Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 18
Það eru dæmi um að læknar horfi ekki í augun á konunum og beini tali sínu að maka þeirra ef hann er Íslendingur. Mannbætandi Missir Þáttaröðin Missir sem finna má í Sjónvarpi Símans er tímamótaverk í íslenskri sjónvarpssögu. Það allra sárasta og erfiðasta, andlát ástvina, er tæklað, heilað, rætt og útskýrt. Málefni sem við sem þjóð höfum lengi viljað grafa þó ómögulegt sé að gleyma. Hvort sem þú hefur misst náinn ástvin eða munt gera, því eins og bent er á í þættinum eru ástin og sorgin systur; þá er áhorf á Missi mannbætandi. Chickpea Reykjavík Veitingastaðurinn Chickpea lætur ekki mikið yfir sér við hlið versl- unar Krónunnar á Hallveigarstíg, en var þó ekki lengi að öðlast fastan kúnnahóp þrátt fyrir að hafa aldrei auglýst. Um er að ræða fjölskyldu- rekinn vegan veitingastað með heiðarlegan, vel útilátinn og sað- saman mat. Falafel, vefjur, súpur og samlokur sem skila þér svífandi inn í daginn auk þess sem að í hverri viku er boðið upp á rétt vikunnar. n Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna ræða nú áframhaldandi samstarf. Staðan er snúnari en menn sáu fyrir. Flokkur forsætisráðherra beið afhroð, tapaði þremur þingsætum, Framsókn vann stórsigur, bætti við sig fimm þingsætum, og Sjálfstæðis- flokkurinn náði að afstýra stórtapi og hélt óbreyttum þingmannafjölda. Á síðasta kjörtímabili voru níu þingmenn Vinstri grænna (eftir að tveir sögðu sig úr flokknum) á bak við ríkisstjórnina og átta Framsókn- armenn. Nú eru átta VG-liðar og 13 Framsóknarmenn. Styrkhlutföllin milli Sjálfstæðisf lokks og Fram- sóknar eru nær jöfn eftir stórsigur Framsóknar. Fráleitt er annað en að Sigurður Ingi Jóhannsson geri kröfu til forsætisráðuneytisins. Kjósendur gerðu kröfu um slíkt þegar þeir þyrptust um Framsóknarflokkinn. Svo virðist sem VG leggi ofuráherslu á að Katrín Jakobsdóttir haldi áfram sem forsætisráðherra, ekkert annað skipti máli við ríkisstjórnarmyndun. Vísað er í vinsældakannanir. Það er hins vegar aðeins ein vinsældakönn- un sem skipir máli. Kosningarnar sjálfar. Kjósendur höfnuðu Katrínu Jakobsdóttur og völdu Sigurð Inga Jóhannsson. Framsóknarmenn eiga fleiri kosti en að sitja í ríkisstjórn með Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki. Gefi Framsóknarf lokkurinn eftir for- sætisráðuneytið í áframhaldandi stjórnarsamstarfi verður verðmið- inn hár. Einsýnt er að Sigurður geri kröfu um fjármálaráðuneytið og augljóslega verður VG að horfa á eftir heilbrigðisráðuneytinu og jafnvel umhverfisráðuneytinu líka. Þyngist þá þrautin fyrir Bjarna Benediktsson. Hvaða ráðuneyti er Áframhaldandi stjórnarsamstarf alls ekki tryggt Vísað er í vinsælda- kannanir. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er en öll vitum við að ævi okkar endar með: Dauða! n Í vikulokin Við mælum með BJORK@FRETTABLADID.IS Ólafur Arnarson Það er enginn að fara að deyja nógu bitastætt? Fyrir flokksformann felur það dauðann í sér að setjast í utanríkisráðuneytið. Varla myndi Guðlaugur Þór heldur kveðja það þegjandi og hljóðalaust. Sjálfstæðisflokkurinn vill halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram því að í þessari ríkisstjórn getur hann óáreittur varið sérhagsmuni stórút- gerðarinnar, sem virðist vera megin- tilgangur þessarar fyrrum fjölda- hreyfingar. Kannski Bjarni verði sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra? Kannski tekst ekki að halda stjórnarsamstarfinu áfram. n Nura A. Rashid, íslensk kona af singapúrskum ættum, sigraðist á brjóstakrabba- meini fyrir tíu árum og beitir sér nú fyrir því að jafna hlut kvenna af erlendum uppruna í heilbrigðiskerfinu. ingunnlara@frettabladid.is Verulega hallar á erlend-ar konur á Íslandi að sögn Nuru en sjálf telur hún sig heppna að hafa fengið góðar upplýsing- ar og stuðning þegar hún barðist við krabbamein. Þá hafði Nura búið á Íslandi í fimm ár og náð góðum tökum á íslensku tungumáli en hún segir konur sem eru nýfluttar til landsins eða kunna ekki tungu- málið eiga í erfiðleikum með að lóðsa sig í gegnum kerfið. Oft mæti þær fordómum. „Það eru dæmi um að læknar horfi ekki í augun á konunum og beini tali sínu að maka þeirra ef hann er Íslendingur. Þær hringja í móttökuna og þegar starfsmaður heyrir ensku í símanum er skellt á þær,“ segir Nura og bætir við að þetta sé frekar algengt. Meinið útskýrt á íslensku „Þegar ég greindist var læknirinn að reyna að útskýra meinið með læknistali á íslensku. Ég er svo frek að ég krafðist þess að hann útskýrði þetta á ensku því ég gat ekki skilið íslensku fullkomlega, sérstaklega þegar ég þurfti taka við ógrynni af upplýsingum og heyra ný og framandi orð. Læknirinn minn tók vel í það og útskýrði allt á ensku.“ Hún segir nauðsynlegt að opna umræðuna um menningarnæmi. Ísland sé fjölmenningarsamfélag og fólk nálgist veikindi á mismunandi hátt eftir menningarheimum og trúarbrögðum. Það sé nógu erfitt að greinast með krabbamein, hvað þá að vera langt frá fjölskyldu sinni í landi þar sem maður skilur tungu- málið illa. „Ég vil bara hjálpa þessum konum. Ég missti vin minn úr krabbameini og ég reyni mitt besta að ná til kvenna sem greinast. Það eru ekki allar sem vilja hjálp en mér finnst skipta máli að þessar konur fái allar upplýsingar.“ Mismunað eftir uppruna Aðspurð segir hún að konum sé gert mishátt undir höfði eftir upp- runa þeirra og það sé allt frá litlu hlutunum, eins og að enginn bjóði þeim góðan daginn þegar þær skrái sig inn hjá móttökunni, að stóru málunum, eins og að þær fái ekki nauðsynlegar upplýsingar um krabbameinsgreiningu sína. „Þú átt að hugsa um þegna þína og það á ekki að skipta máli hvort þeir séu af erlendu bergi brotnir.“ Nura kemur fram á ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna sem fer fram í Borgarleikhúsinu í dag, þann 2. október. Félagasam- tökin Hennar rödd halda utan um viðburðinn og Eliza Reid, forsetafrú Íslands, mun ávarpa gesti í upphafi ráðstefnunnar. Nánar um dagskrá ráðstefnunnar á vefsíðu samtakanna: hennarrodd. is. n Heilsa okkur ekki einu sinni Nánar á frettabladid.is Nura A. Rashid kemur fram á ráðstefnu samtakanna Hennar rödd sem fram fer í Borgarleikhúsinu í dag, þann 2. október. Ráðstefnan fjallar um heilsu kvenna af erlendum uppruna. MYND/AÐSEND Eva Dís Þórðardóttir segir í einlægu for-síðuviðtali frá aðdraganda og afleið-ingum þess að missa eiginmann sinn og verða ekkja aðeins 34 ára gömul. Sára reynsluna er hún staðráðin í að láta efla sig og sína. Eins vill hún opinskátt samtal um það sem tekur við, að líf þeirra sem eftir eru haldi áfram þó að um tíma virðist það óhugsandi. Við látum sem ódauðleg séum þar til eitthvert okkar fær kallið og sjáum þá oftast eftir því sem sagt var eða ósagt. Þegar börnin fara að velta dauðanum fyrir sér erum við fljót að kæfa spurninguna með því að við séum ekk- ert að fara að deyja – og alls ekki þau! En eins og Eva Dís bendir réttilega á í viðtalinu er það náttúrlega bara kjaftæði. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er en öll vitum við að ævi okkar endar með: Dauða! Og það er án gríns bara svolítið hollt að horfast í augu við þá staðreynd. n 2. október 2021 LAUGARDAGURHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.