Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 70
Víkurhvarfi 6 - 203 Kópavogur - Sími 412 1700 - idex@idex. is www.idex.is Byggðu til framtíðar með lausnum frá IDEX Betri gluggar - betri heimili ágreiningur sem sé eðlilegt í svo stórum hópi. „Það var ekkert hægt að ætlast til þess að þessi hópur sem var fenginn til að leika í stuttmynd myndi lifa lengi sem hljómsveit en hún hefur samt gert það með Bigga Veiru sem skipstjóra,“ segir Daníel og vísar til Birgis Þórarinssonar. „Allir sem komu að þessu í upp- hafi voru með einhvers konar tón- listarlegan bakgrunn og lög uppi í erminni en okkur langaði að finna einhvern raftónlistarmann til að vinna með og leist best á Bigga Veiru og Magga Legó og þeir voru til í þetta rugl,“ segir Daníel og þeir Magnús hlæja báðir. „Raftónlist var alveg ný fyrir öllum þarna og ég man að þetta var rosalega nýtt fyrir mér, ég var bara svona kumbaya gítarleikari og skildi ekki þennan heim,“ segir Magnús og Daníel tekur undir. „Aðgengileiki þess að gera raftónlist varð miklu meiri á þessum tíma út af tækninni. Það varð miklu auðveldara að for- rita, sampla og vinna með tölvu í tengslum við tónlist. Þegar maður var búinn að setja tónlistina í tölv- una gat maður leikið sér svo mikið með hana og möguleikarnir virtust allt í einu endalausir,“ segir hann. Raftónlistin frelsandi Þeir segjast báðir semja tónlist að miklu leyti í tölvu sem veiti mikið frelsi í sköpuninni. „Við gerum báðir mikið af því í dag að semja þannig frekar en að setjast niður með kassagítarinn. Þá setur maður bara fyrsta hamarinn í gang með bassatrommunni og byrjar að vinna hugmyndir út frá því. Flæðið er svo óheft og maður þarf ekki að leggja á minnið einhverja hljóma,“ útskýrir Daníel. „Allt í einu hefur maður aðgang að mörgum stílum, ég var til dæmis ekki beint að semja í diskó, funk eða house áður en ég fann þennan rafheim. Það er ekki fyrr en eftir að ég þroskast í gegnum GusGus-ferlið og fer að vinna meira með Magga Legó að ég finn mitt jive, ég hefði aldrei kynnst þessu ef ég hefði ekki farið í þessa rannsóknarferð,“ segir Magnús. Ekki of gamlir Daníel og Magnús hafa báðir mest- allt sitt líf unnið að tónlist og list- sköpun. Þeir eru báðir komnir yfir fimmtugt, Daníel er fæddur árið 1969 og Magnús árið 1965. Þeir segj- ast ekki upplifa að þeir séu orðnir of gamlir til að halda áfram að skapa og taka þátt í raftónlistarsenunni. „Mér finnst þetta vera þannig að um leið og ég ákveð að þetta sé komið nóg þá er ég dauður sköp- unarlega séð, það er einhvern veginn ekki inni í myndinni að spyrja sig að þessu,“ segir Magnús. „Lífið er stórskrítið og kemur manni stöðugt á óvart, bara það að fá að lifa því er ákveðið kraftaverk svo maður bara heldur áfram að kanna möguleikana og lifa,“ segir Daníel. „Ef þú ákveður að vera listamaður þá held ég að það séu ákveðin for- merki sem hreinlega fylgja starfinu, þú ert alltaf að þroskast og alltaf að halda áfram. Það er ekki í eðli lista- manna að spyrja sig þannig spurn- inga um hvort maður sé of gamall eða ekki, það er kannski frekar sam- félagið sem spyr að því og maður verður bara að ákveða að taka það ekki inn,“ segir Magnús. „Það er náttúrulega ákveðin æsku- dýrkun í poppmenningunni en ég held að hugsunin sé að breytast og fólk hugsi meira um reynsluna og þekkinguna. Ef maður er nógu dug- legur að finna nýja fleti á því sem maður er að gera þá kemur alltaf eitthvað sem hefur þann neista sem maður þarf til að þetta sé áhugavert og þess virði að vera eyða tíma fólks í þetta,“ segir Daníel. Þeir eru sammála um að það séu forréttindi að fá að vinna við það sem veitir þeim ánægju og að starfið sé ekki kvöð. „Annars værum við hættir þessu rugli.“ Þá segjast þeir þakklátir þeim sem hlusta og eru spenntir fyrir 25 ára afmælistónleikum GusGus sem fram fara í Hörpu í desember. „Það verður gaman að hitta alla aftur við þessar kringumstæður,“ segir Magnús. Kraftaverk Nýja lagið, Miracle, sem kom út í vikunni fjallar eins og nafnið gefur til kynna um kraftaverk. „Og um „haltu mér slepptu mér“-þemað sem við þekkjum flest í sambandsmálum og að stundum sé hreinlega ekkert sem bjargi því nema einhver utan- aðkomandi kraftur eins og krafta- verk,“ segir Magnús en hann samdi textann við lagið. Myndbandið við lagið var tekið upp á sólríkum degi síðastliðið sumar og var því leikstýrt af Hrund Atladóttur, sem einnig er kærasta Magnúsar. „Við höfum alltaf verið í góðu listrænu samtali,“ segir Magn- ús. Myndbandið er tekið upp með tökuvél sem myndar 360 gráður og Daníel og Magnús héldu sjálfir á vél- Hrund Atladóttir leikstýrði myndbandinu við Miracle sem var tekið upp á sólardegi í sumar. MYND/HRUND ATLADÓTTIR Myndbandið við lagið er tekið upp á 360° myndavél.Daníel sló í gegn á hjólaskautunum í myndbandinu. inni meðan á tökunum stóð. „Hrund sýndi mér þessa tækni og ég er svo gamaldags að ég trúði ekki að þessi tækni væri til,“ segir Magnús og hlær. Tæknin gefur áhorfendum mynd- bandsins upplifun ólíka því sem við erum vön og kemur með ferskan sumarblæ inn í komandi vetur. „Þetta er svona funky diskótaktur sem á heima í sólskininu og við vorum mjög heppin með veður á tökudaginn enda búin að liggja yfir veðurspánni í marga, marga daga,“ segir Daníel. „Það var mjög tæpt að finna þennan góða dag,“ bætir Magnús við og vísar í hversu fáir björtu sumardagarnir voru á höfuð- borgarsvæðinu. Hjólaskautafíkill Í myndbandinu sjást Magnús og Daníel í góðri sumarstemningu og þar sýnir Daníel einnig snilldar- takta á hjólaskautum og liggur blaðamanni forvitni á að vita hvort skautað sé af reynslu. „Daníel er með geggjað mojo í þessu myndbandi og þegar við spurðum hann hvort hann kynni á hjólaskauta sagði hann bara: Já, ég var alltaf á hjólaskautum í gamla daga,“ segir Magnús. „Ég var algjör hjólaskautafíkill,“ segir Daníel og brosir. „Þegar ég var táningur voru sko hjólaskautahallir hingað og þangað um bæinn. Þetta var ótrúlegur heimur og maður komst í ákveðið ástand við að fara hring eftir hring í höllinni við ein- hverja skemmtilega tónlist, oft diskótónlist eða einhverja danstón- list.“ „Hugarástandið sem maður fór í var algjörlega dáleiðandi og maður sótti svo í þetta, að fara á hverjum einasta degi með skautana sína og spóla þarna hring eftir hring. Maður gat farið með sjálfum sér, þetta var sólósport, en það var hópur af fólki þarna, margt um manninn, ég þurfti ekki að fara með neinum, ég fór bara til að fara í þetta ástand,“ segir Daníel. Aðspurður hvort hann hafi einn- ig verið á skautunum segist Magnús ekki eiga séns í Daníel. „Það var ein hjólaskautahöll í Kópavogi og ég fór einhvern tímann í hana en það er alveg ástæða fyrir því að Daníel gerði þetta í myndbandinu en ekki ég,“ segir hann hlæjandi. Þeir félagar segja framhald eftir Dynomatic ekki ráðið, framtíðin leiði í ljós hvort þeir gefi fleiri lög út saman. Samstarfið hafi gengið vel og þeir njóti þess að vinna saman. „Við höfum alltaf verið góðir vinir og samstarf okkar í GusGus var mjög skemmtilegt,“ segir Daníel og aðspurðir segja þeir aldrei hafa komið upp ágreining þeirra á milli. „Við vorum bara mesta að hlæja, af því að Maggi er svo óstjórnlega fyndinn. Hnyttinn og skemmti- legur náungi sem er gaman að vera í kringum,“ segir Daníel að lokum. nGömlu GusGus-félagarnir: Daníel Ágúst, Stephan Stephensen og Biggi veira. Ef þú ákveður að vera listamaður þá held ég að það séu ákveðin formerki sem hrein- lega fylgja starfinu. Magnús Maður komst í ákveðið ástand við að fara hring eftir hring í höllinni. Daníel Ágúst  34 Helgin 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.