Morgunblaðið - 21.04.2021, Síða 46
46 MINNINGAR
Afmælisminning
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Mig langar til að
minnast frænku
minnar Guðrúnar
Þorkelsdóttur á af-
mælisdegi hennar 21. apríl, en hún
lést 21. mars síðastliðinn. Mér
þótti leitt að geta ekki fylgt henni
síðasta spölinn, en gott er að ylja
sér við minningarnar um hana.
Hún var yndisleg kona og vel af
guði gerð. Það var alltaf tillökk-
unarefni að hitta hana eða spjalla
við hana í síma – rétt eins og mað-
ur hlakkar til sumarkomunnar.
Kannski var hún líka fædd á sum-
ardaginn fyrsta, alla vega nálægt
honum eins og foreldrar hennar og
bróðir. Þau voru öll fædd frá 21.
apríl til 1. maí. Það þótti mér alveg
magnað þegar ég var krakki.
Við vorum þremenningar; afi
minn og amma hennar voru systk-
in. Alla tíð var mjög kært með fjöl-
Guðrún
Þorkelsdóttir
✝
Guðrún Þor-
kelsdóttir,
Dúna, fæddist 21.
apríl 1929. Hún lést
21. mars 2021.
Hún var jarð-
sungin 27. mars
2021.
skyldunum á Ránar-
götu og Sólvallagötu
og mikill samgangur.
Stutt var á milli
heimilanna og var oft
kíkt í heimsókn, sest
niður um stund og
spjallað yfir kaffi-
bolla og kleinu eða
kökusneið. Mér
fannst eiginlega í
uppvextinum eins og
foreldrar Dúnu, þau
Bjarney og Þorkell, væru amma
mín og afi. Engin jól liðu án þess
að fjölskyldurnar hittust og
spiluðu púkk að minnsta kosti einu
sinni, helst oft. Þá var nú gaman! Á
páskum hittumst við í messu
klukkan átta að morgni páskadags
og héldum svo til veislu á heim-
ilunum til skiptis. Sú hefð hélst
áratugum saman og eru margar
góðar minningar tengdar henni.
Við Markús bróðir litum mjög
upp til Dúnu og Sigga bróður
hennar. Það var talsverður aldurs-
munur á okkur og ég skil eiginlega
ekki enn þann dag í dag að hún
skyldi nenna að sitja með okkur í
herbergi sínu og spjalla við okkur
og spila plötur. Hún var þá ung
kona, brátt á leið út í hinn stóra
heim á vit ævintýranna í New
York, en við bara krakkarollingar.
Og enn síður skil ég að hún
skyldi bjóða okkur að geyma
uppáhaldsplötuna fyrir hana í heilt
ár, meðan á dvölinni þar stæði.
Hvílíkt traust! En þar var Dúnu
lifandi lýst. Hún treysti alltaf unga
fólkinu og hvatti það til dáða.
Við gættum plötunnar eins og
sjáaldurs augna okkar, spiluðum
hana oft, þó ekki eins oft og okkur
langaði til. Og við fengum mikið
hrós frá Dúnu þegar hún kom
heim að ári liðnu og við skiluðum
plötunni aftur óskemmdri. Þetta
var ein af fyrstu plötum Harry
Belafonte. Tónlistin heillaði, þótt
ekki skildum við mikið af textun-
um. En enn þann dag í dag eiga
lög eins og Day-O, Mathilda og
Come back Liza alveg sérstakan
sess í hjartanu.
Árin liðu og Dúna flutti með
Jóni sínum í Seglbúðir. Þau eign-
uðust börn og buru og börnin mín,
Lára og Magnús, sem eru á svip-
uðum aldri, fengu eins og ótal-
mörg önnur börn að njóta sumar-
dvalar við sveitastörf hjá þeim í
góðu yfirlæti.
Börnum Dúnu og þeirra fjöl-
skyldum votta ég innilega samúð
og einnig fjölskyldu Sigga, þeirra
missir er mikill.
Dúna mín, hafðu þökk okkar
fjölskyldunnar fyrir allt og allt.
Guðrún (Dúna hin).
✝
Sesselja Laxdal
Jóhannesdóttir
fæddist í Reykjavík
10. ágúst 1922. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Grund 6. apríl sl.
Foreldrar hennar
voru Halldóra Ó.
Ólafsdóttir, f. 18.7.
1883, d. 19.4. 1941,
og Jóhannes Laxdal
Jónsson, f. 26.3.
1884, d. 24.4. 1978.
Sesselja var yngst fjögurra
systkina, sem voru: Júlíus Jónsson
(sammæðra), f. 1908, d. 1955,
Guðrún Laxdal, f. 1916, d. 2004,
og Guðmundur Laxdal, f. 1920, d.
2005.
Sesselja giftist hinn 21.2. 1948
Haukur var giftur Jónu Vigdísi
Haraldsdóttur, f. 10.3. 1951, d.
1.8. 2002. Börn þeirra: a) Dreng-
ur, f. 6.9. 1969, d. 6.9. 1969. b)
Brynhildur Ingibjörg, f. 2.7. 1973,
gift Guðmundi Ingvari Sveins-
syni, f. 8.7. 1972, börn þeirra:
Sveinn Þráinn, f. 10.12. 1997,
Jóna Vigdís, f. 19.11. 2003, og
Margrét Sif, f. 26.9. 2005. c)
Selma Björk, f. 26.2. 1981, gift Jó-
hannesi Högnasyni, f. 13.5. 1968,
synir þeirra: Högni Kristinn, f.
23.8. 2005, og Haukur Smári, f.
11.12. 2007. d) Valdís Hrund, f.
30.7. 1982, gift Halli Hallssyni, f.
30.4. 1980, börn þeirra: Brynjar
Örn, f. 6.10. 2008, og Sæunn
María, f. 6.2. 2014.
Útför Sesselju fer fram frá
Grensáskirkju í dag, 21. apríl
2021, klukkan 13.
Vegna fjöldatakmarkana fá
einungis að mæta nánir ættingjar
og vinir.
Herði Smára Guð-
mundssyni, f. 6.9.
1925, d. 14.9. 1990.
Synir þeirra eru: 1)
Jóhannes L., f. 20.12.
1947, og 2) Haukur
Sævar, f. 1.2. 1951.
Jóhannes var gift-
ur Sóldísi Aradóttur,
f. 21.2. 1948, d. 17.1.
2015. Synir þeirra
eru: a) Ari Viðar, f.
12.11. 1965. Börn
hans með Gyðu Th. Guðjónsdóttur,
f. 25.4. 1978, eru: Hekla, f. 6.4.
1999, Arna Hlín, f. 28.9. 2004, og
Birkir Orri, f. 6.12. 2015. b) Hörð-
ur Smári, f. 24.7. 1976. Synir hans
með Björk Gunnarsdóttur, f. 21.11.
1983, eru: Hilmir Berg, f. 1.7. 2012,
og Heiðar Ingi, f. 3.8. 2015.
Góða nótt, elsku amma og
langamma.
Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn, Drottinn
skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér
mein,
né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og
inngöngu
héðan í frá og að eilífu.
(121. Davíðssálmur)
Langömmubörnin
Sveinn Þráinn, Hekla,
Jóna Vigdís, Arna Hlín,
Högni Kristinn, Margrét
Sif, Birkir Orri, Haukur
Smári, Brynjar Örn,
Hilmir Berg, Sæunn
María og Heiðar Ingi.
Nú kallið er komið, elsku amma.
Þú náðir að verða ansi langlíf og
margir trúðu því að þú myndir ná
að fagna aldarafmæli. Langömmu-
börnin voru mjög viss um það, það
er svo lítið frá 98 í 100. Tíminn er
svo afstæður og á meðan þeim
þykja tvö ár ekki mikið eru þau
ansi langur tími fyrir þann sem er
á tíræðisaldri.
Þú áttir aldrei von á því að ná
þessum aldri og var óhugsandi fyr-
ir þig að lifa aldamótin og þér
fannst óþarfi að halda upp á af-
mælin þín því það tæki því ekki, þú
værir orðin svo öldruð. Þó áttir þú
ekki langt að sækja langlífið en
faðir þinn náði tíræðisaldri líka.
Þegar þú varst áttræð fannst þér
alveg óþarfi að fólkið þitt kæmi
saman í kaffi og samdir þú við Sól-
dísi um að ef haldið væri upp á af-
mælið yrði ekki erfðakaffi eftir
þinn dag. Það fór svo að þú lifðir
tæpum 19 árum betur og þú lifðir
hana. Þú varst tilbúin að fara, hitta
mennina í lífi þínu. Þú varst náin
föður þínum og saknaðir hans eftir
að hann kvaddi. Þú saknaðir líka
afa sem kvaddi fyrir löngu en þið
áttuð fallega sögu þó hún væri ekki
alltaf auðveld eða einföld. Við vit-
um að þeir hafa tekið vel á móti þér
og afi dansar við þig rúmbuna sem
hann var svo flinkur í. Þú varst
stolt af strákunum þínum og
ánægð með samband þitt við þá.
Áður en þú fluttist á Grund varstu
svo ánægð með að hafa aldrei átt
jól aðskilin frá Jóhannesi. Þú
fannst mikinn styrk frá honum og
Sóldísi. Samband þitt og pabba var
mjög dýrmætt og voruð þið náin.
Ég veit að þeir munu báðir sakna
þín þó svo að þeir hafi líka fundið
líkn í andláti þínu. Tveir synir
veittu þér fimm barnabörn sem þú
dáðir og naust að eiga stundir með.
Þér fannst yndislegt að vera amma
og ræddir mikið um tímann sem
þið Ari áttuð saman þegar hann
var lítill. Þegar fimm barnabörn
gáfu þér 12 langömmubörn dáðir
þú þau enn meira. Við munum að
þegar við vorum litlar var bólið þitt
svo mjúkt og gott og það var svo
gott að fá að gista. Meðan þú bjóst
enn í Skálagerðinu, og last flestar
minningargreinar sem birtar voru,
baðstu hlæjandi um að þegar þinn
tími kæmi yrði ekki skrifað um
fiskibollurnar, kleinurnar og kókó-
mjólk svo við ætlum ekki að gera
það. Samband okkar gliðnaði um
tíma sem engin okkar hafði vald yf-
ir en þegar við náðum aftur saman
urðum við mjög nánar. Þú reyndist
okkur einstaklega vel og varst einn
af máttarstólpum í lífi okkar. Eftir
að móðir okkar féll frá varst þú
okkur ómetanlegur stuðningur og
var gott að geta átt símtal við þig
daglega eða oftar. Við vorum alltaf
velkomnar heima hjá þér og var
svo gaman að grínast og gantast.
Viðhorf þitt var til eftirbreytni en
þú tókst upplýsta ákvörðun um að
verða ekki leiðinlegt gamalmenni
sem tókst einstaklega vel. Þú varst
virk í félagsstarfi og vildir vinna að
bættri stöðu þeirra sem minna
mega sín auk þess sem þú varst
líka virk í handavinnuhópum. Nú
er komið að hinstu kveðju, elsku
amma. Minning þín mun alla tíð
lifa í hjörtum okkar og munum við
halda minningu þinni á lofti á með-
an við lifum. Þú ert fyrirmynd okk-
ar.
Brynhildur, Selma Björk
og Valdís Hrund
Hauksdætur.
Sesselja Laxdal
✝
Emilía Þórunn
Magnúsdóttir
fæddist í Reykjavík
24. september 2006.
Hún lést á heimili
sínu í Lundi í Sví-
þjóð 28. mars 2021.
Foreldrar henn-
ar eru Magnús Örn
Friðriksson, f. 22.
desember 1981, og
Þórunn Bjarnadótt-
ir, f. 20. september
1984. Þau slitu samvistum 2008.
Eiginmaður Þórunnar er Ómar
Sigurvin Gunnarsson, f. 21. des-
ember 1984. Börn þeirra: Hólm-
sonar frá fimm ára aldri. Hún
flutti ásamt móður sinni, stjúp-
föður og yngri systur til Lundar
í Svíþjóð þegar hún var níu ára
og gekk þar í Oskarskolan og
síðar Lerbäckskolan. Á haust-
önn 2020 bjó Emilía Þórunn hjá
föðurfjölskyldu sinni á Akureyri
og gekk í 9. bekk í Síðuskóla.
Emilía Þórunn lagði stund á
fiðluleik í Tónskóla Sigursveins
og síðar söng og fiðluleik við
Kulturskolan í Lundi. Auk þess
stundaði hún dýfingar og hesta-
mennsku af miklum áhuga.
Útför Emilíu Þórunnar fer
fram í dag, 21. apríl 2021,
klukkan 13 í Hallgrímskirkju.
Nánustu aðstandendur og vinir
verða viðstaddir en auk þess
verður streymt frá útförinni á:
http://www.promynd.is/emilia
Streymishlekk má nálgast á:
http://www.mbl.is/andlat
fríður Lillý, f. 3.
janúar 2012, og
Lárus Pétur, f. 31.
mars 2016. Eig-
inkona Magnúsar
er Þ. Kolbrún
Steinarsdóttir, f.
31. ágúst 1982.
Börn þeirra: Aníta
Bech, f. 1. október
2008, Styrmir
Snær, f. 14. ágúst
2014, og Óðinn
Orri, f. 21. janúar 2017.
Emilía Þórunn ólst upp í
Reykjavík til níu ára aldurs.
Hún gekk í skóla Ísaks Jóns-
Elsku Emilía Þórunn mín, það
er óraunverulegt að sitja hér og
reyna með fátæklegum orðum að
skrifa mína hinstu kveðju til þín.
Engin orð geta náð utan um sökn-
uðinn og sorgina sem kom eins og
holskefla inn í líf okkar þegar þú
ákvaðst að halda inn í sumarlandið
einungis 14 ára gömul. Engin orð í
orðabókinni eru heldur nógu stór
og mikilfengleg til að lýsa þér.
Það var mín stærsta gæfa í líf-
inu að fá þig inn í líf mitt þegar þú
varst rúmlega tveggja ára gömul.
Það varst þú sem ákvaðst að veita
mér heiðursnafnbótina „pabbi“
þegar þú varst tæplega þriggja
ára. Ég mun aldrei gleyma þeirri
fallegu stund sem við tvö áttum
það vorkvöld í eldhúsinu í Fögru-
hlíðinni og varðveiti hana í hjarta
mér. Þú hefur alltaf verið svo frá-
bærlega greind, skemmtileg, rök-
föst, úrræðagóð, hugulsöm og
þrjósk og þú nýttir þessa mann-
kosti til að lyfta öllum og öllu í
kringum þig á hærra plan. Þú hef-
ur frá fyrsta degi gert mig og alla
aðra að ríkari og betri manneskj-
um með ástúð þinni og nærveru.
Betri stóru systur er ekki hægt að
hugsa sér og þú barst fimm yngri
systkini þín á örmum þér hverja
stund og gættir þeirra sem sjáald-
urs augna þinna. Ég hlakkaði svo
óheyrilega mikið til að fylgjast
með þér vaxa úr grasi og verða sú
frábæra, sterka og sjálfstæða
kona sem þú varst á leiðinni að
verða.
Emilía Þórunn mín, það er svo
ótrúlega margt sem ég hefði viljað
segja þér og margt sem ég hefði
viljað gera til að lina þrautir þínar.
Við ræddum oft um ást og vænt-
umþykju og þú sagðir stundum að
þú hefðir kannski bara „verið hluti
af pakkanum“. En sannleikurinn
er sá að þú varst pakkinn; mín
stærsta gjöf og lukka í lífinu og ég
kem aldrei til með að vita hvort ég
kom því til skila til þín svo þú skild-
ir það og fyndir það. Ég reyndi en
hefði þurft að reyna betur.
Þegar þú varst yngri elskaðir
þú að láta syngja fyrir þig og fara
með bænirnar þínar fyrir háttinn
og þá söng ég oft fyrir þig lagið
sem þér þótti svo sorglegt en á
sama tíma fallegt:
Sofðu unga ástin mín,
- úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
- minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Elsku Emilía Þórunn, ég elska
þig og er stoltur af þér, ævinlega.
Allar fallegu minningarnar um
þig, brosið þitt og hláturinn munu
lifa í hjarta mínu og hjálpa mér
þegar söknuðurinn verður sem
sárastur.
Sjáumst í sumarlandinu bjarta,
engillinn minn.
Þinn pabbi,
Ómar Sigurvin.
Ég ætla að verða vísindakafari
þegar ég verð stór.
Hugmyndir um framtíðina voru
miklar, stórar og spennandi. Við
vorum viss um að þú myndir hafa
áhrif – breyta heiminum. Sigra
gamla fordóma og hefðir. Stjórna/
stýra, láta til þín taka, talsmaður
jafnréttis og jafnræðis.
Aðeins síðar varst þú ákveðin í
að verða leikskólakennari eða
jafnvel leikkona.
Elsku Emilía Þórunn, ástin
okkar og yndi, þú hefur ákveðið að
það vantaði vísindakafara á öðru
tilverustigi eða jafnvel stórbrotna
leikkonu.
Emilía Þórunn kom inn í okkar
fjölskyldu síðla árs 2008, þá
tveggja ára gömul, þegar Ómar
Sigurvin var svo heppinn að verða
ástfanginn af Þórunni mömmu
hennar. Við tvær hittumst þó ekki
fyrr en á vordögum 2009. Ég varð
strax heilluð af þessari skemmti-
legu, opnu, stjórnsömu og afar
greindu stúlku.
Fyrst lékum við okkur, róluð-
um, lásum bækur og föndruðum.
Með árunum varð samvera okk-
ar fullorðinslegri. Þú talaðir mikið,
notaðir flókna samsetningu orða,
líkamstjáning þín töfrandi, þú
slettir töluvert. Fléttaðir saman
nokkrum tungumálum auðveld-
lega og af mikilli snilld. Þú kenndir
okkur mikið og sýndir okkur fjöl-
breytileikann í fólki, lífinu og til-
verunni.
Þú eldaðir og bakaðir. Við
horfðum á góðar bíómyndir og
fengum okkur nammi og snakk.
Við hlógum mikið og gerðum grín.
Dásamlegar samverustundir.
Við nánari kynni og samveru
komu í ljós aðrir kostir Emilíu
Þórunnar. Hún var afar hjartahlý,
með risahjarta sem rúmaði marga
og margt. Henni var umhugað um
að öllum liði vel. Ótrúlega orð-
heppin, fyndin og skemmtileg.
Með orðaforða fullorðins einstak-
lings. Falleg bæði að utan sem inn-
an. Hlý og notaleg. Dugleg og
sterk. Tónelsk, listræn og lifandi.
Við brölluðum mikið saman og
eigum við óteljandi minningar um
Emilíu Þórunni okkar, sem við ylj-
um okkur núna við. Minningar frá
Íslandi, Lundi, Florida og frá Balí.
Við löbbuðum yfir Siglufjarðar-
skarð, í Héðinsfirði og síðast en
ekki síst gengum við Laugaveginn
sumarið 2019 með Ferðafélagi
barnanna. Íslensk náttúra í allri
sinni dýrð og félagsskapurinn frá-
bær. Það er ótrúlega mikilvægt að
eiga þessar minningar núna þegar
söknuðurinn er svona sár. Ekki
má gleyma því þegar þú fórst með
afa Pétri í Þríhnjúkagíg, þá lang-
yngsti einstaklingurinn sem hafði
farið þar niður.
Emilía Þórunn kom sem storm-
sveipur til Húsavíkur á ættarmót
Lönguvitleysinga sumarið 2016.
Með þig í fararbroddi gjörsigraði
þitt lið í keppninni.
Elsku fallega, ljúfa, eldklára
Emilía Þórunn, þín er sárt saknað
og söknuðurinn er nístandi sár. Þú
munt alltaf lifa í huga okkar,
hjarta og allt um kring. Elsku
hjartagullið okkar, heimurinn
verður ekki eins góður þegar þú
ert ekki lengur hluti af honum.
Heimurinn er oft harður og
mannfólkið stundum miskunnar-
laust. En þú komst aldrei fram við
neinn nema með hlýju og kær-
leika.
Elsku Þórunn, Ómar Sigurvin,
Hólmfríður Lillý og Lárus Pétur.
Magnús, Kolbrún og fjölskylda.
Megi fallegar minningar um
Emilíu Þórunni styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Kveðja frá ömmu og afa Brúna-
stöðum.
Hólmfríður Lillý
Ómarsdóttir og
Pétur Guðmundsson.
Fyrir tólf árum kom inn í líf
mitt tveggja ára gömul ofurklár,
kraftmikil og skemmtileg stelpa –
Emilía Þórunn. Leit þá út fyrir að
við mundum taka okkur tíma til að
kynnast en sú varfærni stóð ekki
lengi. Það var ekki hægt annað en
að heillast af þessari einstöku litlu
manneskju sem var samt svo stór.
Það varð mitt lán að fá að vera
frænka hennar.
Emilía Þórunn var einstök á all-
an hátt. Bráðgáfuð kunni hún frá
unga aldri allar barnabækur á
heimilinu utan að. Þegar hún var
orðin eldri og með góð tök á ís-
lenskunni var hún fljót að benda á
ef eitt eða fleiri orð höfðu tapast
þegar frænka hennar var að lesa,
sem við gerðum mikið af. Þó svo að
ég hefði betur þegar kom að spila-
mennsku í ólsen ólsen var það
aldrei neitt sem hún dvaldi við.
Alltaf var hún tilbúin í næsta spil,
tilbúin til þess að læra og tilbúin til
þess að gera enn betur. Enda leið
ekki á löngu þangað til hún var bú-
in að ná upp spilafærninni og farin
að vinna mig þegar við spiluðum.
Emilía Þórunn geislaði af seiglu og
áhuga sem veitti öllum sem á vegi
hennar urðu innblástur.
Í gegnum árin fékk ég þann
heiður að fylgjast með henni verða
að hugsandi ungri stúlku. Aldrei
hef ég kynnst svo ungum einstak-
lingi með jafn skýr gildi og viðhorf.
Emilía Þórunn drakk í sig upplýs-
ingar og myndaði sér rökstuddar
skoðanir út frá þeim. Meðvituð um
umhverfismál nútímans breytti
hún sínum venjum til að minnka
eigið kolefnisspor.
Með Emilíu Þórunni náði ég að
safna ótal minningum sem ég mun
varðveita djúpt í hjarta mér.
Hvernig hún mætti öllum með
opnum hug og gaf af sér einlæga
ást. Takk fyrir að kenna mér að
ástin spyr ekki um blóðbönd – þú
verður alltaf með mér.
Megi eilífðarsól á þig skína
kærleikur umlykja
og þitt innra ljós þér lýsa
áfram þinn veg.
(Írsk bæn)
Sofðu rótt elsku Emilía Þórunn
mín.
Ég elska þig.
Rún Pétursdóttir.
Emilía Þórunn
Magnúsdóttir