Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 www.gilbert.is VELDU ÍSLENSKT ÚR MEÐ SÁL 101 ART DECO „LÆKNIRINN SEGIR AÐ ÞÚ KOMIST HEIM Á FÖSTUDAGINN EF ÉG LOSA MIG VIÐ KÖTTINN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að njóta sögustundarinnar með mömmu. ÉG, FYRIR MITT LEYTI, ER Á MÓTI HAUSTINU! ÉG SÉ AÐ ÉG ER Í MINNIHLUTA HELGA! ERTU EKKI OF MIKIL EYÐSLUKLÓ NÚNA? NEI, ALLS EKKI! ÉG KLÓFESTI ÞETTA ALLT Á ÚTSÖLU! „ÞÚ VILDIR BARA KOSTNAÐARÁÆTLUN – EKKI SATT?“ kennari og fv. íþróttafréttamaður og íþróttastjóri RÚV. Foreldrar Sam- úels Arnar: Erlingur Guðmundsson, vörubílstjóri og vegagerðarmaður, f. 17.9. 1939, d. 16.4. 2016, og Sigurvina Samúelsdóttir, f. 1.8. 1937, fv. kaup- maður. Þau voru gift í 54 ár. Börn Ástu og Samúels Arnar eru 1) Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, f. 23.4. 1984, umsjónarkennari á Griða- stöðum, í landi Gaddstaða. Maki: Arnar Jónsson tæknifræðingur, f. 1985. Börn þeirra eru Ída María, f 2015 og Bastían, f. 2018; 2) Greta Mjöll Samúelsdóttir, f. 5.9. 1987, upp- lýsingafulltrúi á Djúpavogi. Maki: William Óðinn Lefever, f. 1985, for- stöðumaður og sósumeistari. Börn þeirra eru Regína Anna, f. 2015, Samúel Fróði, f. 2017, og Kolbeinn Mói, f. 2019. Systkini Ástu eru Óskar Gunn- laugsson, f. 10.10. 1962, málarameist- ari, býr í Mosfellsbæ; Kristrún Her- mannsdóttir, f. 29.9. 1969, sjúkrahús- starfsmaður, býr í Ósló, og Þórkatla Hermannsdóttir, f. 14.12. 1974, geislafræðingur, býr á Borg í Gríms- nesi. Foreldrar Ástu eru Guðbjörg Greta Bjarnadóttir, f. 28.6. 1940, fv. starfsmaður Landspítala, búsett í Kópavogi, og Gunnlaugur Breiðfjörð Óskarsson, f. 26.9. 1938, málara- meistari, búsettur í Kópavogi. Þau giftust 1961, en skildu 1965. Stjúpfað- ir Ástu var Hermann Gunnarsson, f 15.9. 1934, d. 3.1. 2020. Ásta B. Gunnlaugsdóttir Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. í Tortu í Biskupstungum Helgi Sigurðsson sjómaður í Hafnarfirði, f. í Hafnarfirði Ragnheiður Helgadóttir húsfreyja í Hafnarfirði Óskar Breiðfjörð Jónsson sjómaður í Reykjavík Gunnlaugur Breiðfjörð Óskarsson málarameistari í Hafnarfirði og Reykjavík Lofthildur Kristín Pálsdóttir b. í Arnarbæli, f. á Víghólsstöðum á Fellsströnd Jón Kristófer Lárusson b. og skipstjóri í Arnarbæli á Fellsströnd, síðar fisksali í Rvík, f. í Rifgirðingum á Skógarströnd Teitný Jóhannesdóttir húsfreyja á Ósi á Blönduósi, f. í Gröf á Vatnsnesi Stefán Magnússon bóndi í Dæli og á Stórhóli í Víðidal, Hún., f. á Þingeyrum Ásta Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Bjarni Maríus Einarsson leigubílstjóri í Reykjavík Þórkatla Þorkelsdóttir b. á Eystri-Geldingalæk, f. í Nýjabæ í Vogum Einar Jónsson bóndi og smiður á Eystri-Geldinga- læk á Rangárvöllum, f. þar Úr frændgarði Ástu B. Gunnlaugsdóttur Guðbjörg Greta Bjarnadóttir fv. starfsmaður Landspítalans, búsett í Kópavogi Ég greip nokkrar bækur meðlimrum og tók eina hér og aðra þar. Fyrst varð fyrir mér „Bjargvættur“ í fjórðu Davíðsbók eftir Davíð Hjálmar Haraldsson: Björgólfur bóndi á Síki barg mörgu lambi úr díki og kapli úr svaði hann fann konur í baði en aðeins með öflugum kíki. Í „140 limrum“ eftir Jónas Árna- son segir frá „Harmsöng einnar álku“: Ó, hvað ég öfunda fálka, þá skjótfleygu loftanna skálka, sem ofbeldi beita til sjávar og sveita. Ó, hve aumt er að vera álka! Í „Limrum fyrir land og þjóð“ eftir Braga V. Bergmann er „Braggablús“: „Það snerist um end- urbætur á gömlum bragga við Reykjavíkurflugvöll sem áttu að kosta klink en enduðu í haug af seðlum. Endurbætur á salernum voru mjög kostnaðarsamar, það kostaði sitt að gera huggulegan bar í bragganum en mesta athygli vöktu þó rándýr strá frá Dan- mörku. Af þessu öllu má draga þá álykt- un að ekki er öll vitleysan eins. Og svo má yrkja limru, jafnvel í orða- stað borgarstjóra“: Öll okkar fjárveiting farin! Hún fór í að innrétta barinn en einnig fór smá í að flytja inn strá; - höfundarréttarvarin! Í „Til í að vera til“, ljóðabók Þór- arins Eldjárns, er limran „Val- þjófur er beturviti“ Hann Valþjófur veit allt og getur og viskuna færir í letur. Ég sé hann oft hér, þá segir hann mér HIÐ SANNA. (Ég veit þó betur.) Í „Limrum“ Kristjáns Karlssonar er þessi: Ég festi ekki blíðan blund fyrir bölvaðri rökfestu um stund. Loks tókst mér að sofna, fann samhengið rofna og símastaur pissaði á hund. Í „Limruleik“ Jónu Guðmunds- dóttur er dæmi um „Fjölhæfan mann“: Að karlmanni leitaði Lóa og að lokum hitti hún Jóa. Hann var djarfur og hress og dugði til þess að rugga bátnum og róa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limrur eftir ýmsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.