Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 92
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Það er lítið búið að tala um annað en þessar blessuðu kosningar. Nýjasta skáldsaga Emils Hjörvars Petersen, Hælið, kom út sem hljóðbók hjá Storytel á dögunum. Bókin fjallar um dularfulla atburði sem tengjast gamla Kópavogs- hælinu. Höfundur lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir bókina sem hann lýsir sem blöndu af hrollvekju og sögu- legri skáldsögu. tsh@frettabladid.is Rithöfundurinn Emil Hjörvar Peter- sen sendir frá sér skáldsöguna Hælið sem segir frá dularfullum atburðum er tengjast gamla Kópavogshælinu. Emil lýsir bókinni sem blöndu af hrollvekju og sögulegri skáldsögu og lagðist að sögn í mikla rannsókn- arvinnu. Hælið kom út á fimmtudag sem hljóðbók hjá Storytel og mun koma út á prenti í október, en um er að ræða fyrstu prentuðu bókina sem Storytel gefur út hér á landi. „Þetta er svona söguleg hrollvekja sem fjallar um fólk í samtímanum. Kjarnafjölskyldu sem flytur í blokk eða fjölbýlishús sem er byggt ofan á gamla Kópavogshælið. Fjölskyldan byrjar að upplifa undarlega hluti, sem er ljóst að eru reimleikar,“ segir Emil. Að sögn Emils kallaði sögusviðið á hann að skrifa bókina vegna fjölda óhugnanlegra atburða sem átt hafa sér stað í grenndinni. „Kópavogshælið var byggt fyrst sem berklahæli árið 1926, Guð- jón Samúelsson teiknaði það. Svo þegar berklarnir fóru að fjara út þá var síðustu holdsveikisjúkling- unum á Íslandi komið þar fyrir, þeir eiginlega dóu út þarna. Þetta er áður en sú starfsemi hófst sem f lestir þekkja. Svo frekar nálægt hælinu eru tóftir þingstaðar frá öldum áður, þar sem Kópavogsfundurinn var haldinn. Þar var fólk dæmt til dauða og tekið af lífi. Þannig að sögusviðið í rauninni grátbað mig um að skrifa einhvers konar hrollvekju.“ Hið ankannalega og hið óséða Bókin fjallar um Uglu, sem er nýflutt inn í glæsilega íbúð nálægt gamla Kópavogshæli ásamt eigin- manni sínum og tvíburasonum á unglingsaldri. Lífið gengur sinn vanagang en fljótlega fara undarleg atvik að eiga sér stað sem Ugla telur að tengist óreglusömum listamanni sem er nágranni þeirra. Þegar heimur Uglu er við það að hrynja ákveður hún loks að heimsækja gamla hælið að nóttu til og þá flétt- ast nútíminn saman við dularfulla og átakanlega fortíð svæðisins. „Hrollvekja gengur oft út á það að blanda hinu ankannalega og hinu óséða við venjulegt fólk og oftast er þetta fólk þá með einhverja erfið- leika sem það hefur ekki tekist á við, jafnvel tráma. Þegar óhugn- aðurinn fer að læðast inn í söguna þá samhliða því fer það að takast á við þetta tráma og sjá sig og sitt líf í nýju ljósi,“ segir Emil. Myrk saga svæðisins Emil ólst upp í Kópavogi og f lutti þangað aftur fyrir tveimur árum og segir hann persónulega reynslu sína af bænum hafa haft mikil áhrif á söguna. „Ég hef unun af því að rannsaka svona sögulega og þjóðlega þætti og blanda því saman, draga undur fram á óvæntum stöðum. Ég er Kópa- vogsbúi, ólst upp í Kópavogi og bý þar núna líka, eiginlega frekar nálægt hælinu. Þegar ég var lítill krakki var maður að hjóla nálægt þessu svæði og það var einhver mystík yfir því. Núna er þetta mjög fallegt svæði en saga þess er mjög myrk.“ Hann segist hafa byrjað að pæla í hælinu sem sögusviði þegar fréttir tóku að berast af því fyrir nokkrum árum að vistmenn á Kópavogshæli hafi sætt grimmilegri meðferð þar á árum áður. Emil lagðist í mikla rannsóknarvinnu og naut góðrar aðstoðar frá Héraðsskjalasafni Kópavogs við heimildaöflunina. Storytel í jólabókaflóðið Eins og áður sagði kom Hælið nýlega út sem hljóðbók á vegum Storytel og er bókin lesin af einvalaliði leikara, þeim Sólveigu Arnarsdóttur, Guð- rúnu Eyfjörð og Guðmundi Inga Þorvaldssyni. Fyrr á árinu kom út hrollvekjan Ó, Karítas eftir Emil sem var eingöngu gefin út sem hljóðbók. „Það gekk svona vel og þá byrj- uðum við að tala saman um næstu skref. Ég færði fram nokkrar hug- myndir og svo talaði ég aðeins um Hælið. Þau voru áhugasöm um það og ég hafði þá verið nýbúinn að end- urskrifa fyrstu hundrað síðurnar og sendi þeim. Þá fóru viðræður af stað og ég var með pælingar um prentun og svo bara leist þeim svona vel á það. Íslenska jólabókaf lóðið er ákveðið fyrirbæri á Íslandi sem ég held að Storytel vilji verða partur af,“ segir Emil. ■ Sögusviðið grátbað hann um að skrifa hrollvekju Emil Hjörvar Petersen fyrir framan gamla Kópavogshælið. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI ■ Frétt vikunnar Ásgrímur Geir Logason svavamarin@frettabladid.is Ekki stendur á svörum þegar Ásgrímur Geir Logason, leikari og stjórnandi hlaðvarpsins Betri helm- ingurinn með Ása, er spurður hver sé frétt vikunnar. Talningarklúðrið í Norðvestur- kjördæmi hefur litað fréttavikuna en á persónulegri nótum harmar hann að Breiðablik hafi misst af Íslands- meistaratitlinum í Pepsi Max-deild karla. Ási er uppalinn í Smárahverf- inu í Kópavogi og stendur því þétt við bakið á sínum mönnum. „Það er lítið búið að tala um annað en þessar blessuðu kosningar og verður maður ekki að segja það, og þetta talningarvesen“, segir Ási og hlær. „Fyrir mér var það svo ekki lítið svekkjandi að Blikarnir hafi ekki unnið titilinn.“ ■ Talningarvesen og boltasvekkelsi Talningarklúðrið í Norðvestur- kjördæmi er mál málanna í þess- ari fréttaviku þótt Ásgrímur Geir hafi einnig svigrúm til að harma enn hlut Blikanna. MYND/AÐSEND Aðeins 195.930 kr. Aðeins 149.925 kr. LICATA tungusófi Tungusófi í tveimur litum af Kentucy áklæði, koníaksbrúnum og steingráum og einnig í River 66 Graphite áklæði. Hægri eða vinstri tunga. Svartir nettir járnfætur. Stærð: 265 x 165 x 82 cm. fullt verð: 244.900 kr. BROOKLYN heilsurúm 160x200 eða 180x200 cm. Þau koma í gráu sléttflaueli. Dýnan er svæðaskipt pokagormadýna. Efst er millistíf yfirdýna sem styður vel við líkama þinn. Botninn er með gormum sem gefur viðbótar- fjöðrum. 160 x 200 cm fullt verð: 279.900 kr. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði RIGA hægindastóll með skemli Svart leður og krómfótur. Stillanlegur. B82 x H106 cm fullt verð: 199.900 kr. Aðeins 183.675 kr. Verð og vöruupplýsingar eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda til 31. október 2021 eða á meðan birgðir endast. Við eigum afmæli og nú er veisla AFSLÁTTUR AFMÆLIS 25% AFSLÁTTUR AFMÆLIS 30% AFSLÁTTUR AFMÆLIS 25% 56 Lífið 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.