Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021 E kki var fyrr búið að kristna germ- anskar þjóðir en þær hófu að þýða guðsorð á tungur sínar. Þannig hefst faðirvorið í Ís- lenskri Hómilíubók frá því um 1200: Faðir vor, er ert á himnum, helgist nafn þitt. Svona er bænin á fornhá- þýsku (um 830): Fater unser, thu thar bist in himile, si ge- heilagot thin namo. Hér er loks upphafið á faðirvorinu á fornensku (um 990): Fæder ure þu þe eart on heofonum, si þin nama gehalgod. Burtséð frá guðfræðinni er þessi texti áhugaverður fyrir málfræðinga. Mikil líkindi voru með germönskum málum til forna og því sennilegt að þeir sem töl- uðu þau hafi getað skilið hverjir aðra auðveldlega þótt málin hafi breyst í tímans rás, enska mest og íslenska og þýska einna minnst. Okkur Ís- lendingum veitist tiltölulega létt að botna í forngermönskum textum, ekki síst ef við kunnum eitthvað í þýsku nútímamáli, en auðvitað þarf að huga að einstaka atriðum sem ber í milli. Þannig samsvarar ísl. himinn fornensku heofon en fornháþýsku himil, sbr. heaven á ensku nútímamáli og Himmel á þýsku. Til forna höfðu bæði þýska og enska forskeyti eins og ge- á undan sumum sögnum (geheilagot, gehalgod). Norræn mál misstu þessi for- skeyti á elstu tíð og enska gerði það líka síðar. Þess vegna segjum við helgast og enskumælandi fólk hallow en þýska heldur enn fast í for- skeytin: Geheiligt werde dein Name ‘helgt verði þitt nafn.’ Bókmenntir germanskra þjóða ná raunar langt aftur í aldir þótt ekki væru þær ritaðar fyrr en eftir kristnitökuna. Endurómur af þessari eld- fornu munnlegu sagnahefð hljómar í eddukvæðum, t.d. í frásögum um Sigurð Fáfnisbana og fleiri kempur. Á meðal þeirra eddukvæða sem eiga elstar rætur eru textar um atburði sem gerðust með Gotum og Húnum: Hamðismál, Guðrúnarhvöt og Hlöðskviða. Síðastnefnda kvæðið fjallar um styrjöld Gota við hina illræmdu Húna, sem ruddust austan úr Asíu á 4. öld e.Kr. Gotar voru fyrir sitt leyti líklega upprunnir í Svíþjóð en dreifðust um Evrópu allt suður að Svartahafi. Þeir ortu væntanlega sjálfir ljóð um hetjudáðir sínar þótt ekkert af þeim kveðskap hafi varð- veist. Hins vegar snerust þeir snemma til kristni og æruverðugur bisk- up þeirra snaraði biblíunni á gotnesku um árið 380. Hann hét Wulfila (‘Litli-Úlfur’) og það sem eftir er af textanum er varðveitt í handriti sem nefnist Silfurbiblían. Tungumál Gota er ærið fornlegt en samt er ekki torvelt fyrir þá sem kunna íslensku að stauta sig fram úr því. Svona hljóðar upphaf faðirvorsins á gotnesku: Atta unsar, þu in himinam, weihnai namo þein ‘Pabbi okkar, þú á himnum, vígist nafn þitt.’ Annars er dálítið sérstakt að gotneska faðirvorið byrjar á orðinu atta sem merk- ir ‘pabbi’. Gotar ávörpuðu guð oftast með þessu gæluyrði þótt þeir hafi raunar líka þekkt orðið fadar sem samsvarar ísl. faðir. Hvers vegna þeir gerðu það er efni í annan pistil. Faðir vor – pabbi okkar Tungutak Þórhallur Eyþórsson tolli@hi.is Goti Sannkristinn og frómur. Þ að var vel til fundið hjá Varðbergi, sem upp- haflega var stofnað af ungu fólki í þremur flokkum, Sjálfstæðisflokki, Framsókn- arflokki og Alþýðuflokki, að halda upp á 70 ára afmæli varnarsamningsins við Bandaríkin fyrir skömmu. Það er mikilvægasti samningur sem við höfum gert við annað ríki og tryggði öryggi hins unga lýðveldis í upphafi kalda stríðsins. Nú hefur hinn 97 ára gamli Henry Kissinger lýst þeirri skoðun að fram undan sé nýtt kalt stríð milli Bandaríkjanna og Kína. Fáir þekkja jafn vel til þeirra mála og hann sem í forsetatíð Nixons fór til Kína og opnaði leiðina til vinsamlegri samskipta milli þessara tveggja ríkja en þá höfðu verið frá valdatöku Maós formanns. Á allmörgum undanförnum árum hafa norð- urslóðir verið að komast í brennidepil vegna nýrra siglingaleiða milli Kyrrahafs og Atlantshafs í austur og vestur. Vaxandi áhugi Kína á okkar heimshluta hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni. Hann hef- ur beinzt að Grænlandi, Íslandi og Færeyjum. Umhverfi okkar er því á ný að verða átakasvæði í heims- pólitíkinni. Það sést að vísu ekki enn í okkar utanríkispólitík og einhver tregða er til staðar í þeim efnum. Það sást m.a. í undirbúningi innan Valhallar að landsfundi sl. haust sem svo var frestað vegna faraldursins. Ítrekuðum ábendingum um að fjalla yrði um nýjar hættur frá Kína í álykt- unum fundarins var ekki sinnt án þess að nokkrar skýringar væru gefnar. En kannski hefur Kissinger opnað augu einhverra. Þeir sem hér eiga beinna hagsmuna að gæta auk okkar eru Norðmenn, Skotar, Færeyingar og Græn- lendingar svo og Kanada og Bandaríkin. Það er eðli- legt að fulltrúar þessara þjóða ræðist við. Það er augljóst af ítrekuðum skrifum frá kín- verska sendiráðinu bæði í þetta blað og annars stað- ar að það er stefnubreyting í þeim herbúðum. Þeir vilja láta finna meira fyrir sér. Hið sama er að ger- ast um allan heim. Og gera það stundum á dálítið óþægilegan hátt. Að setja Íslending á svartan lista í Kína vegna skoðana hans felur í sér hótun sem ekki á að gera lítið úr. Kína á stutt í að verða mesta efnahagsveldi heims. Sá gífurlega stóri markaður sem þar er skiptir miklu máli fyrir margar þjóðir. Kínverjar verða óhræddir við að notfæra sér það. Hættan er aug- ljóslega sú að aðrar þjóðir gefi eftir í mikilvægum málum til að stofna viðskiptahagsmunum ekki í hættu. Sovétríkin féllu vegna þess að þau höfðu ekki efnahagslega burði til að vera stórveldi. Rússland er efnahagslegt pappírstígrisdýr. En fyrir lok þessa áratugar verður Kína orðið leiðandi efnahagsveldi í heiminum og Bandaríkin í öðru sæti. Við þurfum að stilla saman strengi með öðrum þjóðum til þess að geta sagt nei við þetta rísandi risaveldi. En þegar við þorum ekki einu sinni að segja nei innan EES þótt við höfum samningsbund- inn rétt til þess lofar það ekki góðu. Kalda stríðið stóð í fjóra áratugi. Einungis einn stjórnmálaflokkur brást aldrei hér á Íslandi á þeim tíma. Sjálfstæðisflokkurinn. Bæði Framsókn- arflokkur og Alþýðuflokkur létu skammtímasjón- armið ráða aftur og aftur. Það er til marks um að fáum er að treysta. Þess vegna reynir á Sjálfstæð- isflokkinn hvort Kína verður nefnt á nafn í ályktun næsta landsfundar. Ef ekki er það til marks um hræðslu. Auk þeirra landa sem fyrr voru nefnd og eru eðli- legir bandamenn okkar á norðurslóðum er ástæða til að rækta betur tengslin við þá Evr- ópuþjóð sem lengi hefur sýnt okkur mestan áhuga en það eru Þjóð- verjar. Skýringin á því er að verulegu leyti Nonnabækurnar, sem sýnir hvað bókmenntir geta haft mikil áhrif. Þýzkaland er fyrir löngu orðið áhrifamesta ríkið innan ESB og við eigum að rækta vinarhug þeirra í okkar garð. Jafn- framt hefur reynslan sýnt okkur að við þurfum að geta leitað annað en til Bandaríkjanna sbr. Trump. Það eru allar líkur á því að þessi öld verði ekki síður átakamikil en sú síðasta. Þess vegna þurfa stjórnmálamennirnir að ræða utanríkismálin við þjóðina, sem fæstir þeirra gera og virðast ekki hafa áhuga á þeim. Þannig hefur það alltaf verið, með ör- fáum undantekningum. Eðli hins nýja kalda stríðs verður hins vegar ann- að. Þess vegna er ólíklegt að það hafi sambærileg áhrif og hið fyrra t.d. í menningarlífi þjóðarinnar. Kínverjar munu leggja mikinn þrýsting á okkur og nágranna okkar og ekki skirrast við hótanir. Það skiptir miklu máli að við gefum ekkert eftir. Ef við gerum það eru það fyrstu skrefin til þess að verða leppríki Kína. Það er ólíklegt að einhver stjórnmálaöfl hér taki upp hanzkann fyrir Kína en það gætu einhverjir gert sem eiga viðskiptalegra hagsmuna að gæta. Öll þessi mál þarf að ræða fyrir opnum tjöldum. Þjóðin þarf að fylgjast með þessum málum öllum. Þótt Kína sé einræðisríki Kommúnistaflokksins þurfa forystumenn hans að gæta sín. Þótt það komi aldrei fram í fréttum segja þeir sem vel þekkja til að þar komi reglulega upp smáuppreisnir. Slíkar upp- reisnir geta breiðst út. Nágrannar Kína eru líka var- ir um sig og leita skjóls hjá Bandaríkjunum. En almennt talað er næsta víst að þessi öld verði öld Asíu vegna þess að það eru fleiri ríki í þeim heimshluta sem munu styrkjast mjög efnahagslega á næstu árum og áratugum. Nýtt kalt stríð fram undan Kína lætur finna fyrir sér í vaxandi mæli. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Einn helsti sérfræðingur Banda-ríkjanna um þrælahald er hag- fræðingurinn Thomas Sowell, sem hefur ef til vill frjálsari hendur en flestir aðrir um djarflegar kenn- ingar, af því að hann er dökkur á hörund. En þrennt í bókmenntum og sögu Íslands styrkir kenningar hans. Ein kenningin er, að þrælahald sé líklegt til að deyja út við venjulegar aðstæður, enda sé þræll meira virði frjáls en í ánauð. Hann sé þá lík- legri til að láta uppskátt um hæfi- leika sína og njóta þeirra. Eins og Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur og Ragnar Árnason hagfræðingur hafa bent á, lagðist þrælahald á Ís- landi fljótlega niður, og nærtækt er að álykta, að það sé, af því að það borgaði sig ekki. Í upphafi var skortur á fólki, en ekki landi, en þetta snerist við, þegar landið var fullbyggt og allar jarðir numdar. Þá lækkuðu laun frjálsra verkamanna í hlutfalli við afrakstur af landi, og ekki borgaði sig lengur að halda þræla. Önnur kenningin er, að varða þurfi færan veg úr þrælahaldi í frelsi. Þessu lýsir sagnritarinn Snorri Sturluson vel í Heims- kringlu, þegar hann segir frá Er- lingi Skjálgssyni, sem leyfði þrælum sínum að hirða afrakstur af auka- vinnu sinni og kaupa sig frjálsa, en með því fé keypti hann aðra þræla, sem unnu síðan til frelsis. Vísaði hann leysingjum sínum til fiskveiða eða í búskap. „Öllum kom hann til nokkurs þroska.“ Þriðja kenningin er, að þrælahald sé ekki í eðli sínu kúgun hvítra manna á svörtum, heldur hafi það tíðkast að fornu og á öðrum menn- ingarsvæðum. Til dæmis voru lík- lega fleiri hvítir þrælar í Tyrkja- veldi soldánsins en svartir þrælar á ekrum Suðurríkjanna. Þetta ættu Íslendingar að vita öðrum fremur, því að hingað komu sjóræningjar frá Salé og Algeirsborg árið 1627, rændu um 400 Íslendingum og seldu í þrældóm. Varð aðeins um fimmtíu þeirra endurkomu auðið. Séra Ólafur Egilsson skrifaði merka bók um Tyrkjaránið, en hann var sendur frá Algeirsborg til Dan- merkur til að útvega lausnargjöld. Í bók hans kemur raunar fram, að Ís- lendingur einn hafi verið á einu skipinu og aðstoðað sjóræningjana. .Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þrælar í íslenskri sagnritun HEIMILI ENSKA BOLTANS Á VEFNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.