Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 82
Er það í grunninn
sama útfærsla og í
Wrangler 4xe jepp-
anum.
Tveir aðrir bílar voru
prófaðir á sama tíma
og stóðu sig mun betur,
en það voru Tesla
Model Y og Ionic 5.
Tryggðu þér áskrift á stod2.is
Við viljum
vera hjá þér
og krökkunum
Náði ekki prófinu á 68 kíló-
metra hraða á meðan Tesla
Model Y og Hyundai Ionic 5
flugu í gegn.
njall@frettabladid.is
Sænska bílatímaritið Teknikens
Värld tók nokkra raf bíla í hið
alræmda elgspróf á dögunum, en
þar þurfa bílarnir að sveigja fram
hjá keiluhindrun á 68-75 km hraða.
Er þar verið að líkja eftir hugsan-
legum aðstæðum er komið geta upp
ef sveigja þarf skyndilega frá hættu.
Þurfa bílarnir að komast í gegnum
hindrunina á 72 km hraða til að
standast raunina.
Þótti hinn nýi Ford Mustang
Mach-E koma sérlega illa út úr próf-
inu en hann missti afturendann út
úr beygjunni á 68 km hraða sem
þýðir að hann hafi fallið á próf-
inu. Tveir aðrir bílar voru próf-
aðir á sama tíma og stóðu sig mun
betur, en það voru Tesla Model Y
og Hyundai Ionic 5. Náðu þeir að
komast gegnum hindrunina á allt
að 75 km hraða.
Mach-E er ekki eini raf bíllinn
sem hefur staðið sig illa á elgspróf-
Mustang Mach-E féll á elgsprófinu
Eins og sjá má felldi afturhlutinn keilu á aðeins 68 km hraða í elgsprófinu alræmda. MYND/TEKNIKENS VÄRLD YOUTUBE
njall@frettabladid.is
Jeep hefur frumsýnt styttri útgáfu
Grand Cherokee jeppans í sinni
fimmtu kynslóð. Um tengiltvinn-
útgáfu er að ræða sem koma mun
á markað í Evrópu á seinni hluta
næsta árs. Er það mögulegt vegna
þess að bíllinn er byggður á nýjum
undirvagni. Fær hann tveggja lítra
vél með forþjöppu ásamt rafmótor
sem fær afl sitt frá 17 kWst rafhlöðu.
Er það í grunninn sama útfærsla og í
Wrangler 4xe jeppanum.
Bíllinn verður fáanlegur í fimm
útfærslum, einnig Trailhawk-tor-
færuútgáfunni. Fá þeir allir sérstaka
hlífðarpönnu undir rafhlöðuna svo
að hún skemmist ekki. Trailhawk-
útfærslan fær Quadra-Drive II drif-
búnaðinn sem er millikassi með
lággír. Með loftpúðafjöðrun verður
veghæðin allt að 278 mm en vað-
dýptin verður 610 mm. Öflugasta
útfærslan fær 5,7 lítra V8 vél sem
skilar 352 hestöf lum. Innandyra
verða komnir tveir 10,25 tommu
skjáir ásamt afþreyingarkerfi fyrir
aftari sætaröðina. n
Jeep Grand Cherokee kemur í
tengiltvinnútgáfu fyrir Evrópu
Fimm manna
Grand Cherokee
mun koma í
tengil tvinn
útfærslu á
Evrópumarkað.
njall@frettabladid.is
Náðst hafa njósnamyndir af vænt-
anlegum Ionic 6 í dulargervi, þar
sem hann var við prófanir, en bíll-
inn verður frumsýndur á næsta ári.
Honum er ætlað að stela sölu frá
tesla Model 3 og verður byggður á
E-GMP undirvagninum. Sá undir-
vagn er með 800 volta rafkerfi og
getur tekið allt að 350 kW hleðslu,
en með þannig hleðslustöð er hægt
að hlaða 100 kílómetra drægi á
aðeins fimm mínútum.
Búast má við að sexan fá sömu
rafhlöður og Ionic 5 svo að ódýr-
asta útgáfan verður með 58 kWst
raf hlöðu og 168 hestaf la mótor
við afturdrifið. Sá öflugasti verður
með 73 kWst rafhlöðu og mótor við
framdrifið líka og rúm 300 hestöfl
alls. Þar sem Ionic 6 er minni bíll en
fimman má búast við meira drægi
eða eitthvað yfir 500 kílómetrum. n
Njósnamynd af Ionic 6 við prófanir
Útlit bílsins er sótt til Prophecytilraunabílsins.
inu, en rafbílar eins og Renault Zoe
og Jagúar I-Pace hafa einnig fallið á
prófinu.
Að sögn bílstjórans í prófi Tekni-
kens Värld, Linus Pröjtz, er aftur-
enda bílsins um að kenna, en tölvu-
búnaður bílsins grípur of seint inn
í með þessum afleiðingum. „Aftur-
endi bílsins er mjög ótryggur en
Tesla Model Y stóð sig mun betur.
Mustang Mach-E fer ekki hraðar
en 68 km í prófinu á meðan Tesla
Model Y fer vel í gegn á 75 km hraða,
sem er allt önnur hegðun. Önnur
góð, hin vond,“ hafði Linus Pröjtz
um málið að segja. n
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR