Morgunblaðið - 13.05.2021, Side 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
KA – LEIKNIR R. 3:0
1:0 Hallgrímur Mar Steingrímss. 15.(v)
2:0 Hallgrímur Mar Steingrímss. 57.(v)
3:0 Ásgeir Sigurgeirsson 70.
M
Steinþór Már Auðunsson (KA)
Þorri Mar Þórisson (KA)
Brynjar Ingi Bjarnason (KA)
Haukur Heiðar Hauksson (KA)
Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Guy Smit (Leikni)
Sævar Atli Magnússon (Leikni)
Rautt spjald: Octavio Páez (Leikni) 84.
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinss. – 8.
Áhorfendur: 200.
FYLKIR – KR 1:1
1:0 Sjálfsmark 3.
1:1 Grétar Snær Gunnarsson 7.
M
Dagur Dan Þórhallsson (Fylki)
Arnór Borg Guðjohnsen (Fylki)
Aron Snær Friðriksson (Fylki)
Ásgeir Eyþórsson (Fylki)
Atli Sigurjónsson (KR)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)
Kristinn Jónsson (KR)
Beitir Ólafsson (KR)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 6.
Áhorfendur: 450, uppselt.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
KA-menn hafa gefið til kynna að
þeir ætli sér meira en meðal-
mennsku á þessu tímabili. Þeir
fylgdu góðum útisigri á KR eftir í
gær með mjög sannfærandi sigri á
nýliðum Leiknis á Dalvíkurvelli, 3:0,
og eru á toppi deildarinnar, í það
minnsta þar til þriðju umferðinni
lýkur í kvöld.
Samt hefur Akureyrarliðið glímt
við mikil meiðsli í vor og missti m.a.
þrjá byrjunarliðsmenn út í leiknum
við KR en fjarvera þeirra kom ekki
að sök í gær.
_ Hallgrímur Mar Steingrímsson
varð fyrstur í sögu KA til að skora
þrjátíu mörk í efstu deild karla.
Hann skoraði bæði mörk liðsins úr
vítaspyrnum og seinna markið var
hans 30. fyrir Akureyrarfélagið í
deildinni en áður hafði hann skorað
fjögur fyrir Víking. Hallgrímur sló á
dögunum markamet Elfars Árna
Aðalsteinssonar sem hefur gert 27
mörk fyrir KA en Hallgrímur er nú
markahæsti leikmaður deildarinnar
með fjögur mörk á tímabilinu.
_ Tvíburarnir Nökkvi Þeyr og
Þorri Mar Þórissynir voru í fyrsta
skipti báðir í byrjunarliði KA og það
var vel við hæfi því þeir eru frá Dal-
vík. Þeir eru synir Þóris Áskels-
sonar sem lengi lék með Þór.
_ Arnar Grétarsson, þjálfari KA,
setti þrjá nýliða inn á eftir að hans
lið var komið í 3:0 á Dalvík. Þorvald-
ur Daði Jónsson, Kári Gautason og
Elvar Máni Guðmundsson komu inn
á og léku sinn fyrsta leik í efstu
deild.
_ Elvar Máni varð með þessu
yngsti KA-maðurinn og fimmti
yngsti leikmaður deildarinnar frá
upphafi, 15 ára og 106 daga gamall.
_ Octavio Páez varð fyrsti leik-
maðurinn frá Venesúela til að leika í
efstu deild hér á landi þegar hann
kom inn á hjá Leikni. Það var stutt
gaman, Páez fór í tveggja fóta tækl-
ingu þegar hann var búinn að vera
inn á 13 mínútur og fékk umsvifa-
laust rauða spjaldið hjá Vilhjálmi
Alvari Þórarinssyni dómara.
Beitir varði fyrstu
vítaspyrnuna
Fylkir og KR skildu jöfn í Árbæn-
um, 1:1, og KR er því með fjögur stig
eftir þrjá leiki en Fylkismenn bíða
eftir sínum fyrsta sigri og eru með
tvö stig.
_ Arnór Sveinn Aðalsteinsson,
miðvörður KR, varð fyrir því að
skora fyrsta sjálfsmark deildarinnar
í ár strax á þriðju mínútu.
_ Aðeins fjórum mínútum síðar
jafnaði Grétar Snær Gunnarsson
með sínu fyrsta marki fyrir KR, 1:1.
Grétar fór síðan af velli að loknum
fyrri hálfleik vegna meiðsla.
_ Beitir Ólafsson, markvörður
KR, varð fyrstur til að verja víta-
spyrnu í deildinni í ár. Fylkir fékk
vítaspyrnu á fyrstu mínútu síðari
hálfleiks en Beitir varði vel frá
Arnóri Borg Guðjohnsen.
_ Arnór Sveinn bætti fyrir sjálfs-
markið með því að bjarga af miklu
harðfylgi á marklínunni þegar Jor-
dan Brown virtist vera að koma
Fylkismönnum yfir í seinni hálf-
leiknum. Brown, sem er 24 ára gam-
all Englendingur, var í fyrsta skipti í
byrjunarliði Fylkis en hann kom inn
á sem varamaður í fyrstu tveimur
leikjunum.
_ Aron Snær Friðriksson kom í
mark Fylkis á ný eftir að hafa verið
á bekknum í fyrstu leikjunum.
Óskabyrjun
KA-manna á
tímabilinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kapphlaup Arnór Borg Guðjohnsen, kantmaður Fylkis, og Kristinn Jóns-
son, bakvörður KR, á sprettinum í viðureign liðanna í Árbænum í gærkvöld.
- Efstir með sjö stig eftir sannfærandi
sigur gegn Leikni á Dalvíkurvelli Ljósmynd/Þórir TryggvasonTvenna Hallgrímur Mar Steingrímsson sækir að marki Leiknis á Dalvík.
Hann skoraði tvö mörk og hefur því gert fjögur í deildinni í vor.
Pepsi Max-deild karla
KA – Leiknir R. ........................................ 3:0
Fylkir – KR............................................... 1:1
Staðan:
KA 3 2 1 0 6:1 7
FH 2 1 1 0 3:1 4
Valur 2 1 1 0 3:1 4
Víkingur R. 2 1 1 0 2:1 4
KR 3 1 1 1 4:4 4
Keflavík 2 1 0 1 2:1 3
HK 2 0 2 0 2:2 2
Fylkir 3 0 2 1 3:5 2
Leiknir R. 3 0 2 1 3:6 2
Breiðablik 2 0 1 1 3:5 1
ÍA 2 0 1 1 1:3 1
Stjarnan 2 0 1 1 0:2 1
Lengjudeild kvenna
Víkingur R. – Afturelding........................ 1:3
FH – Grótta .............................................. 3:1
ÍA – Augnablik ......................................... 2:1
Staðan:
Afturelding 2 1 1 0 5:3 4
FH 2 1 0 1 4:3 3
Haukar 1 1 0 0 2:1 3
Augnablik 2 1 0 1 3:3 3
ÍA 2 1 0 1 3:3 3
Grótta 2 1 0 1 3:4 3
HK 1 0 1 0 3:3 1
Grindavík 1 0 1 0 2:2 1
Víkingur R. 2 0 1 1 4:6 1
KR 1 0 0 1 1:2 0
2. deild kvenna
KH – Hamar ............................................. 7:0
Fram – Hamrarnir ................................... 4:3
England
Chelsea – Arsenal .................................... 0:1
-Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik-
mannahópi Arsenal.
Staðan:
Manch. City 35 25 5 5 72:26 80
Manch. United 35 20 10 5 68:38 70
Leicester 36 20 6 10 65:44 66
Chelsea 36 18 10 8 55:33 64
West Ham 35 17 7 11 55:45 58
Liverpool 34 16 9 9 57:39 57
Tottenham 35 16 8 11 61:41 56
Arsenal 36 16 7 13 50:38 55
Everton 34 16 7 11 46:42 55
Leeds United 35 15 5 15 53:53 50
Aston Villa 34 14 6 14 49:41 48
Wolves 35 12 9 14 35:47 45
Crystal Palace 35 11 8 16 37:59 41
Southampton 35 11 7 17 44:62 40
Burnley 35 10 9 16 33:47 39
Newcastle 35 10 9 16 40:58 39
Brighton 35 8 13 14 36:41 37
Fulham 35 5 12 18 25:47 27
WBA 35 5 11 19 32:68 26
Sheffield Utd 35 5 2 28 18:62 17
Ítalía
Bologna – Genoa...................................... 0:2
- Andri Fannar Baldursson var ónotaður
varamaður hjá Bologna.
Grikkland
Olympiacos – PAOK................................ 1:0
- Ögmundur Kristinsson var ekki í leik-
mannahópi Olympiacos og Sverrir Ingi
Ingason var ekki í leikmannahópi PAOK.
Svíþjóð
Kalmar – Gautaborg ............................... 0:0
- Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn
með Gautaborg.
Varberg – Hammarby............................. 1:3
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby.
Häcken – Örebro ..................................... 2:3
- Valgeir Lunddal Friðriksson var ónot-
aður varamaður hjá Häcken og Oskar Tor
Sverrisson var ekki í leikmannahópnum.
Sirius – Elfsborg...................................... 0:2
- Aron Bjarnason var ekki í leikmanna-
hópi Sirius.
Staða efstu liða:
Djurgården 6 5 0 1 11:4 15
Norrköping 5 3 1 1 8:3 10
Hammarby 6 3 1 2 11:9 10
Elfsborg 6 3 1 2 8:6 10
Kalmar 6 2 4 0 5:3 10
Noregur
Kristiansund – Bodö/Glimt.................... 0:2
- Brynjólfur Willumsson kom inn á sem
varamaður á 71. mínútu hjá Kristiansund.
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Brann – Vålerenga.................................. 0:3
- Viðar Örn Kjartansson lék fyrstu 80
mínúturnar hjá Vålerenga.
Holland
B-deild:
Excelsior – Go Ahead Eagles................. 0:1
- Elías Már Ómarsson lék fyrstu 74 mín-
úturnar hjá Excelsior sem endar í 9. sæti.
Almere City – Jong PSV......................... 1:1
- Kristófer Ingi Kristinsson lék síðari
hálfleikinn hjá Jong PSV og lagði upp
markið. Liðið endar í 14. sæti.
Telstar – Jong Ajax ................................. 1:2
- Kristian Hlynsson kom inn á hjá Jong
Ajax á 89. mínútu. Liðið endar í 16. sæti.
Danmörk
B-deild:
Viborg – Silkeborg.................................. 3:3
- Patrik Gunnarsson markvörður og Stef-
án Teitur Þórðarson léku allan leikinn með
Silkeborg. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í
úrvalsdeildinni.
0-'**5746-'
Delaney Baie Pridham, eða DB eins og hún er nú kölluð í Vestmanna-
eyjum, er leikmaður 2. umferðarinnar í Pepsi Max-deild kvenna hjá Morg-
unblaðinu. Pridham, sem er 23 ára bandarískur framherji, hefur byrjað
tímabilið afar vel með ÍBV, skorað þrjú mörk, og hún gerði tvö í mögn-
uðum sigri Eyjakvenna á Íslandsmeisturum Breiðabliks. Fyrir frábæra
frammistöðu fékk hún þrjú M, hæstu einkunn Morgunblaðsins.
Brenna Lovera, framherji Selfyssinga, og Agla María Albertsdóttir,
kantmaður Breiðabliks, eru báðar í úrvalsliði umferðarinnar í annað sinn.
Lovera hefur skorað þrjú mörk fyrir topplið Selfyssinga í fyrstu tveimur
leikjunum. ÍBV á þrjá leikmenn í liði umferðarinnar.
2. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
24-4-2
Auður Scheving
ÍBV
Mist
Edvardsdóttir
Valur
Viktorija
Zaicikova
ÍBV
Natasha Anasi
Keflavík Agla María
Albertsdóttir
Breiðablik
Betsy Hassett
Stjarnan
Jelena Tinna
Kujundzic
Þróttur
Delaney Baie Pridham
ÍBV
Brenna Lovera
Selfoss
Emma Checker
Selfoss
Sóley María
Steinarsdóttir
Þróttur
2
2
Pridham best í 2. umferðinni
_ Fyrirliðinn Jordan Henderson leikur
ekki með Liverpool í síðustu umferð-
um ensku úrvalsdeildarinnar í knatt-
spyrnu eins og vonir höfðu staðið til.
Henderson meiddist á nára í leik gegn
Everton í febrúar en Jürgen Klopp,
knattspyrnustjóri félagsins, staðfesti í
gær að hann myndi ekki ná síðustu
leikjunum. Henderson á hinsvegar
ágæta möguleika á að leika með enska
landsliðinu á EM í sumar.
_ Samherji Hendersons, Virgil van
Dijk, sem slasaðist á hné í október, líka
í leik gegn Ever-
ton, sagði í gær að
hann myndi ekki
leika með Hollandi
á EM í sumar. Tald-
ar höfðu verið
nokkrar líkur á því
að varnarmað-
urinn öflugi næði
því en hann sagði
að skynsamlegast væri fyrir sig að ein-
beita sér að því að ljúka endurhæfing-
unni í sumar og vera klár í slaginn á
næsta tímabili.
_ Albert Serrán, 36 ára gamall
spænskur knattspyrnumaður, er kom-
inn til liðs við 1. deildar lið Aftureld-
ingar. Serrán ólst upp hjá Espanyol og
spilaði þrjá leiki í efstu deild á Spáni,
var síðan þrjú tímabil með Swansea í
ensku B-deildinni en hefur síðan leikið
á Kýpur, í Albaníu og á Indlandi.
_ Martin Montipo, 21 árs gamall
ítalskur knattspyrnumaður sem er
hálfíslenskur, er kominn til Skaga-
manna frá ítalska D-deildarliðinu Fel-
ino. Hann á íslenska móður og er ætt-
aður frá Húsavík. Skagamenn hafa
lánað Montipo til venslafélags síns á
Akranesi, Kára, sem leikur í 2. deild.
_ Atli Hrafn Andrason er genginn til
liðs við ÍBV frá Breiðablik og spilar því
með Eyjamönnum í 1. deild karla í fót-
boltanum í sumar. Atli er 22 ára gamall
kantmaður, uppalinn hjá KR, og var um
skeið í röðum enska félagsins Fulham.
Hann lék fimm úrvalsdeildarleiki með
KR-ingum á ár-
unum 2015-16 en
kom síðan til Vík-
inga frá Fulham og
lék með þeim
2018-20. Þar spil-
aði hann 36 úr-
valsdeildarleiki og
skoraði tvö mörk.
Hann kom síðan til
Breiðabliks frá Víkingi í ágúst á síðasta
ári og lék fimm leiki með Kópavogslið-
inu á lokaspretti Íslandsmótsins 2020
og skoraði eitt mark.
_ Framherjinn ungi Ólöf Sigríður
Kristinsdóttir er komin á ný til Þrótt-
ar í Reykjavík í láni frá Val en hún lét
mikið að sér kveða með Þróttarliðinu
í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á síð-
Eitt
ogannað