Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.05.2021, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Ævintýri Gísla, Eiríks og Helga í Kómedíuleikhúsinu í Dýrafirði FRUMSÝNUM UM HV ÍTASUNNUHELGINA BAKKABRÆÐUR Miðasala á Tix.is Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélag- anna stað um miðbik Fossvogsdals. Tímasetning á uppbyggingu laug- arinnar liggur ekki enn fyrir en sveitarfélögin tvö hafa efnt til hönnunarsamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. „Þetta er mjög viðkvæmt svæði þannig að samkeppnin er mikilvæg til þess að finna bestu mögulegu staðsetn- ingu,“ segir Ármann. Þá er stefnt að því að sundlaugin verði byggð samkvæmt grænum stöðlum og því verða einungis bíla- stæði fyrir fatlað fólk og aðföng. Fólk getur því komið gangandi og hjólandi í laugina. „Dalurinn er þéttbyggður báðum megin svo að það ættu að vera allar forsendur til þess,“ segir Dagur. Ætla að finna stað fyrir sundlaug í dalnum Morgunblaðið/Eggert Sundlaug Viljayfirlýsing um Fossvogslaug undirrituð í Fossvoginum í gær. Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við sóttvarnalækni að lækka almannavarnastig vegna Covid-19 frá neyðarstigi niður á hættustig. Víðir Reynisson yfirlög- regluþjónn greindi frá þessu á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði að tveir hefðu greinst á landamærunum með indverska afbrigði kórónuveirunnar. Þeir eru báðir í sóttvarnahúsi. Hann sagði að smitum á landamærunum hefði fækkað nokkuð að undanförnu og nefndi að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til hefðu væntanlega dregið úr smitum. Þórólfur benti á að von sé á fjölgun ferðamanna. Alma Möller landlæknir hvatti fólk til að uppfæra smitrakn- ingarappið í snjallsímum sínum, eftir að bluetooth-lausn var komið þar fyrir. Hún sagði appið vera sérstaklega mikilvægt á þessari stundu í faraldrinum. Farin af neyðar- stigi á hættustig - Tveir með indverska afbrigðið Morgunblaðið/Eggert Upplýsingafundur Almannavarnastig vegna faraldursins var lækkað. Smekkleysan á sér fá takmörk íborgarstjórn Reykjavíkur. Á þriðjudag var í borgarstjórn rætt um fjármál borgarinnar. Fulltrúum meirihlutans líður illa í slíkri um- ræðu, þar sem þeir hafa árum sam- an safnað skuldum eins og enginn sé morgundagurinn. Það réttlætir þó ekki orð sem féllu á fundinum. - - - Sjálfstæðismenn íborgarstjórn hafa gagnrýnt þessa óráðsíðu og á fyrrnefndum fundi greip Dóra Björt Guðjónsdóttir pírati til þess að hella úr skálum reiði sinnar yfir þennan stjórn- málaflokk og sagði hann óábyrgan og skaðlegan, þröng- sýnan og gamaldags. Svo bætti hún um betur og fullyrti: „Sjálfstæðis- flokkurinn er í raun kýli á sam- félaginu. Hann er hreint og beint hættulegur samfélaginu.“ - - - Þarna er borgarfulltrúinn að talaum þann flokk sem hefur lang- mestan stuðning allra flokka á landinu og hefur innan vébanda sinna tugþúsundir landsmanna. Það er kýlið, að mati borgar- fulltrúans, því að flokkurinn er ekkert annað en flokksmennirnir. - - - Kolbrúnu Baldursdóttur, borg-arfulltrúa Flokks fólksins, of- bauð málflutningur píratans og benti á að þetta væri skítkast og einelti og ekki mannsæmandi. Í svari sínu hvikaði Dóra Björt hvergi. - - - Það kom svo sem ekki á óvart, eneinhverjum kann að hafa kom- ið á óvart að forseti borgarstjórnar, fulltrúi Viðreisnar, skyldi ekki grípa inn í. En ef til vill þurfti það ekki heldur að koma á óvart. Dóra Björt Guðjónsdóttir Smekkleysa STAKSTEINAR Kolbrún Baldursdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.