Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 4
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GLÆSILEG RAFMÖGNUÐ JEPPASÝNING SÝNUM EINNIG BREYTTA OG ÓBREYTTA RAM ÁSAMT JEEP COMPASS OG RENEGADE PLUG-IN HYBRID LAUGARDAGINN 2. OKTÓBER MILLI KL. 12-16 ÁRA ÁBYRGÐ 8 ÁRA ÁBYRGÐ Á DRIFRAFHLÖÐU PLUG-IN HYBRID n Tölur vikunnar n Þrjú í fréttum 7 atkvæðum munaði á fulltrúum Vinstri grænna og Miðflokksins í Suðurkjördæmi. 2 hreindýrskálfar sem var bjargað á Fljótsdals- heiði í vor búa nú hjá fjölskyldu í Múlaþingi. 5,1 prósenta atvinnuleysi er á Íslandi. 8 metra hval rak á land nærri Jörfa á Álftanesi á fimmtudag. 37 þingmenn í stjórnarflokkum voru kjörnir í nýyfirstöðnum kosningum. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi „Er saknæmt að gera mistök?“ svaraði Ingi blaðamanni, sem spurði hvort líklegt væri að lögregla fyndi eitthvað saknæmt í rannsókn á framkvæmd talningar í kjör- dæminu. Öll spjót hafa staðið á Inga í vikunni vegna talningarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra „Kosningarnar og niður staða þeirra var að þessi ríkis stjórn héldi sínum meiri hluta og vinna okkar núna snýst mest um að endur nýja okkar sam starf og fara yfir stóru við fangs efnin fram undan, líka okkar á herslur,“ sagði forsætisráð- herra í gær og hefur fundað stíft með formönnum hinna stjórnar- f lokkanna um endurnýjun stjórnarsamstarfsins. Aron Einar Gunnarsson fyrirliði landsliðsins í knattspyrnu „Fyrir mig, og fjöl- skyldu mína og vini sem þekkja til mín, er mjög sárt að KSÍ, sem ég hef í 97 lands- leikjum gefið alla mína krafta, skuli setja mig til hliðar vegna krafna sem byggjast á óljósum orðrómi um landsliðsmenn. Þetta er óverjandi staða,“ sagði Aron Einar, sem var ekki valinn í leikmannahóp fyrir komandi landsleiki. n Þrjár kærur hafa borist Alþingi vegna kosninganna. Ólíklegt að þing verði kallað saman fyrr en kærufrestur rennur út. Undirbúnings- nefnd hefur verið mynduð. bth@frettabladid.is KOSNINGAR Ekki eru líkur á að Alþingi verði kallað saman fyrr en eftir að kærufrestur vegna þing- kosninganna rennur út, en hann er fjórar vikur. Þetta segir Will- um Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Þingflokkar hafa nú til- nefnt þá þingmenn sem sitja munu í undirbúningsnefnd kjörbréfa- nefndar Alþingis. Í nefndinni munu sitja Birgir Ármannsson, Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Líneik Anna Sæv- arsdóttir fyrir Framsóknarf lokk, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn, Björn Leví Gunnarsson fyrir Pírata, Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrir Samfylkinguna og Inga Sæland fyrir Flokk fólksins. Þessi skipun kann að hafa vandræði í för með sér vegna sjónarmiða um kynjahlutföll, þar sem sex konur sitja í nefndinni en aðeins þrír karlar. Því er ólíklegt að það skýrist nærri því strax hvaða þingmenn munu skipa Alþingi þetta kjörtíma- bil. Þótt Landskjörstjórn hafi í gær gefið út kjörbréf fyrir þingmenn, þar á meðal á grundvelli seinni talningar í Norðvesturkjördæmi, mun Alþingi hafa síðasta orðið. Þingmenn vilja ekki tjá sig opin- berlega um hvaða leið þeir muni styðja þegar kemur til kasta þings- ins, en samkvæmt samtölum blaðs- ins hafa fæstir gert upp sinn hug. Því stefnir jafnvel í átakaafgreiðslu og jafnvel þvert á flokkslínur. Sumir þeirra þingmanna sem voru inni eftir fyrri talningu en duttu út eftir þá síðari, lýsa ömur- legri líðan. Einn þeirra skráði sig atvinnulausan í vikunni.  Í gær barst kæra til þingsins frá Magnúsi Davíð Norðdahl, oddvita Pírata í NV-kjördæmi, þar sem hann krefst þess að kosið verði aftur í NV- kjördæmi. Þá barst einnig kæra frá Guðmundi Gunnarssyni, oddvita Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason, Miðflokki, hyggst einnig leggja fram kæru til þingsins, en hann hefur þegar kært talningu í Norðvestur- kjördæmi til lögreglu. „Ég kæri vegna þess að ég tel að við kjósendur í Norðvesturkjör- dæmi getum ekki treyst að þarna hafi farið fram heiðarlegar og sanngjarnar kosningar, á því leikur vafi,“ sagði Magnús Davíð við þing- húsið í gær, eftir að hann skilaði af sér kærunni til þingsins. Kæran fór einnig til dómsmálaráðuneytisins. Í kærunni er meðal annars nefnt að kjörgögn hafi verið eftirlitslaus og óinnsigluð í um fjórar klukku- stundir. Þetta feli í sér hættu á að átt hafi verið við atkvæði og þar með ákvarðanir kjósenda og gæti því hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þeir ágallar sem helst hafa verið nefndir  við nýja kosningu fyrir vestan eru að allt gæti riðlast ef aftur yrði kosið í einu kjördæmi. Magnús Davíð Norðdahl segir  að í fyrsta lagi hafi Alþingi enga heimild til að taka við málinu frá landskjörstjórn og byggja á einhverri annarri taln- ingu en þeirri sem landskjörstjórn tók upphaflega mið af. Í öðru lagi væri einkennilegt ef menn ætluðu að hengja sig á einhverja eina taln- ingu í meingölluðu ferli, út frá hags- munum. „Ef menn ætla að standa með lýðræði og gagnsæi verður að endurtaka þetta ferli í heild sinni.“ Lögreglurannsókn stendur yfir á framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Borgarnesi. Kærand- inn, Karl Gauti Hjaltason, segir að rannsóknin ætti að vera stak í mál- inu. Hann er ekki bjartsýnn á niður- stöðu en hefur þó ekki lagt niður vopn og segist muni  senda kæru til kjörbréfanefndar. Hann vonast til að þá verði lögreglurannsóknin komin eitthvað áleiðis. Afleitt sé ef síðar komi á daginn að þær ákvarð- anir sem verið er að taka nú séu rangar. n Ólíklegt að krísan leysist næstu vikur Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í NV-kjördæmi, afhenti starfandi þingforseta kæru sína.. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Starfandi forseti Alþingis telur ólíklegt að þing verði kallað saman fyrr en kæru- frestur vegna kosning- anna er liðinn. 4 Fréttir 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.