Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 26
Andrea Röfn hefur alveg einstakan stíl og yndislega nærveru. Samstarf okkar hefur verið frábært enda small hún inn í teymið okkar frá fyrsta degi. Bragi Það er ótrúlega auðvelt að staðna í tískubrans- anum og mikil áskorun að halda sér í formi eins og við orðum það. Erla Hjónin Bragi Jónsson og Erla Hendriksdóttir fluttu til Kaupmannahafnar fyrir rúmum tveimur áratugum, þá til að spila hand- og fótbolta, en í dag reka þau lítið „slow fashion“ fyrirtæki í kringum JoDis skóna. Þetta ævintýri hófst nú bara með góðum kaffibolla við stofuborðið heima í Köben þar sem við búum. Okkur dreymdi um að stofna eigið skófyrirtæki sem ein- blínir á gæði umfram magn – and- stætt fjöldaframleiðslu, því okkur er ekki sama hvernig skórnir eru unnir eða úr hvaða efni,“ segir Bragi, spurður út í ævintýrið sem hófst fyrir fjórum árum síðan. Erla og Bragi f luttu til Kaup- mannahafnar fyrir rúmum 22 árum, Erla til að spila fótbolta og Bragi handbolta. Þau gerðu bæði samninga við lið í Kaupmannahöfn og var ætlunin að prófa eitt ár fjarri heimahögum. Heimferðin hefur þó heldur betur dregist á langinn og hafa þau nú búið í Danmörku í rúma tvo áratugi og eru bæði löngu hætt í boltanum. Nú er það fyrir- tækjarekstur og skóframleiðsla sem á hug þeirra allan. Danskari en þau viðurkenna „Það var aldrei planið að vera svona lengi í Danmörku en tíminn er fljót- ur að líða þegar það er gaman og manni líður vel. Alveg frá fyrsta degi höfum við kunnað vel við okkur í Kaupmannahöfn og erum við lík- lega orðin danskari en við viljum viðurkenna”, segir Bragi brosandi. „Við héldum lengi út í boltanum. Ég spilaði í úrvalsdeildinni og Bragi fór yfir í þjálfun. Á þessum tíma var ég í íslenska landsliðinu í fótbolta og kom því oft heim og fékk því aldrei beinlínis heimþrá”, segir Erla. Samhliða boltanum luku þau háskólanámi, Erla í iðjuþjálfun og Bragi viðskiptafræði. Eftir námið hóf Bragi störf í fata- og skóbrans- anum og ferðaðist víða um heim og kynntist þessum bransa vel. „Ég byrjaði að vinna með skó fyrir 20 árum þegar ég vann fyrir skóframleiðanda samhliða skóla og þjálfun. Þetta fór vel saman og framfleytti okkur á þessum tíma. Eftir háskólanámið vann ég fyrir danskt tískufyrirtæki sem sérhæfir sig í fatahönnun, en nokkrum árum seinna lá leið mín aftur inn skó- bransann,“ segir Bragi. Nöfn barnanna Það var svo árið 2016 að Bragi og Erla ákváðu að láta draum sinn rætast og stofna fyrirtæki með eigin fram- leiðslu og úr varð vörumerkið JoDis. Nafnið er sett saman úr nöfnum barna þeirra hjóna sem heita Jón- atan Ari, 15 ára og Anna Dís fimm ára. Það má því segja að þetta sé sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Aðspurð hvernig það sé að reka bæði heimili og fyrirtæki saman svarar Erla að það hljómi kannski sem hálfgerð klisja að segja að það gangi vel, en þannig sé það nú samt. „Okkur semur vel og við sjáum hlutina með svipuðum hætti. Við erum dugleg að ræða málin og hlusta á sjónarmið hvors annars áður en við tökum ákvarðanir – nú og stundum erum við bara sammála um að vera ósammála,“ segir Erla í léttum tón. Bragi og Erla gera sitt besta til þess að taka vinnuna ekki með sér heim, enda tíminn með börnunum mikil- vægur, en eðli málsins samkvæmt gengur það ekki alltaf eftir. „Öll framleiðslan fer fram í litlu fjölskyldufyrirtæki í Portúgal undir stjórn fólks sem í dag er orðið kærir vinir okkar. Það skiptir svo miklu máli að vinna með fólki sem þú treystir og er á sömu bylgjulengd og maður sjálfur, brennur fyrir sjálf- bærni, gæðum og að fara vel með,“ segir Bragi. Samstarf við áhrifavalda Árið 2016 þegar hugmyndin kvikn- Gæði umfram magn Þau Erla og Bragi verja flestum stundum saman enda hjón og samstarfsfólk. Þeim semur vel og segjast sjá hlutina með svipuðum hætti. MYND/MARTIN HOJER Fimm áhrifavaldar hafa komið við sögu framleiðslunnar og verður nýr íslenskur gestahönnuður kynntur fyrir jól. Öll framleiðsla JoDis skólínanna fer fram í Portúgal. aði voru áhrifavaldar áberandi og vinsældir þeirra vaxandi. Þarna sáu Bragi og Erla tækifæri til að byggja upp vörumerki sem að stórum hluta væri unnið í nánu samstarfi við áhrifavalda úr tískuheiminum. Í dag er stærsti hluti JoDis-línunnar hann- aður í samstarfi við áhrifavalda. „Það er ótrúlega auðvelt að staðna í tískubransanum og mikil áskorun að halda sér í formi eins og við orðum það. Með því að vinna náið með mismunandi fólki sem hefur sinn eigin stíl erum við alltaf að endurnýja okkur og fá inn ferskar hugmyndir. Við viljum líka stofna til náins sambands okkar á milli – það er, ekki aðeins að fá áhrifavaldana til að auglýsa vöruna heldur hafa þá með í hönnunarferlinu öllu og merkja þær vörur sem eru framleidd- ar undir þeirra áhrifum, með þeirra nafni. Á þennan hátt fáum við hug- myndir og innblástur frá fólki sem lifir og hrærist í tískuheiminum og útkoman verður eftir því,“ segir Erla. Seldist upp á mettíma Frá upphafi hafa fimm áhrifavaldar komið við sögu framleiðslunnar. Fyrsta JoDis-línan var gerð í hönn- unarsamstarfi með Mascha Vang sem er einn stærsti áhrifavaldurinn í Danmörku. Seinna kom lína með söngkonunni Stine Bramsen og á sama tíma kom fyrsta línan með Andreu Röfn Jónasdóttur, íslensk- um áhrifavaldi. Sú lína nefnist „JoDis by Andrea Röfn“ og sló í gegn á Íslandi og seldist upp á mettíma. Síðan hafa fjórar línur verið fram- leiddar í samvinnu við Andreu Röfn og viðtökurnar verið framar vonum að sögn hjónanna. „Andrea Röfn hefur alveg ein- stakan stíl og yndislega nærveru. Samstarf okkar hefur verið frábært enda small hún inn í teymið okkar frá fyrsta degi,“ segir Bragi. Nýr íslenskur hönnuður fyrir jól Nú hafa yfir hundrað skótegundir verið framleiddar undir nafninu JoDis og í haust komu fyrstu barna- skórnir. Fram undan eru spennandi tímar hjá fyrirtækinu og margir skór á teikniborðinu. Ný Andreu Rafnar- lína er nú í framleiðslu auk þess sem nýr íslenskur gestahönnuður verður kynntur til leiks fyrir jólin. Þá er JoDis að vinna að nýrri línu með þekktum dönskum aðila sem verður opinberaður á næstu dögum á Instagram-síðu fyrirtækisins. „Það er ofboðslega spennandi að vinna með nýju fólki. Þessar nýju línur eru allar ólíkar, en sjúklega f lottar hver á sinn hátt. Við erum sérstaklega spennt að kynna nýjan íslenskan gestahönnuð inn í teymið okkar og hlökkum til að sjá viðtök- urnar,“ segir Erla að lokum. n Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 26 Helgin 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.