Morgunblaðið - 21.04.2021, Síða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
✝
Gróa Jóhanna
Friðriksdóttir
fæddist 29. júlí 1932 í
Bakkagerði í Jökuls-
árhlíð og ólst upp á
Hrafnabjörgum í
sömu sveit. Hún lést
á Landspítalanum
Fossvogi 4. apríl
2021 eftir stutt veik-
indi.
Foreldrar hennar
voru hjónin María
Eiríksdóttir húsmóðir og Frið-
rik Kristjánsson bóndi á Hrafna-
björgum. Gróa var ein af fimm
systkinum, hin eru Jón, f. 1928,
d. 1988, Jósefína, f. 1938, Magn-
hildur, f. 1941, og Kristjana, f.
1945.
Eiginmaður Gróu var Berg-
sveinn Þórður Árnason, f. 1933,
eina dóttur og Sólrún á tvö
börn.
Gróa stundaði nám á Hús-
mæðraskólanum á Laugum
1951-1952, síðan lá leið hennar á
Suðurlandið þar sem hún vann
ýmis störf, m.a. við heimilishjálp
og sem kokkur tvö sumur á bát
gerðum út frá Reykjavík. Hún
vann síðan til nokkurra ára við
verslunarstörf og regnhlífa-
saum í Regnhlífabúðinni sem
var til húsa á Laugavegi í
Reykjavík. Gróa bjó lengst af í
Seláshverfi og sinnti þá heimili
og börnum auk þess að vinna á
Barnaheimilinu Selásborg þar
sem mörg börn úr Árbæ og Sel-
ási áttu sína Gróu ömmu.
Gróa bjó síðastliðin 10 ár í
Hraunbæ 103 í Árbæjarhverf-
inu. .
Útför Gróu Jóhönnu fer fram
frá Árbæjarkirkju í dag, 21. apr-
íl 2021, klukkan 13.
Streymt verður frá útför:
https://youtu.be/OUYziyWkYSs
Hlekk á streymi má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
húsasmíðameist-
ari frá Selárdal í
Arnarfirði, þau
slitu samvistum.
Börn þeirra eru:
1) Auðbjörg, f.
1960, gift Jóni
Baldri Þorbjörns-
syni, eiga þau
þrjú börn og þrjú
barnabörn. 2)
Friðrik Már, f.
1962, giftur Júl-
íönu Sóleyju Gunnarsdóttur,
börn Sóleyjar og fósturbörn
Friðriks eru tvö, fimm barna-
börn og eitt barnabarnabarn. 3)
Berglind, f. 1965, gift Guðjóni
Grétari Engilbertssyni, eiga þau
þrjú börn og þrjú barnabörn. 4)
Árni Örn, f. 1968, í sambúð með
Sólrúnu Axelsdóttur, Árni á
Elsku mamma, nú er komið
að kveðjustund. Það er með
sorg í hjarta að við kveðjum
þig, nærvera þín enn svo lif-
andi. Við hefðum viljað fá að
hafa þig lengur hjá okkur en
þökkum tímann sem við áttum
með þér. Minningar munu lifa
og ylja, allt sem þú hefur gefið
með tilveru þinni, stuðning og
góðar stundir.
Lagið Sumarnótt (Undir blá-
himni) mun ekki hljóma án þess
að okkur verði hugsað til þín
eða sögur Guðrúnar frá Lundi,
sem eru samofnar bernsku-
minningum, að ógleymdum
lopapeysunum og kleinunum
sem við systkinin ólumst upp
við í Selásnum.
Það verður skrítið að koma
ekki við hjá þér í Hraunbænum
í kaffibolla en við hugsum til
þess að þú sért komin á góðan
stað þar sem þér líður vel og
átt góða endurfundi með Nonna
bróður þínum. Þið hljótið að
hafa margt að spjalla og rifja
upp öll uppátækin í sveitinni
ykkar þar sem Dyrfjöllin blasa
við í allri sinni dýrð. Barna-
börnin hugsa til þín með hlýju
og minnast ömmu sem með
glettnisblik í augum spyr þau
um lífið og tilveruna.
Elsku mamma, takk fyrir
allt. Megir þú hvíla í Guðs friði.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér
geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans kveðja
er.
Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Berglind.
Elsku mamma mín, nú ert þú
farin á vit hins óþekkta, loka-
ferðina sem bíður okkar allra.
Mig langar til að setja hér
nokkrar þakkarlínur á blað,
dapur í sinni en samt óend-
anlega þakklátur fyrir allt sem
þú hefur gefið mér.
Lífið sjálft, dýrmætustu gjöf-
ina, og svo þá römmu taug sem
átthagarnir þínir voru mér, þau
sterku tengsl sem ég hafði við
elskulegan bróður þinn sem féll
frá allt of snemma, allar minn-
ingarnar sem ylja og alla þá
reynslu sem ég fékk í sveitinni
þinni sem hefur gert mig að
þeim manni sem ég er í dag.
Mér er einnig ofarlega í huga
þakklæti fyrir alla þá aðstoð
sem þú hefur notið frá Auð-
björgu systur sem segja má að
hafi séð um þig meira og minna
eftir að þrekið minnkaði, Berg-
lindi systur og svo Möggu syst-
ur þinni sem býr í sama húsi og
var þér alltaf sem klettur líka.
Þegar hugsað er til baka rétt
þetta ár, þá stendur upp úr sú
gæfa okkar systkinanna að hafa
skipulagt þorrablót hér heima í
Boðaþingi, með þér, pabba,
Jóni og Ester og svo Möggu
sem er og var alltaf órjúfanleg-
ur hluti af þér þar sem þið syst-
ur voruð giftar bræðrum og við
börnin ykkar bundin sterkari
blóðböndum en hálfsystkin, en
ekki bara þorrablót heldur
helgina fyrir páska þar sem við
höfðum pönnukökusamsæti með
heitu súkkulaði. Þetta voru dýr-
mætar stundir en nú er ein-
ungis hægt að ylja sér við
minninguna um skemmtilega
samveru þótt Covid-ástandið
hafi svifið yfir með sóttvarna-
takmörkunum.
En skjótt skipast veður í
lofti, við fengum þær fregnir að
þú hefðir dottið eftir að þú
varst komin heim frá okkur og í
ljós kom að mjaðmagrindin
hefði skaddast og þín biði ein-
hver sjúkrahúslega en svo þeg-
ar Sóley kom til þín í heimsókn
á föstudaginn langa var ljóst að
ástandið hafði versnað mikið og
þrátt fyrir strangar takmark-
anir á sjúkrahúsi fengum við að
koma og vera hjá þér allan
laugardaginn og öll systkinin
kölluð til Reykjavíkur. Það er
okkur systkinunum mikils virði
að hafa fengið að vera í kring-
um þig og sinna þér eftir bestu
getu allt fram að því að kallið
kom rétt eftir miðnætti aðfara-
nótt páskadags.
Eftir á að hyggja er sýnt svo
ekki verður um villst að öllu er
stjórnað af hinu æðra, því nú
erum við svo innilega þakklát
fyrir að hafa átt þessar sameig-
inlegu samverustundir með
stuttu millibili á árinu og ekki
síst að hafa notið þeirrar gæfu
að hafa fengið að fylgja þér síð-
asta spölinn.
Við hjónin höfum notið þeirr-
ar gæfu að hafa upplifað hulda
heima á eigin skinni í gegnum
árin, og teljum okkur vita að
margt er manninum hulið og
lífið heldur áfram þó svo maður
kveðji sitt lífshlaup. Minningin
um þig mamma mun vara um
ókomin ár og við vitum að eftir
smá hvíld áttu eftir að upplifa
stórkostlegan heim friðar og
ljóss og kæra endurfundi við þá
sem áður eru farnir.
Megir þú hvíla í friði, elsku
mamma, og minning þín vera
okkur ljóslifandi.
Þinn sonur, tengdadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn,
Friðrik Már og
Júlíana Sóley.
Gróa Jóhanna Friðriksdóttir
fæddist í Jökulsárhlíð og ólst
upp á Hrafnabjörgum í sömu
sveit. Hún fluttist til höfuð-
borgarinnar á sjötta áratug síð-
ustu aldar og kynntist þar
Bergsveini Þórði Árnasyni frá
Selárdal í Arnarfirði. Þannig
má segja að austrið og vestrið
hafi mæst í Reykjavík, rétt eins
og síðar gerðist með Reagan og
Gorbachev. En í stað þess að
brjóta niður múra byggðu Gróa
og Bergsveinn upp fjölskyldu
og áttu fjögur mannvænleg
börn, tvo bræður og tvær syst-
ur. Við svilarnir urðum svo lán-
samir að sitt hvor dóttirin kom
í okkar hlut.
Það var gott að eiga þau
hjónin Gróu og Bergsvein að
meðan við vorum að koma und-
ir okkur fótunum hér á landi,
nýkomnir úr námi erlendis,
austan og vestan Atlantsála.
Með því að búa skamman tíma í
uppeldisstöðinni í kjallaranum í
Deildarási 1 kynntumst við vel
Gróu og mannkostum hennar,
og þeim hjónum báðum. Feng-
um góða innsýn í gildi og
dyggðir eldri kynslóða, þar sem
heiðarleiki, hreinskilni og
vinnusemi taldist til dyggða,
handtak var öllum undirskrift-
um æðra og barlómur þekktist
ekki þótt stundum gæfi á bát-
inn.
Gróa var góð, gegn og grand-
vör manneskja. Hún ávann sér
traust og virðingu allra sem
kynntust henni, fór ekki í
manngreinarálit, sýndi af sér
sanngirni og tók málstað lít-
ilmagnans. Hún var af kynslóð
þeirra sem töluðu ekki nema
þeir hefðu eitthvað til málanna
að leggja – en þá sagði hún líka
skoðun sína umbúðalaust.
Gróa var ekki langskólageng-
in og hafði aldrei stundað nám í
uppeldisfræðum. Uppbyggileg
umgengni við börn – jafnt sem
fullorðna – var henni einfald-
lega í blóð borin. Þann skerf af
alúð og þær uppeldisfræðilegu
kennslustundir sem Gróa gaf
okkur vonumst við tengdasyn-
irnir til að hafa tekist að yf-
irfæra á börn okkar. Ennfrem-
ur vonumst við til að hafa náð
að endurgjalda henni þessa
meðgjöf þegar aldurinn færðist
yfir. Gæfa tengdamóður okkar
fólst reyndar í því að búa alla
tíð yfir skýrri hugsun og al-
gjörlega óskertu minni. Að
þeim sökum var ávallt gott og
gaman að ræða við hana. Þann-
ig hélt Gróa fullri reisn allt til
hinstu stundar.
Við þökkum þau hartnær
fjörutíu ár sem við nutum nær-
veru tengdamóður okkar, Gróu
Jóhönnu.
Tengdasynirnir,
Guðjón og Jón Baldur.
Kæra amma, sól okkar allra:
Í austri, undir bláhimni, steigstu þín
spor
í vestri, yfir bláhimni, sveifstu til
hvílu.
Líkt og döggin grasið vætir grátum
við þinn missi
þú varst ljósblikið okkar á stjörnup-
rýddum himni.
Þú kenndir okkur þrautseigju, rétt-
læti og dugnað
á þinni löngu lífsleið varstu fyr-
irmynd okkar.
Mörgum afkomendum stolt og þakk-
læti
yfir uppeldi þínu, væntumþykju og
hlýju.
Nú tendra ég ljós í hjarta mínu og
minnist þín ávallt
með einu draumblíðu lagi er þú
annt.
Hvíl í friði mín kæra, og takk fyrir
allt sem þú gafst
megir þú njóta dansins í hinni eilífu
sumars paradís.
Þinn
Heiðar.
Hvað er hægt að segja annað
en að það er sárt að kveðja þig,
elsku Gróa amma, en nú er
stundin komin.
Allra helst munum við sakna
þess að koma í kaffi og kleinur
og hlusta á allar sögurnar frá
því í gamla daga, en það var
alltaf stutt í þinn einstaka húm-
or sem við höfðum svo gaman
af.
Takk fyrir tímann okkar
saman.
Hvíl í friði, elsku amma.
Hvert sem leiðin þín liggur
um lönd eða höf;
berðu sérhverjum sumar
og sólskin að gjöf.
(Stephan G. Stephansson)
Hlynur Snær, Birkir
Rafn og Selma Þöll.
Okkar langar að minnast
Gróu móðursystur okkar. Í okk-
ar huga var hún alltaf Gróa
frænka. Hún var okkur systk-
inunum sem önnur mamma, því
tengslin við hana voru mjög
sterk alla tíð. Gróa og mamma
okkar giftust bræðrunum Berg-
sveini og Agnari Árnasonum.
Þau byggðu sín heimili í göngu-
fjarlægð hvert frá öðru og var
samgangur milli fjölskyldnanna
mikill alla tíð. Börnin hennar
Gróu hafa verið okkur sem
systkini, enda oft sagt að ekki
sé hægt að komast nær í skyld-
leika. Þegar við hugsum til
Gróu eru minningarnar, sem
ylja og gleðja, margar og góðar.
Ein þeirra minninga sem oftast
hafa verið rifjaðar upp og
skellihlegið að er þegar von var
á Arnari bróður okkar í heim-
inn, þá vorum við hin bara sex
og átta ára. Einn dag segir
mamma við okkur: „Ef ég verð
ekki heima þegar þið komið
heim úr skólanum, þá farið þið
bara til Gróu frænku,“ enda
bara steinsnar á milli. Maggi
tvísteig á gólfinu kjarklítill, en
spurði svo hvernig Gróa ætti að
vita að við ættum að koma til
hennar. Kidda hneykslaðist
eitthvað á þessu, enda kjark-
meiri, og svaraði snögg upp á
lagið: „Asni ertu Maggi, þú
veist að hún kemur alltaf við
hjá Gróu frænku áður en hún
fer í strætó.“
Önnur góð minning er þegar
við komum við í vinnunni hjá
Gróu. Hún vann hlutastarf á
Selásborg sem þá var leikskóli í
Árbænum, þaðan muna margir
eftir henni. Selásborg lá á leið
okkar heim úr skólanum, það
var gaman að koma við hjá
henni þar, því alltaf gaukaði
hún einhverju góðmeti að okk-
ur.
Hún fylgdist alltaf vel með
okkur systkinunum, vildi fá
fréttir af því hvað við værum að
gera og hvernig gengi hjá okk-
ur. Gróa var mikil prjóna- og
hannyrðakona og eftir hana
liggja ófá stykkin, en iðulega
fylgdu fallegir útprjónaðir vett-
lingar í pökkum sem frá henni
komu, sem voru kærkomnir í
vetrarkuldanum.
Gróa frænka hefur alltaf ver-
ið órjúfanlegur partur af okkar
fjölskyldu og ef eitthvað var um
að vera var Gróa frænka alltaf
með hvort sem það var afmæli,
brúðkaup, skírn, grillveisla eða
jafnvel bara gamaldags matur
eldaður í miðri viku. Síðastliðin
tíu ár hafa Gróa og mamma bú-
ið í sömu blokkinni og þar hafa
þær passað vel hvor upp á aðra.
Það verður því skrítið og tóm-
legt hjá mömmu þegar engin
Gróa kemur til að horfa með
henni á Gísla Martein eða
spurningakeppnina.
Við kveðjum Gróu frænku
með uppáhaldstextanum henn-
ar:
Undir bláhimni blíðsumars nætur
barstu’ í arma mér rósfagra mey.
Þar sem döggin í grasinu grætur,
gárast tjörnin í suðrænum þey.
Ég var snortinn af yndisleik þínum,
ástarþráin er vonunum felld.
Þú ert ljósblik á lífshimni mínum,
þú ert ljóð mitt og stjarna í kveld.
Ég vil dansa við þig meðan dunar
þetta draumblíða lag sem ég ann.
Meðan fjörið í æðunum funar,
og af fögnuði hjartans sem brann.
Og svo dönsum við dátt, þá er gam-
an
meðan dagur í austrinu rís.
Og svo leiðumst við syngjandi saman
út í sumarsins paradís.
(Magnús K. Gíslason.)
Margs er að minnast og
margs er að sakna, far þú í friði
elsku Gróa og hafðu bestu
þakkir fyrir allt.
Þín systrabörn,
Magnús, Kristbjörg
og Arnar Jökull og
fjölskyldur.
Gróa Jóhanna
Friðriksdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku mamma, tóma-
rúmið er mikið, en þú lifir í
hjarta mínu. Ég minnist
þín með þakklæti og hlýju,
hvíl í friði í þinni sumarsins
paradís, takk fyrir allt og
allt.
Auðbjörg.
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
REYNIR ÁSBERG NÍELSSON
rafvirkjameistari,
lést mánudaginn 12. apríl í Brákarhlíð
Borgarnesi.
Útförin fer fram frá Borgarneskirkju
föstudaginn 23. apríl klukkan 13 að viðstöddum nánustu
aðstandendum vegna aðstæðna í þjóðfélaginu.
Hlekk á streymi verður hægt að nálgast inni á mbl.is/andlát
Kristján Ásberg Reynisson Jakobine Á. Reynisson
Þórdís Mjöll Reynisdóttir Gísli J. Jósepsson
Kristín G. Björk Reynisdóttir Kristóbert Ó. Heiðarsson
Sturla Gunnar Eðvarðsson
Þorleifur J. Ásberg Reynis. Guðbjörg Hjaltadóttir
Karl L. Ásberg Reynisson Aina R. Ásberg
afabörn og langafabörn
Elskuleg mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR VILMUNDARDÓTTIR
frá Hjarðarbrekku,
Grenigrund 14, Selfossi,
verður jarðsungin frá Oddakirkju
föstudaginn 23. apríl klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur og vinir
viðstaddir. Útförinni verður streymt á slóðinni https://www.face
book.com/groups/jardarforsigridarvilmundardottur og einnig
útvarpað í nágrenni Oddakirkju á tíðni FM 103,5.
Elsie Júníus Runólfur Haraldsson
Vilmundur Rúnar Ólafsson Helga Sigurðardóttir
Svala Ólafsdóttir Svavar Jóhannesson
Guðrún Bára Ólafsdóttir Árni Snævar Magnússon
og fjölskyldur
Elsku systir okkar, mágkona og frænka,
HELGA BJÖRNSDÓTTIR,
Árskógum 2,
Reykjavík,
lést á heimili sínu, hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ, 8. apríl.
Bálför fór fram 20. apríl í Fossvogskapellu
að viðstöddum nánustu ættingjum.
Við þökkum starfsfólki Skógarbæjar fyrir sérlega góða umönnun
og vinfengi við Helgu
Dagný Björnsdóttir Ragnar Guðmundsson
Pétur H. Björnsson Sigurdís Sigurbergsdóttir
Björn Logi Isfoss Kataina Isfoss
og fjölskyldur
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birtingar í
öðrum miðlum nema að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar