Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Á okkar uppvaxtarárum var mjög vinsælt að safna servíettum og okkur fannst við hafa fundið mikið dýrmæti þegar við rákumst á tvo kassa undan glösum sem voru eins og sniðnir fyrir servíettusöfn. Þá hófst söfnunin fyrir alvöru,“ segir Jenný Borgedóttir og bætir við að hún sé því miður búin að týna sínum kassa og öllum þeim servíettum sem hann geymdi. Sigríður Melrós Ólafs- dóttir, hennar góða vinkona allt frá upphafi servíettusöfnunar, dregur fram sinn glasakassa sem er stút- fullur af alls konar fimmtíu ára gömlum servíettum. „Þessar servíettur eru jafngamlar okkar vináttu. Það var mikill metnaður í söfnun okkar, því servíettur voru ekki á hverju strái. Ef við fórum í veislu þá þurrkuðum við okkur alls ekki í þær, heldur tók- um helst tvær eða þrjár með okkur heim, til að geta býttað við aðra krakka, því það var mest gaman. Merktar fermingarservíettur með gylltum ramma voru eftirsóttastar og þá skipti engu máli hvers nafn var á þeim. Jóla- og páskaservíettur voru líka vinsælar,“ segir Sigríður og Jenný bætir við að hún hafi elsk- að blómaservíettur. „Servíettur sem voru óvenjulegar í laginu voru líka afar eftirsóttar sem og þær sem voru úr einhverju fíngerðu efni, þunnar og léttar.“ Þær segjast enn vera sjúkar í fallegar servíettur og kaupi þær reglulega til að nota. „Við höldum alltaf einni eða tveimur eftir og fyrir vikið halda servíettur áfram að safn- ast fyrir í skúffum hjá okkur á full- orðinsárum. Þetta er gull og ger- semi og svo er líka mikil hönnunarsaga í servíettum.“ Hún var mitt hald og traust Jenný segir að vinskapur henn- ar og Siggu eigi upphaf sitt í því að hún kynntist pabba hennar Siggu sumarið áður en þær byrjuðu í sex ára bekk, árið 1971. „Foreldrar okkar voru þá að byggja íbúðir í blokkum sem voru hlið við hlið í Seljalandi í Fossvog- inum, en heimilisfeður sáu á þessum tíma sjálfir um byggingarvinnu sinna íbúða. Ég var oft með pabba við þessi byggingarstörf og þá fórum við pabbi hennar Siggu að spjalla saman,“ segir Jenný og Sigga bætir við að pabbi hennar hafi alltaf verið að segja henni frá þessari Jennýju, jafnöldru hennar. „Við vorum því eiginlega orðnar vinkonur áður en við hittumst,“ segir Sigga og bætir við að hún og fjölskylda hennar hafi flutt inn í íbúðina daginn áður en skólinn byrjaði. „Fyrsta skóladaginn leiddumst við Jenný þar sem við gengum sam- an í skólann. Ég var svo lítil og hafði aldrei verið í leikskóla og kveið fyrir að fara í sex ára bekk. Jenný var mitt hald og traust, enda var hún stór og sterk.“ Jenný segist hafa verið heims- vön, eftir eitt ár í leikskóla. „Ég var frek og ákveðin og talaði rosalega mikið með mínum nánustu vinum, en ég var feimin í stórum hópi.“ „Eiginleikar okkar smullu sam- an strax við upphaf okkar vináttu,“ segir Sigga og bætir við að hún hafi átt lítil systkini sem hún var hund- leið á að passa alla daga. „Jenný átti bara eina miklu eldri systur og hún þráði að vera með litlum börnum. Þetta kom sér vel fyrir mig, Jenný nennti að leika við litlu systkini mín og passa þau með mér.“ Voru aðskildar í skólanum Að loknum tólf ára bekk fóru stelpurnar í Réttarholtsskóla og þá skildi leiðir um stund. „Þetta var risastór skóli og þar var krökkum skipt niður eftir ein- kunnum. Ég var barn með lesblindu og fékk lágar einkunnir þannig að við Sigga vorum aðskildar og feng- um ekki að vera saman í bekk. Á þessum árum var lesblinda álitin heimska og ég var sett í svokallaðan tossabekk með krökkum sem ég þekkti ekkert. Þetta var hræðilegt áfall fyrir mig og skelfilegt að flokka börn svona. Ef það voru langar frí- mínútur reyndi ég að finna Siggu, en hún eignaðist auðvitað nýja vini í nýjum bekk.“ Sigga segir að hennar sjokk hafi verið þegar foreldrar hennar fluttu úr Seljalandinu í Bústaða- hverfið þegar hún var 12 ára. „Við Jenný héldum áfram að leika okkur saman utan skólatíma, skógurinn á milli hverfanna var vin- sælt leiksvæði. Við héldum alltaf sambandi, þótt ég hafi farið í MS en Jenný í Ármúlaskóla. Ég fór svo í Mynd og hand en Jenný í Fóstru- skólann. Við hittumst samt annað slagið og vorum alltaf perlu- vinkonur. Svo eignuðumst við börn og buru og náðum þá aftur saman og erum núna orðnar nágrannar, búum í sama sveitarfélagi utan við borg- ina.“ Skemmtilegast að býtta á dýrmæti Tvær perluvinkonur hitt- ust á dögunum til að fagna fimmtíu ára vin- skap og skoða jafngamalt servíettusafn sem önnur þeirra átti enn í fórum sínum frá bernskuárum þeirra. Vinkonur í 50 ár Jenný sterka með Siggu á hestbaki í Fossvoginum forðum og í svipaðri stöðu hálfri öld síðar. Morgunblaðið/Kristín Heiða Gersemar Hér má sjá brot af servíettusafni Siggu, merktar fermingarservíettur með gylltum ramma voru vinsælar. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Vefverslun mostc.is Gerið verðsamanburð FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM 11.990 kr. Jakki 1. – st. 38-54 12.990 kr. Jakki 2. – st. 40-56 1 2 Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt 2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum. www.transatlantic.is info@transatlantic.is Sími 588 8900 GLÆSILEGARMIÐALDA BORGIR Í A-EVRÓPU Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg Póllands. Wroclaw var kosin menningarborg Evrópu 2016. Wroclaw hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er ægifögur menningarborg með svo margt fyrir ferðamanninn sem gerir hana svona vinsæla. Gamli bærinn er augna- yndi með fagrann arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum og menningarviðburðir í borginni hafa ætíð verið fjölbreyttir. Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd- aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. RIGA Í LETTLANDI WROCLAW TALLINN EISTLANDI NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ Vilnius, Budapest, Prag Gdansk, Krakow, Varsjá, Bratislava St. Pétursborg, Vínarborg og Brugge Tallinn er ein allra fallegasta borg Evrópu og er gamli bæjarhlutinn sá hluti borga- rinnar sem mesta aðdráttaraflið hefur á ferðamenn. Þar eru götur steini lagðar, byggingar frá 11. öld sem hefur tekist að varðveita ótrúlega vel. Þú ferð úr 21. öldinni beint aftur í miðaldir. Þar sem Tallinn er best varðveitta miðaldaborg N-Evrópu hefur henni verið bætt við á heimslista UNESCO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.