Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
Sjómannadagur er 6. júní en Hátíð
hafsins í Reykjavík hefur verið af-
lýst annað árið í röð. Það er gert
vegna samkomutakmarkana. Allt að
40.000 manns mættu á hátíðina með-
an hún var haldin.
„Þótt við getum ekki boðið til
fjöldasamkoma ætlar sjómanna-
dagsráð samt að gefa sjómannadeg-
inum sinn verðuga sess eins og okk-
ur ber að gera,“ sagði Sigurður
Garðarsson, framkvæmdastjóri sjó-
mannadagsráðs. Það hefur staðið
fyrir skipulagðri dagskrá á sjó-
mannadaginn allt frá árinu 1938.
„Það verður minningarathöfn við
Minningaröldu sjómannadagsráðs
við Fossvogskirkju klukkan tíu um
morguninn,“ sagði Sigurður. „Síðan
verður sjómannadagsmessa í Dóm-
kirkjunni og verður henni útvarpað.
Engir sjómenn voru heiðraðir á sjó-
mannadaginn 2020 en nú ætlum við
að reyna að heiðra þrjá til fimm sjó-
menn sem búið er að tilnefna. Enn
gildir 50 manna fjöldatakmörkun og
því erum við að hugsa um að hafa
lokaðan viðburð. Þangað verður boð-
ið þeim sem á að heiðra og tilteknum
fjölda þeirra nánustu. Þessu verður
væntanlega streymt svo fólk geti
fylgst með athöfninni. Þetta er gert
með fyrirvara um breytingar á
fjöldatakmörkunum. Ef til vill þurf-
um við að hætta við, eða þá fækka
eða fjölga fólki við athöfnina,“ sagði
Sigurður.
Hann sagði að reynt yrði að gera
sjómannadaginn eins hátíðlegan og
kostur væri. Sigurður minnti á að
sjómannadagur væri lögboðinn frí-
dagur sjómanna og almennur fána-
dagur. Skip verða skreytt með sign-
alföggum og heimili sjómannadags-
ráðs, Hrafnistuheimilin, verða
skreytt sérstaklega. gudni@mbl.is
Sjómannadagur en
engin Hátíð hafsins
- Hátíð hafsins aftur
slegin af vegna sam-
komutakmarkana
Morgunblaðið/Hari
Sjómannadagur 2019 Hátíð hafs-
ins var fjölsótt en fellur niður í ár.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Gerð varnargarðs til að hindra
hraunrennsli niður í dalinn Nátthaga
hófst í fyrrinótt og átti að ljúka í
gærkvöld. Stórvirk jarðýta og skurð-
grafa unnu við verkið í gær. Al-
mannavarnadeild ríkislögreglu-
stjóra óskaði eftir því í fyrradag að
reynt yrði að verjast því að hraun
flæddi úr Nafnlausa dal í Nátthaga.
Ákveðið var að reisa varnargarðinn
og verja með því Suðurstrandarveg
og ljósleiðara sem liggur í mynni
Nátthaga.
„Garðurinn hafði verið hannaður
fyrir nokkru og það var tilbúin áætl-
un,“ segir Fannar Jónasson, bæjar-
stjóri í Grindavík. Hann segir að-
stæður hafa breyst hratt undanfarið.
Sunnudagurinn
var notaður til að
koma tækjum á
staðinn og ganga
frá formsatriðum.
„Hugmyndin
er að þarna verði
4-5 metra hár
varnargarður í
vestara skarðinu.
Samkvæmt hönn-
unarforsendum á
að vera hægt að hækka hann í allt að
átta metra,“ segir Fannar. Austara
skarðið niður í Nátthaga liggur fá-
einum metrum hærra en það vest-
ara. Hraunjaðarinn er ekki farinn að
nálgast austara skarðið.
Hugmyndin var að byrja hraun-
megin og ýta upp garði í átt frá
hrauninu. „Hrauntungan náði svo
langt að það var ekki hægt og því
þurfti að ýta garðinum á móti
hraunstefnunni,“ segir Fannar. Þeg-
ar byrjað var á garðinum voru aðeins
fáeinir tugir metra frá hraunjaðrin-
um að brúninni í Nátthaga. Þarna er
mjög flatlent og lítil fyrirstaða ef
hrauntungan leitaði í þessa átt.
Búið er að lagfæra gönguleiðina
að eldgosinu. „Hættan á að fólk slas-
aði sig var mest í brekkunum en nú
er búið að laga þetta og minni hætta
á að fólk meiði sig.“
Fannar segir leiðina ekki jafn mik-
ið á fótinn og hún var. Fólk eigi auð-
veldara með að komast nú.
Á almannavarnarfundi í gær-
morgun kom fram að ekki væru að-
stæður nú til að hleypa ökutækjum,
t.d. vegna fólksflutninga, inn á svæð-
ið að mati lögreglunnar.
Ljósmynd/Ólafur Þórisson
Varnargarður Umfang hraunflæðisins sést vel á þessari mynd, sem tekin var meðan annar garðurinn var reistur.
Nátthagi varinn
- Varnargarði ýtt að hraunstraumnum - 4-5 metra hár
- Fáir tugir metra voru í að hraunið færi fram af brúninni
Fannar
Jónasson
Stefán Gunnar Sveinsson
Oddur Þórðarson
Tveir greindust með kórónuveiruna
í fyrradag og voru báðir í sóttkví
við greiningu. Voru fjórir á sjúkra-
húsi vegna kórónuveirunnar, og
hafði einn bæst við milli daga. Tvö
smit greindust á landamærunum.
63 eru í einangrun vegna smits, og
fækkaði þeim um tólf manns á milli
daga. Alls voru 330 manns í sóttkví
í gær, miðað við 483 í fyrradag.
Bólusetningar ganga vel, en
stefnt er að því að ljúka bólusetn-
ingu allra í forgangshópi 7 í næstu
viku, en í honum eru allir þeir sem
teljast vera með undirliggjandi
langvinna sjúkdóma. Þar á meðal er
fólk sem t.a.m. er á kvíða- og þung-
lyndislyfjum.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar
Heilsugæslunnar á höfuðborg-
arsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is
í gær að farið væri að síga á seinni
hluta bólusetninga, en gert er ráð
fyrir að rúmlega 15.000 skammtar
verði gefnir í næstu viku, en þar af
verða um 7.000 skammtar af Mod-
erna gefnir á mánudag, annað eins
af Pfizer á þriðjudag og svo um
2.000 skammtar af bóluefni Janssen
á fimmtudaginn.
Segir Ragnheiður að mögulega
verði hafist handa við að bólusetja
fólk af handahófi í þarnæstu viku,
ef næst að klára síðustu forgangs-
hópana sem eftir eru.
Hafa nú allir aldurshópar karl-
manna niður í árganginn sem fædd-
ist árið 1974 og allir aldurshópar
kvenna niður í árganginn 1966
fengið boðun í bólusetningu, en
munurinn á milli kynjanna skýrist
af mismunandi reglum sem gilda
um notkun AstraZeneca-bóluefn-
isins.
Fundað í dag í Skagafirði
Tveir greindust með kór-
ónuveiruna í Skagafirði og nágrenni
í skimunum gærdagsins. Voru báðir
í sóttkví. Stefán Vagn Stefánsson,
yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á
Norðurlandi vestra, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi, að
þær niðurstöður hefðu verið í sam-
ræmi við þær áætlanir sem gerðar
hefðu verið, en 14 manns voru í ein-
angrun á Norðurlandi vestra sam-
kvæmt smittölum á covid.is í gær.
Verður fundað um stöðuna í
Skagafirði í dag og rætt hvort og þá
hvaða tilslakanir á aðgerðum verði
farið í eftir helgi, en þar hafa svæð-
isbundnar sóttvarnaaðgerðir verið í
gildi undanfarna viku. Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í
samtali við mbl.is í gær vera bjart-
sýnn á að hægt yrði að aflétta þeim
aðgerðum innan skamms.
Vilja klára
forgangshópa
í næstu viku
- Bólusetningar ganga mjög vel
- Ræða stöðuna í Skagafirði í dag
Morgunblaðið/Eggert
Faraldur Bólusetningar hafa gengið
mjög vel hér á landi upp á síðkastið.