Morgunblaðið - 13.05.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021
Ævintýri Gísla, Eiríks og Helga
í Kómedíuleikhúsinu í Dýrafirði
FRUMSÝNUM UM HV
ÍTASUNNUHELGINA
BAKKABRÆÐUR
Miðasala á
Tix.is
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri
Kópavogs, og Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri skrifuðu í gær undir
viljayfirlýsingu um að finna nýrri
sameiginlegri sundlaug bæjarfélag-
anna stað um miðbik Fossvogsdals.
Tímasetning á uppbyggingu laug-
arinnar liggur ekki enn fyrir en
sveitarfélögin tvö hafa efnt til
hönnunarsamkeppni í samvinnu við
Arkitektafélag Íslands. „Þetta er
mjög viðkvæmt svæði þannig að
samkeppnin er mikilvæg til þess að
finna bestu mögulegu staðsetn-
ingu,“ segir Ármann.
Þá er stefnt að því að sundlaugin
verði byggð samkvæmt grænum
stöðlum og því verða einungis bíla-
stæði fyrir fatlað fólk og aðföng.
Fólk getur því komið gangandi og
hjólandi í laugina. „Dalurinn er
þéttbyggður báðum megin svo að
það ættu að vera allar forsendur til
þess,“ segir Dagur.
Ætla að finna stað fyrir
sundlaug í dalnum
Morgunblaðið/Eggert
Sundlaug Viljayfirlýsing um Fossvogslaug undirrituð í Fossvoginum í gær.
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í
samráði við sóttvarnalækni að
lækka almannavarnastig vegna
Covid-19 frá neyðarstigi niður á
hættustig. Víðir Reynisson yfirlög-
regluþjónn greindi frá þessu á
upplýsingafundi almannavarna í
gær.
Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir sagði að tveir hefðu greinst
á landamærunum með indverska
afbrigði kórónuveirunnar. Þeir eru
báðir í sóttvarnahúsi. Hann sagði
að smitum á landamærunum hefði
fækkað nokkuð að undanförnu og
nefndi að þær aðgerðir sem gripið
hefur verið til hefðu væntanlega
dregið úr smitum. Þórólfur benti á
að von sé á fjölgun ferðamanna.
Alma Möller landlæknir hvatti
fólk til að uppfæra smitrakn-
ingarappið í snjallsímum sínum,
eftir að bluetooth-lausn var komið
þar fyrir. Hún sagði appið vera
sérstaklega mikilvægt á þessari
stundu í faraldrinum.
Farin af neyðar-
stigi á hættustig
- Tveir með indverska afbrigðið
Morgunblaðið/Eggert
Upplýsingafundur Almannavarnastig vegna faraldursins var lækkað.
Smekkleysan á sér fá takmörk íborgarstjórn Reykjavíkur. Á
þriðjudag var í borgarstjórn rætt
um fjármál borgarinnar. Fulltrúum
meirihlutans líður illa í slíkri um-
ræðu, þar sem þeir hafa árum sam-
an safnað skuldum eins og enginn
sé morgundagurinn.
Það réttlætir þó
ekki orð sem féllu á
fundinum.
- - -
Sjálfstæðismenn íborgarstjórn
hafa gagnrýnt
þessa óráðsíðu og á
fyrrnefndum fundi
greip Dóra Björt
Guðjónsdóttir pírati
til þess að hella úr
skálum reiði sinnar
yfir þennan stjórn-
málaflokk og sagði
hann óábyrgan og
skaðlegan, þröng-
sýnan og gamaldags. Svo bætti hún
um betur og fullyrti: „Sjálfstæðis-
flokkurinn er í raun kýli á sam-
félaginu. Hann er hreint og beint
hættulegur samfélaginu.“
- - -
Þarna er borgarfulltrúinn að talaum þann flokk sem hefur lang-
mestan stuðning allra flokka á
landinu og hefur innan vébanda
sinna tugþúsundir landsmanna.
Það er kýlið, að mati borgar-
fulltrúans, því að flokkurinn er
ekkert annað en flokksmennirnir.
- - -
Kolbrúnu Baldursdóttur, borg-arfulltrúa Flokks fólksins, of-
bauð málflutningur píratans og
benti á að þetta væri skítkast og
einelti og ekki mannsæmandi. Í
svari sínu hvikaði Dóra Björt
hvergi.
- - -
Það kom svo sem ekki á óvart, eneinhverjum kann að hafa kom-
ið á óvart að forseti borgarstjórnar,
fulltrúi Viðreisnar, skyldi ekki
grípa inn í. En ef til vill þurfti það
ekki heldur að koma á óvart.
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
Smekkleysa
STAKSTEINAR
Kolbrún
Baldursdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/