Morgunblaðið - 21.04.2021, Síða 54

Morgunblaðið - 21.04.2021, Síða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Einu tónleikarnir sem verða á Myrkum músíkdögum í ár verða í beinu streymi á netinu í kvöld, mið- vikudagskvöld, og hefjast klukkan 21. Fram koma International Con- temporary Ensemble frá New York og Skerpla Ensemble frá Lista- háskóla Íslands og einnig koma að framkvæmdinni Tri-Centric Found- ation og Nokia Bell Labs Experi- ments in Art and Technology í New York. Á tónleikunum verða flutt verk eftir hið kunna bandaríska tón- skáld Anthony Braxton og einnig frumflutt verkið Ecognosis eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. Stjórn- andi á tónleikunum er James Fei og sérstakir gestir saxófónleikarinn Darius Jones og hljóðlistarkonan Fay Victor. Tónleikarnir munu fara fram í samstilltu streymi þrátt fyrir að hljóðfæraleikararnir verði staddir á mismunandi stöðum í heiminum. Í New York munu hljóðfæraleik- ararnir leika í tónleikastaðnum Roulette en hljóðfæraleikarar á Ís- landi í Norðurljósasal Hörpu. Inter- national Contemporary Ensemble hefur, frá því heimsfaraldurinn hófst, sérhæft sig í að halda tónleika þar sem tónlistarmenn spila saman þrátt fyrir að vera staddir víðsvegar um heiminn. Í verki Bergrúnar munu meðlimir hópsins spila í raun- tíma í gegnum hljóðinnsetningu en Bergrún er tónskáld sem samþættir oft hljóð og sjónræn fyrirbæri í óað- greinanlega heild í verkum sínum. Viðburðinn verður í streymi á facebooksíðu Myrkra músíkdaga og á heimasíðu hátíðarinnar – dark- musicdays.is. Aðgangur að streym- inu er ókeypis. Veftónleikar spennandi lending International Contemporary En- semble er margverðlaunaður og áhrifamikill hópur sem byggist á þverfaglegu samstarfi um það hvernig tónlist er búin til og upp- lifuð. Ellefu meðlimur hópsins koma að tónleikunum í kvöld. Skerpla En- semble er hins vegar tilraunakennd hljóðvinnustofa innan tónlistar- deildar Listaháskóla Íslands. Berg- lind María Tómasdóttir, prófessor við tónlistardeild Listaháskólans, hefur yfirumsjón með vinnustofunni og hefur kennt hana og þróað í nokk- ur ár. Hún leikur á flautu á tónleik- unum í kvöld og auk hennar skipa hópinn Alvar Rosell Martin og John McCowen á klarinettu, Ana Luisa S. Diaz De Cossio á fiðlu, Sigurður Halldórsson á selló og Khetsin Chuchan á píanó. Um tónleikana í kvöld segir Berg- lind María að International Contem- porary Ensemble hafi haft ýmiskon- ar tengsl við íslenska listamenn gegnum árin og meðal annars unnið með Önnu Þorvaldsdóttur tónskáldi. Lengi hafi staðið til að fá hópinn hingað til tónleikahalds en nú á tím- um veirunnar hafi þetta verið spenn- andi lending, að halda þessa sameig- inlegu veftónleika. Skemmtilega krefjandi „Þetta gengur merkilega vel,“ segir Berglind María um æfingar hópsins sem er í tveimur heimsálfum en stjórnandinn, James Fei, er í Kaliforníu. „Tónlist Braxtons sem við flytjum er eiginlega eins og legó- kubbar; það má setja hana saman á ótrúlega marga vegu, eftir ákveðnu kerfi. Við flytjendurnir erum með fullt af verkum fyrir framan okkur og svo setur stjórnandinn fram spjöld með númerum og þá vitum við hvert við stefnum. Þetta er skrifuð tónlist en með miklum möguleikum fyrir flytjendur hvað varðar spuna og val. Hún býð- ur flytjendum upp á að vera mjög skapandi – og er vissulega líka skemmtilega krefjandi. Skerpla Ensemble er blanda af kennurum og nemendum við LHÍ og fyrir okkur er þetta frábær tónlist og brú milli spuna og skrifaðrar tón- listar,“ segir Berglind María og bæt- ir við að sveitin verði breytileg eftir nemendahópnum hverju sinni. Með þeim Sigurði Halldórssyni, sem kenna, og John McCowen, sem er snjall bandarískur klarínettuleikari og eiginmaður Bergrúnar tónskálds, eru nú í sveitinni nemendur í meist- aranámi sem koma víða að og hafa öll bakgrunn sem flytjendur en eru líka tónskáld. Tónlistina má setja saman á marga vegu - Metnaðarfullir streymistónleikar Myrkra músíkdaga Skerpla Ensemble Hópurinn sprettur út frá tilraunakenndri hljóð- vinnustofu innan LHÍ sem Berglind María Tómasdóttir leiðir. Í Listasafni Reykjavíkur – í porti og fjölnotasal Hafnarhússins og fundarherbergi Kjarvalsstaða – hef- ur verið sett upp viðamikil og fjöl- breytileg samsýning nemenda 15 leik- og grunnskóla í Reykjavík. LÁN – Listrænt ákall til náttúrunn- ar er yfirskrift sýningarinnar og eru verkin afrakstur samstarfs barna við hóp listamanna, fólks sem starf- ar í heimi vísinda og kennara í leik- skólum og grunnskólum í Reykja- vík. Verkin á sýningunni eru nið- urstaða þróunarverkefnis LÁN, sem er liður í innleiðingu nýrrar menntastefnu í Reykjavík, „Látum draumana rætast“, en byggt er á þverfaglegri nálgun þar sem nem- endur fjalla um málefni náttúrunnar á skapandi og nýstárlegan hátt með aðferðum list- og verkgreina. Verk- efninu er meðal annars ætlað að styðja við Heimsmarkmið Samein- uðu þjóðanna. Meðal markmiða verkefnisins er að styrkja sjálfsmynd nemenda, gagnrýna hugsun og trú þeirra á eigin getu, ýta undir nýsköpun og stuðla að skapandi kennsluháttum. Unnin hafa verið fjölbreytt verk- efni, m.a. verkefni um mikilvægi skordýra, rannsóknir á býflugum og dýrum í útrýmingarhættu, áhrif hlýnunar sjávar, bráðnun jökla, fataiðnaðinn, nýtt land að verða til, náttúrustemningar í anda Kjarvals og um samband manns og náttúru. Morgunblaðið/Einar Falur Hetjur Meðal markmiða verkefnisins sem verkin byggjast á var að styrkja sjálfsmynd nemenda, gagnrýna hugsun og trú þeirra á eigin getu. Fjölbreytt verk barna í safninu Eldgos Verkin fjalla um náttúruna frá ýmsum sjónarhornum og er nálgunin oft óvenjuleg. Hér er til að mynda fjallað um eldvirkni og sköpun lands. Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Hollywood Glow • Örvar kollagenframleiðslu • Gefur samstundis aukinn ljóma Tímapantanir í síma 533 1320 Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking. HollywoodGlow (Andlitsljómi) er ein vinsælastameðferðin hjá stjörnunum fyrir stóra viðburði.Meðferðin þéttir húð á andliti og hálsi ásamt því að gefa henni samstundis aukinn ljóma. Meðferðin hentar sérlega vel fyrir sérstök tilefni þar sem áhrifin koma strax í ljós. 06.03.–19.09.2021 Sigurhans Vignir Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.