Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
HK er komið upp í efstu deild karla
í handbolta eftir 29:16-sigur á Fram
U á útivelli í Grill 66-deild karla í
gærkvöldi. HK nægði sigur til að
tryggja sér efsta sæti deildarinnar,
þrátt fyrir að vera með jafnmörg
stig og Víkingur.
HK féll úr efstu deild á síðasta ári
og fór því aftur upp í fyrstu tilraun.
HK og Víkingur enda bæði með 32
stig, en HK er með betri árangur
innbyrðis. Unnu þau bæði 16 af 18
leikjum og töpuðu aðeins tveimur.
Víkingar fara í umspil ásamt Fjölni,
Kríu og Herði frá Ísafirði.
HK-ingar aftur
í úrvalsdeild
Morgunblaðið/Eggert
Þjálfarinn Elías Már Halldórsson
stýrði HK upp í efstu deild.
Litháinn Adomas Drungilas hjá Þór
Þorlákshöfn hefur verið úrskurð-
aður í þriggja leikja bann fyrir oln-
bogaskot sem hann veitti leikmanni
Þórs frá Akureyri í leik liðanna í
Dominos-deild karla í körfubolta á
dögunum. Drungilas mun því missa
af þremur fyrstu leikjum Þórs-
liðanna í úrslitakeppninni, en þau
mætast einmitt í átta liða úrslit-
unum. Er þetta í þriðja sinn sem
Drungilas er úrskurðaður í bann á
skömmum tíma fyrir olnbogaskot,
en hann gæti misst af öllu einvíginu
vegna bannsins.
Þórsari enn
og aftur í bann
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bann Adomas Drungilas er kominn
í bann fyrir olnbogaskot.
KÖRFUBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur átti ekki í neinum vandræðum
með að vinna Fjölni á heimavelli í
fyrsta leik liðanna í undanúrslitum
Íslandsmóts kvenna í körfubolta í
gærkvöldi en lokatölur urðu 90:49,
Val í vil. Fjölnisliðið, sem var nýliði í
Dominos-deildinni í vetur og kom á
óvart með að komast í úrslitakeppn-
ina, átti engin svör gegn gríðarlega
sterku liði Vals, en sjaldan sjást
álíka yfirburðir í leikjum í úr-
slitakeppninni.
Fjölnir stóð í Valsliðinu framan af
í fyrsta leikhluta, en síðan ekki sög-
una meir. Valskonur unnu annan og
þriðja leikhluta samanlagt 50:18.
Kiana Johnson var öflug að vanda
hjá Val með 22 stig, 9 fráköst og 8
stoðsendingar og Helena Sverr-
isdóttir skoraði 12 stig og tók 13 frá-
köst.
Lina Pikciuté var sú eina í liði
Fjölnis sem komst í tveggja stafa
tölu í stigaskori en hún gerði 13 stig.
Sannfærandi Haukar
Spennan var aðeins meiri í Ólafs-
sal á Ásvöllum þar sem Haukar
komust í 1:0 gegn Keflavík með
77:63-sigri. Haukar voru yfir allan
tímann og náðu mest 18 stiga for-
skoti. Keflavík átti ágæta spretti
inn á milli, en forskoti Hauka var
aldrei ógnað að ráði. Hafnarfjarð-
arliðið var alltaf með góð svör við
tilraunum Keflavíkur til að gera
leikinn mikið spennandi.
Haukar voru mjög skynsamir í
leik sínum og með Alyesha Lovett
og Lovísu Björt Henningsdóttur í
stuði átti Keflavík ekki mikla mögu-
leika. Lovett var stigahæst hjá
Keflavík með 26 og uppalda Kefla-
víkurkonan Sara Rún Hinriksdóttir
skoraði 14 stig, tók 9 fráköst og gaf
6 stoðsendingar. Lovísa Björt skor-
aði sjö og tók 10 fráköst. Daniela
Wallen skoraði 28 stig fyrir Kefla-
vík og Katla Rún Garðarsdóttir 11.
Leikir tvö í einvígjunum fara fram á
mánudagskvöld en þau lið sem fyrr
vinna þrjá leiki fara í úrslitaeinvíg-
ið.
Sjaldséðir yf-
irburðir Vals
- Haukakonur einnig sannfærandi
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Vörn Daniela Wallen sækir að Söru Rún Hinriksdóttur í gærkvöldi.
Thomas Mikkelsen, danski framherjinn hjá Breiðabliki, er besti leikmaður
þriðju umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta hjá Morgunblaðinu.
Mikkelsen skoraði þrennu og lagði upp eitt mark að auki þegar Blikar sigr-
uðu Keflvíkinga 4:0 í fyrrakvöld og hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína
í blaðinu. Daninn er eini leikmaðurinn sem fékk tvö M í umferðinni.
Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH-inga er í annað skipti í úrvalsliði
Morgunblaðsins eftir þriðju umferðina, fyrir frammistöðu sína í 5:1-
sigrinum á ÍA, en liðið má sjá hér fyrir ofan. Matthías og Brynjar Ingi
Bjarnason, miðvörður KA, eru einu leikmennirnir sem hafa verið valdir
tvisvar í liðið í fyrstu þremur umferðum deildarinnar. vs@mbl.is
3. umferð
í Pepsi Max-deild karla 2021
Hversu oft leikmaður
hefur verið valinn í lið
umferðarinnar
23-4-3
Beitir Ólafsson
KR
Ásgeir Börkur
Ásgeirsson
HK
Matthías Vilhjálmsson
FH
Christian Köhler
ValurJónatan Ingi
Jónsson
FH
Viktor Karl
Einarsson
Breiðablik
Thomas Mikkelsen
Breiðablik
Þorri Mar Þórisson
KA
Haukur Heiðar Hauksson
KA
Nikolaj Hansen
Víkingur
Kári Árnason
Víkingur
2
Mikkelsen bestur í 2. umferð
Lengjudeild karla
ÍBV – Fram............................................... 0:2
Víkingur Ó. – Afturelding........................ 1:5
Fjölnir – Grótta ........................................ 1:0
Kórdrengir – Selfoss................................ 1:3
Staðan:
Fram 2 2 0 0 6:2 6
Fjölnir 2 2 0 0 4:1 6
Afturelding 2 1 1 0 6:2 4
Vestri 1 1 0 0 3:0 3
Þór 2 1 0 1 7:5 3
Grótta 2 1 0 1 4:4 3
Grindavík 2 1 0 1 4:5 3
Selfoss 2 1 0 1 3:4 3
Kórdrengir 2 0 1 1 2:4 1
Þróttur R. 1 0 0 1 1:3 0
ÍBV 2 0 0 2 1:5 0
Víkingur Ó. 2 0 0 2 3:9 0
2. deild karla
Kári – KV .................................................. 4:4
3. deild karla
Augnablik – Ægir..................................... 1:1
2. deild kvenna
KM – Fjölnir ........................................... 0:17
England
Newcastle – Manchester City ................. 3:4
Danmörk
Vejle – OB................................................. 2:2
- Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn
með OB og lagði upp mark. Sveinn Aron
Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 70.
mínútu.
Svíþjóð
Växjö – Rosengård .................................. 0:1
- Andrea Mist Pálsdóttir lék seinni hálf-
leikinn fyrir Växjö.
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
0-'**5746-'
Grill 66-deild karla
Fram U – HK........................................ 16:29
Hörður – Víkingur................................ 32:36
Valur U – Fjölnir .................................. 27:27
Kría – Vængir Júpíters........................ 34:31
Haukar U – Selfoss U .......................... 27:23
Lokastaðan:
HK 18 16 0 2 540:379 32
Víkingur 18 16 0 2 488:425 32
Fjölnir 18 9 4 5 518:474 22
Valur U 18 9 3 6 528:518 21
Haukar U 18 10 1 7 483:474 21
Kría 18 7 3 8 479:499 17
Selfoss U 18 6 3 9 486:505 15
Hörður 18 5 1 12 514:581 11
Vængir Júp. 18 3 0 15 399:486 6
Fram U 18 1 1 16 426:520 3
_ HK hefur tryggt sér sæti í úrvalsdeild.
Víkingur, Fjölnir, Kría og Hörður fara í
umspil um eitt sæti.
Pólland
Chrobry Glogów – Kielce................... 20:31
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5
mörk fyrir Kielce.
Frakkland
B-deild:
Nice – Billere ....................................... 33:32
- Grétar Ari Guðjónsson varði 5 skot í
marki Nice sem endar í 7. sæti.
Nancy – Saran...................................... 29:32
- Elvar Ásgeirsson skoraði 5 mörk fyrir
Nancy sem fer í umspil.
%$.62)0-#
Úrslitakeppni kvenna
Undanúrslit, fyrsti leikur:
Haukar – Keflavík ................................ 77:63
_ Staðan er 1:0 fyrir Hauka og annar leikur
í Keflavík á mánudag.
Valur – Fjölnir ...................................... 90:49
_ Staðan er 1:0 fyrir Val og annar leikur í
Dalhúsum á mánudag.
Umspil karla
8-liða úrslit, oddaleikir:
Sindri – Selfoss ..................................... 70:79
_ Selfoss vann 2:1 og mætir Hamri í und-
anúrslitum.
Álftanes – Skallagrímur ...................... 79:92
_ Skallagrímur vann 2:1 og mætir Vestra í
undanúrslitum.
NBA-deildin
Charlotte – LA Clippers .................... 90:113
Indiana – Milwaukee........................ 133:142
Atlanta – Orlando ............................... 116:93
Miami – Philadelphia ......................... 106:94
New York – San Antonio ................... 102:98
Chicago – Toronto ............................ 114:102
Memphis – Sacramento ................... 116:110
Minnesota – Denver ......................... 103:114
Phoenix – Portland........................... 118:117
_ Philadelphia, Brooklyn, Milwaukee, Atl-
anta, Miami og New York eru komin í úrslit
í Austurdeild. Boston, Charlotte og Indiana
fara í umspil ásamt Washington eða Chi-
cago.
_ Utah, Phoenix, LA Clippers, Denver og
Dallas eru komin í úrslit í Vesturdeild.
Portland og LA Lakers berjast um sjötta
sætið. Annað þeirra fer í umspil ásamt Gol-
den State, Memphis og San Antonio.
4"5'*2)0-#
Fram og Fjölnir fara best af stað í 1.
deild karla í fótbolta, Lengjudeild-
inni, en Reykjavíkurliðin unnu
sterka sigra í gærkvöldi.
Fjölnir hafði betur á móti Gróttu í
einvígi liðanna sem féllu á síðustu
leiktíð, 1:0. Valdimar Ingi Jónsson
skoraði sigurmark Fjölnis á 11. mín-
útu. Grótta er með þrjú stig.
Framarar gerðu góða ferð til
Vestmannaeyja og fögnuðu 2:0-sigri
á ÍBV. Vendipunktur leiksins kom á
18. mínútu þegar Sigurður Arnar
Magnússon fékk rautt spjald og
Fram víti sem Albert Hafsteinsson
skoraði úr. Alex Freyr Elísson gull-
tryggði svo 2:0-sigur Framara í
seinni hálfleik, en ÍBV er án stiga.
Mörkunum rigndi inn í Ólafsvík
þar sem Afturelding vann 5:1-sigur
á Víkingi. Kristófer Óskar Ósk-
arsson skoraði fjögur mörk fyrir
Aftureldingu og Valgeir Árni
Svansson komst einnig á blað. Hlyn-
ur Sævar Jónsson skoraði mark
Ólafsvíkinga er hann minnkaði
muninn í 3:1. Emmanuel Keke og
Hlynur Sævar Jónsson hjá Víkingi
fengu báðir rautt spjald í seinni
hálfleik.
Þá vann Selfoss 3:1-útisigur á
Kórdrengjum. Hrvoje Tokic skoraði
tvö mörk fyrir Selfoss og Kenan
Turudija eitt.
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Grafarvogur Fjölnismaðurinn Orri Þórhallsson í baráttunni í gærkvöldi.
Fram og Fjölnir efst