Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 10
Tækniþróunarsjóður Þróunarfræ Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarfræ Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til einstaklinga og/eða ungra frumkvöðlafyrirtækja til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Verkefnið þarf að fela í sér nýjar lausnir eða tækni til að leysa áskoranir og bæta lífskjör fólks í þróunarlöndum. Nánari upplýsingar á tths.is tths.is thorvardur@frettabladid.is MALÍ Íslamskir öfgamenn hafa sótt í sig veðrið í vestanverðri Afríku á undanförnum misserum. Frakkar, sem áður stjórnuðu stórum nýlend- um á svæðinu, hafa haldið úti fjöl- mennu herliði á svæðinu en Emm- anuel Macron forseti hefur ákveðið að fækka í herliðinu um helming. Herforingastjórnin í Malí, sem tók völdin í valdaráni í maí, hefur lýst áhuga á því að fá liðsauka frá rúss- neska öryggisfyrirtækinu Wagner til að berjast við öfgamenn. Stjórnin segist eiga fullan rétt á því að leita eftir slíkri aðstoð þar sem Frakkar hafi yfirgefið landið og snúið baki við baráttunni gegn öfgamönnum. Alassane Ouattara, forseti Fíla- beinsstrandarinnar sem á landa- mæri að Malí, hugnast lítt að rúss- neskir málaliðar fari til Malí. Hann segir í viðtali við Financial Times að semji stjórnvöld í Malí við Wagner standi landið á eigin fótum í bar- áttunni við öfgamenn. Slíkt væri „sjálfsmorð“ fyrir Malí. Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sagði um helgina að stjórnvöld í Malí hefðu komið að máli við rússnesk öryggisfyrirtæki um að ráða þúsund málaliða. Hann sagði rússnesk yfirvöld ekki koma nálægt samningaviðræðum. Wagner er afar umdeilt fyrirtæki en málaliðar á vegum þess hafa barist í Sýrlandi, Donbas í Austur- Úkraínu og Mið-Afríkulýðveldinu. Í fyrra var setið fyrir þremur rússneskum blaðamönnum, sem rannsökuðu starfsemi fyrirtækis- ins í Mið-Afríkulýðveldinu, og þeir myrtir af óþekktum árásar- mönnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sakað málaliða Wagner um að hafa framið þar grimmdarverk. Fyrirtækið hefur einnig verið sakað um að vera leppur fyrir rússneska varnarmálaráðuneytið, sem geri því kleift að senda rússneska hermenn á átakasvæði án beinnar þátttöku yfirvalda. n Varar við rússneskum málaliðum Malískur hermaður fagnar valdaráni í landinu í ágúst í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA arib@frettabladid.is BRETLAND Aðeins fjögur prósent Breta telja að útganga landsins úr Evrópusambandinu, kennd við Brexit, hafi gengið mjög vel. Fjór- tán prósent telja ferlið hafa gengið sæmilega vel. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar YouGov. Um 21 prósent telja að útgangan hafi hvorki gengið vel né illa. Aftur á móti telja 32 prósent að ferlið hafi gengið mjög illa og 21 prósent sæmilega illa. Um 8 prósent voru ekki viss. Könnunin var gerð á miðviku- daginn og voru svarendur yfir 6 þúsund. Ástandið í landinu endur- speglast í könnuninni en enn er töluverður eldsneytisskortur víða á Englandi. Þá hafa sérfræðingar hvatt fólk til að kaupa jólamatinn núna og frysta. n Fáir telja Brexit hafa staðist væntingar Kvilldal Blyth ● ● Sæstrengurinn liggur milli Bretlands og Noregs um Norðursjó Tekinn hefur verið í notkun sæstrengur milli Bretlands og Noregs sem gert er ráð fyrir að muni draga mikið úr losun mengandi lofttegunda frá Bretlandi thorvardur@frettabladid.is BRETLAND Í gær var tekinn í notkun sæstrengur milli Noregs og Bret- lands. North Sea Link er lengsti sæstrengur heims sem tengir saman rafkerfi, um 724 kílómetrar. Lagningin var samstarfsverk- efni ríkisreknu orkufyrirtækjanna National Grid í Bretlandi og Statnett í Noregi. Framkvæmdin tók sex ár og kostnaðurinn var 1,6 milljarðar punda. Vonast er til þess að hann dragi úr útblæstri koltvísýrings í Bret- landi um 23 milljónir tonna fyrir árið 2030, en hann mun er fram líða stundir hafa 1.400 megavatta flutningsgetu, en 700 megavött til að byrja með. Gert er ráð fyrir að 1,4 milljónir breskra heimili fái raforku með sæstrengnum. North Sea Link er f immti sæstrengurinn sem tengist orku- kerfi National Grid, til viðbótar við sæstrengi frá Belgíu, Hollandi og tvo frá Frakklandi. Nú stendur yfir lagning sæstrengs frá Danmörku. Sæstrengurinn liggur frá Kvill- dal, í nágrenni Stafangurs, til Blyth í Northumberland á Englandi. Með honum geta löndin f lutt endur- nýjanlega orku sín á milli, vatnsafls- orku frá Noregi og vindorku frá Bret- landi. Þegar vindorka er af skornum skammti í Bretlandi er hægt að vega upp á móti því með orku frá Noregi. Vindorka var uppspretta fjórðungs þeirrar raforku sem nýtt var í Bret- landi í fyrra. Noregur getur þá á móti fengið vindorku frá Bretlandi ef orkuskortur er þar. Þó er gert ráð fyrir að Bretar fái í sinn skerf mun meira en Norðmenn. Í Noregi eru 93 prósent raforku sem nýtt er innan- lands framleidd með vatnsaf li. Vindorka getur því í þurrkatíð bætt upp fyrir minni orkuframleiðslu með vatnsafli. „Þessi samblanda vatnsaf ls og vindorku er spennandi,“ segir Thor Anders Nummdal, sem stýrði verk- efninu fyrir Statnett. „Orkuskipti eru góð fyrir Noreg, samfara auk- inni raforkuvæðingu og grænna samfélagi. Þar sem eftirspurn fer vaxandi í Noregi þurfum við meiri framleiðslu og viðskipti með orku.“ Hann segir þetta þó geta hækkað raforkukostnað norskra neytenda og eru mörg fyrirtæki í orkufrekum iðnaði lítt hrifin af því. Á heildina litið sé þetta þó til góðs fyrir Norð- menn, sem munu fá gott verð fyrir orkuna segir Nummdal. „Þessi sæstrengur, ólíkt öðrum, gerir okkur kleift að útvega aðrar gerðir orku frá Evrópu. Þetta er endurnýjanleg orka sem við getum f lutt til Bretlands til að draga úr kolefnisfótspori okkar og lækka raforkukostnað fyrir breska neyt- endur,“ segir Nicola Medalova hjá National Grid. Bresk stjórnvöld sýndu sæstreng til Íslands mikinn áhuga fyrir nokkrum árum og áttu sér viðræður stað milli þeirra en enginn árangur náðist.  n Sæstrengur milli Bret lands og Noregs tekinn í notkun Umhverfisvæn lausn n North Sea Link sæstrengur- inn er 720 km að lengd n Lagning hans tók 6 ár n Afkastagetan er nú 700 megavött en mun hækka í 1.400 megavött á næstu þremur mánuðum n Um 1,4 milljónir breskra heimila fá rafmagn frá sæ- strengnum n Orkan mun draga úr út- blæstri koltvísýrings í Bret- landi um 23 milljónir tonna fyrir árið 2030 kristinnpall@frettabladid.is GEORGÍA Mikheil Saakashvili sem gengdi embætti forseta Georgíu á fimm ára tímabili var handtek- inn við komuna til landsins í gær. Georgísk stjórnvöld telja að hann hafi komið aftur til að valda usla í aðdraganda þingkosninga í Georg- íu sem fara fram um helgina. Saakashvili f luttist til Úkraínu árið 2015, tveimur árum eftir að hann lét af embætti sem forseti. Áður hafði hann sinnt hinum ýmsu störfum innan georgísku ríkisstjórnarinnar en hann var sakaður um spillingu í starfi. Eftir að hafa f lutt búferlum til Úkraínu tók Saak ashvili upp úkraínskt ríkisfang. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir embættisbrot árið 2018. Interpol hefur hafnað beiðni georgískra stjórnvalda um að setja Saakashvili á lista Interpol yfir eftirlýsta glæpamenn en forsætis- ráðherra landsins, Irakli Garibash- vili, tilkynnti á blaðamannafundi í gær að Saakashvili hefði verið handtekinn. Saakashvili tilkynnti stuðnings- mönnum sínum fyrr í vikunni að hann væri kominn aftur til Georgíu og hvatti íbúa landsins til mótmæla á sunnudaginn. n Fyrrverandi útlægur forseti Georgíu handtekinn við komu til landsins Um tvö þúsund bens- ínstöðvar í Bretlandi eru bensínlausar þessa dagana. 10 Fréttir 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.