Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 47
Rafvirki óskast Fullt starf Iðnaðarmenn Sveinspróf, bílpróf og íslenskukunnátta skilyrði. Umsóknarfrestur er til 10. október. Sjá nánar á Job Störf laus til umsóknar Kennsluráðgjafi – Skólaþjónusta Norðurþings Skólaþjónusta Norðurþings veitir leik- og grunnskólum í Norðurþingi, Skútustaðahreppi og Langanesbyggð skólaþjón- ustu samkvæmt 40. grein laga um grunnskóla og reglugerð 444/2019 um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Megin viðfangsefni þjónustunnar er að styrkja skóla og starfsemi þeirra með ráðgjöf og stuðningi við þróun skólastarfs, kennslu- og nemendaráðgjöf, skimunum, greiningum, og eftirfylgni. Heildarfjöldi nemenda á þjónustusvæði Skólaþjónustu Norðurþings er um 650. Starfslýsing 80-100% starf kennsluráðgjafa við Skólaþjónustu Norðurþings er laust til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi. Helstu viðfangsefni kennsluráðgjafa er að styðja kennara og starfsfólk menntastofnana sveitarfélagsins við að innleiða skólastefnu sveitarfélagsins og þar með menntastefnu ríkisins. Kennsluráðgjafi sinnir ráðgjöf, handleiðslu og stuðningi við kennara og annað starfsfólk skólanna á þjónustusvæði sveitar- félagsins. Kennsluráðgjafi vinnur ásamt öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar og starfsfólki skólanna að því að bæta almennt gæði náms, kennslu og uppeldisstarfs með það markmið að komið verði betur til móts við þarfir allra barna í hvetjandi, persónumiðuðu og skemmtilegu námsumhverfi. Kennsluráðgjafi vinnur með gæðaráðum skólanna að kerfisbund- num umbótum í samræmi við umbótaáætlanir, aðallega er varða nám og kennslu í grunnskólum og uppeldisstarf á leikskólastigi. Mikilvægt er að ávallt sé unnið að ákveðnum markmiðum með viðmiðum um árangur sem fylgt er eftir kerfisbundið og skráð með skýrum hætti. Leitað er að kennsluráðgjafa sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að efla og bæta öflugt og metnaðarfullt skólastarf í sam- vinnu við annað starfsfólk Skólaþjónustu Norðurþings, starfsfólk skólanna, foreldra og nemendur. Leitað er eftir kennsluráðgjafa sem hefur sterka og faglega sýn á starfsemi leik- og grunnskóla. Menntunar- og hæfniskröfur • Kennsluréttindi í leik- og grunnskóla er skilyrði. • Víðtæk reynsla af kennslu í leik- og/eða grunnskóla er skilyrði. • Þekking og reynsla af fjölbreyttum uppeldis- og kennslu- aðferðum er skilyrði. • Reynsla af kennsluráðgjöf við leik- og grunnskólakennara er kostur. • Reynsla af samþættingu námsgreina, leiðsagnarnámi og hæfnimiðuðu námsmati er kostur. • Reynsla og þekking af innra mati er kostur. • Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. • Þekking og/eða reynsla af uppeldisstefnunni Jákvæður agi er kostur. • Góð tölvukunnátta er kostur. • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góð samskiptahæfni er skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2021. Umsóknum skal skila á rafrænu formi til fræðslufulltrúa Norðurþings á netfangið jon@nordurthing.is . Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík í síma 464 6100 eða með fyrirspurnum á netfangið nordurthing@nordurthing.is Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi og miklum sköpunarkrafti manns og náttúru. VIÐ LEITUM AÐ MEIRAPRÓFSBÍLSTJÓRA Kubbur óskar eftir þjónustulunduðum bílstjóra við sorphirðu í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Bílstjóri tekur þátt í rekstri gámastöðva í Vestur byggð og á Tálknafirði og þjónustar íbúa, fyrirtæki og sveitarfélög með losun á sorpi og endurvinnslu efnum. Hann aðstoðar starfsfólk í sorphirðu við losun tunna og gáma í sorphirðubíla og sækir flokkunar ílát í garða og sorpgeymslur. Bílstjóri er einnig hópstjóri sem leiðir vinnu við sorp­ hirðu og kemur ábendingum og leiðbeiningum til bæjarbúa ef flokkun og umgengni við flokkunarílát er ábótavant. Bílstjóri þarf að hafa ökuréttindi C. CE próf og vélapróf að auki væri kostur. Starfið krefst almenns heilbrigðis og getu til sinna starfinu og verkefnum því tengdu. Skemmtilegt og heilsusamlegt starf þar sem starfsfólk getur haft áhrif á umgengni við umhverfið. Kubbur er fjölbreyttur starfsvettvangur þar sem lögð er áhersla á að starsfólk vilji umhverfi sínu vel og láti sitt ekki eftir liggja. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásmundur Einarsson, gæðastjóri á asmundur@kubbur.is eða í síma 773-6810 Umsóknir sendist á kubbur@kubbur.is Umsóknarfrestur er til 30. október Kubbur ehf. er endurvinnslufyrirtæki með starfssemi á Ísafirði, í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Bolungarvík og Ölfusi. kubbur.is VIÐSKIPTASTJÓRI Vistor leitar að metnaðarfullum liðsmanni í sterka heild til að sinna krefjandi starfi viðskiptastjóra í einum af lyfjaklösum fyrirtækisins. Hæfniskröfur • Háskólamenntun af heilbrigðissviði t.d. lyfjafræði eða hjúkrunarfræði • Framhaldsmenntun á sviði viðskipta, hagfræði eða lýðheilsufræða er kostur • Reynsla af sölu- og markaðsmálum æskileg • Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum og framsögutækni • Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt • Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg og kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg • Góð almenn tölvukunnátta Helstu verkefni • Sala- og markaðssetning lyfja • Greina og miðla upplýsingum um klínískar rannsóknir í tengslum við þróun og verkun lyfja á breiðum meðferðarsviðum • Skipulagning fræðslufunda fyrir heilbrigðisstéttir • Þátttaka í þjálfun, fundum og ráðstefnum erlendis • Áætlunargerð og eftirfylgni • Samstarf við erlenda birgja • Fylgja ströngum gæðakröfum í allri starfsemi Vistor hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi. Fyrirtækið er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar, sölu- og markaðsmál, klínískar rannsóknir, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi. Vistor er hluti af fyrirtækjasamstæðu Veritas ásamt Artasan, Distica, MEDOR og Stoð. UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 10. OKTÓBER NK. Tekið er við umsóknum í gegnum heimasíðu Vistor, www.vistor.is. Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram koma ástæður þess að sótt er um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Þyri Emma Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri, thyri@vistor.is og Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri, petur@veritas.is. GILDI VISTOR ERU ÁREIÐANLEIKI, HREINSKIPTNI OG FRAMSÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.