Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.05.2021, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ný skýrslaum stöðuog horfur í íslenskum sjávar- útvegi og fiskeldi er afar athyglisverð og verður vonandi til að rétta af sér- kennilega umræðu sem stundum á sér stað um ís- lenskan sjávarútveg og jafnvel óskiljanlegan fjandskap í garð þessarar undir- stöðuatvinnugreinar. Skýrslan, sem er mikil að vöxtum og ít- arleg, er unnin að beiðni sjávar- útvegs- og landbúnaðarráð- herra. Hana skrifa Sveinn Agnarsson, prófessor við við- skiptafræðideild Háskóla Ís- lands, og nokkrir aðrir sérfræð- ingar á þessu sviði og er óhætt að segja að fengur sé að útgáf- unni. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um stjórnkerfi fiskveiða og sögu þess og þróun hér á landi og væri sú lesning fróðleg mörgum þeirra sem hæst hafa í vanhugsaðri gagnrýni á sjávar- útveginn. Rifjað er upp að „knýjandi líffræðileg og hagræn rök“ hafi verið fyrir því að breyta um stjórnkerfi fiskveiða og hverfa frá sóknarstýringu og taka upp aflamarkskerfi. Í skýrslunni segir einnig að fjölmargar rannsóknir hafi „sýnt fram á að aflamarkskerfi með framseljanlegum aflaheimildum auki hagkvæmni við veiðar og geri þær arðbærari“. Nefnd eru nokkur lönd sem dæmi um þessa reynslu og svo segir: „Með tím- anum munu skilvirkari fyrirtæki kaupa út þau fyrirtæki sem ein- hverra hluta vegna eru ekki jafn vel rekin og þannig munu aflaheimildir safnast á hendur þeirra fyrirtækja er mestan mat geta gert sér úr þeim. Aflamarkskerfi hvetja einnig til þess að útgerðir lágmarki kostnað og kappkosti að auka verðmæti afla síns. Þessir hvatar verða því sterkari sem aflaheimildunum er út- hlutað til lengri tíma. Ótíma- bundin úthlutun aflahlutdeilda ýtir mest undir langtímahugsun og hvetur útgerðir til að hugsa vel um fiskstofnana.“ Ennfremur er bent á að í lög- um séu ákvæði sem komi í veg fyrir að fyrirtækin verði mjög stór og þar sé því ákveðin mála- miðlun. En jafnframt er minnt á að „stærri fyrirtækin eru helstu burðarásar íslensks sjávar- útvegs og samkeppnisstaða ís- lensks sjávarútvegs á alþjóð- legum vettvangi ræðst að mestu leyti af viðgangi þeirra og vexti. Því má ljóst vera að eigi verður slitið sundur stjórnkerfi fisk- veiða annars vegar og sam- keppnisstaða íslensks sjávar- útvegs hins vegar.“ Í þessu samhengi skiptir einnig miklu að hafa í huga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru smá í alþjóðlegu samhengi og keppa að auki við rík- isstyrktan sjávarútveg annarra landa, en í skýrslunni kemur einmitt fram að Ísland er eina ríki OECD þar sem sjávar- útvegur nýtur ekki stuðnings hins opinbera. Gott væri ef ný skýrsla um sjávar- útveg yrði til að leið- rétta ýmsar mis- sagnir um greinina} Fróðleg skýrsla Kjörtímabil síð-asta forseta í Bandaríkjunum reyndist frið- vænlegra en marg- ur gaf sér þegar sá settist óvænt við skrifborðið í ávölu skrifstofunni í Washington. Hann reyndist mun nær Ísrael í liði en Obama for- seti, sem veitti Bræðralagi múslima í Egyptalandi atbeina sinn og studdi aðför þeirra að Mubarak forseta. Ekki var Bandaríkjaforsetinn sem við tók að launa stuðning við sig, enda hefur mikill meirihluti gyðinga vestra jafnan stutt flokk demó- krata í kosningum. Þeir Íslendingar sem enn fá aðeins skýringar sínar um utan- ríkismál frá „RÚV“ fá mjög brenglaða mynd af því sem ger- ist í umheiminum. Fréttastofan sú styður sig nú og jafnan við sama fræðimanninn og er það inntak kynninga hans ætíð eins að Ísraelsmenn verðskulda einir sakfellingu að hans mati. Nú síðast var kenningin sú að for- sætisráðherra þeirra stæði í blóðs- úthellingum til að styrkja stöðuna í viðræðum um stjórnarmyndun! Var þá lítt horft til aðdraganda síðustu atburða. Gegnum tíðina hefur margur hlotið friðarverðlaun fyrir að skakka leik á þessum bletti. Í fréttaflauminum vill gleymast hversu þétt er búið þarna. Ísr- aelsríki er aðeins fimmti hluti af stærð Íslands. Gaza-svæðið, þaðan sem eldflaugunum var skotið nú, er um 1,5% af stærð Íslands og þar búa um tvær milljónir manna og lúta stjórn Hamas-samtakanna, sem klerkastjórnin í Íran stýrir. Í Gaza var síðast kosið 2006 og því ástæðulaust að blanda „stjórnarmyndunarviðræðum“ inn í þeirra ákvarðanir. En ein- hliða framsetning og túlkun at- burða gerir engum gagn. Hin formlegu stjórnvöld Palestínu á Vesturbakkanum hafa ekkert yf- ir Hamas-liðum í Gaza að segja. Dapurlegt er að sjá gamla atburði eins og í endursýningu og ekkert hefur breyst} Hver, ef einhver, verða viðbrögð Bidens? Á kjörtímabilinu hefur margt gerst á sviði heilbrigðismála. Heilbrigð- iskerfið sjálft hefur verið eflt fjár- hagslega svo um munar og ýmsar breytingar í stefnumótun, skipu- lagi og framboði þjónustu verið gerðar. Mig langar til að nefna sérstaklega tíu atriði sem sýna það að við erum sannarlega að gera betur í heilbrigðismálum. 1. Fyrst nefni ég heilbrigðisstefnu sem var samþykkt á Alþingi í júní 2019. Með setningu heilbrigðisstefnu hafa heilbrigðisyfirvöld og stofnanir heilbrigðiskerfisins nú vegvísi sem gerir að verkum að sjúklingum er tryggð rétt og samfelld þjónusta á réttu þjónustustigi. 2. Í öðru lagi nefni ég framkvæmdir við nýjan Landspítala við Hringbraut sem ganga vel. Nýtt sjúkrahótel hefur verið tekið í notkun á kjörtímabilinu og framkvæmdir við meðferðarkjarna eru í fullum gangi. 3. Heilsugæslan hefur verið efld sem fyrsti viðkomu- staður í heilbrigðiskerfinu. Fagstéttum sem starfa innan heilsugæslunnar hefur verið fjölgað og fjárframlög til heilsugæslunnar hafa aukist um rúmlega 22% á kjör- tímabilinu. 4. Greiðsluþátttaka sjúklinga í kostnaði vegna heilbrigð- isþjónustu hefur lækkað verulega. Hlutfallið var 18,3% árið 2013 en hafði lækkað í 15,6% árið 2019, sem er nýjasti út- reikningur yfir hlutfallið. Í fjármálaáætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga. 5. Geðheilbrigðisþjónusta hefur verið efld verulega, til dæmis með fjölgun sálfræðinga í heilsugæslu og geðheilsuteymum um land allt. 6. Ráðist hefur verið í stóráták í fjölgun hjúkrunarrýma, en samhliða mikilli uppbygg- ingu rýma hefur verið unnið að því að efla dagvöl, heimaþjónustu og heilsueflingu aldr- aðra. 7. Kostnaður vegna tannlækninga aldraðra og öryrkja hefur lækkað mikið. Það er afger- andi þáttur í því að jafna aðgang fólks að heil- brigðisþjónustu og sporna við heilsufars- legum ójöfnuði af félagslegum og fjárhagslegum ástæðum. 8. Við höfum sett stefnu í endurhæfingar- málum og unnið framkvæmdaáætlun til þess að koma tillögum stefnunnar til framkvæmda. 9. Í því skyni að ná markmiði heilbrigðis- stefnu um enn öflugra lýðheilsustarf lagði ég fram þings- ályktunartillögu um lýðheilsustefnu á Alþingi í mars 2021, en mikilvægt er að stefna um lýðheilsu standi á traustum grunni og samræmist heilbrigðisstefnu. 10. Að endingu nefni ég stofnun landsráðs um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu. Landsráðið mun hafa það hlutverk að greina mannaflaþörf heilbrigðiskerfisins og koma með tillögur til ráðherra varðandi mönnun og menntun þessara stétta og unnið er að samsetningu þess í heilbrigðisráðuneytinu nú um stundir. Svandís Svavarsdóttir Pistill Tíu atriði Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is E nginn vafi leikur á því að lögfesting frumvarps um- hverfisráðherra um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem er til umfjöllunar á Alþingi, mun hafa mikil og víðtæk áhrif. Helstu breytingarnar varða með- höndlun úrgangs. Markmiðið er að skapa skilyrði fyrir myndun hring- rásarhagkerfis, stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu, draga úr myndun úrgangs og auka endurvinnslu hans. Um er að ræða innleiðingu Evr- óputilskipana en hætt hefur verið við fyrri áform um að lögin taki gildi 1. júlí næstkomandi og er nú lagt til að gildistakan verði 1. janúar 2023. Auka á endurvinnslu heimilis- úrgangs. Er m.a. lagt til að komið verði á skyldu til sérstakrar söfn- unar fleiri úrgangstegunda en nú- gildandi lög kveða á um sem og skyldu til flokkunar einstaklinga og lögaðila á þessum úrgangsteg- undum. Einstaklingum og lögaðilum verður gert skylt að flokka heimilis- úrgang og rekstrarúrgang, safna skal pappír, plasti og lífúrgangi við íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í þétt- býli, þ.e.a.s. við húsvegg, til að stuðla að enn frekari flokkun og endur- vinnslu, sveitarfélögum verður skylt að innheimta gjald sem næst raun- kostnaði við meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjald verður lagt á gler-, málm- og viðarumbúðir. Í samræmi við tilskipun sem innleiða á verður lagt bann við urðun úrgangs sem hefur verið safnað sér- staklega til undirbúnings fyrir endurnotkun eða til endurvinnslu. Þá ber framleiðendum og innflytj- endum að fjármagna hreinsun á rusli á víðavangi svo dæmi séu nefnd en hvað síðastnefnda atriðið varðar segir í greinargerð að Úrvinnslu- sjóði verði falið að útfæra fyrir- komulag söfnunar úrgangs á víða- vangi. Umsagnir við frumvarpið hafa streymt til umhverfisnefndar Al- þingis að undanförnu. Þær eru al- mennt jákvæðar gagnvart því mark- miði sem breytingarnar miða að en fjölmargt er gagnrýnt, m.a. óljós áætlun um kostnað sem þær muni hafa í för með sér. Félag atvinnurek- enda segir t.a.m. að tilraun umhverf- is- og auðlindaráðuneytisins til að bæta við einhverju kostnaðarmati í greinargerð frumvarpsins sé mjög í skötulíki. Eingöngu sé horft á kostn- að sveitarfélaga. „Ekkert er vikið að kostnaðaráhrifum á fyrirtækin. Þá er mat á verðlagsáhrifum eingöngu reiknað út frá (afar bjartsýnu) mati á áhrifum frumvarpsins á kostnað sveitarfélaga, sem þau eru líkleg til að velta út í verðlagið með hækkun þjónustugjalda. Engin tilraun er gerð til að meta verðlagsáhrif af úrvinnslugjaldi sem leggjast mun á nýja vöruflokka eða hækkuðu úrvinnslugjaldi vegna aukinna kvaða í lögum sem frumvarpið hefur í för með sér,“ segir í umsögn FA. Mat á verðlagsáhrifum sé algjörlega marklaust og vinnubrögðin óboðleg. Í sameiginlegri umsögn SA, SVÞ, SAF, SFS og SI segir einnig að mat á kostnaði skorti og hætt sé við að óbreyttu að frumvarpið „muni fela í sér verulegan kostnað fyrir alla aðila, fyrirtæki, sveitarfélög og al- menning“. Í umsögn Landverndar eru lagabreytingarnar sagðar gott vega- nesti í vegferðina að hringrásar- hagkerfinu. Markmiðið sé að fyrir árslok 2030 verði a.m.k. 70% af um- búðaúrgangi og 65% af heimilis- úrgangi endurunnin og kærkomið sé að framvegis verði skylt að flokka byggingar- og niðurrifsúrgang með væntanlegum breytingum. Stór skref en mati á kostnaði ábótavant Morgunblaðið/Árni Sæberg Urðun Í umsögn Sorpu segir að breytingarnar í frumvarpinu séu mikil- vægar til að draga úr urðun og hætta henni alfarið í Álfsnesi í lok árs 2023. Kveðið er á um skilagjald á ökutæki í frumvarpinu en fram kemur í umsögn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga að sveit- arfélög og heilbrigðiseftirlitin hafi orðið vör við töluverða aukningu þess að ökutæki séu skilin eftir á víðavangi. Áætlað sé að það kosti sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu a.m.k. 30 þúsund kr. að fjarlægja ökutæki af víða- vangi og samkvæmt gjaldskrá Vöku kosti allt að 25.000 kr. að fjarlægja ökutæki. „Er því nokkuð ljóst að skilagjaldið er orðið það lágt að almenningur sér ekki leng- ur hag sinn í að skila inn bíl- um heldur skilur þá í auknu mæli eftir á víðavangi með til- heyrandi kostnaði sveitarfé- laga og þá um leið íbúa,“ segir í umsögninni og leggur sam- bandið til að skilagjald öku- tækja verði 30 þúsund kr. á hvern bíl. Skilagjald verði 30 þús. BÍLAR Á VÍÐAVANGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.