- an Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú (Katrín Ruth Þ. 1979) Minning um góðan mann lifir. Sigurður Garðar Flosa- son og fjölskylda. Það er alltaf söknuður sem fylgir því að kveðja ástvini sína. Meira að segja þá sem áttu langt, gott og farsælt líf. Við viljum jú auðvitað hafa þá sem okkur þykir vænt um hjá okkur sem allra lengst. Afi Dalli var stór karakter í lífi okkar systkina. Hann fylgdist ekki bara með af hliðarlínunni heldur heyrðumst við reglulega í síma þar sem afi gaf sín góðu ráð auk þess að vera óspar á hrósin og að segja okkur hvað hann var ákaflega stoltur af okkur. Það var ekki laust við að maður gæti rétt betur úr sér og séð lífið bjartari litum eftir að hafa spjallað við afa, það er svo gott fyrir sálina að vera minntur á hversu vel maður stendur sig í lífi og starfi. Við systkinin störfuðum bæði sem flugliðar hjá félaginu hans afa, eins og hann vísaði alltaf til þess, Icelandair. Þar kynntumst við mörgum sem höfðu starfað með afa á Reykjavíkurflugvelli í þá gömlu góðu daga. Eins og afi sagði frá því þegar við vorum börn hljómaði það svolítið eins og hann væri aðalmaðurinn á vellinum, réði þar öllu og þekkti alla. Það kom svo í ljós þegar við systkinin fórum að kynnast hans gamla samstarfs- fólki á fullorðinsárum að það var alls ekki svo fjarri lagi. „Ég kenndi þeim að vinna, að vera duglegir og samviskusamir og vinna sér alltaf í haginn,“ sagði afi um strákana sem störfuðu hjá honum á vellin- um. Strákana sem nú voru orðnir virðulegir flugstjórar til margra ára. „Hann kenndi okkur að vinna, hann kenndi okkur dugnað og studdi okkur áfram í að elta okkar markmið,“ sögðu svo þessir sömu menn þegar það barst í tal um borð hver afi okkar systkina væri. Með hlýju og húmor rifjuðu þeir upp gamla frasa frá afa eins og „hún er að detta!“ og flautuðu eins og hann gerði þegar hann var að reka á eftir þeim. Þegar við svo sögðum afa frá þessu og skiluðum góðum kveðjum frá hans gömlu kollegum hló hann innilega. „Já já, svona var þetta!“ Sem litlir krakkar vorum við systkinin bæði svo heppin að vera mikið í pössun hjá ömmu og afa á Framnesveginum. Þá var öllu til tjaldað. Afi var sendur út í sjoppu að kaupa stjörnupopp og brjóst- sykur, við fengum að „elda“ fyrir stytturnar hennar ömmu eða gramsa í dótinu þeirra sem okkur fannst eins og besta fjársjóðsleit þar sem þetta voru framandi og oft furðulegir hlutir fyrir okkur. Þeg- ar við kvöddum sagði afi okkur alltaf annaðhvort eða bæði að passa okkur nú á bílunum og láta okkur ekki verða kalt. Afi hætti reyndar aldrei að hafa áhyggjur af þessum hversdagslegu hlutum. Meira að segja þegar ég heimsótti hann í eitt af síðustu skiptunum á spítalann fannst honum ástæða til að kveðja mig með þessum orðum: „Láttu þér nú ekki verða kalt, Gyða mín“ og ég, 35 ára gömul konan, lofaði afa því. Við munum alltaf minnast afa með ótrúlegri hlýju og væntum- þykju. Mikið sem við vorum hepp- in að eiga svona góðan afa sem fylgdist með öllu okkar lífi og starfi og var innilega stoltur af öllum sín- um afkomendum. Við lofum að lok- um að fara varlega, passa okkur alltaf á bílunum og láta okkur ekki verða kalt. Hvíldu í friði, elsku afi, minning þín lifir með okkur. Gyða Erlingsdóttir og Ásbjörn Erlingsson. Elsku afi, við kveðjum þig með miklum söknuði en jafnframt með þakklæti í huga fyrir þann tíma sem við fengum að hafa þig hjá okkur. Margar góðar minningar koma upp í hugann, sérstaklega frá barnæsku minni. Ég var svo lánsöm að fá að vera mikið hjá ömmu og afa á Framnesveginum, ferðin okkar til Kaupmannahafn- ar, jólaboðin og jólaböllin sem þú bauðst okkur fjölskyldunni á eru mér ógleymanleg. Afa var afar umhugað um fjölskyldu sína og hafði einlægan áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann var einstaklega minnugur og fróður um marga hluti og hafði gaman af því að segja okkur frá æskuárum sínum. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við afi áttum saman og allar minningarnar sem ég geymi í hjarta mínu. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt og allt, guð blessi minningu þína. Gyða Rós og fjölskylda. Elsku Dalli afi. Það sem er erf- itt að kveðja þig í dag, elsku afi minn. Ég var nánast alinn upp heima hjá ykkur Gyðu ömmu á Framnesvegi 55 og mun ég ekki fá fleiri símtöl á afmælisdaginn minn, 22. desember, með sögunni um það þegar ég fæddist árið 1971 þegar amma Gyða týndi kökudeig- inu sem fannst svo ekki fyrr en ári seinna í fataskápnum. Við fórum saman í margar skemmtilegar ut- anlandsferðir þar sem þú fékkst fría flugmiða vegna vinnu þinnar hjá flugfélaginu í hlaðdeildinni á Reykjavíkurflugvelli þar sem þú starfaðir í 42 ár. Fyrsta ferðin mín með þér var þegar ég var átta ára gamall en þá fórum við til Færeyja rétt fyrir páska. Við ætluðum að kaupa stóran hamborgarhrygg, skinkudós og bjór því að hann var ekki seldur á Íslandi í þá daga. Þetta átti að vera stutt ferð, fram og til baka, en við sátum fastir þar í eina nótt þar sem ekki var flogið heim sökum þoku. Svo fórum við tvisvar til Grænlands í dagsferð til Kulusuk. Ykkur ömmu Gyðu fannst skemmtilegast að fara til Kaupmannahafnar og sýna mér Tívolíið og dýragarðinn þar. Mér er minnisstætt þegar ég var í dýragarðinum þegar ég var að horfa á apana, þá tók einn apinn upp á því að henda í mig apaskít en þá var amma Gyða ekki sátt með þetta apakvikindi. Þú hélst líka mikið upp á Skotland, sérstaklega Glasgow, og fórum við margoft þangað til að sjá fótboltaleiki og oft tók vinur þinn hann David Moyes á móti okkur og fór með okkur á marga leiki. Oft fórum við út með malt í gleri í 1 lítra flöskum og 12 stk. í kassa til að færa honum og gleðja hann. Einnig fórum við nokkrar ferðir til London til að sjá landsleiki og deildarleiki því það skipti nú engu máli hvaða lið voru að spila, þó svo við værum báðir Arsenal-menn. Síðasta utanlands- ferðin var til Belfast þegar þú varst 88 ára gamall í afmæli til Hjördísar. Ekki má svo gleyma gamla góða KR sem er okkar lið hér heima, komst ekkert annað að en KR, en við fórum ansi oft sam- an á KR-völlinn til að horfa á okk- ar menn. Stundum kom það fyrir að við fórum að horfa á önnur lið en þá gleymdirðu þér stundum og kallaðir áfram KR, eitt sinn var ansi mikið horft á þig við þessi köll enda Víkingur og Valur að spila en ekki KR. Hvíl í friði, elsku afi minn, minn- ing þín mun lifa að eilífu í hjörtum okkar Ástarkveðjur, Aðalsteinn Líndal Gíslason. Aðalsteinn Dalmann Októsson - Fleiri minningargreinar um Aðalstein Dalmann Októs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.