Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 53

Morgunblaðið - 13.05.2021, Síða 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2021 www.gilbert.is VELDU ÍSLENSKT ÚR MEÐ SÁL 101 ART DECO „LÆKNIRINN SEGIR AÐ ÞÚ KOMIST HEIM Á FÖSTUDAGINN EF ÉG LOSA MIG VIÐ KÖTTINN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að njóta sögustundarinnar með mömmu. ÉG, FYRIR MITT LEYTI, ER Á MÓTI HAUSTINU! ÉG SÉ AÐ ÉG ER Í MINNIHLUTA HELGA! ERTU EKKI OF MIKIL EYÐSLUKLÓ NÚNA? NEI, ALLS EKKI! ÉG KLÓFESTI ÞETTA ALLT Á ÚTSÖLU! „ÞÚ VILDIR BARA KOSTNAÐARÁÆTLUN – EKKI SATT?“ kennari og fv. íþróttafréttamaður og íþróttastjóri RÚV. Foreldrar Sam- úels Arnar: Erlingur Guðmundsson, vörubílstjóri og vegagerðarmaður, f. 17.9. 1939, d. 16.4. 2016, og Sigurvina Samúelsdóttir, f. 1.8. 1937, fv. kaup- maður. Þau voru gift í 54 ár. Börn Ástu og Samúels Arnar eru 1) Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir, f. 23.4. 1984, umsjónarkennari á Griða- stöðum, í landi Gaddstaða. Maki: Arnar Jónsson tæknifræðingur, f. 1985. Börn þeirra eru Ída María, f 2015 og Bastían, f. 2018; 2) Greta Mjöll Samúelsdóttir, f. 5.9. 1987, upp- lýsingafulltrúi á Djúpavogi. Maki: William Óðinn Lefever, f. 1985, for- stöðumaður og sósumeistari. Börn þeirra eru Regína Anna, f. 2015, Samúel Fróði, f. 2017, og Kolbeinn Mói, f. 2019. Systkini Ástu eru Óskar Gunn- laugsson, f. 10.10. 1962, málarameist- ari, býr í Mosfellsbæ; Kristrún Her- mannsdóttir, f. 29.9. 1969, sjúkrahús- starfsmaður, býr í Ósló, og Þórkatla Hermannsdóttir, f. 14.12. 1974, geislafræðingur, býr á Borg í Gríms- nesi. Foreldrar Ástu eru Guðbjörg Greta Bjarnadóttir, f. 28.6. 1940, fv. starfsmaður Landspítala, búsett í Kópavogi, og Gunnlaugur Breiðfjörð Óskarsson, f. 26.9. 1938, málara- meistari, búsettur í Kópavogi. Þau giftust 1961, en skildu 1965. Stjúpfað- ir Ástu var Hermann Gunnarsson, f 15.9. 1934, d. 3.1. 2020. Ásta B. Gunnlaugsdóttir Sigríður Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. í Tortu í Biskupstungum Helgi Sigurðsson sjómaður í Hafnarfirði, f. í Hafnarfirði Ragnheiður Helgadóttir húsfreyja í Hafnarfirði Óskar Breiðfjörð Jónsson sjómaður í Reykjavík Gunnlaugur Breiðfjörð Óskarsson málarameistari í Hafnarfirði og Reykjavík Lofthildur Kristín Pálsdóttir b. í Arnarbæli, f. á Víghólsstöðum á Fellsströnd Jón Kristófer Lárusson b. og skipstjóri í Arnarbæli á Fellsströnd, síðar fisksali í Rvík, f. í Rifgirðingum á Skógarströnd Teitný Jóhannesdóttir húsfreyja á Ósi á Blönduósi, f. í Gröf á Vatnsnesi Stefán Magnússon bóndi í Dæli og á Stórhóli í Víðidal, Hún., f. á Þingeyrum Ásta Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík Bjarni Maríus Einarsson leigubílstjóri í Reykjavík Þórkatla Þorkelsdóttir b. á Eystri-Geldingalæk, f. í Nýjabæ í Vogum Einar Jónsson bóndi og smiður á Eystri-Geldinga- læk á Rangárvöllum, f. þar Úr frændgarði Ástu B. Gunnlaugsdóttur Guðbjörg Greta Bjarnadóttir fv. starfsmaður Landspítalans, búsett í Kópavogi Ég greip nokkrar bækur meðlimrum og tók eina hér og aðra þar. Fyrst varð fyrir mér „Bjargvættur“ í fjórðu Davíðsbók eftir Davíð Hjálmar Haraldsson: Björgólfur bóndi á Síki barg mörgu lambi úr díki og kapli úr svaði hann fann konur í baði en aðeins með öflugum kíki. Í „140 limrum“ eftir Jónas Árna- son segir frá „Harmsöng einnar álku“: Ó, hvað ég öfunda fálka, þá skjótfleygu loftanna skálka, sem ofbeldi beita til sjávar og sveita. Ó, hve aumt er að vera álka! Í „Limrum fyrir land og þjóð“ eftir Braga V. Bergmann er „Braggablús“: „Það snerist um end- urbætur á gömlum bragga við Reykjavíkurflugvöll sem áttu að kosta klink en enduðu í haug af seðlum. Endurbætur á salernum voru mjög kostnaðarsamar, það kostaði sitt að gera huggulegan bar í bragganum en mesta athygli vöktu þó rándýr strá frá Dan- mörku. Af þessu öllu má draga þá álykt- un að ekki er öll vitleysan eins. Og svo má yrkja limru, jafnvel í orða- stað borgarstjóra“: Öll okkar fjárveiting farin! Hún fór í að innrétta barinn en einnig fór smá í að flytja inn strá; - höfundarréttarvarin! Í „Til í að vera til“, ljóðabók Þór- arins Eldjárns, er limran „Val- þjófur er beturviti“ Hann Valþjófur veit allt og getur og viskuna færir í letur. Ég sé hann oft hér, þá segir hann mér HIÐ SANNA. (Ég veit þó betur.) Í „Limrum“ Kristjáns Karlssonar er þessi: Ég festi ekki blíðan blund fyrir bölvaðri rökfestu um stund. Loks tókst mér að sofna, fann samhengið rofna og símastaur pissaði á hund. Í „Limruleik“ Jónu Guðmunds- dóttur er dæmi um „Fjölhæfan mann“: Að karlmanni leitaði Lóa og að lokum hitti hún Jóa. Hann var djarfur og hress og dugði til þess að rugga bátnum og róa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Limrur eftir ýmsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.