Morgunblaðið - 15.05.2021, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MAÍ 2021
+ + + = 19.990 kr.
A L LT ÓTA K M A R K A Ð
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Íbúar byggðanna úti á landi og
þeirra hagsmunir þurfa sterka rödd
í umræðu samfélagsins,“ segir Guð-
mundur Gunnarsson. „Að búa í
dreifbýlinu felur í sér marga kosti.
Auðlindir náttúrunnar til lands og
sjávar eru til að mynda yfirleitt
mjög nálægar úti á landi, en góð nýt-
ing þeirra er að minni hyggju und-
irstaða þeirrar endurreisnar, sem nú
er fram undan eftir kórónuveiruna.
Grundvöllur þessa alls er þó að ekki
sé hrópandi aðstöðumunur milli
borgar og landsbyggðar. Óháð bú-
setu á fólk að geta verið jafnsett um
samfélagslega þjónustu og lífsins
gæði; svo sem samgöngur, heilbrigð-
isþjónustu, skóla og fleira slíkt.“
Þörf á greiðum
leiðum milli svæða
Guðmundur Gunnarsson er nýr
oddviti á framboðslista Viðreisnar í
Norðvesturkjördæmi í þingkosn-
ingum í haust. Hann er Bolvíkingur
að uppruna, fæddur árið 1976 og
með menntun í alþjóðaviðskiptum
og fjölmiðlafræði. Sinnir í dag ýms-
um ráðgjafarstörfum, en var áður
framkvæmdastjóri AFS á Íslandi,
fréttamaður á RÚV og bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar. Í pólitískum efnum
segist hann brenna fyrir því að
byggðirnar úti á landi megi blómstra
en þá sé margvíslegra aðgerða þörf.
„Á Vestfjörðum sækir fjórði hver
vinnandi maður vinnu sína í annað
byggðarlag en viðkomandi býr í.
Þetta staðfestir þörfina á greiðum
leiðum milli svæða. Samgöngumál
eru alltaf ofarlega á blaðinu úti á
landi. Koma þarf afurðum fljótt og
vel milla svæða og á markaði. Góðir
vegir gagnast öllum og séu mann-
auður og þekking fyrir hendi gerast
hlutir í atvinnulífinu nánast af sjálfu
sér. Í Norðvesturkjördæmi höfum
við margar menntastofnanir, meðal
annars á háskólastigi, sem þarf að
efla eins og margt fleira, svo boltinn
rúlli,“ segir Guðmundur og heldur
áfram:
Efla þarf græna ferðaþjónustu
„Meira afhendingaröryggi raf-
orku er líka stórmál sem bæta þarf
úr, nú þegar bygging Hvalárvirkj-
unar hefur verið sett á bið næstu ár-
in. Orkumálin tengjast raunar
mörgum fleiri viðfangsefnum, svo
sem því að efla megi græna ferða-
þjónustu. Skemmtiferðaskipin sem
koma til Ísafjarðar með allt að 100
þúsund farþega þegar best lætur
þarf að vera hægt að raftengja úr
landi og draga þannig úr mengun.
Slíkt telst til umhverfismála, sem
eru orðin alltumlykjandi í okkar
samfélagi.“
Guðmundur hefur í tímans rás
jafnan verið virkur í ýmsu félagslegu
starfi, þótt hann hafi ekki blandað
sér í flokkspólitík fyrr en nú. Í seinni
tíð hafi hugur sinn staðið til starfa
fyrir samfélagið og þá hafi stjórn-
málin legið beint við. „Viðreisn er
flokkur fjálslyndis, jafnréttis og um-
bóta og er alþjóðlega sinnaður. Slíkt
fellur vel að minni lífssýn – auk þess
sem ég tel að um margt sé auðveld-
ara að tala fyrir breytingum innan
nýrrar stjórnmálahreyfingar en í
flokkum sem byggjast á langri sögu
og hefðum. Núna er til dæmis nauð-
synlegt að koma til móts við þá
óánægju sem ríkir um fyrirkomulag
á stjórn fiskveiða,“ segir Guð-
mundur og bætir við:
„Viðreisn talar fyrir sólarlags-
ákvæðum í afnotarétti af auðlind-
inni, sem ég tel að væri góð millileið.
Nýliðun þarf í sjávarútvegi og einnig
svigrúm fyrir fólk í sjávarbyggð-
unum, sem vill geta sótt á fiskislóð-
ina skammt frá landi. Allar hug-
myndir til breytinga er vert að
skoða, hvort sem þær lúta að fisk-
veiðistjórn, Evrópumálum eða gjald-
miðlinum. Einnig þurfum við að líta
á fjölmenningu samfélagsins með já-
kvæðum augum. Vestfirðir mættu
sín lítils í dag ef þangað hefði ekki
flutt fólk víða að úr veröldinni;
vinnufúsar hendur sem halda grunn-
atvinnuvegunum gangandi.“
Stjórnmálin snúast
um samskipti við fólk
Guðmundur segir að í Norðvest-
urkjördæmi þekki hann eðlilega best
til staðhátta á Vestfjörðum. Sem
fréttamaður á RÚV í sex ár hafi
hann þó líka kynnst vel staðháttum á
Norðurlandi vestra og Vesturlandi;
svæðum sem hann eigi eftir að
ferðast um á næstunni og taka fólk
tali. „Stjórnmál snúast í grunninn og
fyrst og fremst um samskipti við
fólk. Setja sig inn í mál og sjá stóru
myndina og greina hagsmunina.
Hverju þarf að breyta og hvernig er
best að samfélagið þróist til fram-
tíðar. Slíkt starf er áhugavert og gef-
andi,“ segir Guðmundur Gunnarsson
að síðustu.
Góð nýting auðlinda er
undirstaða endurreisnar
- Guðmundur oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Frambjóðandi Setja sig inn í mál og sjá stóru myndina. Hverju þarf að
breyta og hvernig er best að samfélagið þróist, segir Guðmundur.
Borgarnes Norðvesturkjördæmi er víðfeðmt, nær frá Hvalfjarðarbotni
norður í Fljót. Svæðið er dreifbýlt og grunnatvinnuvegirnir ráðandi.
Nokkur stúdentsefni úr Fjölbrauta-
skólanum í Garðabæ (FG) raða sér
hér í nettan þríhyrning á Austur-
velli í gær. Dimmitering fór fram
víða um bæinn eftir að nemendur
heimsóttu skólann og skemmtu sér
með skólafélögunum. Búningar
stúdentsefna voru af ýmsu tagi og
meðal þeirra appelsínugulir sam-
festingar, eins og hér má sjá. Próf
hefjast í FG eftir helgina og útskrift
verður 29. maí næstkomandi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Garðbæingar dimmi-
teruðu á Austurvelli
Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæj-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi, og Vilhjálmur Bjarna-
son, fv. þingmaður, hafa gefið kost
á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins í Suðvesturkjördæmi.
Karen sækist eftir þriðja sæti á
lista flokksins og Vilhjálmur segist
stefna „eins ofarlega og kostur er,
helst ofar en þriðja sæti, eða ofar,“
segir í fréttatilkynningu hans.
Auk setu í bæjarstjórn Kópavogs
er Karen Elísabet skrifstofustjóri
Raftækjasölunnar. „Ég legg höfuð-
áherslu á að við náum að vinna á
því atvinnuleysi sem Covid-19 hefur
skapað. Til að það sé hægt þarf að
huga að rekstrarumhverfi fyr-
irtækja og sér í lagi lítilla og með-
alstórra eininga,“ segir Karen m.a.
í tilkynningu sinni. Vilhjálmur seg-
ist leggja sín verk, skoðanir og við-
horf til mannlífsins í dóm kjósenda.
Hann hafi víðtæka þekkingu til að
gegna starfi þingmanns. Vil-
hjálmur sat á þingi fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn í Suðvesturkjördæmi
kjörtímabilið 2013-2017.
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Karen og Vilhjálmur í prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Vilhjálmur
Bjarnason
Landsréttur staðfesti í gær dóm
Héraðsdóms Vesturlands um að
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Vilj-
ans, skuli greiða þrotabúi Press-
unnar ehf. 80 milljónir króna auk
vaxta. Einnig var rift tilteknum
veðsetningum á lausafé sem tengd-
ust lánasamningum Pressunnar og
Björns Inga.
Málareksturinn tengdist gjald-
þroti Pressunnar í desember 2017
en það félag rak áður dagblöð og
vefmiðla á borð við pressan.is,
eyjan.is og bleikt.is. Þá átti Pressan
hlut í öðrum félögum sem voru í
fjölmiðlarekstri, svo sem DV ehf.
Björn Ingi var stjórnarformaður
Pressunnar frá stofnun félagsins og
þar til það varð gjaldþrota.
Skömmu fyrir gjaldþrotið keypti
félagið Frjáls fjölmiðlun ehf. eignir
Pressunnar og með í þeim kaupum
var yfirtaka á 80 milljóna króna
skuld Pressunnar við Björn Inga
sem Landsréttur hefur nú rift, m.a.
á þeim forsendum að ekki hafi ver-
ið staðfest að um raunverulega
skuld hafi verið að ræða.
Dæmdur til að greiða 80 milljónir