Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Aðalfundur Haga hf. 3. júní 2021
Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn fimmtudaginn 3. júní 2021 og
hefst hann kl. 9:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.
Dagskrá fundarins:
1) Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári.
2) Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu
endurskoðanda, lagður fram til samþykktar.
3) Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2020/21.
4) Tillaga að lækkun hlutafjár og breytingu á samþykktum.
• Grein 2.1 um hlutafé félagsins verði breytt þar sem
hlutafé verði lækkað úr kr. 1.180.624.568 að nafnverði
í kr. 1.154.232.879 að nafnverði og eigin hlutir,
að nafnverði kr. 26.391.689, þannig ógiltir.
5) Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda.
6) Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu, kaupréttarkerfi og skýrsla
starfskjaranefndar.
7) Tillaga um breytingu á starfsreglum tilnefningarnefndar
8) Kosning tilnefningarnefndar.
9) Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda.
10) Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum.
11) Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru
upp borin.
Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn,
ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera
fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins,
http://www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur/
Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn,
þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og
annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða
einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum.
Stjórn Haga hf.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Úrkoma var sáralítil um stóran hluta
landsins fyrstu 10 daga maímánaðar.
Þetta kemur fram í bloggi Trausta
Jónssonar veðurfræðings, Hungur-
diskum, á Moggablogginu. Mánuð-
urinn hefur verið fremur kaldur en
jafnframt fádæma sólríkur. Dag-
arnir tíu eru ýmist í næstkaldasta
eða þriðja kaldasta sæti aldarinnar á
spásvæðunum.
Í Reykjavík mældist úrkoman að-
eins 0,2 millimetrar, sem er 1% með-
alúrkomu. Síðustu 100 ár hefur úr-
koma þessa daga aðeins einu sinni
verið minni en nú (1958) og einu
sinni jafnlítil (1979) – nokkrum sinn-
um litlu meiri (innan við 1 mm).
Árið 1892 var ekki getið um úr-
komu þessa daga og ekki heldur
1904, 1906 og 1907. „Á þeim árum
var minna hirt um mælingu 0,1 til 0,2
mm heldur en nú er gert – og sam-
anburður svo lítillar úrkomu því ekki
alveg raunhæfur – að öðru leyti en
því að þessir dagar hafa einnig verið
mjög þurrir þessi ár,“ segir Trausti.
Á Akureyri hefur úrkoman aðeins
mælst 1,1 millimetri – en hefur alloft
verið enn minni þessa sömu daga,
segir Trausti. Á Dalatanga er úr-
koma heldur meiri, en samt um 30%
undir meðallagi.
Eins og fram hefur komið í viðtali
við Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðing hér í Morgunblaðinu er ekki
óalgengt að langir þurrkakaflar
komi í maí og júní. En veðurminnið
getur verið svikult. Og ekki þarf að
fara nema tvö ár aftur í tímann til að
finna slíka kafla.
Maí 2019 var þurr um land allt.
Úrkoma í Reykjavík mældist 34,0
millimetrar og á Akureyri mældist
úrkoman 12,1 mm.
Og ekki var júnímánuður 2019
síðri því hann var mjög þurr um allt
land. Óvenju langur þurrkakafli var
á Suður- og Vesturlandi langt fram
eftir mánuðinum. Síðustu dagar maí-
mánaðar voru líka þurrir á þeim
slóðum og því var víða nánast óslit-
inn þurrkur í hátt í fjórar vikur.
Í Stykkishólmi var alveg úrkomu-
laust frá 21. maí til 26. júní eða í 37
daga og er það lengsti þurrkur sem
mælst hefur þar frá upphafi mæl-
inga árið 1856. Fyrra met var 35
dagar frá árinu 1931 þegar þurrt var
í Stykkishólmi frá 15. maí til 20. júní.
Úrkoma í Reykjavík mældist 29,5
mm sem er um 60% af meðalúrkomu
áranna 1961 til 1990. Á Akureyri
mældist úrkoman 14,3 mm, sem var
50% af meðalúrkomu.
Maí og júní 2019 voru einnig mjög
sólríkir, einkum um landið sunnan-
og vestanvert. Sólskinsstundir í
Reykjavík mældust 236,8 í maí, sem
er 44,8 stundum yfir meðallagi ár-
anna 1961 til 1990. Sólskinsstundir í
Reykjavík mældust 303,9 í júní, sem
var 142,6 stundum yfir meðallagi. Er
veðurlagið frá 2019 að endurtaka sig
árið 2021?
Meðalhiti fyrstu tíu daga maímán-
aðar 2021 er 3,9 stig í Reykjavík, -1,7
stigum neðan meðallags áranna 1991
til 2020 og einnig síðustu tíu ára.
Hann raðast í 18. hlýjasta sæti ald-
arinnar í Reykjavík. Kaldastir voru
sömu dagar 2015, meðalhiti þá 1,7
stig, einnig var kaldara en nú sömu
daga árin 2018 og 2003. Hlýjastir
voru dagarnir 10 árið 2011, meðalhiti
þá 8,6 stig. Á langa listanum er hit-
inn nú í 101. sæti (af 145). Hlýjastir
voru sömu dagar 1939, meðalhiti þá
9,1 stig, en kaldastir voru þeir 1979,
meðalhiti -1,0 stig.
Á Akureyri er meðalhiti nú 1,4
stig, -3,5 stigum undir meðallagi ár-
anna 1991 til 2020, en -3,2 stigum
undir meðallagi síðustu tíu ára. Frá
1936 hefur maíbyrjun verið kaldari
11 sinnum á Akureyri, síðast 2015.
Langkaldast var 1979, meðalhiti
fyrstu tíu daga maímánaðar þá var
aðeins -3,4 stig.
Sáralítið hefur rignt í mánuðinum
- Aðeins hefur rignt 0,2 millimetra í Reykjavík - Þurrkakaflinn nú minnir á sumarið 2019, þegar
ekki rigndi 37 daga í röð í Stykkishólmi - Fyrri hluti sumarsins 2019 var sólríkur eins og núna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stykkishólmur Ekki kom þar dropi úr lofti í 37 daga samfleytt sumarið 2019. Hve langur verður þurrkakaflinn nú?
Jón Sigurðsson
Blönduósi
Fyrsta skóflustunga var tekin um
liðna helgi að nýju húsi á Ægis-
braut 2 á Blönduósi. Stefnt er að
því að byggja um 1.200 fermetra
hús, en í fyrsta áfanga verða byggð-
ir um 440 fermetrar, ætlaðir fyrir
sérhæfða matvæla- og heilsuvöru-
framleiðslu. Byggingarkostnaður er
áætlaður um 100 milljónir króna.
Í kjölfar kaupa Vilkó á heilsu-
vöruframleiðslu Protis af Kaup-
félagi Skagfirðinga um síðustu ára-
mót hófst ferli þar sem að koma,
auk Vilkó, Protis, Náttúrusmiðjan,
Ámundakinn og nú síðast Food
Smart.
Í tengslum við Vilkó
Í fyrsta áfanga verður heilsu-
vöruframleiðsla Protis flutt í húsið
og síðan fleiri framleiðslueiningar
sem nú eru á vegum Náttúrusmiðj-
unnar og Vilkó. Einnig verður lögð
áhersla á að fá fleiri frumkvöðla og
fyrirtæki til að hefja starfsemi í
húsinu.
Fyrst um sinn verður allur rekst-
ur í nánum tengslum við Vilkó.
Magnús Ingvarsson hjá Verkís
verkfræðistofu er aðalhönnuður
hússins, en Atli Arnórsson á verk-
fræðistofunni Stoð hannar vökva-
lagnir og Sigurgeir Jónasson hjá
Átaki raflagnir.
Húsið er keypt hjá Límtré og
Trésmiðjan Stígandi annast sökkul-
vinnu og reisir það, þá hefur verið
samið við Júlíus Líndal um jarð-
vegsskipti og lóðarvinnu.
Jóhannes Torfason, formaður
stjórnar Protis og Vilkó, tók fyrstu
skóflustunguna með fornu áhaldi,
ræsaspaða, sem þekkt var í sveitum
landsins á fyrri hluta síðustu aldar.
Viðstaddir voru fulltrúar Blönduós-
bæjar og þeirra fyrirtækja sem
koma að þessu verkefni, og að lok-
inni athöfn þáðu allir léttar hádeg-
isveitingar í boði Vilkó.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Blönduós Fyrsta skóflustunga tekin að húsnæði við Ægisbraut sem mun
hýsa frumkvöðlastarfsemi fyrir framleiðslu á mat- og heilsuvörum.
Frumkvöðlar
boðnir velkomnir
- 1.200 fermetra hús rís á Blönduósi