Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 02.10.2021, Blaðsíða 44
Öryggi | Samvinna | Framsækni Staða framkvæmdastjóra hjúkrunar við Sjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar gegnir einnig starfi framkvæmdastjóra bráða- og þróunarsviðs og er um 100% stöðu að ræða. Staðan veitist frá og með 1. nóvember 2021 eða eftir samkomulagi. Framkvæmdastjóri heyrir beint undir forstjóra og á sæti í framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri hjúkrunar er faglegur forsvarsmaður hjúkrunar á sjúkrahúsinu. Um faglega ábyrgð vísast til 10 gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007.   Undir bráða- og þróunarsvið falla bráðalækningar, myndgreiningalækningar, rannsóknalækningar, unglæknar, bráðamóttaka, myndgreiningadeild, rannsóknadeild, deild mennta og vísinda, gæðamál og sýkingavarnir. Einnig fellur starfsemi Sjúkraflutningaskólans undir ábyrgðarsvið framkvæmdastjóra. Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf með framtíðarsýn og rökstuðningi fyrir hæfni til að gegna tiltekinni stöðu. Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar, sbr. 36. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, metur hæfni umsækjenda. Ákvörðun um ráðningu mun byggjast á ráðningarviðtölum, innsendum gögnum, umsagnaraðilum og umsögn stöðunefndar. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.  Laun skv. gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri, hildig@sak.is Almennt um starfssvið framkvæmdastjóra • Forysta um þjónustu við sjúklinga  • Mótun stefnu og markmið hjúkrunar á sjúkrahúsinu  • Stuðningur við faglega þróun hjúkrunar og starfsþróun hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og sjúkraliða auk eflingar faglegrar þróunar allra annarra heilbrigðisstétta í samvinnu við aðra framkvæmdastjóra  • Fjárhagsleg ábyrgð á rekstri bráða- og þróunarsviðs, fagleg ábyrgð á starfsemi sviðsins auk ábyrgðar á starfsmönnum sviðsins   • Samhæfing á starfsemi bráða- og þróunarsviðs við önnur svið  • Þátttaka í störfum framkvæmdastjórnar skv. nánari ákvörðun forstjóra og samábyrgðar í heildarrekstri  Hæfnikröfur • Háskólanám í hjúkrunarfræði og íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur • Meistaranám í hjúkrun eða heilbrigðisvísindum • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum • Leiðtogahæfni og lausnamiðuð nálgun á árangur • Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og miðlun upplýsinga Framkvæmdastjóri hjúkrunar Allar nánari upplýsingar á vef www.sak.is/atvinna Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2021 Nánari upplýsingar um störfin veita Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu (thorarinn.petursson@sedlabanki.is) og Erla Traustadóttir sérfræðingur á mannauðssviði (mannaudur@sedlabanki.is). Um- sóknarfrestur er til og með 6. október. SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða hagfræðinga á sviði hagfræði og peningastefnu. Hagfræði og peningastefna annast rannsóknir og greiningu á þróun efnahags- og peningamála, gerir þjóðhags- og verðbólguspár og tekur þátt í mótun stefnunnar í peningamálum. Sviðið hefur m.a. umsjón með útgáfu ársfjórðungs- ritsins Peningamála og enskri útgáfu þess Monetary Bulletin. Hagfræðingar SEÐL ABANKI ÍSL ANDS Helstu verkefni: • Almennar rannsóknir, einkum á sviði peninga- og þjóðhagfræði • Þátttaka í gerð verðbólgu- og þjóðhagsspáa bankans • Vinna í tengslum við greiningu og skrif í Peninga- mál • Tilfallandi verkefni og ráðgjöf á ábyrgðasviðum Seðlabankans Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistarapróf í hagfræði • Reynsla af rannsóknum á sviði peninga- og þjóðhag- fræði æskileg • Reynsla af notkun tölfræðiforrita í hagrannsóknum æskileg • Gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði íslensku og ensku • Góð hæfni í að setja fram fræðilegt efni á skýran hátt • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum • Frumkvæði, nákvæmni í vinnubrögðum og metnaður í starfi Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins sem heyrir undir forsætisráðherra. Markmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og traustri og öruggri fjármálastarfsemi. Þá skal bankinn sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjald- eyrisforða og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt og hvetjandi starfsumhverfi sem einkennist af trausti, fagmennsku, þekkingu og framsækni. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um störfin á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. 2019 - 2022 Ánægðir viðskiptavinir eru okkar besta auglýsing Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is 10 ATVINNUBLAÐIÐ 2. október 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.