Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is A ð einhverju leyti er þetta saga minnar eigin æsku. Sitthvað sem ég reyndi sem barn kemur fram í bókinni; bæði einstaka atvik og sú löngun að hitta föður minn sem ég vissi lítið um. Reyndar var sú löngun ekki svo sterk að hún yfirskyggði flest annað, eins og hjá Helga litla. Eitthvert þema verður nú að vera í svona sögu,“ segir Guðni Kolbeinsson ís- lenskufræðingur. Á næstu dögum er væntanleg í verslanir ný útgáfa af bókinni Mömmustrákur, sem Guðni skrifaði og kom upphaflega út síðla árs 1982. Þá um sumarið hafði Guðni í Morgunstund barnanna í Ríkis- útvarpinu lesið söguna, sem árið eftir fékk Barnabókaverðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur. Allt gerðist þetta í aðstæðum þegar efni flutt á einu út- varpsrás landsins varð hverju mannsbarni þekkt. Eðlileg leit og spurningar Þótt bráðum 40 ár séu liðin frá útgáfu hefur bókin þó ekki gleymst, þótt ófáanleg sé. Því var Guðni áfram um endurútgáfu sögunnar sem Bókafélagið réðst í. Formleg útgáfa verður 28. maí, en þá verður höfund- urinn 75 ára. Guðni Kolbeinsson er þjóð- þekktur maður fyrir skrif, kennslu og fjölmiðlastörf. Sem barn fór hann víða um landið með móður sinni, Ás- dísi Sigurðardóttur, sem var í vistum hér og þar, svo sem austur í Holtum og norður í Mývatnssveit. Þetta var um miðbik síðustu aldar, þegar börn léku sér með legg og skel og mót- uðust í samfélagi, sem er að öllu leyti gjörólíkt því sem nú er. „Ég vissi á þessum tíma lítið um föður minn annað en að hann væri maður í Reykjavík,“ segir Guðni. „Í Mývatnssveit þekkti ég allt heim- ilisfólk á einstaka bæjum og gerði mér sem barn ekki grein fyrir að Reykjavík væri margfalt stærri stað- ur og fólkið fleira. Þegar ég var svo kominn til höfuðborgarinnar og var þar á ferð í strætisvagni með móð- ursystur minni spurði ég hana hvort þessi eða hinn maðurinn væri pabbi minn. Fyrir mér var þetta eðlileg leit og spurningar. Frænka kunni hins vegar ekki að meta þetta og fór með mig úr vagninum áður en við komum þangað sem fara átti. Frá þessu segir meðal annars í bókinni.“ Láta engan eiga neitt inni hjá sér Fimm ára fluttist Guðni með móður sinni austur í Laugardal. Ás- dís móðir hans giftist Ragnari Jóns- syni og þau hófu búskap á bænum Hólabrekku, skammt innan við Laugarvatn. Þar ólst Guðni upp, Ragnar gekk honum í föðurstað og lífið í sveitinni var gott. Myndir dag- anna voru fjölbreyttar og mótuðu ungan dreng, sem var lítill eftir aldri og enginn bógur í líkamlegum átök- um. Það reyndi hann að bæta upp með því að tala aðra krakka í kaf og láta engan eiga neitt inni hjá sér. Eða svo segir Guðni, nú um það bil 70 ár- um síðar. „Eftir stúdentspróf fór ég að kenna, meðal annars vestur á Pat- reksfirði þar sem ég kynntist Lilju Begsteinsdóttur, konu minni, og við eignuðumst okkar fyrsta barn. Ein- hverju sinni þegar ég kom í bæinn í frí datt mér í hug að banka upp á hjá föður mínum, sem ég vissi þá orðið hvar var að finna. Sá, Kolbeinn Grímsson offsetljósmyndari og þjóð- kunnur stangveiðimaður, tók vel á móti mér og Hilmi Snæ, syni mínum sem þá var á fyrsta árinu. Upp frá þessu myndaðist gott samband með okkur pabba sem varði og hélt.“ Barnabörnin vildu bókina En aftur að bókinni Mömmu- strákur, þar sem segir frá ýmsum skemmtilegum smáatvikum í lífi barnsins þótt bókin hafi undirtón og boðskap. Þó að ytra umhverfið sé allt annað segist Guðni telja fullvíst að margt sé það sama nú „[…] og veldur börnum einstæðra mæðra hugarangi eða vekur þeim kæti. Ég vona því að mömmustrákurinn eigi enn erindi við börn – og jafnvel fullorðna líka,“ eins og segir í eftirmála nýrrar útgáfu. Hana taldi Guðni þarfa, boðskapur hennar eigi vissulega erindi við sam- félagið en aðalástæðan segir hann að sé þó trúlega sú að barnabörn þeirra Lilju hafi viljað eignast bókina, sem svo lengi hefur verið ófáanleg. Þá hefur Kristín Berta, dóttir þeirra hjóna, teiknað nýjar myndir í bókina, sem er 156 blaðsíður og snoturlega gerð á alla lund. Og svona rétt í blálokin. Sá sem þetta skrifar var ellefu ára sumarið 1982 þegar Guðni las útvarpssöguna – og gleymir henni sennilega aldrei. Æskuminningin er einkar ljúf. Í dag á ég svo frændsystkini sem búa aust- ur í Laugardal, nærri heimahögum Guðna. Þau eru kátir, uppá- tækjasamir krakkar og stundum gerir greinarhöfundur sér til gamans að máta ýmis atvik í þeirra lífi við það sem segir frá í Mömmustrák. Sumt af því bergmálar við söguna, sem lifir vel þótt árin líði. Mömmustrákur á erindi við börn nútímans Æskuminningar. Sumar- sagan frá 1982 nú endur- útgefin. Mömmustrákur Guðna Kolbeinssonar, sem verður 75 ára síðar í mánuðinum. Leit að föður og líf í sveitinni. Barnabörnin vildu bók. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfundur Sitthvað sem ég reyndi sem barn kemur fram; bæði atvik og löngunin til að hitta föður minn, segir Guðni, hér við heimili sitt í Reykjavík. Í baksýn er kúpullinn á Landshöfðingjahúsinu sem kóróna á höfði Guðna. Bók Mömmustrákur frá 1982 til vinstri og svo nýja útgáfan sem kemur í versl- anir eftir nokkra daga með nýjum myndum Kristínar Bertu Guðnadóttur. Ítrekað hefur þurft að fresta Júl- íönu – hátíð sögu og bóka í Stykk- ishólmi sem var fyrst fyrirhuguð í febrúar síðastliðnum. Þá var hátíðin færð fram í maí en nú er áformað að hún verði í haust. Fyrir dagskrá vordaga var samið við Halldór Lax- ness Halldórsson, Dóra DNA, um að koma og vinna með nemendum í Grunnskóla Stykkishólms að skap- andi skrifum. Árangur samstarfsins verður kynntur á hátíðinni í haust. Einnig var búið að auglýsa ljóða- samkeppni og þegar skilafrestur rann út 31. mars höfðu borist 160 ljóð. Í dómnefnd keppninnar sátu Sig- þrúður Silju- og Gunnarsdóttir rit- stjóri, sem var formaður, Lilja Sig- urðardóttir rithöfundur og Anna Jóna Lýðsdóttir bókasafnsfræð- ingur. Vegna fjölda ljóðanna var úr vöndu að ráða. Nefndin náði sam- eiginlegri niðurstöðu um þrjú efstu sætin sem verðlaun hlutu. Vegna mikillar þáttöku og margra fram- bærilegra ljóða var ákveðið að veita að auki tíu höfundum sérstaka við- urkenningu. 1. verðlaun fékk ljóðið Það er ljóð sem mig langar að yrkja eftir Ægi Þór Jahnke. 2. verðlaun hlaut Ég get alveg farið eftir plani eftir Birnu Hjaltadóttur. Sigrún Björnsdóttir er höfundur ljóðsins Samgróningar sem fékk 3. verð- laun. Afhending verðlauna var í Amts- bókasafninu í Stykkishólmi 6. maí sl. Júlíana er búin að festa sig í sessi og mun verða haldin í október og verður það í níunda sinn, segir í til- kynningu. Í undirbúningsnefndinni eru í ár Gréta Sigurðardóttir for- maður, Nanna Guðmundsdóttir, Sunna Guðný Högnadóttir og Þór- unn Sigþórsdóttir. Góð þátttaka í ljóðasamkeppni Júlíönu í Stykkishólmi Fjöldi frambærilegra ljóða Samkeppni F.v.: Sigþrúður Silju- og Gunnarsdóttir formaður og verðlauna- hafarnir Ægir Þór Jahnke, Birna Hjaltadóttir og Sigrún Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.