Morgunblaðið - 13.05.2021, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Sumarið
er tíminn!
Frábært úrval af sundfötum
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Vefverslun selena.is
Vefverslun
selena.is
Sagódesert með mangó
Sagógrautur
150 g Til hamingju-sagógrjón
250 ml vatn
500 ml kókosrjómi
100 g sykur
Blandið öllu nema sykri saman í pott og leyf-
ið að standa í um 30 mínútur áður en þið kveik-
ið undir.
Hitið næst að suðu, lækkið hitann vel og leyf-
ið að malla í 5-10 mínútur og hrærið mjög
reglulega í allan tímann.
Þið getið smakkað grjónin til en þau eru
tilbúin þegar þau eru orðin glær á litinn.
Þá má taka grautinn af hellunni og hræra
sykrinum saman við.
Skiptið niður í 6-8 glös og kælið.
Mangótoppur
1 stórt þroskað mangó
hlynsíróp
kókosflögur
mynta (til skrauts)
Skerið mangó í litla bita og skiptið á milli
glasanna.
Sprautið um einni matskeið af sírópi yfir og
stráið loks kókosflögum og skreytið með
myntu.
Ljúffengur biti Berglind ákvað að fara heldur óhefðbundna leið og bjó til eftirrétt úr grjónunum.
Sagógrjón duttu aldrei úr tísku
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Munaðarvara Eitt sinn var það svo að sagógrjón þóttu mikil munaðarvara.
Sagógrjón eru herramannsmatur
og flestir kannast sjálfsagt við
sagógraut sem minnir um margt
á hefðbundinn grjónagraut. Hér
er hins vegar á ferðinni eftir-
réttur úr sagógrjónum sem er
sérlega spennandi. Hann kemur
úr smiðju Berglindar Hreið-
arsdóttur sem veit nú alltaf hvað
hún syngur í matargerð.
Af Vísindavefnum
Sagógrjón voru fyrst
flutt til Vesturlanda í byrj-
un 18. aldar og þóttu þá
mesta ljúfmeti. Íslendingar
kynntust þeim fyrst líklega
um eða eftir eftir miðja 18.
öld. Árið 1784 voru sagó-
grjón flutt til sjö hafna á
landinu: Vestmannaeyja,
Hafnarfjarðar, Stapa,
Grundarfjarðar, Flateyjar,
Patreksfjarðar og Eyja-
fjarðar. Á þessum tíma
voru sagógrjón munaðar-
vara, þau voru til að mynda
átta sinnum dýrari en
hveiti sem var þó alls eng-
inn almúgamatur.
Komið er á markað hérlendis
hreinsiefni sem fullyrt er að eigi eft-
ir að breyta því hvernig við þrífum.
Efnið byggist á örtækni og skilur
eftir þunna húð á yfirborði sem veit-
ir sótthreinsivörn gegn bakteríum,
veirum og sveppum í allt að tíu daga.
Um svokallaðan alhreinsi er að
ræða en það dugar á flest yfirborð
og er sagt jafn áhrifaríkt á gólf,
spegla og textíl. Það hefur reynst
öflugur bandamaður gegn myglu og
hafa sundlaugar hér á landi verið að
taka efnið í notkun með góðum ár-
angri. Bæði er efnið umhverfisvænt
og nota þarf minna af því en gengur
og gerist með önnur efni, auk þess
sem ekki þarf að nota mörg mismun-
andi hreinsiefni.
Bacoban hefur hlotið fjölda við-
urkenninga erlendis og er nú loksins
fáanlegt hér á landi. Fyrst um sinn
er hægt að fá efnið í verslunum Bón-
uss og á heimasíðunni bacoban.is.
Undraefnið sem sagt er
100 sinnum skilvirkara
Áhrifaríkt gegn Covid Bacoban skilur eftir sig ósýnilega, þunna nano-himnu
sem sótthreinsar í allt að 10 daga á eftir og gerir næstu þrifi auðveldari.